Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Page 9
DV Fréttir MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 9 Jaggerverður aðlaður Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, verður að- laður af drottningu Eng- lands þann 10. desember næstkomandi. Kom þetta fram í yfirlýsingu frá Buck- inghamhöll. Staðið hefur til að aðla Jagger í hálft annað ár en því hefur alltaf verið frestað þar eð kappinn hef- ur verið á fullu á tónleika- ferðalagi í tilefni af 40 ára afmæli Rolling Stones. ú bætist hann í hóp manna á borð við sir Paul McCartn- ey, sir Elton John og sir Cliff Richards. Vændiskonur rændu Best Norður-írska knatt- spyrnuhetjan George Best tapaði hátt á þriðja hund- ruð þúsund króna eftir sam- skipti við vænd- iskonur £ Lund- únum á fimmtudags- kvöldið. Best sem hafði átt í útistöðum við eiginkonu sína fylgdi tveimur stúlkum upp á hót- elherbergi. Hann bauðst til að lána þeim pening en komst síðan að því að þær höfðu fjarlægt allt sem var í vösum hans. Gervihjóna- bönd Erlendur karlmaður og íslensk kona eru grúnuð um að hafa skipulagt all- mörg gervihjónabönd erlendra karlmanna og íslenskra kvenna. Þetta kom fram í fréttum Út- varpsins í gærkvöldi. Þar sagði að rannsóknin hefði verið viðamikil og staðið mánuðum saman. Tvö lög- regluembætti hafa unnið að henni ásamt Útlend- ingastofnun. „Ég er mátulegur og hefur sjaldan liðið betur," segir Ásgeir Friðgeirs- Greinin í Guardian: íslensk stóriðjustefna harðlega gagnrýnd. Náttúruperlum sökkt fyrir eina bandaríska álbræðslu. Á skjön við önnur þróuð ríki. Siv Friðleifsdóttir gagnrýnd mjög fyrir menntunarleysi og fyrir að hafa vísað fyrirspurnum um stefnu ríkisstjórnar til Landsvirkjunar. „Mér finnst þessi gagnrýni hlægileg og sumt í þessum málflutningi er ekki svaravert," segir Siv Friðleifdóttir umhverfisráðherra í samtali við DV. Stóriðjustefna íslenskra stjórnvalda er harðlega gagnrýnd í langri og ítarlegri grein í laugardagsút- gáfu breska' blaðsins Guardian. Menntun, bak- grunnur og háefni Sivjar og VaJgerðar Sverrisdótt- ur iðnaðarráðherra til að taka ákvarðanir í virkj- unar- og stóriðjumálum er dregin í efa - og sá póll sem íslensk stjórnvöld hafa tekið í hæðina í þessum málum er sagður algjörlega á skjön við það sem gerist í öðrum Evrópuríkjum. Sökkva fegurstu perlunum Breska blaðakonan, Susan De Muth, segir í grein sinni að íslendingar séu að sökkva stórum hluta af fegurstu og fjölbreyttustu náttúruperlum landsins í þeim eina tilgangi að reisa þar virkjun fyrir bandarískt álver. Umhverfisráðherra hafi samþykkt virkjunina með úrskurði í mati á um- hverfismati, þrátt fyrir að Skipulagsstofnun hafi lagst gegn henni. Ríkisstjórnina dreymi um iðn- væðingu, á sama tíma og flestar vestrænar þjóðir stefni að því að koma þessari starfsemi til vanþró- aðri ríkja. Siv Friðleifsdóttir segist strax í dag munu fara yfir þetta mál með sínu fólki í umhverfisráðuneyt- inu - og þá verði ákveðið hvort gagnrýninni í greininni skuli svarað. Ráðherrann bendir hins vegar á að úrskurður sinn um virkjunina hafi ver- ið unninn mjög faglega og sem slíkur fengið mjög góða dóma. Guardian í grein Guardian segir að það hefði vakið undrun að Siv skyldi hafa vísað blaðamanni til upplýsingafulltrúa Lands- virkjunar þegar farið var fram á viðtal við ráðherrann með þeim orðum að fulltrúinn væri helsti sérfræðingur ríkisstjórn- arinnar um Kárahnjúkavirkjun. virkjun. Um þetta segir Siv að ráðuneytið fái alltaf fjölda fyr- irspurna um hin aðskiljan- legustu málefni - og reynt sé að koma þeim í þann farveg að til andsvara séu þeir sem ítarleg- ust geti gefið svörin. Um meint menntunarleysi sitt og hæfni til að takast á við stór- ar ákvarðanir í umhverfismál- um segir Siv þau sjónarmið vera Jilægileg. „Ég er með gott háskólapróf," sagði Siv Frið- leifsdóttir sjúkraþjálfari. sigbogi@dv.is Umhverfisráðherrann „A Islandi hefur verið rekin mjög framsækin náttúru- verndarstefna," segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. „Á íslandi hefur verið rekin mjög framsækin nátt- úruverndarstefna. Nú höfum við lagt nýja náttúru- verndaráætlun fýr- ir Alþingi. Þegar hún hefur farið í gegnum þingið er búið að vernda 20% af landinu sem er mun meira en víðast hvar annars stað- ar." Með gott há- skólapróf I grein Guardian segir blaðakonan breska það hafa vakið undrun sína að Siv Frið- leifsdóttir skuli hafa vísað sér til upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar þegar farið var fram á við- tal við ráðherrann með þeim orðum að hann væri helsti sérfiæð- ingur ríkis- stjórnar- innar um Kára- hnjúka- son fjölmiðlamaður og varaþing- maður.,,85 ára afmæli fullveldisins fyllir mann stoiti og bjartsýn- isanda. Gleðin i hjarta okkar skipt- ir máli og sjálfur kvarta ég ekki meðan ég kemst í fótboltann á sunnudögum. Þar fæ ég útrás fyrir allt það sem safnast upp; það er sem safnast hefur upp i huga mér og utan á mig.“ Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir ætlar að hasla sér völl í útlöndum ,Á íslandi bíður mín ekkert" „Ég hef ekki fengið neina vinnu á íslandi síðan uppistandið varð vegna skýrslunnar sem ég skilaði um Þjórsárvirkjun og máttarvöldin vildu láta breyta sér í hag,“ segir dr. Ragnhildur Sigurðardóttir vist- fræðingur en töluvert er fjallað um hennar mál í blaðagrein the Guar- dian. Þar kveðst Ragnhildur hafa verið beðin um að „falsa niðurstöð- ur sfnar" um umhverfisáhrif af Þjórsárvirkjun og þegar hún neitaði hafi hún misst af ýmsum störfum sem staðið hefði til að hún tækist á hendur fyrir opinbera aðila. Málið er í greininni tekið sem dæmi um harða afstöðu íslenskra stjórnvalda í garð þeirra sem gagnrýna stefnu þeirra í umhverfismálum. „Það var sérstaklega eitt stórt verkefni sem samkomulag hafði hér um bil náðst um að ég tækist á hendur, en það kom ekki til greina eftir þetta. Og fleiri verkefnum missti ég af vegna þessa," segir Ragnhildur. „Það var hætt við þau öll og opinberir aðilar hafa ekkert beðið mig að vinna síðan. Og á ís- landi bíður mín greinilega ekkert." Hún hefur þó ekki lagt árar í bát og er nú stödd í Danmörku. „Það þýðir ekkert að gefast upp og ég vinn nú að því að stofna ásamt fleirum alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki eða stofnun sem mun meðal ann- ars leggja inn umsókn til ESB um 20 milljóna evra styrk til verkefnis sem snertir lífræna orkugjafa. Og við höfum fleira í farvatninu. Þetta er allt mjög spennandi en samt verð ég að segja að mér þykir súrt f broti að svona uppistand eins og varð á íslandi skyldi hafa orðið til þess að ég steig þetta skref." Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir Hefur ekki fengið neina vinnu á Islandi siðan hún sakaði stjórnvöld umað hafa vjljað „falsa“ skýrslu sina um Þjórsárver.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.