Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 CíTGAFUFÉLAG: Gtgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRrTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglys- ingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Fasteignasali kærður fyrir meint skjalafals - frétt bls. 4 Ópera fyrir alla - frétt bls. 8 Nútíma Lína - Menning bls. 13 Haukum og ÍBV spáð sigri í vetur - DVSportbls. 28-29 Með skurðtöngina í kviðarholinu í sex ár Taflensk kona lét nýlega f]ar- lægja skurðtöng úr kviðarholi sínu sex árum eftir að skurðlæknar höfðu gleymt henni þar í aðgerð sem konan gekkst undir. Konan, sem heitir Lamphan Yinsuth og er 46 ára, hafði sífellt kvartað undan magaverkjum alveg frá því að legið var fjarlægt úr henni á Prapoklao-sjúkrahúsinu í Bangkok í nóvember árið 1997 en læknar aldrei fundið út hvað amaði að henni fyrr en hún var send í röntgenmyndatöku í síð- ustu viku. Þá kom í ljós að 28 sentimetra löng töng hafði gleymst inni í kviðarholi konunnar við aðgerð- ina. Sjúkrahússtjórnin samþykkti strax að greiða konunni um 750 þúsund krónur í bætur. Hannes Hlífar í 5.-6. sæti Hættu að reykja á Patró SKÁK: Stórmeistarinn Hann- es Hlífar Stefánsson er í 3.-4. sæti með 5,5 vinninga á Skákþingi Norðurlanda sem fram fer í Árósum í Dan- mörku. Hann sigraði finnska FIDE-meistarann Heikki Lehtinen í 9. umferð sem tefld var í gær. Helgi Ólafsson tapaði þá fyrir danska alþjóð- lega meistaranum Davor Palo. Helgi hefur 5 vinninga og er í 5.-6. sæti. Efstir á mót- inu , með 6,5 vinninga, eru danski stórmeistarinn Curt Hansen og sænski stórmeist- arinn Evgenij Agrest. (tíundu og næstsíðustu umferð, sem fram fer í dag, þriðjudag, mætir Hannes Hlífar Norð- manninum Einar Gausel en Helgi mætir Lehtinen. FORVARNIR: Unglingar í Fé- lagsmiðstöðinni Vest-End á Pat- reksfirði standa nú fyrir átaki sem þau kalla „Hættu að reykjal". Mun Patreksskóli taka dyggan þátt í verkefninu og fræða nemendur um skaðsemi tóbaks. Opnuðu unglingarnir átak sitt í gær með því að senda einn ungling, 14 ára gamlan, til að reyna að kaupa sértóbak í verslunum í bænum. Fór viðkomandi á alla þá staði sem hafa með sölu tóbaks að gera en þrátt fyrir afsakanir og rökræður við starfsfólk fékk hann hvergi afgreiðslu. Á næstu dögum verða sett verða upp veggspjöld í bænum, vinnustaðir merktir reyklausir og viðurkenningar gefnar reyklausum vinnustöðum. Ákært fyrir að veiða 630 tonn utan kvóta KVÓTI: Ríkislögreglustjóri krefst þess að útgerðarfélögunum verði gert að þola upptöku ávinnings af brotum sínum. Sex útgerðarmenn og skipstjór- ar hafa verið ákærðir fyrir að hafa staðið að því að láta fimm skip þeirra fara í hátt í 140 veiðiferðir og veiða um 630 tonn af afla, mest af þorski, án þess að hafa til þess tilskildan kvóta. Ríkislögreglustjóri gerir kröfu um að mönnunum og fjórum útgerðar- félögum þeirra verði gert að þola upptöku ávinnings af brotum sín- um. Það þýðir að mönnunum verði gert að greiða andvirði alls þessa afla til rfkissjóðs. Samkvæmt upp- lýsingum DV gæti sú tala verið allt að 150 milljónir króna. Hins vegar er sérstaklega dómkvaddur mats- maður þessa dagana að meta hver þessi tala verður þegar réttað verð- ur í þessu óvenju stóra kvótamáli. Landsbanki Islands fer fram á að einn mannanna greiði bankanum 15,7 milljónir króna í bætur þar sem bankinn keypti eitt skipanna á nauðungarsölu en þá var kvóta- staða skipsins sem þeirri tölu nam í aflaverðmæti umfram veiðiheim- ildir. Þannig keypti Landsbankinn í raun aflaheimildir sem búið var að afla fyrir og rúmlega það. Sexmenningunum er gefið að sök að hafa brotið lög um um- gengni við nytjastofna sjávar, lög um stjórn fiskveiða og veiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands. Hér var í raun um að ræða kvótalitlar út- gerðir sem létu skip sín veiða um- fram það sem aflaheimildir voru fyrir. Landsbanki íslands fer fram á að einn mann- anna greiði bankanum 15,7 milljónir í bætur. Fiskistofa hafði gjarnan afskipti af útgerðunum en mennirnir voru ýmist skipstjórar, framkvæmda- stjórar eða stjórnarformenn fyrir- tækjanna. Þau voru Blíða ehf. og Dritvík ehf. í Reykjavík, Fengsæll ehf. á Hellissandi og Kristján ehf. í Ólafsvík. Veiðiferðimar sem ákært er fyrir vom famar á bátunum Gróttu RE 26, Klettsvík SH 43, Bervflc SH 43, Stormi SH 333 og Sigurvon BA 55. Flestar ferðimar vom famar frá Ólafsvík en einnig var róið frá Patreksfirði, Rifi og Bfldudal. Hér var um að ræða trmabil- ið frá mars 2001 til nóvember 2002. Sexmenningamir hafa allir mætt fyrir dóm. Þeir neita alfarið sök - vísa því á bug að þeir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi hvað varðar brot á lögum um umgengni við nytjastofna sjávar. í ákæm ríkislögreglustjóra em tveimur mannanna gefin að sök brot á lögum um virðisaukaskatt með því að hafa ekki staðið skil á 11,3 milljónum króna til Sýslu- mannsins í Stykkishólmi á árinu 2001. Einnig að hafa haldið eftir samtals tæpum 5,5 millónum króna á staðgreiðslu opinberra gjalda af launum starfsmanna sinna. ottar@dv.is Gunnar Örn Örlygsson laus úr fangelsi og fluttur inn á Vernd: Fer á áfangaheimili og í vinnu „úti í bæ" Gunnar Örn Örlygsson alþingis- maður hóf afplánun á áfanga- heimilinu Vernd í gær, eftir að hafa setið í fangelsi í Kópavogi frá því í fyrri hluta ágústmánað- ar. Hjá Vernd mun Gunnar Örn ljúka þriggja mánaða afplánun óskilorðsbundins hluta sex mán- aða dóms sem hann fékk fyrir ýmis brot, tengd fiskveiðum. Gunnar Örn var tekinn af þingmannslaun- um í upphafi afplánunar. Að sögn Guðjóns Arnar Kristjánssonar, for- manns Frjálslynda flokksins, nýtur Gunnar Örn var tekinn af þingmannslaunum í upphafi afplánunar. hann þeirra ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að hann lýkur afplánun. Hjá Vernd eru fangar í venjulegri vinnu úti í samfélaginu. Að vinnu- degi loknum koma þeir fyrir klukk- an sex síðdegis inn á húsnæði Verndar við Laugateig, en þeir geta svo farið aftur út klukkan sjö en verða að vera „komnir heim" fyrir klukkan ellefu. Að morgni er svo farið aftur til vinnu á ný en sérstak- ar reglur gilda um helgar. Þetta fyr- irkomulagt er meira hugsað fyrir langtímafanga en á einnig við um þá sem afplána styttri refsingar. Þannig er þeim gefinn kostur á að aðlagast samfélaginu í áföngum undir lok afplánunartímans. Gunnar Örn tók tæpan helming óskilorðsbundna hluta dómsins út í Hegningarhúsinu og fangelsinu í Kópavogi en var svo gefinn kostur á Verndarfyrirkomulaginu það sem eftir stendur af afplánunartíman- um - þremur mánuðum. Að hon- um loknum mun Gunnar örn væntanlega fara aftur á þing- mannslaun. Á hinn bóginn á flokk- urinn eftir að ræða við hann um trúnaðarbrest sem upp kom þegar í ljós kom að hann hafði ekið þrisvar sinnum sviptur ökuréttindum árið 2000 og greindi flokksforystunni ekki frá því að hann ætti óafgreitt mál í dómskerfinu - raunar mál sem oftast varðar eins mánaðar fangelsi. Því lauk hins vegar með því í síðustu viku að honum var ekki gerð sérstök refsing þar sem Gunnar Örn Örlygsson. réttarkerfið sjálft dró óhóflega að ljúka því. Árni hjá Vernd í nóvember? Samkvæmt upplýsingum DV get- ur Árni Johnsen, sem fékk 24 mán- aða fangelsi óskilorðsbundið, sótt um reynslulausn þegar hann verð- ur búinn með helming þeirrar af- plánunar, það er í febrúar. Fái hann það, sem allar lfkur eru á, getur hann sótt um að taka síðustu þrjá Árni Johnsen. mánuði afplánunarinnar út hjá Vernd á svipaðan hátt og Gunnar örn. Það þýðir að Árni Johnsen get- ur verið kominn í vinnu f nóvember næstkomandi en greiði svo, eins og aðrir, fæði og húsnæði hjá Vernd við Laugateig, þar sem hann myndi dvelja um nætur þangað til hann fær reynslulausn eftir helming, eins og það er gjarnan nefnt, eða í febr- Úar. ottar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.