Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarblašiš

						Helgar 6 blaðið
,,	iTjLjjj;, tVt'liliSÍ		I	HNwy^f ^itnat
¦~ - t^ y£~~K			i	
	¦'i	^ ' 'íwi*	L	
1	«i	€Vfl ¦¦	/	
	*		?¦	
\  WlP*j||	^¦T.. . *		.*	Í                  Í'
¦  M ^r			,-,7--j,.if	í
Að kæra meint launa
Konur ó íslandi eru meo lægri laun en karlar, þó svo
ao um sama starfio sé ao ræoa.
Kærur vegna meints
launamisréttis hafa
verið fátíðar hér á
landi. Það þýðir samt
ekki að tilefnin skorti,
heldur hafa slík mál
jafnan verið erfið
meðferðar og óljós,
sem hefur um leið
fælt fólk frá því að
kæra misréttið. Með
tilkomu nýrra jafnrétt-
islaga sem tóku gildi
1991 eru málin auð-
veldari viðureignar.
Á vegum Norræna jafn-
launaverkefnisins hefur ver-
ið gefið út kynningarrit um
meðferð kærumála vegna
launamisréttis kynja. Hildur
Jónsdóttir, verkefnastjóri
Norræna jafnlaunaverkefn-
isins, vonast til að kynning-
arritið hvetji þá, sem telja
sig beitta launamisrétti, til
að nýta sér jafnréttislögin
og leita réttar síns.
Hildur Jónsdóttir segir að
samanburður á störfum hafi
hingað til verið helsti akki-
lesarhællinn þegar launa-
misrétti er metið.
Samkvæmt nýju jafnrétt-
islögunum getur fólk borið
saman sín störf við sam-
bærileg störf innan fyrir-
tækja, þótt þau séu ekki al-
veg þau sömu. Þá er t.d.
hægt að horfa á hvaða kröf-
ur eru gerðar um menntun
og hæfni, ábyrgð og að-
gæslu. Einnig má taka mat
á álagi og vinnuskilyrðum
þarna inn í.
I 4. grein jafnréttislag-
anna segir: „Konum og
körlum skulu greidd jöfn
laun og skulu njóta sömu
kjara fyrir jafnverðmæt og
sambærileg störf. Með
„launum" í lögum þessum
er átt við venjulegt grunn-
eða lágmarkskaup og hvers
konar frekari þóknun, beina
eða óbeina, hvort heldur er
Hvað
vita
þau um
Samningurinn um evrópskt efnahagssvæði er viðamikill, svo ekki sé meira sagL
Toppurinn á ísjakanum er tvær þykkar bækur. Samningurinn sjálfur telur ekki
margar blaðsíður, einungis 45. Hann er 129 greinar en það sem tekur pláss eru
bókanir ýmisskonar og yfirlýsingar um túlkanir á því sem stendur í samningnum.
Seinna heftið er síðan viðbætur af ýmsu tagi þar sem oftast er verið að vísa í hinar
ýmsu reglugerðir Evrópubandalagsins svo hundruðum og þúsundum skiptir.
Þessar reglugerðir, tilskipanir,
túlkanir framkvæmdastjórnar og
annað þvíumlíkt er síðan sá hluti
samningsins eða ísjakans sem er
undir sjávarmáli. Hér er um að
ræða tugþúsundir síðna á skrifræð-
ismáli. Þessar síður hafa þingmenn
á Alþingi lítið Iesið en hafa hins-
vegar nokkuð lengi haft undir
höndum samninginn sjálfan í ein-
hverju formi. Fyrsta próförkin var
gefin út 9. mars en þar vantar allar
breytingar sem hafa orðið vegna
þess að EES-dómstólnum var
hafnað af EB-dómslólnum. Helg-
arblaðið leit inn á Alþingi í vik-
unni og valdi fimm þingmenn,
einn úr hverjum þingflokki, til að
svara fimm spurningum um samn-
inginn. Valið var mjög handahófs-
kennt en forðast var að ræða við
formenn flokka og meðlimi utan-
ríkismálanefndar.
Gettu betur
Þingmennirnir sem svöruðu voru
nokkuð fróðir um samninginn og
tóku vel í að svara þessum spurn-
ingum. Einar K. Guðfinnsson (D)
vildi þó ekki svara, sagðist ekki
vilja gata á EES-spurningum í
blöðunum. Það sem helst kom á
óvart var hversu óvissir þingmenn-
irnir voru á því hver hefði orðið
niðurstaðan í dómstólamálinu, þ.e.
að EB- dómstóllinn hafnaði því að
sérstakur EES-dómstóll hefði úr-
skurðarvald. Niðurstaðan varð sú
að komið verður á fót EFTA-dóm-
stól sem dæmir í ágreiningsmálum
innan EFTA. Risi ágreiningur um
samninginn milli EFTA-ríkis og
EB- ríkis verður að láta sameigin-
legu EES-nefndina útkljá málið.
Hún hefur ekkert dómsvald þannig
að náist ekki samkomulag verður
ekkert hægt að gera. Eigi að síður
er nefndinni ætlaða að taka mið af
reglum EB og dómsúrskurðum
EB- dómstólsins í hliðstæðum
málum.
Fyrst voru þingmennirnir spurðir
að því hvað ísland skuldbyndi sig
til að gera ef misræmi kæmi upp
milli EES-reglna og íslenskra laga.
Þessu svöruðu allir rótt. Sam-
kvæmt EES-samningnum skuld-
bindur Island sig til að innleiða
ákvæði í lög þess efnis að reglur
EES gildi í því tilviki. Þingmenn-
irnir svöruðu þessu reæyændar
ekki á þennan hátt. Kristín Ást-
geirsdóttir (V) sagði að skuldbind-
ingin væri að setja ný lög. Jóhann
Ársælsson (G) sagði að við yrðum
að fara eftir því sem gilti í EB. Jó-
hannes Geir Sigurgeirsson (B)
sagði að íslandyrði að fara'að
EES-reglum sem byggðust á EB-
reglum. Vilhjáimur Egilsson (D)
sagði að í samningnum fælist að
íslensk lóg ættu að vera í samræmi
við EES-reglurnar. Og Sigbjörn
Gunnarsson (A) sagði að EES-
reglurnar hefðu forræði.
Þingmennirnir gerðu sér allir
góða grein fyrir því að EES-regl-
urnar eru æðri íslenskum lögum,
eða einsog Vilhjálmur sagði: „Ef
HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGAR!!
Morgunkaffið verður í Hlaðvarpanum,
Vesturgötu 3b, frá kl. 10:30 1. maí.
Mætum óll kát og hress og æfum okkur
fyrir gönguna!!
Miðnefndin
við förum ekki eftir því erum við
að brjóta samninginn.
Ekki tungunni tamt
Næsta spurning var tæknilegs
eðlis. Spurt var hvert hægt væri að
vísa máli ef upp kæmi deilumál
varðandi tollameðferð. Það er ljóst
Jóhann Ársælsson fékk 3,5.
Jóhonnes Geir Sigurgeirsson
fékk fjóra af fimm.
Vilhjólmur Egilsson fékk fjóra
af fimm.
að ýms EES-hugtök eru þing-
mönnum ekki töm á tungu og því
vafðist fyrir þeim rétta svarið: Til
sameiginlegu EES-nefndarinnar.
Sú nefnd er hugsuð sem embættis-
mannaneíhd og á að hittast einu
sinni í mánuði hið minnsta. Hún
sér um framkvæmdina. í EES- ráð-
inu fer hinsvegar fram pólitísk
Kristin Ástgeirsdóttir fékk 3,5.
mótun á framkvæmdinni en í ráð-
inu sitja ráðherrar.
Kristín gaf þetta frá sér, Jóhann
hafði það rétt, Jóhannes hélt að
málið yrði að senda til sameigin-
Iegs dómstóls EB og EFTA. Vil-
hjálmur fór út í mjög flókið svar.
Lýsti mismuninum á því hvort
ágreiningur væri milli EFTA-ríkja
eða milli EB-ríkis og EFTA-ríkis.
En þarna var hann í raun að lýsa
dómstólalausninni. Sigbjörn hélt
einnig aðþessu ætti að vísa til
dómstóls.
Þriðja spurningin var einföld:
Geta Bretar áfram innheimt skóla-
gjöld af íslenskum námsmönnum
sem erlendum stúdentum?
I samningum er sérstök yfirlýs-
ing þar sem fram kemur að Bretar
geta innheimt skólagjöld á ná-
kvæmlega sama hátt og nú er.
Sigbjörn sagðist ekki halda að
Bretar gætu þetta. Vilhjálmur
sagði já. Það gerðu einnig Jóhann-
es Geir og Kristín. Jóhann skaut
hinsvegar á nei.
Sigbjörn Gunnarsson var verst
upplýstur af þingmönnunum.
Hann fékk 2,5.
Þá var spurt um hver væri lausn-
in á dómstólamálinu. Þar komu
allir inn á að frekar hallaði á EFTA
í þeim málum. Þingmenn voru al-
mennt með það í huga en nákvæm
útfærsla á niðurstöðunni var meira
á reiki. Þau fengu þetta hálft til eitt
stig fyrir þessa spurningu.
Hvao meo ríkio?
Lokaspurningin var um það
hvað fælist í sérstakri yfirlýsingu
ríkisstjórna Finnlands, íslands,
Noregs og Svíþjóðar um áfengis-
einkasölu.
Öll svöruðu þau þessu rétt þótt
sum þeirra skytu á svarið án þess
að hafa hugmynd um það. Rétt
svar er að ríkisstjórnirnar lýsa því
yfir einhliða að áfengiseinkasölur
séu mikilvægur liður í stefnu ríkis-
stjórnanna í heilbrigðis- og félags-
málum. EB kemur ekki þarna með
mótyfirlýsingu einsog stundum er í
samningnum.
Vilhjálmur var með þetta á
hreinu, Sigbjörn sagði stjórnina
vilja halda einsksölunni áfram og
það sögðu Jóhann og Jóhannes
Geir líka. Kristín sagðist líka gefa
sér að stjórnirnar vildu með yfir-
lýsingunni geta haldið áfram eink-
sölunni.
I heild komust þingmennirnir
ágætlega frá þessu. Mest var sem
sagt hægt að fá fimm rétta en eng-
inn náði því. Jóhannes Geir og Vil-
hjálmur fengu fjóra rétta. Á hæla
þeim komu Kristín og Jóhann með
þrjá og hálfan og Sigbjörn rak lest-
ina með tvo og hálfan. Ekki ber að
taka þetta próf mjög alvarlega.
Fimmtudagurinn 30. april
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24