Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 1
irjálst, áhát daghlað 1. árg. — Föstudagur 26. september 1975 —15. tbl Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322, afgreiðsla Þverholti 2 sími 22078. FAGNA ÞVIAD MALIÐ FARIHL SAKADÓMS segir borgorfulltrúi Alþýðuflokksins Albert hvatamaður að því að sjálfstœðismenn óskuðu rannsóknar Sakadóms ,,Ég fagna þvi að sjálfsögðu, að málið fari til sakadómsrann- sóknar. En sannleikurinn er sá, að samkomulag var orðið um skipun rannsóknarnefndar i borgarstjórn”, sagði Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi i viðtali við DAGBLAÐIÐ skömmu fyrir hádegi i dag. Björgvin áttil tillöguna að þvi, að borgarstjórn kysi rannsóknarnefnd i „Armannsfellsmálið”. „Mitt mat er það, að á-borgar- stjórnarfundi I dag hefði náðst fullt samkomulag um skipun nefndarinnar. Þetta tjáði ég borgarstjóra i gær, áður en fundur var haldinn i borgar- stjórnarflokki sjálfstæðismanna og beðið var um sakadómsrann- sókn”, sagði Björgvin. Björgvin kvaðst hafa átt viðræður við fulltrúa Alþýðu- bandalagsins i borgarstjórn sem og fulltrúa Framsóknarflokksins. Hefðu þeir lýst sig samþykka 6 manna rannsóknarnefnd, eins og sjálfstæðismenn hefðu lagt til. „Var að visu ætlun okkar, að for- menn yrðu tveir, annar úr meirihluta en hinn úr minnihluta. Hins vegar var það ákveðið á fundi minnihlutans að ef sjálf- stæðismenn felldu þá tilhögun, yrði eigi að siður gengið frá skip- un 6-manna nefndar”, sagði Björgvin. „Ég fagna sakadóms- rannsókn, og tel erfitt að upplýsa suma þætti málsins öðruvisi, en svona stóðu málin þó, þegar ákvörðun var tekin um að biðja um hana”, sagði Björgvin Guðmundsson að lokum. Borgarstjórnarflokkur sjálf- stæðismanna samþykkti i gær að óska eftir sakadómsrannsókn i þessu máli. Albert Guðmundsson var meðal hvátamanna að þeirri málsmeðferð, eins og fram kemur i bréfinu til saksóknara rikisins. Þar er þess óskað, að hann feli Sakadómi Reykjavikur að rannsaka, hvort saknæmt atferli hafi átt sér stað við úthlutun lóðar til byggingar- félagsins Armannsfells hf. —BS „Já, það hefur farið smákóln- andi undanfarna daga og með þessari áframhaldandi norðan- átt verður sama veður,” sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur okkur I morgun. Heiðrikjan hefur átt sinn þátt i að auka frostið á næturnar en vindur i nótt dró úr frostverkun- um svo það mældist ekki nema S stig en I skjóli gæti það hafa ver- ið um 10 stig. Norðanlands er þegar farið að snjóa og i Aðaldalnum er nú um 5—6 sentimetra djúpur snjór. Þeir voru i morgun að vinna I kuldanum, verkamenn borgar- innar, við að steypa kanta við Miklubrautina. Þeir eiga gott I hlýindum á sumrin að geta notið útivistar, en á morgni eins og I morgun, öfunda vist engir þá. (DB-mynd Björgvin)' DAGBLAÐIÐ KEMUR ÚT Á MORGUN, LAUGARDAG Á 12. hundrað starfo hjó 27 peninga- stofnunum — bls. 3 ‘ Getur þú lifað af tœpum 30 þúsundum ó mónuði? - bls. 18 Þorsteinn Thorarensen skrifar Föstudagsgrein í blaðið í dag — sjá bls. 8-9 Lögreglan nirti pylsu- bílinn — baksiða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.