Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarblašiš

						Helgar  /   blaðið
misréttí
með hlunnindagreiðslum
eða með öðrum hætti, sem
atvinnurekandi greiðir
starfsmanni fyrir vinnu
hans."
Ennfremur segir í 6. grein
jafnréttislaganna: „Atvinnu-
rekanda er óheimilt að mis-
muna starfsfólki eftir kyn-
ferði og gildir það m.a. um:
1. Laun, launatengd fríðindi
og hvers konar aðra
þóknun fyrir vinnu.
2. Ráðningu, setningu
eða skipun í starf.
3. Stöðuhækkun eða
stöðubreytingar.
4. Uppsögn úr starfi.
5. Vinnuaðstæður og
vinnuskilyrði.
6. Veitingu hvers konar
hlunninda.
Aðspurð um það hvort
Norræna jafnlaunaverkefn-
ið hefði orðið til þess að
jafnréttislögunum var
breytt, sagðist Hildur ekki
Hildur Jónsdóttir
vilja taka svo djúpt í árinni.
- Norræna jafnlaunaverk-
efnið hefur hins vegar gefið
okkur tækifæri til að bera
okkur saman við önnur
lönd. Strax í upphafi verk-
efnisins var ljóst að lðndin í
kringum okkur voru miklu
framar hvað varðaði löggjöf
um jafnrétti, og allar skil-
greiningar voru miklu ljós-
ari en hér. Að þessu leyti
hefur Norræna jafnlauna-
verkefnið hjálpað eitthvað
upp á, sagði Hildur.
Þeir sem telja að á sér sé
brotið samkvæmt ákvæðum
jafnréttislaga geta leitað úr-
skurðar svokallaðrar kæru-
nefndar. Hún er samsett af
þremur lögfræðingum. Einn
er skipaður af félagsmála-
ráðherra og tveir samkvæmt
tilnefningu Hæstaréttar.
Aðspurð um hvort fyrir-
tækjum væri skylt að fara
eftir úrskurði nefndarinnar,
sagði Hildur að ef kæru-
nefnd kæmist að þeirri nið-
urstöðu að um launmisrétti
væri að ræða gæti fyrirtæki
leyst málið með því að
breyta launagreiðslum til
samræmis við úrskurðinn.
Fallist fyrirtækið hins vegar
ekki á úrskurðinn er nefnd-
inni, í samráði við kæranda,
heimilt að vísa málinu fyrir
dómstóla.
- Við skulum athuga að
launamisrétti er bannað
samkvæmt lögum, sagði
Hildur.
- Áttu von á holskeflu af
kærum í kjölfar breytinga á
jafnréttislögunum?
- Það vona ég. Það er
staðreynd að konur á ís-
landi eru með lægri laun en
karlar, þó svo að um sama
starfið sé að ræða. Einnig
hafa tíðkast tilbúnar stöðu-
veitingar til að hækka karla
í launum. Ef kvenmaðurinn
er jafnvel menntaður og
gegnir sömu ábyrgð á
vinnustað er tvímælalaust
um brot á lögunum að ræða,
sagði Hildur.
Utanríkisráðherrar Evrópubanda-
lagsins og EFTA- ríkjanna munu nú
á laugardaginn skrifa undir samning
um evrópskt efhahagssvæði. Samn-
ingurinn er einn sá viðanicsti á sviði
alþjóðamála sem gerður hefur verið
og áreiðanlega umfangsmesti samn-
ingur sem íslendingar hafa átt aðild
að. Þótt Jón Baldvin og kollegar
hans evrópskir setji stafina sína und-
ir samninginn á laugardaginn er ekki
þar með sagt að kálið sé sopið, því
þjóðþing landanna eiga eftir að fjalla
um hann og taka hann til endanlegr-
ar afgreiðslu.
Þannig á Alþingi íslendinga efiir að taka af-
stöðu til samningsins og greiða um hann at-
kvæði áður en evrópska efnahagssvæðið getur
orðið að veruleika - ef hann verður þá sam-
þykktur í öllum rikjunum.
Upphaf EES-samningsins
Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar að farið
var að ræða um evrópskt efnahagssvæði í
kjölfar ákvörðunar Evrópubandalagsins um
innri markað bandalagsins sem taka ætti gildi
1. janúar 1993.1 upphafi var EES lýst sem
nýju tveggja stoða markaðssvæði í Evrópu
sem fæli annars vegar í sér innri hring EB-
ríkja og hins vegar ytri hring EFTA-ríkja og
yrðu þessir tveir hringir í varanlegum við-
skiptatengslum. Þá var EES í byrjun lýst sem
viðskiptasamningi sem í engu ætti að skerða
stjórnarfarslegt sjálfstæði Islands né heldur
ákvarðanavald Alþingis, ríkisstjórna eða ís-
lenskra dómstóla. I upphafi var fullyrt að Is-
lendingar myndu hafa algert forræði yfir öll-
um auðlindum og lykilfyrirtæki yrðu áfram í
höndum landsmanna. Gengið var út frá því í
upphafi að samningurinn um EES myndi
tryggja fríverslun með fisk og afhám tolla á
sjávarafurðum án þess að skip Evrópubanda-
lagsins fengju að veiða í íslenskri landhelgi.
Þá er rétt að minna á að í upphafi viðræðn-
anna um EES var Evrópubandalagið sjálft
fyrst og fremst viðskiptabandalag eins og það
hafði verið frá stofnun þess en með Maast-
richt-samkomulaginu frá því i' desember sl.
var hins vegar ákveðið að breyta EB með pól-
itískum samruna í eins konar sambandsríki
með sameiginlegri peningastefhu, sameigin-
legum seðlabanka, sameiginlegri mynt, sam-
eiginlegri utanríkisstefnu og öðrum aðgerðum
sem draga mjög úr sjálfstæði einstakra rikja
en efla að sama skapi miðstjórnarvald emb-
ættisstofnana í Briissel.
Hvao hefur breyst?
Fyrir utan þessar grundvallarbreytingar á
Evrópubandalaginu sjálfu hefur margt annað
breyst frá því að viðræðurnar um EES hófust.
Nú hafa nær öll EFTA-ríkin ákveðið að sækja
um aðild að EB og flytja sig þannig í innri
hring nýja svæðisins. Þar með hafa hin
EFTA- ríkin í raun ákveðið að leggja fríversl-
unarbandalagið niður enda munu Island og
Lichtenstein ekki ein geta verið sú stoð sem
EFTA átti upprunalega að verða. Evrópska
efhahagssvæðið er þannig í reynd orðið fyrir-
buri sem lifir aðeins þann tíma sem önnur
EFTA- riki bíða eftir fullri aðild að EB.
í þeim samningi um EES sem nú liggur á
borðinu hefur EB tekist að ná í gegn ákvæð-
um sem tryggja að vald og yfirráð stofnana
EB er í reynd það sem ræður förinni á hinu
evrópska efiiahagssvæði en að sama skapi er
skertur sjálfstæður ákvörðunarréttur þjóð-
þinga, ríkisstjórna og dómstóla ríkjanna sem
standa utan EB. Þetta er í ósamræmi við þær
Fóir mæla því nú í mót
ao samningurinn um
evrópskt
efnanagssvæoi feli í sér
afsal á valdi þings og
dómstóla til
miostjórnarinnar í
Brussel. Sérhver
þingmaour verour ao
gera þao upp vio sina
samvisku hvort hann
vill stuola ao slíku
valdaafsali eoa ekki.
Þá er eins gott ao vera
ekkert ab fikta i
tökkunum...
Viðskipti
breyttust
í valdaafsal
yfirlýsingar sem gefnar voru í upphafi. Meðal
þess sem hvað mestu máli skiptir í þessu sam-
hengi eru ákvæði í EES- samningnum sem
segja að þegar Iög sem Alþingi íslendinga
hefur sett eða kann að setja í framtíðinni
stangast á við reglur EES þá skuli víkja til
hliðar íslenskum lögum og ennfremur mun
EB-dómstóllinn í raun ráða úrskurðum í
deilumálum því sameiginlega EES-nefndin
verður að lúta ákvörðunum EB- dómstólsins.
EES-samningurinn tryggir ekki forræði Is-
lendinga yfir eigin auðlindum eins og að var
stefht í upphafi. I samningnum eru engar girð-
ingar, sem svo hafa verið nefhdar, sem koma í
veg fyrir að erlendir aðilar eignist auðlindir
eða lykilfyrirtæki nema á einu sviði - útgerð.
Þannig má segja að samningurinn, sem átti
fyrst og fremst að tryggja frelsi á sviðum við-
skipta og þjónustu, feli nú einnig í sér afsal á
auðlindum.
íslenskur sjávarútvegur verður áfram að
keppa við sjávarútvegsfyrirtæki EB og EFTA-
ríkjanna þar sem gífurlegir ríkisstyrkir og fiár-
framlög úr sjóðum EB munu skekkja sam-
keppnisstöðuna íslandi í óhag. Til að bæta
gráu ofan á svart fær svo EB viðurkenningu á
frjálsu samkeppniskerfi fyrir allar útflutning-
svörur sínar en Island fær slíka skipan ekki
viðurkennda fyrir mikilvægustu útflutnings-
vöru sína.
Af þessu má augljóst vera að samningur um
evrópskt efhahagssvæði, eins og hann liggur
nú fyrir, er allt annað og meira en um var rætt
í upphafi. Þess vegna geta menn ekki tekið af-
stöðu til samningsins nú á sömu forsendum og
þeir gerðu þegar viðræðurnar fóru af stað.
Staoan á Alþingi
Ljóst er að skoðanir eru æði skiptar á Al-
þingi íslendinga um afstöðuna til EES-samn-
ingsins. Þótt líklegt sé að flokkslínur ráði
mestu um afstöðu manna er sennilegast að á
því verði einhverjar undantekningar.
Evrópska efnahagssvæðið er að mörgu leyti
hjartans mál Alþýðuflokksins og Jóns Bald-
vins Hannibalssonar. Flokkurinn hefur litið
svo á að EES-málið væri sérstök rós í hnappa-
gat flokksins og víst er að flokknum mun ekki
veita af að slá sér upp á einhverju máli eftir að
álmálið klúðraðist. Sömuleiðis er ólíklegt að
Alþýðuflokkurinn hagnist mikið á niðurskurð-
arherför heilbrigðisráðherra þannig að flokks-
menn munu grípa fegins hendi hvert það tæki-
færi sem gefst til að eigna sér „góð" mál.
Þingmenn Alþýðuflokksins munu þess vegna
undantekningarlaust styðja samninginn um
evrópskt efnahagssvæði og berjast mjög fyrir
að hann verði samþykktur.
I Kvennalistanum er nánast sömu sögu að
segja nema með öfugum formerkjum. Þing-
konur flokksins hafa lýst yfir andstöðu við
samninginn og þótt Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir hafi að sumu leyti ekki verið með sömu
áherslur og aðrar þingkonur, má ekki túlka yf-
irlýsingar hennar svo að hún sé fylgjandi
samningnum. Kvennalistinn mun því óskiptur
greiða atkvæði gegn samningnum.
Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur ekki
tekið endanlega afstöðu til samningsins en
hins vegar ályktaði landsfundur flokksins sl.
haust um málið með mjög gagnrýnum hætti.
Einstakir þingmenn flokksins hafa þegar tekið
opinbera afstöðu gegn samningnum en enginn
hefur lýst sig fylgjandi honum. Það verður því
að teljast sehnilegast að þingmenn flokksins
muni greiða atkvæði gegn honum við af-
greiðslu á Alþingi.
I Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eru
skoðanirnar trúlega hvað skiptastar. Eyjólfur
Konráð Jónsson, formaður utanríkismála-
nefndar Alþingis, hefur hvað eftir annað fett
fingur út í EES-samninginn og Evrópuþróun-
ina almennt. Sú staðreynd að formenn stjórn-
arflokkanna vilja ekki leggja samninginn fyrir
utanrikismálanefhd heldur nýja Evrópunefnd,
sýnir að þeir óttast andstöðu Eyjólfs Konráðs
við samninginn. Sjálfsagt er Eyjólfur Konráð
ekki einn á báti þótt lítið fari fyrir gagnrýnis-
röddum öðrum úr herbúðum sjálfstæðis-
manna. Miðað við afstöðu bændasamtakanna
er þó sennilegt að þingmenn á borð við Egil
Jónsson, Eggert Haukdal, Pálma Jónsson og
jafnvel Matthías Bjarnason muni ekki styðja
samninginn þótt óvíst sé að þeir beiti sér mjög
gegn honum. Hjáseta kæmi vel til greina af
þeirra hálfu. Flestir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins munu þvi greiða atkvæði með samn-
ingnum en hjáseta, að ekki sé talað um and-
stöðu, fjögurra til fimm þingmanna gæti
reynst ríkisstjóminni erfið.
Staðan í Framsóknarflokknum er augljós-
lega hvað snúnust. Þar eru valdamiklir menn
eins og Halldór Ásgrimsson fylgjandi samn-
ingnum og vilja að flokkurinn taki jákvæða
afstöðu til hans á þingi. Páll Pétursson, for-
maður þingflokksins, og Jón Helgason, for-
maður Búnaðarfélags íslands, ásamt öðrum
þingmönnum úr bændastétt, eru andvígir
samningnum og liklegt að þeir leggi nokkuð á
sig til að fá flokkinn á sömu skoðun. Stein-
grímur Hermannsson mun síðan reyna að
finna málamiðlun sem gæti falið í sér hjásetu
alls þingflokksins. Miðstjómarfundur flokks-
ins um helgina á að ræða Evrópumálin en
ólíklegt er að endanleg niðurstaða fáist þar.
Þess má einnig geta að samkvæmt skoðana-
könnunum virðist andstaða við samninginn
mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborg-
arsvæðinu og ekki fýsilegt fyrir Framsóknar-
flokkinn að fara í stríð við landsbyggðina í
þessu stóra máli. Þess vegna er stuðningur
Framsóknarflokksins við EEs-samninginn
ekki líklegur miðað við núverandi stöðu. Hjá-
seta kemur vitaskuld til greina en sannast
sagna er það heldur ekki traustvekjandi að
næststærsti stjórnmálaflokkur landsins sitji hjá
við atkvæðagreiðslu i svo stóru máli. And-
staða kann því að verða eina trúverðuga út- ,
gönguleið flokksins þótt það reynist mörgum
forystumönnum flokksins erfiður biti.
Af þessu má vera ljóst að gengi samnings-
ins í þinginu er afar óvisst. Ef stjómarandstað-
an öll greiðir atkvæði gegn samningnum ráð-
ast afdrif hans af afstöðu einstakra þingmanna
Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið gagnrýnir
og þá er sennilegast að samningurinn verði
samþykktur með mjög knöppum meirihluta
og hjásetu nokkurra þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins.
Árni Þór Sigurðsson og
G. Pétur Matthfasson
tóku saman.
Fimmtudagurinn 30. apríl
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24