Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						Dagblaðið. Fimmtudagur 9. október 1975
11
Hvernig Pompadour
arhaldi ó Lúðvík 15.
HELGI
PÉTURSSON
Allt fína fólk Parisar kom i
stórum hópum til stórkostlegrar
nýrrar spákonu. Flestir komu
til þess að heyra slúðursögur
þær, er konan bar út, en Made-
leine Poisson vildi fá að vita
hvað framtiðin bæri i skauti sér
fyrirhana sjálfa og dóttur henn-
ar 10 ára gamla, Jeanne Antoin-
ette.
Lúðvik 15.
Poisson fjölskyldan var ekki
fátæk. Hún átti stórt hús i Paris
og sumarhús i Senart-skógi.
Það, sem skyggði á algjöra
hamingju fjölskyldunnar, var
að faðir Jeanne, hertoginn af
Orleans, hafði orðið að flýja
land er hann varð uppvis að
fjársvikum.
Og þennan vordag, 1731, sagði
spákonan við Madeleine: „Ef
þú bregður skjótt við nú verður
dóttir þin næstum þvi drottning
við 25 ára aldur og mun verða
valdameiri en nokkur einvald-
ur.
Allt var skipulagt.
Jeanne, sem alla tið var ákaf-
lega fingerð og hafði stór dimm-
blá augu, rifjaði upp allan
undirbúninginn tólf árum siðar.
þegar hún hét orðið Madame la
Marquise de Pompadour, opin-
ber ástmær Lúðvíks konungs 15.
Það fyrsta, sem hún gerði,
var að launa spákonunni riku-
lega. Og næstu tólf árin voru
skipulögð út i æsar. Móðir henn-
ar giftist fljótlega rikum herfor-
ingja, Le Normant de Tourne-
hem, aldrei hefur verið hægt að
sanna hvort hún raunverulega
var gift Poisson, — og með her-
foringjanum lagði hún á ráðin
um framtið stúlkunnar.
Beztu kennarar kenndu henni
tónlist, framkomu og dans.
Ahrif:
A táningaaldri gat hún auð-
veldlega verið með i umræðum
um nýjustu bækur og ljóð.
Og hún varð 20, — en það var
bara eitt atriði sem á skorti.
De Tournehems-fjölskyldan
hafði áhrif, en ekki við hirðina.
Svo þau giftu Jeanne Charles
Guillaume le Normant d'Etoil-
es, syni rikisféhirðisins. Hann
var lftill, ljóturkall, sem Jeanne
hafði alltaf óbeit á, en hann fór
reglulega á veiðar með konung-
inum i Senart-skóginum. Móðir
Jeanne og stjúpfaðir komu þvi i
kring að hin nýgifta stúlka var i
fylgdarliðinu þegar hinar kon-
unglegu veiðar fóru fram.
Hún ók með fylgdarmanni i
litlum opnum vagni og gætti
þess að vera áberandi klædd. Og
konungurinn beit á agnið. Hann
minntist tvisvar á „litlu fallegu
stúlkuna i vagninum" viðfylgd-
armann sinn og bað hann að
komast að hver hún væri, auk
þess sem hann bað um að allt,
sem veitt yrði þann daginn, yrði
sent heim til stúlkunnar.
Slúðrið  um  stúlkuna.  sem
konungurinn hafði ekki einu
sinni hitt persónulega, náði eyr-
um Ducesse de Chateauroux,
þáverandi ástkonu konungsins.
Hún gekk þannig frá málum að
konungur tók sjálfur við stjórn
herja sinna i austurrisku strið-
unum.
Þá tóku örlögin, — sumir
segja Binet fylgdarmaður kon-
ungs, — i taumana. Hertogaynj-
an veiktist skyndilega og lézt af
ókunnum orsökum. Konungur-
inn varð að snúa heim.
Sex mánuðum siðar, þrem ár-
um eftir að Jeanne hafði gengið
i hjónaband, kom Binet i heim-
sókn með heimboð frá konung-
inum.
Konungurinn hafði efnt til
grimudansleiks i Paris og vildi
að hún og maður hennar kæmu.
Samtimaheimildir segja að
Lúðvik hafi ekki getað haft aug-
un af henni. Að dansleiknum
loknum fylgdi hann henni heim i
hús móður hennar i París.
Nokkrum vikum siðar yfirgaf
Jearme eiginmann og heimili,
flutti til Versala og var opinber-
lega tilnefnd ástkona konungs.
Innan árs titlaði konungur
hina 23ja ára gömlu ástkonu
sina, Jeanne Antoinette d'Etoil-
es, de Pompadour greifynju og
fór og kynnti hana fyrir Mariu
drottningu sinni.'
Frá þeim degi og þar til hún
lézt 1764 eyddi konungur nánast
öllum fritima sinum með
Pompadour.
Hneyksli
Sjaidgæft varð að konungur
hreyfði sig um fet án þess að
ráðfæra sig við hana. Og hirðin
var ákaflega auðfús. Allt, sem
hún óskaði sér, gat hún fengið.
Hneyksli og slúður breiddist
út eins og eldur i sinu. Lúðvik
skipaði herjum sinum við hlið
austurrisku herjanna i sjö ára
striðinu.
Frakkland missti Indiur og
Kanada til Englendinga í þvi
striði. Kirkjan, sérstaklega
Jesúitarnir, var sérlega hrein-
skilin i áliti sinu á völdum ást-
konu konungsins. Hún ákvað þvi
að taka til sinna ráða. Það var
ekki auðvelt að fá konunginn til
þess að taka þátt i striði, en
henni tókst það sem hún hafði
ætlað sér eftir að hafa þrefað við
konung i 10 ár
1762 gaf konungur út lög sem
bönnuðu Jesúitaregluna.
Og slúðursögurnar náðu mik-
illi útbreiðslu. Konunni i Versöl-
um var kennt um allar þjáning-
ar hinna fátæku i Paris. Það
varð hættulegt fyrir konunginn
og ástkonu hans að ferðast til
Parisar. Grjóti var kastað að
vagni þeirra og reynt var að
ráða konunginn af dögum.
Pompadour lét þá gera einka-
veg beint frá Versölum. Og sá
vegur er ennþá þar — og heitir
ennþá Byltingarbraut.
Hún tilkynnti að hún hefði lát-
ið gera þennan veg til þess að
minnka atvinnuleysi en Paris-
arbúar trúðu henni ekki. Þá
stofnaði hún herskólann fræga,
L'Ecole Militarie: „Franski
herinn verðurað vera sterkur."
Fólkið leit hins vegar á það
mál sem einfalt bragð til þess að
vinna traust hersins. Hún taldi
konung þá á að stofna til
postulinsiðnaðar i nálægð Serv-
es. Grinistar ortu klúr ljóð og
teiknuðu skopmyndir sem
sýndu hana henda diskum i höf-
uð konungsins.
Á einu ári eyddi konungur yfir
60.000 frönkum til persónulegra
þarfa hennar. Hún gprtaði af þvi
að hún hefði eigin öryggislög-
reglu og að hún hefði fyrirskip-
að yfirmanni póstþjónustunnar
að senda sér óll bréf sem að ein-
hverju leyti væru grunsamleg.
En hin gifurlega sálræna og
likamlega áreynsla, sem var
þvi samfara að gæta stöðugt ó-
sýnilegra  óvina, fór að setja
mörk sin á hana.
Hún nálgaðist nú 43. árið, feg-
urð hennar fölnuð, hafði ljótan
hósta og léttist stöðugt.
Hugrekki
Læknarnir sögðu Lúðvik  að
hún væri að deyja og kröfðust
þess að hún yrði flutt frá Versöl-
um þar eð einungis konunglegar
persónur mættu deyja þar. En
hinn veikgeðja konungur sýndi i
eitt skipti örlitinn snefil af hug-
rekki. Greifynjan átti að deyja
„næstum þvi eins og drottning".
Endalokin urðu i april 1764.
Dagana áður hafði verið hlýtt
veður, en er frú Pompadour lézt
i Versölum skall á rigning og
þrumuveður.
Strax og hún hafði tekið sið-
ustu andvörpin var vagni ekið
upp að höllinni. Likami valda-
mestu konu Frakklands var
borinn út i skyndi og ekið á
brott.
Madame Pompadour
KRUPS
KAJftVÍLA*
FÁSII RAITÆKJAVíRnUNUM UW ALLT LAND
ERITN
Al) I í V1J \
Vöruafgreiðslur okkar i Bíldshöföa 20
Vöruafgreiðslan Klettagörðum 1 og 9 er flutt.
Vöruafgreiðslan Sölvhólsgötu
flyst helgina 26. október.
Athugið:
Afgreiðsla flugfylgibréfa verðurfyrst um sinn
í sama húsnæði við Sölvhólsgötu. Sími 21816.
Nýtt símanúmer 82855. Bíldshöfða 20
FLUGFELAC  LOFTLEIDIfí
ISLANDS
FÉLÖG SFM ANNAST FLUTMJVG FYRIR YDUll

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24