Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						12
Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975.
I
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Við erum beztir
klapp,
klapp, klipp, klapp, klapp!
— Manch. Utd. vann fimmta sigur sinn í 1. deild á laugardag
Frægasta lift Englands eftir-
striðsáranna, Manch. Utd. er á
allra vörum á ný — glæsibyrjun
liðsins i 1. deild hefur komið mjög
á óvart. Fimm sigrar i sex leikj-
um — eitt jafntefli — og liðið
unga, sem kom upp úr 2. deild i
vor, trónar nú eitt á toppi 1. deild-
arinnar. Enn sigur á laugardag —
gegn Tottenham — eftir frábæran
leik á Old Trafford, 3-2, og gömul
vígorð hljómuðu um allan völl á
ný „Viðerum meistarar — klapp,
klapp, klipp, klapp, klapp — við
erum beztir". Áhorfendur þar
standa bakvið lið sitt — aðeins
samjöfnuður á Englandi er á An-
field i Liverpool.
Þetta rifjar upp gamlar endur-
minningar, þegar ég á laugardegi
i september fyrir átta árum
horfði á leik Manch. Utd. og
Tottenham á Old Trafford — i
boði Manch. Utd. Leiknum þá og
leik liðanna á laugardag svipar
svo mjög til hvors annars.
Fyrir átta árum voru skærustu
„stjörnur" enskrar knattspyrnu á
Old Trafford, Law, Charlton,
Best, Crerand og Stiles hjá United
— Jimmy Greaves, MacKay,
England og Pat Jennings hjá
Tottenham.' Rafmagnaður leikur
frá byrjun, þar sem heimaliðið
misnotaði viti — Tottenham
skoraði fljótlega, en Manch. Utd.
sigraði 3-1. Þá nötraði Old
Trafford-hverfið — „Við erum
meistarar, klapp, klapp, klipp,
klapp, klapp, við erum beztir" og
það er stórkostlegt að heyra slik
hróp samhljóma úr tugþúsundum
barka. Þá var Manch. Utd. ehsk-
ur meistari — og „the greatest"
var einnig réttnefni — nokkrum
mánuðum siðar varð liðið
Evrópumeistari félagsliða.
En fegursta eplið i liði Manch.
Utd. var sjúkt — og sýkti frá sér
þar til allt var ónýtt. örfá
um árum siðar rambaði liðið á
barmi glötunnar — og féll svo
niður i 2. deild vorið 1974. En
fallið varð bjargvættur þessa
gamalfræga félags — Tommy
Docherty, Skotinn eitilharði, sem
á árum áður var ein helzta
máttarstoð Preston sem leik-
maður meðan það félag var og
hét, hefur byggt upp nýtt lið
ungra leikmanna — aðeins mark-
vörðurinn Alec Stepney er eftír,
af þeim leikmönnum, sem urðu
Evrópumeistarar 1968.. í sigur
leikjum 2. déildar "síðasta leik-
timabil hefur lið Manch. Utd.
öðlast sjálfstraust á ný — og tókst
að sigfa Tottenham á laugardag,
þó svo Lundúnaliðið skoraði
fyrsta mark leiksins eftir aðeins
3ja mln. leik. En áður en við segj-
um frekar írá þeim leik skulum
við líta á úrslitin á laugardag.
Norwich—Everton	4-2
West Ham—Manch. City	1-0
2." deild	
Blackburn—Bristol C.	1-2
Blackpool—Oldham	1-1
Bolton—Southampton	3-0
Bristol Rov.—Charlton	0-0
Chelsea—Nottm .For.	0-0
Hull City—Orient	1-0
Notts Co.—Carlisle	1-0
Oxford—Fulham	1-3
Plymouth—Sunderland	1-0
Portsmouth—Luton	0-2
WBA-York City	2-2
1. deild	
Arsenal—Leicester	1-1
Birmingham— QPR	1-1
Coventry—Ipswich	0-0
Derby—Burnley	3-0
Leeds—Wolves	3-0
Liverpool—Sheff.Utd.	1-0
Manch.Utd.—Tottenham	3-2
Middlesbro—Stoke	3-0
Newcastle—Aston V.	3-0
„Aldrei að breyta sigurliði"
segja brezkir, en Docherty varð
þó að breyta liði sinu I fyrsta sinn
á leiktlmabilinu gegn Tottenham.
Skozki landsliðsbakvörðurinn
Forsyth meiddist I Evrópuleik
Skota við Dani i Höfn sl. miðviku-
dag, og tók Jimmy Nichols, 18 ára
piltur, fæddur i Kanada, stöðu
hans. Fyrsti heili leikurinn hjá
þessum pilti, sem er af Irskum
ættum, hjá Únited, en i vikunni
hafði hann leikið sinn fyrsta
landsleik fyrir N-Irland — gegn
Svium i Belfast. En fleiri
breytingar gerði Docherty ekki —
skozki landsliðsmiðvörðurinn
Jim Holton hefur því enn ekkí
komizt i liðið vegna sigurgöng-
unnar.
Leikurinn við Tottenham var
stórgóður — þar sást allt hið
bezta, sem ensk knattspyrnu hef-
ur upp á að bjóða og spenna var
gifurleg. Strax á þriðju min.
skoraði ungi framherjinn, Chris
VIÐ TEPPALEGGJUM
¦ ,í||  :¦¦¦    B|
k  ;¦¦¦   |{]B
íll  ¦¦¦    EJBi.
STIGAHUSIÐ
~ < III "
¦ffiiiiflm
¦fw'*
~asg£s&ikmK-mi)&
¦' ¦ í...í*..-1*-bi-;Síí-"^-:^.
MARGRA ARA
REYNSLA
TRYGGIR GÓÐA
WÓNUSTU......
NÍÐSTERK TEPPI I
MÖRGUM GERÐUM
OG LITUM.....
STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR
GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR,
GERUM TILBOÐ EF ÓSKAÐ ER,
LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ INNRÉTT-
INGABÚÐINNI GRENSÁSVEGI 3
Jones, fyrir Tottenham — en
United svaraði með stórsókn,
sem varði nær allan hálfleikinn.
Sóknarbylgjurnar gengu á mark
Tottenham. Þar strandaði allt á
frábærri markvörzlu Pat
Jennings, þar til á 37. min. að
hann réð ekki við spyrnu sam-
herja sins, bakvarðarins Ian
Smith, og staðan varð 1-1. Nokkr-
um sekúndum fyrir hlé lék bak-
vörður United, Stewart Houston,
inn I vltateig Tottenham — var
brugðið og vitaspyrna óumflýjan-
leg. Úr henni skoraði Gerry Daly
— og United hafði náð forustu 2-1.
Docherty keypti Houston frá
Lundúnaliðinu Brentford fyrir
„smápening" og það eru ein
beztu kaup hans. Aður var bak-
vörðurinn á „bókum" Chelsea án
þess að leika þar með aðalliðinu.
1 byrjun siðari hálfleiks skoraði
Daly 3ja mark United og liöið
virtist stefna i góðan sigur. En
leikmenn virtust álita, að þeir
þyrftu ekki meira fyrir sigrinum
að hafa — slöppuðu af og Totten-
ham gekk á lagið, var meira að
segja óheppið að jafna ekki.
Jimmy Neighbour misnotaði
vitaspyrnu á 75. mln. en skömmu
siðar skoraði Martin Chivers,
sem rétt áður hafði komið inn
sem varamaður, annað mark
Tottenham. Spenna varð loka-
minúturnar, en Tottenham var
ekkert nálægt þvi að jafna.Já,
árangur Manch. Utd. héfur mjög
komið á óvart — en glöggur les-
andi tekur þó eftir þvi i stöðunni
hér á eftir, að hinir fimm sigrar
United eru gegn þeim fimm lið-
um, sem skipa fimm neðstu sæt-
in. Útisigra i Stoke, Birmingham
og Wolverhampton er þó ekki
hægt að vanmeta.
West Ham er I öðru sæti i 1.
deild með 10 stig og í leiknum
gegn Manch City á laugardag á
Upton Park breyttist leikur liðs-
ins allur til hins betra, þegar
fyrirliði bikarmeistaranna frá I
vor, Billy Bonds, kom inn sem
varamaður. Fyrsti leikur hans —
eftir meiðsli — i sumar. En hann
kom, sá og sigraði. Þá voru 15
min eftir — og aðeins tveimur
siðar skoraði West Ham, Frank
Lampard eftir sendingu Bonds.
En West Ham hefði átt að vera
búið að tryggja sér sigur áður —
Alan Taylor og Jennings fóru illa
með tækifæri i fyrri hálfleik.
Arangur Manch.City á útivelli er
alltaf jafn sorglegur — enginn
sigur nú, aðeins 2 á siðasta leik-
timabili, 3 árið áður, og 4 þar
áður. Það er mikið umhugsunar-
efni fyrir Tony Book.
Nokkur lið unnu stórsigra.
Leeds fór létt með úlfana —
McQueen og Clarke skoruðu i
fyrri hálfleik, og McKenzie bætti
við 3ja markinu eftir hlé. Lið
Leeds er líklegt til mikilla afreka
— þrátt fyrir tapið mikla á
heimavelli fyrir Liverpool á dög-
unum. En þá voru meiðsli svo
mikil hjá Leeds, að Jimmy Arm-
field gat varla „komið" saman
KAUPAAENN —
INNKAUPASTJÓRAR
ISLENZKUR
FATNAÐUR
í dag er haustkaupstef na (SLENZKS
FATNAÐAR að Kristalsal Hótel Loftleiða
opin til kl. 18:00. Á morgUn þriðjudag verður
hún opin frá kl. 10:00-18:00.
Tískusýning kl. 14:00.
Ákjósanlegt tækifæri til að kynnast því, sem
helstu fataframleiðendurnir bjóða upp á fyrir
veturinn.
islenzkur fatnaður
HÓTEL LOFTLEIÐIR

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20