Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarblašiš

						Nú er kominn fyrsti
mai og þá ættu allir
að muna sem best
eflir því að atvinnu-
leysi er mál mála
hjá verkafólki víðast
hvar.
Evrópusamfélagið
er byggt upp með
svosem 5-7% stöð-
ugt atvinnuleysi
innanborðs (eða
meir). Aívinnuleysi
ungs fólks í EB-
löndum er oft helm-
ingi meira en sem
þessu svarar. Um
austanverða Evrópu
er ástandið svo
mun verra: sérfróð-
ir menn og hagfróð-
ir voru að reikna
það út á dögunum
að fjórði hver vinn-
andi maður í fyrr-
um Sovétríkjum
væri „óþarfur".
Hvað kostar að fá
vinnu hjá Mikka mús?
Þess vegna skrá menn nú víða
um lönd kröfuna um atvinnu á
borða fyrsta maí. Og þess vegna
datt mér í hug að spyrja að því
hvað það kostaði að búa til eitt
starf ívjá Mikka mús. Nánar til-
tekið í skemmtigarðinum „Evr-
ódisneylandi" sem nú er risinn
rétt fyrir utan París með eldglær-
ingum og fjölmiðlagný.
Og hvert er svo samhengið?
gætu menn spurt.
Nú er að segja frá því.
Hvað er fólkio ab
væla?
Eg á kunningja ágætan sem
tók upp á því að gerast hagfróð-
ur eftir því sem árin færðust yfir
hann. Síðan hefur hann hugann
allan við hag fyrirtækja og tekur
hag þennan mjög nærri sér. Aft-
ur á móti hefur með hagfræðinni
sótt á hann ergelsi mikið og
óþolinmæði í garð mannlegra
veikleika og vandræða. Eins og
til dæmis atvinnuleysis.
Það fer sérstaklega í taugarnar
á honum að menn eru hér og þar
að heimta atvinnu og segjast
meira að segja eiga rétt til að fá
vinnu. Hvað er þetta fólk alltaf
að væla? spyr kunningi minn.
Ætlast það til að ríkið hlaupi
alltaf til og reddi því? Hvar er
ábyrgðin sem hver og einn ber á
sínu lífi?
Hann er semsagt genginn í
markaðsheiðnabergið og þar
eiga að ríkja „staðreyndir og
agi" um afkomu fyrirtækja en
ekki „tilfinningasemi" eins og sú
að lýðurinn eigi „rétt til vinnu".
Og hann er svosem ekki einn á
báti. Það fylgir hægrisveiflu og
markaðshyggju að hver sé sinnar
gæfu smiður. Og þar með, að
hver og einn eigi að sjá sér fyrir
atvinnu sjálfur en ekki mæna
upp á aðra þegar atvinnuleysi
ber að dyrum.
Með tvær hendur
tómar
Það er nú svo. Ekki skal ég
draga úr gildi þess að menn séu
útsjónarsamir og ekki kvartsárir
um of.
Engu að síður skal það skýrt
fram tekið að þegar menn
heimta vinnu, þá hafa þeir mikið
til síns máls.
Vegna þess að það er eins og
hver önnur aulafyndni að segja
við fólk nú til dags: far þú og
skapaðu þér atvinnutækifæri
sjálfur.
Það voru einu sinni þeir tímar
að menn gátu byrjað með „tvær
hendur tómar" eins og sagt er.
Að minnsta kosti á allmörgum
sviðum. Meðan þær tvær hendur
þurftu ekki allskonar vélakost til
að geta skilað þeim afköstum
sem gera starf rétlætanlegt á
markaði. En nú eru allt aðrir
tímar. Við erum stödd seint í
tæknibyltingu sem slátrar at-
vinnutækifærum jafnt og þétt og
gerir hvert nýtt „djobb" dýrara
og dýrara í fjárfestingu.
Mikki nær í pilsfald-
inn
Og þar með er komið að Disn-
eylandi i París.
Þessi mikli skemmtigarður er
umdeildur, ekki aðeins vegna
þess að Frökkum finnst mörgum
meira en nóg af amrískri afþrey-
ingarmenningu fyrir í landinu
(einn franskur leikhúsmaður
kallar Disneylandið „menningar-
legt Tsjernobylslys).
Nei, það hangir mun fleira á
spýtunni.
Arni
Bergmann
Disneyhringurinn sem fyrir-
tækið á og reisir er feiknaríkur
og voldugur, eins og hver maður
hlýtur að vita. Engu að síður
þurfti franska ríkið að leggja
miklar fjárfúlgur fram til þess að
Disneylandið risi upp í sínum
ævintýraturnum. Hér kom til
kasta þess „pílsfaldakapítal-
isma" sem allsstaðar slær í gegn,
hvað sem hjartahreinum mark-
aðssetningum líður, og heitir víst
í þessu dæmi „að skapa eðlileg
starfsskilyrði" eða eitthvað í þá
veru.
¦ Með öðrum orðum: fyrst seldu
frönsk stjórnvöld land mikið
skammt frá höfuðborginni undir
Disneylandið fyrir verð sem er
talið langt undir sannvirði (það
eru alltaf þeir ríkustu og voldug-
ustu sem helst sleppa frá því að
hlýða markaðslögmálunum). I
annan stað var miklu fé til þess
varið að byggja hraðbrautir og
aðkeyrsluvegi og annað þess-
háttar að Disneylandi. i þriðja
lagi útvegaði franska stjórnin
Disneylandi mikið lán á lygilega
hagstæðum kjörum vegna fram-
kvæmdanna.
Og þetta er gert meðal annars
til að skapa ný störf í Frakk-
landi, sem mjög er nú hrjáð og
hrellt af atvinnuleysi.
Við Disneylandið mikla munu
skapast um tólf þúsund störf.
Það er nú allt og sumt. Og mörg
þeirra eru þjónustustörf af því
tagi sem allra verst eru launuð.
Og nú hafa menn reiknað út að
það kosti franska skattborgara (í
þeim útgjöldum sem áður voru
nefnd) sem svarar 3,2 miljónum
króna að skapa hvert þessara tólf
þúsund starfa.
Eða alls um 38 miljarða.
Og þá er náttúrlega ekki búið
að reikna með fjárfestingum
Disneyhringsins sjálfs.
Það er eins og segir í Sturl-
ungu vorra tima: dýrt mundi at-
vinnuleysið allt ef svo skyldi
hvert starf.
Ekki þeim aö kenna
Nei, það er ekki að furða þótt
verkafólk beri fram kröfu um
vinnu. A þeirri einföldu for-
sendu að atvinnuleysið er ekki
þeim að kenna sem atvinnulaus
er. Það getur að sönnu gerst, þeir
eru vitanlega til sem rekast ilía í
nútímastörfum og kæra sig
kannski ekkert um að festast í
rútínu fastrar vinnu.
En við vitum líka að ef vand-
inn væri við þá einstaklinga
bundinn þá væri hann allur ann-
ar.
Tæknivætt samfélag okkar
tíma er þrælsligað af allskonar
þverstæðum. Ein sú helsta er sú
sem fyrr var að vikið: tækniþró-
unin (og „hagræðingin" eilífa) -
þær drepa störf með miklum
hraða. Afkastagetan er svo mikil
að það þarf ekki nema lítinn
hluta af því vinnuafli sem áður
var brúkað til að snúa hjólum at-
vinnulífsins eins og það heitir.
Mennirnir eru allsendis „óþarfir"
sem vinnuafl. Hinsvegar eru þeir
til, það er ekki hæ'gt' að slátra
þeim. Það er meira að segja
hægt að hafa gott af þeim í hag-
kerfinu - sem neytendum. Það er
þörf fyrir alla sem neytendur en
bara tiltölulega fáa sem fram-
leiðendur.
Við þessari þverstæðu eiga
menn engin svör sem duga.
Allra sist þeir sem trúa á að allt
Ieysist á markaðstorginu. Þeir
verða barasta crgilegir og segja:
Hvað er fólkði alltaf að Vola?
Gáum að þessu. Ekki síst
fyrsta maí.
Helgar
16
blaðið
Æfingin
skapar
meistarann
Þegar við heyrum tónlist
flu tla af viðurkenndum
Ustamönnum hugsum við
sjaldnast út í það að bak
við öryggi atvinnumanns-
ins, ég tala nú ekki um full-
komnun snillingsins, er
áralöng þrouaus þjálfun og
vinna. Einu sinni voru þeir
bara byrjendur að stíga
fyrstu sporin. Áttu allt
ólært. Og það sama er að
segja um listamenn annarra
lisfgreina.
Á Islandi eru fjölmargir lista-
skólar. Það eru tónlistarskólar,
leiklistarskólar, myndlistarskólar,
ballettskólar og jafnvel fleiri. Úr'
þessum skólum koma listamenn
ÍTamtíðarinnar.
I feit
Sigurður
Þór Guðjónsson
Það er því skemmtileg og lær-
dómsrík nýbreytni að nú hafa
nokkrir listaskólar, Nýi tónlistar-
skólinn, Myndlista- og handíðar-
skóli íslands og Listdansskóli ís-
lands ruglað saman reytum sinum
og flytja Álfadrottninguna eftir
Henry Purcell í húsnæði Nýja tón-
listarskólans.
Mikið séní var Purcell. Jafnvíg-
ur á öll form tónlistarinnar sem þá
voru iðkuð. En sérstaklega hafa
dramatískir hæfileikar hans verið
rómaðir. Þar bræðir hann saman
frönsk og itölsk áhrif en bætir við
því sem mestu skiptir. En það er
sérkennileg snilld hans sjálfs.
Hljómsetningin er afar hugmynda-
rík og laglínugáfan alveg einstök.
En fyrst og fremst bjó hann yfir
kynjagáfu til að gæða textana lífi
og tilfinningu. Nærfærni hans og
smekkvísi minnir í þeim efnum á
ljóðatónskáld löngu seinni tíma.
Purcell samdi þó aðeins eina raun-
verulega óperu, Didó og Eneas.
En hann gerði mikið af annarri
leikhúsmúsík. Ekki síst svo nefnda
grímuleiki eða „masque". Þeir
voru 16. og 17. aldar skemmtanir
er nutu mikilla vinsælda á Eng-
landi. Þar var tónlist, Ijóðlist, dans
og leiklist ekki hrært saman eins
og í óperum seinni tíma, heldur
stóð allt saman hlið við hlið.
Álfadrottningin var frumflutt í
Lundúnum í apríl 1692. Næsta
uppfærsla var í Cambridge - árið
1920! Enda týndist handritið árið
1701 en kom aftur í leitirnar 1901.
Textinn byggir á Draumi á Jóns-
messunótt eftir Shakespeare án
þess þó að nota þann texta beint.
Höfundur er ókunnur en menn
hafa giskað á Elkanah Settle, hver
svo sem það nú var.
I Nýja tónlistarskólanum er
býsna skemmtilegt leikhús. Þar er
dálítið svið og fyrir framan það,
alveg ofan í áheyrendum, spilar
strengjasveitin en uppi undir rjáfri
beggja vegna er blásið í lúðrana.
Þetta skapar einstæða nálægð leik-
hússins við áheyrendur. Ekki dreg-
ur sviðsmyndin úr þeim áhrifum,
en hún Iætur sér ekki nægja sviðið
eitt, heldur nær langt út í sal. Hún
er verk Öldu Sigurðardóttur. Dans-
ana samdi Margrét Gísladóttir,
kennari við Listdansskólann en
nemendur hennar dansa. Búninga
gerðu nemendur á fyrsta ári í text-
íldeild Myndlista- og handíðaskól-
ans. Leikstjóri er Oddur Björnsson
leikskáld.
Það er auðvitað aðeins tónlistin
úr verkinu sem flutt er í Nýja tón-
listarskólanum. Og hún er einstak-
lega fögur. Beinlínis snilldarleg.
Söngvarar eru allir nemendur Nýja
tónlistarskólans. Birna Ragnars-
dóttir er Álfadrottningin sjálf og
einnig Vorið. Jóhann Smári Sæv-
arsson er drukkna skáldið. Sigríður
Bernhöft syngur haustið en Fríður
Sigurðardóttir Nóttina. Hjörtur
Hreinsson er guð ljóssins, Ásgeir
Eiríksson er Veturinn og Oddný
Óskarsdóttir Sumarið. Þá syngur
Anna Halldórsdóttir vatnadís en
Hallveig Rúnarsdóttir álfamey.
Þorvaldur Þorvaldsson er brúð-
kaupsguðinn, Ragnar Davíðsson
Leyndin en Björn Emilsson Svefn-
inn. Auk þessa syngja Elín Helga
Jóhannesdóttir, Steinar Guð-
mundsson og Þórarinn Sverrisson
smærri hlutverk. Hljómsveitina
skipa nemendur og kennarar Nýja
tónlistarskólans en stjómandi er
Ragnar Björnsson skólastjóri.
Það er skemmst frá því að segja
að þetta er hin ágætasta skemmtun
og óvenjuleg. Nemendurnir eru
bara ansi góðir. Ég tala nú ekki um
hvað þeir hafa gaman af þessu.
Hvað það er gaman að vera ungur
og hafa tækifæri til að læra og
þroskast í listinni og sem mann-
eskja. Sýningin er bæði falleg og
skemmtileg. Best af öllu er þó að
skólastjórinn lofar svona framtaki
á hverju ári héðan í frá.
VIGTARMENN
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin á
eftirfarandi stöðum í maí ef næg þátttaka fæst.
Á ísafirði 4. og 5. maf
í,Vestmannaeyjum 11. og 12. maí
A Akureyri 14. og 15. maí
ÍReykjavfk 18. og 19. maí
Allar nánarí upplýsingar og skráning þátttakenda á
Löggildingarstofunni í síma 681122.
Löggildingarstofan
Fimmtudagurinn 30. apríl
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24