Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarblašiš

						Helgar
12
blaöið
„Allra fyrstu kynni mín af Strindberg voru þýðing
Magnúsar Asgeirssonar á Sælueyjunni, sem
Menningar- og fræðslusamband Alþýðu gaf út.
Foreldrar mínir voru félagar í MFA og bókin kom
siglandi inn á heimilið einsog aðrar bækur MFA.
Annars hefur mjög lítið verið gefið út af bókum
Strindbergs fram til þessa og engin meðan hann
var enn í lifanda lífi. Elstu útgáfiir á Strindberg
á Islensku eru tvö kver sem Arsæll Arnason
þýddi og gaf út 1922 en þau heita Nýir siðir og
Samvizkubit."
Strindberg
leit á sig
sem sam-
bland af
Kristi og Páli
postula,
segir Einar
Bragi
rithöfundur.
Mynd: Kristinn.
Allir straumar
samfélagsins
endurspegluðust
í list Strindbergs
Það er Einar Bragi, ljóðskáld og
Strindbergsþýðandi, sem er að
greina frá fyrstu kynnum sínum af
einu af höfuðskáldum Norðurlanda,
Augusti Strindberg, en nýlega komu
út hjá Strindbergútgáfunni þýðingar
hans á 20 leikritum skáldsins.
„Ég flutti til Svíþjóðar 1945,
skömmu eftir að stríðinu lauk. Eitt
fyrsta verk mitt var að kynna mér
Strindberg, sem er óneitanlega
stærsta nafnið í sænskum bók-
menntum. Röda rummet var fyrsta
bókin sem ég las. Þetta er afar
merkileg bók, fyrsta nútímaskáld-
sagan sem samin er á sænsku.
Skömmu eftir að ég hafði lesið
Röda rummet var ég fulltrúi á Al-
þýðusambandsþingi í Stokkhólmi.
Skútuvogi 10a - Sími 686700
Öllum þingfulltrúunum var þá boðið
á Berns-salong, þar sem skáldsagan
gerðist. Þar hittust á tímum Strind-
bergs listamenn og rithöfundar. Mér
þótti mikið til um að sitja þarna á
sögusviði bókarinnar.
I Svíþjóð fékk ég ágætis leiðbein-
anda um skáldskap Strindbergs. Það
var dr. Einar Vigfússon sem ættaður
var af Fljótsdalshéraði en búsettur í
Uppsölum. Hann er nýlega látinn.
Hann hafði miklar mætur á Giftas,
sem er safn 30 sagna um hjónaband-
ið. Þegar það kom fyrst út varð
óskaplegur hvellur i Svíþjóð. Það
var höfðað mál gegn Strindberg og
upplagið gert upptækt. Strindberg
varði sig sjálfur við réttarhöldin og
vann frækilegan sigur. Þessi mála-
ferli höfðu hinsvegar mikil áhrif á
hann og er það dálítið merkilegt, því
ætla mætti að maður sem jafn mikið
stormaði um væri með þykkan
skráp.
Eftir Giftas las ég svo Tjanstek-
vinnans son, sem er skáldsaga með
sjálfsævisögulegu ívafi. Ég fór hins-
vegar að lesa leikritin fyrr en ég
hafði drukkið í mig skáldsögurnar."
Strindberg og Ibsen
Hver voru fyrstu kynnin afleik-
ritaskáldinu Strindberg?
„Það var einþáttungurinn Paria.
Það er mjög sterkur og helvíti
magnaður einþáttungur sem er inn-
blásinn af ofurmennskuhugmyndum
Nietzsches. Síðan hef ég séð feiki-
mörg leikrit Strindbergs á sviði og
hef oft undrast hversu lítið hefur
verið sýnt eftir hann hér á landi.
Ekkert leikrita hans hafði t.d. verið
sýnt hér á meðan hann var á lífi, eft-
ir því sem ég veit best:
Ég varð strax mjög heillaður af
höfundinum og hét því að þýða
helstu leikrit hans á íslensku. Því
verki hef ég nú lokið og það það
ákveðinn Iéttir."
Hvers vegna leikritin en ekki
skáldsögurnar?
„Þótt Strindberg sé stór á öllum
sviðum bókmennta þá á hann jafn-
ingja á Norðurlöndunum, bæði sem
skáldsagnahöfundur og ljóðskáld.
Sem leikritaskáld á hann hinsvegar
ekki sinn líka i Skandinavíu og þótt
víðar væri leitað. Ýmsir telja ósann-
gjarnt að Ibsen sé ekki nefndur sam-
tímis. Og vissulega er hann líka
stórkostlegt leikritaskáld og rúm
fyrir þá báða. Persónulega tel ég þó
Strindberg meira skáld.
Á sínum tíma var svolítill meting-
ur með þeim. Ibsen var töluvert
eldri og Strindberg var ekki hrifinn
af honum. Hann taldi hann þurran
en viðurkenndi hann samt sem
skáld.
Þessi metingur um Strindberg og
Ibsen blandaðist kynduglega inn í
útgáfuna á þessum þýðingum mín-
um og það sýnir hve lengi getur lif-
að í svona glæðum. Gamall kunn-
ingi minn, fyrrum menntamálaráð-
herra og leikskáld, Ragnar Amalds,
var einn þeirra sem ég bauð að ger-
ast styrktaraðilar að útgáfunni.
Ragnar svaraði erindi mínu jákvætt
en sagðist verða að hafa þann fyrir-
vara á að Ibsen væri mesta leikrita-
skáld sem Norðurlönd hefðu alið og
að hann hefði haft mest áhrif af öll-
um Norðurlandabúum á leikhúsbók-
menntirnar. Þarna sneri hann full-
yrðingu minni um Strindberg upp á
Ibsen. Ég endursendi honum bréfið
og sagði að það kæmi ekki til mála
að menn keyptu leikrit Strindbergs
með svona fyrirvara. það fór líka
svo að Ragnar er ekki með á listan-
um yfir þá aðila sem stuðluðu að út-
gáfunni."
Strindbergútgáfan
Upphaflega ætlaði Svart á hvítu
að gefa út þýðingarnar en fyrirtækið
varð gjaldþrota meðan á verkinu
stóð. Þá ákvað Einar Bragi að leita
til leikhúsfólks og íslendinga sem
höfðu haft náin tengsl við Svíþjóð
um að gerast kostnaðarmenn að út-
gáfunni.
„Ég kannaði fyrst hvernig mark-
aður væri fyrir útgáfu á leikritum á
íslandi og ræddi m.a. við tvo útgef-
endur. Það voru ekki uppörvandi
upplýsingar sem ég fékk hjá þeim.
Annar sagði að reikna mætti með að
um 30 eintök seldust af leikritum en
hinn taldi möguleika á að selja um
150 eintök. Það sýndi mér að ekki
væri hægt að standa að þessari út-
gáfu á venjulegan hátt.
Eg ákvað því að fara aðra leið og
lagði dæmið þannig niður fyrir mér:
Af 250 þúsund íslendingum eru um
75 prósent læsir, eða um 175 þús-
und manns. Snúi ég mér til eins
hundraðshluta af þeim eru það
1.750 manns. Þessa einstaklinga
ákvað ég að velja eftir því hverjir
væru Iiklegastir til að vilja stuðla að
þessari útgáfu og taldi að það væri
leikhúsfólk og fólk sem dvalið hefði
lengi i Svíþjóð. Auk þess hafði ég
samband við almenningsbókasöfn
og skólabókasöfn. Mér reiknaðist
svo til að ef 30 prósent af þessu eina
prósenti svaraði jákvætt væri þetta
hægt.
Það er þetta fólk sem stendur á
bak við Strindbergútgáfuna. Fólk
tók þessu erindi mínu svo vel að
þetta var framkvæmanlegt."
Kvenhatarinn
Kvenhatarinn Strindberg?
„Það er fráleit vitleysa að kalla
hann kvenhatara. Það hafa fáir elsk-
að konur jafnmikið og hann og hann
hefur skapað ótal margar ógleyman-
legar kvenpersónur. Ég heyrði haft
eftir sænskri konu að Strindberg
hefði ekki verið kvenhatari, heldur
elskað konur á sama hátt og konur
elska menn."
Geðveikin?
„Strindberg var mikill ástríðu-
maður og ofsalegir stormar geisuðu
í sálarlifi hans. Sjálfur var hann
dauðhræddur við að missa vitið og
hann taldi um tíma að hann væri á
valdi geðbilunar. Þegar maður les
bækur hans frá þessu tímabili, en
hann hélt þá dagbók yfir sálarástand
sitt, verður maður fullviss um að
enginn geðbilaður maður geti fylgst
svona náið og skarplega með eigin
sálarástandi. En það er nú svo að
mörkin milli snilligáfu og geðbilun-
ar eru oft mjög óljós."
Þýbingamar
Fyrri þýðingar á leikritum Strind-
bergs?
„Eitt og annað hefur áður verið
þýtt af þessum leikritum en þau eru
hvergi til útgefin. Sjálfur hafði ég
þýtt Draugasónötuna og einþáttung-
ana Hinn sterkari og Paría. Þessar
þýðingar eru eflaust margar ágætar
en það veit bara enginn hvar þær
eru.
Strindberg leit sjálfur svo á að
verk hans væru ekki fullkomin fyrr
en þau væru komin á svið. Ég er
sjálfur þeirrar skoðunar að það sé
ekki hægt að stunda leiklist af al-
vöru nema sígildar leikhúsbók-
menntir séu til í sómasamlegri út-
gáfu. Það hefur líka sýnt sig að leik-
rit Strindbergs hafa ekki átt greiða
leið á syið atvinnuleikhúsanna hér á
landi. Útvarpsleikhúsið, einkum í
tíð Jóns Viðars Jónssonar, hefur þó
verið ötult við að flytja verk hans."
Þýðingarvinnan ?
„Einsog fram hefur komið þá er
mjög langt síðan ég hét sjálfum mér
að þýða öll helstu leikrit Strind-
bergs. Það var svo um miðjan maí
1987 að ég settist niður staðráðinn í
að ljúka verkinu. Ég fór austur í
sýslur og safnaði kröftum til verks-
ins. I raun vissi ég ekki hvað ég var
að ráðast í. Ég bjóst við að þessi
vinna tæki um þrjú ár. Það hefði
sennilega staðist nokkurn veginn ef
útgefandi minn hefði ekki farið á
hausinn, því við það bættist vinnan
við úigáfuna ofan á þýðingarvinn-
una. Eftir á er ég feginn að ég fór þá
leið að standa sjálfur í þeirri vinnu,
enda barnaleikur hjá því að þýða
leikritin."
Eitthvað sérstakt sem kom þér á
óvart ifari Strindbergs þegar þú
kynntist honum þetta náið?
„Ég get ekki sagt að eitthvað hafi
komið á óvart, enda var ég það
kunnugur verkum hans þegar ég
Fimmtudagurinn 30. apríl
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24