Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						Pagblaðið. Miövikudagur 17. september 1975.
Sumir virðast ganga í það
heilaga bara til að ná
út sparimerkjunum
Svo sem flestum er kunnugt
er stundað talsvert hér á landi
að fólk gifti sig til að leysa út
sparimerki sem eru bundin til 26
ara aldurs nema fólk sé i skóla
eða gift. Mætti e.t.v. kalla þetta
að giftast til fjár.
Dæmin þekkjast aðallega um
¦¦m
Nei, þetta eru
engin mistök!
Einhverjum kann að
verða að orði að þeim sé
farið að förlast eitthvað,
Ijósmyndurunum okkar.
Svo er þó ekki. Björgvin
Pálsson tók þessa DB-
mynd af einu af skipum
Ríkisskips. Hann tók
mynd af polli á bryggj-
unni, og þetta varð út-
koman, hálfgerð skrum-
skæling af skipi, — og á
hvolfi í þokkabót!
Nú er klippt og klippt
— en engin stefnubreyting, segir gœzlan
Flestir munu telja að breytt
hafi verið um stefnu i togvira-
klippingum og var nú siðast i
fyrradag klippt á togvira þýzks
togara á Deildargrunni norðvest-
ur af landinu.Hálfdán Henrýsson
hjá Landhelgisgæzlunni vildi alls
ekki kannast við að breytt hefði
verið um stefnu gagnvart Þjóð-
verjunum, þeir væru ekki eins
varir um sig og áður, þegar þeir
voru alltaf löngu búnir að hifa áð-
ur en varðskipin voru komin nógu
nærri til að klippa.            —BH-
það að piltar hafi fundið ein-
hverja stúlku og fengið hana til
að giftast sér og hafi hún hlotið
að launum einhvern hluta út-
leystu peninganna. Einnig getur
þetta komið brúðinni og brúð-
gumanum tilgóðaef þau hyggj-
ast bæði leysa út sparimerkin
sin og geta það ekki á annan
hátt. Þá er þetta gagnkvæmt
hagsmunamál þeirra beggja.
1 borgardómi fengum við þær
upplýsingar að oftá tiðum héldu
skrifstofustúlkurnar, þegar
brúðhjónin tilvonandi koma á
skrifstofuna, að þarna gæti að-
eins verið um að ræða brúðkaup
til að losa um sparimerkin sem
rikissjóður tekur af mönnum i
10 ár frá 16 ára aldri.Náttúrlega
er þó aldrei hægt að fullyrða um
slikt.
Yfirborgardómari, sem oftast
gefur saman, kvaðst þó halda að
sjaldnast eða aldrei hafi til-
gangurinn með hjónabandinu
verið sá einn að fá leyst út
sparimerkin sin.Afar fágætt sé
að hjón sæki um skilnað innan
eins árs frá giftingunni, svo að
ekki er að minnsta kosti sótt um
skilnað alveg strax, þótt
kannski hafi aðeins verið um að
ræða    „sparimerkjabrúðkaup".
Reyndar er það engin furða
þótt fólk gifti sig til að leysa út
skyldusparnaðinn svo að hið op-
inbera nái ekki að stela af þvi
um helmingi þess sem það
raunverulega á að fá útborgað
þegar sparimerkin eru leyst út.
Sem raunverulegt dæmi má
nefna að ef ein króna er lögð inn
i marz 1969 og visitalan hækkar
um 326% fást með 4% vöxtum
greiddar út hjá veðdeild Lands-
bankans (þvi opinbera) tvær
krónur og sjötiu i stað fimm og
fjörutiu, sem er hin rétta út-
koma, ef starfsmenn veðdeildar
innar kynnu að reikna út visi-
tölubætur.Hið opinbera stundar
þvi þjófnað á sparimerkjafé
unga fólksins og greiðir út að-
eins um 50% af þvi sem það á
rétt á.
—BH
DONSUÐU BULL-
SVEITTIR Á
SKYRTUNUM

Það má með sanni
segja, að hljómsveit Ingi-
mars Eydal hafi farið
hina mestu f ræðgarför til
Mallorka í sumar. Eins
og lesendur DAGBLADS-
INS muna eflaust var
sagt f rá því í síðustu viku,
að hljómsveitin hafi leik-
ið fyrir ríkisarfa Spánar
og fleiri tigna gesti. Við
náðum tali af Ingimari
Eydal, þegar hann kom
til landsins á sunnudags-
kvöldið.
„Þetta atvikaðist allt þann-
ig," sagði Ingimar og hóstaði
djúpt, þvi að hann kvefaðist illi-
lega á Mallorka, „að eigendur
Jack El Negro, kiúbbsins, sem
við spiluðum á, buðu Carlos
rikisarfa og fleiri tignum gest-
um til veizlu i klúbbnum. Þessi
veizla var að sjálfsögðu algjör-
lega lokuð almenningi, en eig-
endurnir bjuggust við þvi að
tignarfólkið yrði búið að ljúka
sér af um tólfleytið um kvöldið,
svo að við vorum beðin um að
vera mætt á staðinn og tilbúin
að spila upp úr tólf.
En þegar til kom vildi krón-
prinsinn dansa og óskaði eftir að
klúbburinn yrði opnaður fyrir
— rœtt við Ingimar,
rétt nýkominn úr
frœgðarför til
Mallorka með
hljómsveit sína
almenning. Spænska lögreglan
og öryggisverðir prinsins voru
ekkert geysilega hrifnir af þvi,
en prinsinn fékk vitanlega sinu
framgengt.
Nú, prinsinn hafði heyrt af is-
lenzkri hljómsveit, sem léki
þarna i klúbbnum, og vildi endi-
lega heyra i henni. Við vorum
þvi beðin um að leika i smá-
tima, en þessi smátimi dróst
upp i klukkustund. Fólkið virtist
skemmta sér hið bezta, og
Konstantin fyrrverandi
Grikkjakonungur og Carlos
krónprins dönsuðu bullsveittir á
skyrtunum.
Þegar við höfðum loksins lok-
ið við að skemmta fólkinu, var
okkur boðið upp á þann stór-
kostlegasta málsverð, sem við
höfðum nokkru sinni bragðað."
Siðan spurðum við Ingimar,
hvort hann ætti ekki einhverjar
myndir frá þessum atburði til
að sýna lesendum.
„Nei, nei, myndataka var
stranglega bönnuð og allt
öryggiseftirlit var geysilega
strangt.
Enskur blaðamaður hafði
samband við mig daginn eftir
þennan atburð og bað mig um
upplýsingar um allt, sem þarna
gerðist. Ég gaf honum þær i
mesta sakleysi, en seinna kom
svo i ljós, að ég hafði enga heim-
ild til þess, og allt, sem ég hafði
sagt um krónprinsinn og hefðar-
fólkið, hafði verið samvizku-
samlega klippt ut úr fréttinni."
-ÁT-
BYRJENDANAMSKEIÐ IJUDO
hefst fimmtudaginn 18. september kl. 19.00
Kennt verður að Brautarholti 18, undir stjórn Michal Vachun á
mánudogum milli kl. 19 og 20     Innritun á sama tíma
Judofélag Reykjavíkur
Simi 16288

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24