Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarblašiš

						Enn um kál
- en mest um korn, þjóðflutninga
ogþýðingu kvenna í þjóðfélaginu
Helgar 20 bla
aðið
„Ekki er sopið kálið..." seg-
ir í einhverri fornsögunni.
Þetta bendir til þess að
fornmenn íslenskir hafi
þekkt matargerð úr káli
býsna vel þótt kálrækt hafi
að mestu, ef ekki alveg, fall-
ið niður með svalara veður-
fari eftír „Gamla sáttmála".
Úr því tók við alllangur
skammdegiskafli sem hefur
imrkað lifnaðarhættí hér-
lendrar alþýðu, að segja
má, fram á þennan dag. -
Án káls og blóma en með
miklum rímnakveðskap og
draugatrú. Hvort tveggja
hefur líklega stafað af
slæmri meltingu.
Norrænir menn munu samt ekki
hafa ræktað kál á þeim tíma þegar
þeir festu bú í þeim sveitum sem
nú eru kölluð Danmörk, Noregur
og Svíþjóð fyrir líklega fimm til
sex þúsund árum, jafnvel síðar að
sumra sögn. Kornyrkju og kvik-
fénað höfðu þeir haft með sér gegn
um frumskóga og sléttur Evrópu
austan frá Svartahafi. Káljurtir
fengu þeir síðar.
Matjurtir geta sagt margt um
þjóðflutninga. Grasafræðingar hafa
nefnilega rekist á merkilega gripi,
sem kallast plöntulitningar, í fór-
um og slóð þjóðflokka víðsvegar
um hnöttinn og geta rakið þá í
humáttina aftur að sameiginlegum
brottfararstað. Eflir þessum grasa-
fræðileiðum virðast germanskar
þjóðir koma frá svæði þar sem
bæði uxu hafrar og bygg af nátt-
úrulegum sjálfsdáðum, en hvorki
rúgur né hveiti. Þannig háttar til í
austanverðum Kákasusfjöllum við
Kaspíahafið. Bygg (sbr. orðin
„bú", „bóndi" og „byggð") er
norðlægari grastegund en hafrar og
teygir sitt upprunalega útbreiðslu-
svæði norður og vestur um til Kar-
patafjalla. Þarna er erfðafjölbreytni
villibyggsins mest. Hafrar (san-
skrítarheiti: „aiva", sbr. orðin
„ævi" og „ær") héldu sig sunnan-
vert við Kákasus og Svartahaf.
Norrænir menn ræktuðu bygg
fremur en hafra og á Norðurlönd-
um sem og í norðurhluta Þýska-
lands er um að velja afar fjölskrúð-
ugt erfðaúrval af ræktuðu byggi,
sem í mörgum héruðum á þessu
svæði heitir aðeins „korn" í dag-
legu tali bænda á milli. Nú er of
langt að rekja þessa sögu til hlítar
hér en ég held að hún hljóti að vísa
til þess að líklega hafa forfeður
okkar tekið „kúrsinn vestur" norð-
an Karpatafjalla, jafvel á suður-
bakka Dnjepru (Norður- fljótsins),
og haldið snemma af stað. Aðrir
„Germanir" fetuðu í slóðina, en
sunnar og nokkrum öldum síðar.
Þá mest fyrir aðsókn annarra og
fjölmennari ættflokka austanað og
sunnan. Þessi aldamunur gaf
„þýsku" fólki tækifæri til að æfa
akuryrkjuna betur og kynnast nýj-
um korntegundum eins og höfrum
og jafnvel rúgi („grófa kornið" -
sbr. sanskrít „rha" = hrat), sem
kemur frá steppunum austan Ka-
spíahafs. Búfjárstofn „þýskra"
hafði líka breyst með innblöndun
„ræktaðra" stofna frá hinum að-
steðjandi kynflokkum. Íslenskir
hestar munu skyldari pólskum
villihestum en þýskum „frumhest-
um" og islensku rollurnar eiga víst
nánari ættingja á frísnesku eyjun-
um og á Gotlandi heldur en í þýsk-
um dölum.
En hvað kemur þessi spuni um
kornyrkju og þjóðflutninga kál-
ræktinni við?
- Jú, það er nefnilega þannig, að
þegar brautir þjóðflokka skárust
bættust nýjar nytjaplöntur í safnið
á báða bóga. Kál er keltnesk upp-
götvun sem ekki barst norrænum
þjóðum fyrr en svo sem fyrir þrjú
þúsund árum þegar samskipti kelt-
neskra strandþjóða við „þýska
þjóðarmeiðinn" voru orðin varan-
leg, þótt ekki væru þau alltaf vin-
samleg. Tegundin „Brassica oler-
acea" = „soðkál" vex villt um vest-
urströnd Evrópuskagans og á Bret-
landseyjum. Oftast í fjörum eða
nálægt sjó. Keltar og aðrar frum-
þjóðir á þessum slóðum hagnýtru
sér frá öndverðu þessa saðsömu
jurt og tóku hana í ræktun. Samt
var þetfa kál allfrumstætt, miðað
við það kál sem við nú þekkjum.
Hefur sennilega mest minnt á
grænkál eða stöngulkálið risa-
vaxna á Ermarsundseyjunum.
Hvorugt þessara afbrigða er ýkja-
langt frá upprunalegu tegundinni.
Kálþróunin var hægfara þar til
Rómverjar fóru að rjátlast norður-
eftir til að siða barbarana til að
greiða sér skatta (Án skatta; engin
menning!). Með þeim komu höf-
uðkálin hvítkál, rauðkál og topp-
kál, ásamt ýmsu öðru grænmeti
sem við skulum ekki nefna hér til
sögunnar. En toppkálið hélt eitt
áfram í norðurátt. Vegna þess að
það var hraðsprottnara en önnur
höfuðkál skilaði það ágætri upp-
skeru í byggðum norrænna manna
allt norður i Þrændalög og Upp-
lönd. Þangað voru norrænir menn
komnir og höfðu sameinast frum-
byggjum Skandinavíu eða hrakið
þá á undan sér, ef einhverjir voru.
„Norrænir menn" hafa frá upphafi
blandað saman hernaði, akuryrkju
og kvikfjárrækt. Þetta með hernað-
inn þykir mér vondur „ingredíens"
í heilsteypt þjóðfélag. Karl-
mennskuímyndin efldist með
sauðafjölda og hverjum „landvinn-
ingi". „Norrænar konur" styrktu að
sjálfsögðu sína karla og ýttu undir
„kraftadellu" þeirra linkindarlaust.
En þær höfðu breiðari svið og
sjálfstæðara gildismat en karlarnir.
Þeirra vettvangur var hinar „prak-
tísku" hliðar heimilishaldsins og
daglega lífsins (- eins og enn í
dag, reyndar). Þær stunduðu garð-
yrkju og leirkerasmíði, sauma,
vefnað og matargerð. Einnig lækn-
ingar. Engu þessu sinnti „norrænn
maður" sóma síns vegna nema að
hátt gjald kæmi fyrir til að tryggja
heiðurinn. Konurnar báru hinsveg-
ar með sér fræ af matnytjajurtum
og læknagrösum í kyrtilknýtum
sínum og skiptust á þeim hver við
aðra frjálslega og kvaðalaust. Heil-
ög Birgitta, voldug kona sænsk,
fékk páfaleyfi árið 1370 til að
stofna klausturreglu þá sem við
hana er kennd. Hún andaðist að
vísu þrem árum síðar. I reglu heil-
agrar Birgittu gildir ekki aðskiln-
aður munka og nunna nema á
skikkanlegan máta. Áherslan er
lögð á störf meðal alþýðunnar
(=menntun og umbætur), fyrirbæn,
garðyrkju og líkn við lítilmagnann.
Birgitta þessi hafði mikil pólitísk
áhrif í heimalandi sínu og flestar af
hennar rúmlega 600 „opinberun-
um" voru á einhvern hátt ábend-
ingar til konungsins Magnúsar Ei-
ríkssonar, sem þótti valdníðingur
hinn mesti og „lögskipari". Óþol-
inmæði háaðalsins, en ekki síst
„vitranir" Birgittu urðu til þess að
honum var velt úr sessi eftir 45 ára
stjórnartíð og við tók Albrekt af
Mecklenburg. Hann kunni sig ekki
betur en svo að aðallinn kallaði á
konu til að spyrna honum af tróni.
Sú hét Margét, sænsk ekkja Há-
konar Magnússonar Noregskon-
ungs. Með henni hófst Kalmars-
ambandið og almenn garðyrkja um
öll Norðurlönd.
íslandsmót í tvímenningi hafið
Undanrásir Islandsmótsins í
tvímenningi hófust í gærkvöldi á
Loftleiðum. Þegar þetta er skrif-
að stefnir í ágæta þátttöku. 24
efstu pörin (svæðisparið að aust-
an mun ekki nýta sér rétt sinn til
þátttöku í úrslitum) ávinna sér
rétt til þátttðku í úrslitum, sem
verða spiluð í beinu framhaldi af
undankeppninni og hefjast á
morgun.
I úrslitakeppninni munu 32 pör
spila. Allir við alla með 4 spilum
milli para, alls 124 spil.
Nv. Islandsmeistarar eru þeir
Matthías Þorvaldsson og Sverrir
Ármannsson, nýbakaðir Islands-
meistarar í sveitakeppni.
Sveit Jakobs Kristinssonar Akur-
eyri sigraði á mcistaramóti Norður-
lands (bæði svæðin) í sveitakeppni.
Spilað var á Blönduósi og tóku 16
sveitir þátt í mótinu. Með Jakobi
voru: Anton Haraldsson, Pétur
Guðjónsson og Stefán Ragnarsson.
í 2. sæti varð sveit Boga Sigur-
björnssonar frá Siglufirði og i 3.
sæti sveit ungu mannanna frá Akur-
eyri, Stefáns Stefánssonar.
Hjá Skagfirðingum í Reykjavík
stendur yfir eins kvölds tvímenn-
ingskeppni alla þriðjudaga. Spilað
er í Drangey við Stakkahlíð. Efstu
pör síðasta þriðjudag urðu: Dúa 01-
afsdóttir- Ólína Kjartansdóttir og
Andrés Þórarinsson-Halldór Þór-
ólfsson.
íslandsmólið í parakcppni verður
spilað á Siglufirði helgina 11.- 12.
maí (næstu helgi). Að sögn keppn-
isstjórans, Jakobs Kristinssonar,
stefnir í metþátttöku í mótinu, vel
yfir 40 pör. Enn er hægt að bæta
við pörum. Skráð cr á skrifstofu
BSÍ (sem jafnframt vcitir allar nán-
ari upplýsingar) og hjá Jóni Sigur-
bjðmssyni á Siglufirði.
Bakarí Brauðbergs
að Hraunbergi 4
Nýbökuð brauð, gómsœtar
tertur og kökur í miklu
úrvali.
Mjólkurvörur ogfleira.
Opið virka daga frá kl. 8:30 til 18:00,
laugardaga frá kl. 9:00 til 16:00 og
sunnudaga frá kl. 10:00 til 16:00.
Brauðberg
Hraunberg 4, sími 77272
Eftir 17 umferðir í Butler-keppni
Bridgefélags Reykjavíkur (hálfnað
mót) er staða efstu para: Magnús
Eymundsson-Gísli Hafliðason 95,
Sveinn R. Eiríksson-Hrannar Er-
lingsson 89 og Jón Hjaltason- Sig-
fús Örn Árnason 84. Spilamennsku
var fram haldið sl. miðvikudag.
Næsta fimmtudag, 7. maí, hefst
þriggja kvölda vortvímenningur hjá
Bridgefélagi Kópavogs. Spilað er í
Þinghóli í Hamraborg.

Úh
Ólafur
Lárusson skrifar
Afmælismót Bridgefélags
Rcykjavíkur 27.-30. maí, verður
einn stærsli viðburður í bridgesögu
okkar, til þessa. Mótið hefst á
Firmasveitakeppni á miðvikudegin-
um scm er opin öllum. Spilaðar
verða 10 umferðir með 10 spilum í
leik. Allar sveitir greiða 12 þús. kr.
í þáttlökugjald, en að auki er sér-
stakt gjald fyrir hvert fiima. í A-
flokki eru erlendar sveitir og HM-
liðið okkar, sem greiða 100 þús. kr.
I B-flokki cru sveitir skipaðar spil-
urum (minnst 4) með 1000 meist-
arastig eða fieiri, sem greiða 40.
þús. C-fiokkur, aðrir, sem greiða 15
þús. Skorað er á alla félagsmenna
að útvcga scr fyrirtæki til að styrkja
sveitir þeirra. Verðlaun eru: 150
þús. kr. fyrir 1. sætið, 100 þús. fyrir
2. sætið og 50 þús. fyrir 3. sætið.
Firmasveitakeppni lýkur á
fimmtudagskvöld. Spilastaður er
óákveðinn, þar eð Loftleiðir feng-
ust ekki þessa helgi.
A föstudeginum verða landsleik-
ir, milli HM-liðs okkar og erlendu
gestanna, sem eru: Bretar (Forrest-
er-Robson, Smolski- Sowter), Svíar
(Mörath-Bjerregárd, Sundelin-Fall-
enius) og Pólverjar (Balicki-
Zmuddzinski, Kowalski- Jassem).
Leikirnir verða sýndir á sýningar-
töfiu og skýrðir fyrir áhorfendum.
Spiluð verða 20 spil milli sveita,
einföld umferð. Skráning í mótið er
hafin hjá BSÍ.
Á laugardag og sunnudag verður
svo opin tvímenningskeppni, 4 um-
ferðir eftir Mitchell-fyrirkomulagi.
1. umferð hefst kl. 10 árdesgis á
laugardeginum. Spilað verður í
Perlunni. Þátttökugjald er 10 þús.
kr. á par (félagsmenn greiða 7 þús.)
Innifalinn er hádegisverður á laug-
ardeginum, á 5. hæð Perlunnar.
Verðlaun nema samtals á fimmta
hundrað þúsundum, fyrir 1.-8. sæt-
ið. Hæstu verðlaun eru 120 þús. kr.
á parið.
Lokahóf hátíðarinnar verður
haldið sunnudagskvöldið 31. maí, í
ráðhúsi Reykjavíkur. 1 hófinu verða
veitt verðlaun fyrir spilamennsku á
mótinu. Kepnisstjóri verður Agnar
okkar Jörgcnsson.
Og þá er ekki annað eftir en að
hvetja alla spilara til að vera með
og útvega sér styrktaraðila, til þátt-
töku í Firmasveitakeppni.
Þreifingar eru hafnar milli BSÍ
(fyrir hönd HM-liðs okkar) og
þcirra „náttúruista" Chagas og fé-
laga, um leik milli sveitanna hér á
landi. Eins og kunnugt er, leggja
þeir „náttúruistar" 50 þús. pund
undir í hverjum einvígisleik (um 5
milj. króna). Verður fróðlegt að
fylgjast með framvindu mála.
Skipting spila á nýafstöðnu ís-
landsmóti í sveitakeppni var með
nokkuð eðlilegum hætti (af tölvu-
gefnum spilum að vera). En, eins
og ætíð, eru það ekki spilin sem
ráða ferðinni, heldur mannskapur-
inn að baki þeim. Lítum á nokkur
falleg dæmi;
*: Á5 S: K63
V: K865 H: ÁD
?: 10953 T: ÁK87642
?: 764 L: K
Aðeins 1 par náði slemmunni í
tíglum í þessu spili. Það voru þeir
Jón Þorvarðarson og Friðjón Þór-
hallsson í sveit Rauða ljónsins.
*: ÁD1076 S: K
V: ÁK108 H: G6
?: 5 T: KDG8
*: 962 L: ÁKD74
Bræðurnir Lárussynir í sveit S.
Ármanns náðu þessari gullfallegu
slemmu í laufi (reyndar náðu þeir
Ólafur Haukur og Jóhann Haukur í
sveit Gunnlaugs Kristjánssonar
einnig 6 laufum á spilin). En spila-
guðinn var ekkert í stuði til að
verðlauna þau afrek og setti laufa-
gosann fjórða fyrir aftan mannspil-
in. Páll Valdimarsson og Ragnar
Magnússon sáu þetta fyrir (það seg-
ir Palli alla vega) og renndu sér í 6
grönd. Það var guðinum þóknan-
legt, því hann hafði sett spaðagos-
ann niður annan í vörninni. Slétt
staðið. (Það er greinilega ekki sama
Páll og séra Páll...)
Og að lokum einn brandari úr
mótinu. Matthías Þorvaldsson og
Sverrir Ármannsson renndu sér
„hratt" og örugglega í 6 lauf á þessi
spil;
4: Á76 S:-----
V: D964 H: Á32
? :ÁT: 1097643
*: G10975 L: ÁK84
Slemman í laufi stendur alltaf,
því laufadaman kemur hlýðin og tí-
gullinn er 3-3. En vörnin sá sér
þann kost vænstan að fórna í 6
spaða (réttilega) sem kostaði aðeins
-500. Og hvað svo?
Á hinu borðinu var spilið passað
niður (allir sögðu passs). Er þetta .
hægt?
Fimmtudagurinn 30. apríl
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24