Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003
Þingað um framtíð flugsins
FLUG: Flugmálastjórn og sam-
gönguráðuneytið efna til flug-
þings á Hótel Loftleiðum næst-
komandi fimmtudag. Sex er-
lendir og fimm íslenskir sér-
fræðingar um flugmál flytja er-
indi á þinginu, sem haldið
verður undir kjörorðinu Flug í
heila öld - saga og framtíð
flugsins. Um þessar mundir er
þess minnst víða um heim að
eitt hundrað ár eru liðin frá því
að Wright-bræður flugu fyrsta
vélknúna loftfarinu.
Meðal fyrirlesara á þinginu
verða Sigurður Helgason, for-
stjóri Flugleiða, Arngrímur Jó-
hannsson, stjórnarformaður
Atlanta, Ómar Benediktsson,
forstjóri íslandsflugs, Þorgeir
Pálsson flugmálastjóri, Dieter
Schmitt hjá Airbus og Jerry
Mackfrá Boeing-verksmiðjun-
um. Á flugþinginu munu
menn m.a. velta fyrir sér fram-
tíðarhorfum og þróun í flug-
málum.
Flugþingið hefst klukkan 9.00
og er aðgangur ókeypis, hægt
er að skrá sig á heimasíðu
Flugmálastjórnar.
Vika verndar
VINNUVERND: Evrópsk vinnu-
verndarvika stendur nú yfir og
munu eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins
heimsækja fyrirtæki af því tilefni. (
heimsóknum eftirlitsmannanna
verður athygli starfsmanna vakin á
hættulegum efnum á vinnustað,
notkun þeirra og forvörnum. Gef-
inn hefurverið út bæklingurfyrir
starfsmenn vinnustaða þar sem
varasöm efni eru brúkuð.
Breskir vísindamenn segja svifdýr drepast og fískinn hverfa vegna vaxandi sjávarhita:
Núverandi lífríki Norðursjáv-
ar talið vera að hrynja
J
HAFRANNSÓKNIR: Gögnum um svifdýr í sjónum við ísland er safnað saman hjá Hafrannsóknastofnun. Ekkert bendir til hruns rauðátu hér
við land líkt og gerst hefur í Norðursjó.
Hækkandi hitastig á jörðinni og
hækkandi sjávarhiti í Norðursjó
er að mati breskra vísinda-
manna að leiða til hruns í lífríki
þessa hafsvæðis. íslenskir vís-
indamenn segja óvarlegt að yf-
irfæra þetta á íslensk hafsvæði
þrátt fyrir hækkandi hitastig
undanfarin 3 til 4 ár.
Þessar niðurstöður varðandi
Norðursjóinn koma m.a. fram f
grein Richards Sadlers og Geoffreys
Leans í breska blaðinu
Independent þar sem vitnað er í
nýjar rannsóknir vísindamanna.
Talað er um líffræðilegt niðurbrot
og hrun eða „egological meltdown"
í þvf sambandi.
Varasamt að alhæfa
um stöðuna í hafinu við
ísland út frá því sem er
að gerast í Norðursjó.
Ástæða þessa hruns er, eins og
áður sagði, rakin til hækkandi hita-
stigs í sjónum sem leiði til þess að
svifdýr, sem eru undirstaða í fæðu
fiska í Norðursjó, drepist unnvörp-
um. í kjölfarið hafi fiskstofnar
hrunið og sömu sögu sé að segja af
sjófuglum.
Að sögn Karls Gunnarssonar,
sjávarlíffræðings hjá Hafrann-
sóknastofnun, hafa menn ekki séð
svo dramatískar afleiðingar
hlýsjávar hér við land og nú er lýst í
Norðursjó. Á sfðustu árum virðist
frekar hafa verið um aukningu á
svifdýralífi hér við land og hafa vís-
indamenn Hafrannsóknastofnun-
arinnar tengt hana auknu flæði
hlýsjávar upp að landinu.
í greininni í Independent er vitn-
að til vísindamanna hjá Sir Alistair
Hardy hafvísindastofnuninni í
Plymouth sem hafi fýlgst nákvæm-
lega með svifdýralífi í Norðursjó í
meira en 70 ár. Segja þeir að kald-
sjávartegundir f svifdýraríkinu séu
nú hundruðum mílna norðar en
áður vegna hlýrri sjávar. Einnig hafi
nýliðun á þorski aldrei verið minni
í 20 ár og villtum laxi hafi fækkað
um helming á síðustu tveim ára-
tugum.
Þá hafi aldrei skilað sér færri lax-
ar í breskar ár en í sumar. Svipað
eigi við um afkomu annarra kald-
sjávarfisktegunda.
„Við erum að sjá hrun á
því lífkerfi sem við
þekkjum," segir dr.
Chris Reid í samtali við
Independent.
Eins hafi viðkoma í sjófugla-
byggðum við strönd Yorkshire og á
Shetlandseyjum um varptímann
aldrei verið verri síðan skráning á
varpinu hófst og mörg varpsvæði
hafi verið yfirgefin. Sunnar í Norð-
ursjónum hafi enn smágerðari svif-
dýr leyst þau norðlægu af hólmi en
þau séu ekki eins næringarrík fýrir
annað líf í sjónum.
Hrun
„Við sjáum hrun á því lífkerfi sem
við þekkjum,'1 segir dr. Chris Reid,
framkvæmdastjóri stofnunarinnar.
Hann segir að laxa- og þorskstofnar
hafi þegar dregist saman og nú
veiðist minni fiskur en áður. „Við
erum nú að sjá sannanir fýrir því að
breytt veðurfar er að umbylta lífrík-
inu f stórum stíl. Við munum lík-
lega sjá enn meiri hækkun á hita-
stigi í líkingu við það sem nú er á
Atlantshafsströnd Spánar og jafn-
vel sunnar sem mun leiða til gjör-
breytingar á lífríkinu. Ef hlýnunin
heldur áfram mun þorskurinn lík-
lega hverfa úr Norðursjónum á
næstu áratugum."
Ekki sömu áhrif hér
Hafrannsóknastofnunin hefur
um langt árabil fylgst með dýrasvifi
í hafinu við Island og m.a. í sam-
starfi við Sir Alistair Hardy-stofn-
unina. Ólafur S. Ástþórsson, að-
stoðarforstjóri Hafrannsóknastofn-
unar, segir að vistkerfi svifdýranna
við ísland svari hitastigsbreyting-
um á annan hátt en í Norðursjó.
Hann telur því varasamt að alhæfa
um stöðuna í hafinu við Island út
frá því sem er að gerast í Norðursjó.
Gögn sem Sir Alistair Hardy-
stofnunin tekur saman um lífríki
sjávarins eru talin þau bestu sem
þekkjast í heiminum. Því taka vís-
indamenn eðlUega mikið mark á
Efhlýnunin heldur
áfram mun þorskurinn
líklega hverfa úr Norð-
ursjónum á næstu ára-
tugum.
niðurstöðum þeirra rannsókna.
Stofnunin notar gjarnan kaupskip
til að afla sýna úr hafinu og m.a.
hafa flutningaskip Eimskipafélags
íslands dregið á eftir sér sýnatæki á
leiðinni á milli Skotlands og ís-
lands. Þannig nær stofnunin mun
meiri þéttleika í sýnatökum sínum
en annars væri mögulegt með stop-
ulum leiðöngrum hafrannsókna-
skipa.
Ólafur segir að undanfarin 3 til 4
ár hafi sjávarhiti hér við land verið
sá mesti síðan um 1965 vegna tnik-
ils innstreymis hlýsjávar úr suð-
vestri. Ástandið nú hafi leitt tU
meiri útbreiðslu á sumum fisk-
stofnum við landið en áður, m.a.
hvað varðar skötusel, ýsu,
kolmunna og fleiri tegundir. Rauð-
áta, sem sé ríkjandi átutegund hér
við land, hafi þó ekki minnkað sem
er ólíkt því sem gerst hefur í Norð-
ursjó. hkr@dv.is
SKÁLI/PAVILION: Skemmtilegt verk eftir Ólaf Elíasson sem sýnt var á Kjarvalsstöðum
1998. Það tengdist veðrinu eins og nýja verkið á Tate því þegar frysti úti mynduðust grýlu-
kerti niður úr málmhringnum. Annars rigndi úr honum.
Ólafur Elíasson leggur undirsig Hafnarhús:
Sýnir heima
Sterk staða myndlistarmannsins
Ólafs Elíassonar á alþjóðlegum
vettvangi var endanlega innsigluð
þegar sýning hans í túrbínusal Tate
Modern listasafnsins í Lundúnum
var opnuð í síðustu viku. Sýningin
hefur vakið verðskuldaða athygli
fjölmiðla og almennings og eru all-
ir samdóma um stórfengleika
hennar. Það er Listasafni Reykja-
víkur því sérstakt fagnaðarefni að
tilkynna að 17. janúar næstkom-
andi verður Ólafur Elíasson með
einkasýningu í Hafnarhúsinu sem
tekur yfir allt safnið. Sýningin er
óumdeilanlega viðamesta og
kostnaðarsamasta sýningarverk-
efni sem Listasafn Reykjavíkur hef-
ur ráðist í. Sýning Ólafs í Hafnar-
húsinu stendur í tvo mánuði og
lýkur þannig um líkt leyti og sýn-
ingu hans í Tate Modern.
Verk Ólafs hafa verið sýnd víða
um heim, meðal annars á tvíær-
ingnum í Istanbul, tvívegis á tvíær-
ingnum í Feneyjum, á Museum of
Modern Art í New York, í Berlín,
Malmö, Basel, Amsterdam og
Dublin, auk fslands og Danmerkur.
Áfram leik-
hússtjóri
Leikfélag Reykjavíkur hefur
endurnýjað ráðningarsamning
við Guðjón
Pedersen leik-
hússtjóra.
Guðjón hóf
störf sem leik-
hússtjóri
haustið 2000
og er því að
hefja fjórða
starfsár sitt.
Samkvæmt Iögum LR er leikhús-
stjóri jafnan ráðinn til fjögurra
ára í senn en heimilt er að endur-
nýja samninginn einu sinni.
Guðjón er ráðinn til vors 2008.