Dagblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976.
5
Geirfinnur lézt í átökum um borð:
Hótanir og ónœði leiddu til
handtöku fjórmenninganna
Skömmu eftir að banamenn
Guðmundar Einarssonar höfðu
verið hnepptir í gæzluvarðhald
kvartaði sambýliskona eins
þeirra, Sævars M. Ciesielskis,
yfir stöðugu ónæði sem henni
var sýnt. Önæði þetta lýsti sér í
nafnlausum símhringingum og
hótunum sem stöfuðu af vitn-
eskju stúlkunnar um afdrif
Geirfinns Einarssonar í Kefla-
vík 19. nóvember 1974. Olli
þetta henni miklum ótta og fór
svo að lokum að hún nefndi
rannsóknarlögreglunni í
Reykjavík nöfn þriggja manna
sem hún sagði viðriðna málið.
Lagt upp
frá Klúbbnum
Við yfirheyrslur yfir Sævari í
gæzluvarðhaldinu eftir þetta
nefndi hann sömu menn og
síðar einnig Kristján Viðar
Viðarsson. Sögðu þeir síðan frá
ákveðinni för til Keflavíkur,
þeirri sömu og vísað hefur
verið til í dómum Hæstaréttar
um staðfestingu á varðhaldsúr-
skurðum þeirra manna er hand-
teknir voru 26. janúar sl. vegna
meintrar aðildar að hvarfi Geir-
finns.
Þessi frásögn er á þá leið að
þau þrjú, stúlkan og þeir Sævar
og Kristján, hafi að kvöldi hins
19. nóvember 1974 farið frá
Klúbbnum við fjórða mann,
sem ók bifreiðinni og er einn
þeirra er teknir voru 26.
janúar. Ekki ber þeim þremur
alveg saman um hvort fleiri
voru með í bílnum, er hafi þá
verið teknir upp í nágrenni
miðborgar Reykjavíkur.
„Maðurinn er
með stœla”
Á leiðinni til Keflavíkur
snerust umræður Sævars og
ökumannsins að sögn þeirra
þriggja um að ákveðinn maður
væri „með tóma stæla” og tæki
engum sönsum, jafnvel þótt
honum hefðu verið boðnir pen-
ingar. Væri þvi heppilegast að
losna við hann fyrir fullt og
allt. Þessi maður mun hafa
verið Geirfinnur Einarsson.
Sævar Marinó hefur borið
við yfirheyrslur að tilgangur
fararinnar til Keflavíkur þetta
kvöld hafi verið að fara sjó-
leiðis út fyrir bæinn til að
sækja plastbrúsa — væntan-
lega með spíra — og áfengis-
flöskur sem voru þar við bauju.
Hann hefur töluverða reynslu
af dreifingu fíkniefna og hafði
því verið fenginn til að sjá um
dreifingu á áfenginu.
Geirfinnur Einarsson — mynd-
irnar eru teknar með fimm ára
millibili. Myndin til vinstri var
tekin 1968 og birtist í fjölmiðl-
um á sinum tíma, en hin er frá
árinu 1973, ári áður en Geir-
finnur fór í hina afdrifaríku
sjóferð. Haukur Guðmundsson,
rannsóknarlögreglumaður í
Keflavík, segist ekki hafa vilj-
að birta nýju myndina, sem
hann hafi fengið viku eftir
hvarfið, af ótta við að það kynni
að rugla fólk í riminu. Ekki eru
aliir sammála þvi í lögregl-
unni, enda vart hægt að sjá að
þessar tvær myndir séu af sama
manninum.
Ur dráttarbrautinni i Keflavík. Héðan var lagt upp í sjóferðina að kvöldi 19. nóvember 1974, að
sögn tveggja pilta sem segjast hafa verið með í henni. Tiigangurinn var að sækja
smyglvarning sem var við bauju.
Fundurí
fjörunni
Þegar komið var til Keflavík-
ur var farið rakleiðis niður i
fjöru og bílnum lagt í dráttar-
braut slippsins. Þar voru fyrir
nokkrir menn, m.a. Geirfinnur
Einarsson og þeir þrír sem nú
sitja í gæzlu ásamt ökumanni
bílsins þetta kvöld. Einnig var
þar sendiferðabíll af gerðinni
Benz, að öllum líkindum hinn
sami og sást fyrir utan Hafnar-
búðina í Keflavik þetta sama
kvöld. Bátur var og bundinn
þar viðTtryggju.
Stúlkan beið ein i bílnum á
meðan þremenningarnir gengu
á fund þeirra sem fyrir voru, en
ekki hefur við yfirheyrslur
komið skýrt fram hversu
margir þeir voru alls. Stúlkan
var óstjórnlega hrædd á meðan
hún beið i bílnum, enda taldi
hún sig hafa ástæðu til að ætla
að vegna vitneskju sinnar um
morð Guðmundar Einarssonar
tíu mánuðum áður hafi hún
þótt fremur óæskileg á lífi.
Eftir skamma stund — þegar
allir, að undanskildum einum,
er voru í fjöruhni, höfðu lagt
frá landi á 10—12 tonna bát
(sem ekki hefur fundizt enn)
— læddist stúlkan í burtu og
faldi sig í mannlausu húsi þar í
grenndinni þar til hún varð vör
við mannaferðir daginn eftir.
Á puttanum
í bœinn
Þá hélt hún upp á Kefla-
víkurveg og fór á puttanum að
Grindavíkurafleggjaranum.
Hún telur sig muna rétt að
þessa leið hafi hún þegið far
með fullorðnum manni á göml-
um Moskvitch með V-númeri.
Rannsóknarlögreglan, sem
veitti upplýsingarnar hér á
undan og eftir á fundi með
fréttamönnum i gær, hefur nú
áhuga á að hitta þennan mann
að máli.
Frá Grindavíkurveginum til
Hafnarfjarðar þá stúlkan far
með stórum flutningabíl, trú-
legast grjótflutningabíl, því
hún man bílstjórann hafa sagt
sér að hann sækti grjót upp
undir Esju. Þennan mann vill
lögreglan einnig gjarnan hitta.
Þetta var að morgni 20. nóvem-
ber 1974.
ÁYök um borð
leiddu til dauða
Geirfinns
Nokkra þeirra manna, sem
voru í. dráttarbrautinni þetta
kvöld, þekkti stúlkan, aðra
hefur hún þekkt án hiks af ljós-
myndum sem hún hefur séð hjá
rannsóknarlögreglunni.
Víkur nú að sjóferðinni. í
upphafi voru þeir Sævar og
Kristján — helztu og raunar
einu vitnin um það sem gerðist
á þeim tveimur klukkustund-
um sem hún stóð yfir — afar
fámálir um siglinguna og töldu
þátt sinn í málinu mjög lítil-
vægan. Síðar skýrðu þeir frá
því að í þessari ferð hefði Geir-
finnur Einar-sson látið lífið í
átökum sem urðu um borð. Að
sögn þeirra Sævars og Krist-
jáns tóku þrír þeirra fjögurra
manna, sem nú sitja í gæzlu
vegna Geirfinnsmálsins, þátt i
þessum átökum en sá fjórði i
þeim hóp var sá er ekki fylgdi
með í þessa örlagaríku sjóferð.
Lík Geirfinns var síðan flutt
til lands, að því er þeir Kristján
og Sævar telja, en ekki er vitað
hvað varð síðar um líkið.
Eimingartœkin
flutt á brott
Hver þáttur Geirfinns
Einarssonar var í því áfengis-
smygli, sem þarna var á
ferðinni, er ekki fullkomlega
ljóst. Aftur á móti kom fram við
fyrri rannsókn málsins, sem
Haukur Guðmundsson annaðist
ásamt fleirum í Keflavík, að
þess hafði verið farið á leit við
Geirfinn að hann eimaði sjó-
rekinn spíra, sem kom á land
við Gróttu. Geirfinnur var á
þeim tíma . með tæki til
eimingar í láni en þeim hafði
hann skilað þegar hann hvarf.
Dagblaðið hefur áreiðanlegar
heimildir fyrir því að Geir-
finnur hafi hins vegar verið
búinn að eignast eigin tæki
þegar hann lét lífið, en að
morgni hins 20. nóvember voru
þau flutt frá heimili hans, að
beiðni eiginkonu hans, áður en
rannsóknarlögreglan kom þar
heim. Um afdrif þeirra tækja
er ekki vitað en það veit
væntanlega sá vinur Geirfinns
sem flutti þau á brott.
Ýmsar blikur
á lofti
Af orðum Geirfinns fyrr
þennan dag, 19. nóvember, þess
efnis að líklega væri bezt að
fara vopnaður á fyrirhugaðan
fund sinn við ónefnda menn þá
um kvöldið — í Hafnarbúðinni
— og áðurgreindum samræðum
í bilnum á leiðinni frá
Klúbbnum til Keflavíkur þetta
kvöld, má ráða að ýmsar blikur
hafa verið á lofti i samskiptum
Geirfinns við þá menn sem
sagðir eru hafa tekið þátt í
liinztu ferð hans.
Rannsóknarlögreglan vildi á
fréttamannafundinum í gær
ekkert segja um hvort fjór-
menningarnir hefðu játað að
hafa orðið Geirfinni Einarssyni
að bana. Hins vegar hefur eng-
inn þeirra gilda fjarvistarsönn-
un þetta kvöld, eins og telja má
sannað af tveimur hæstaréttar-
dómum til staðfestingar
gæzluvarðhaldsvist þeirra. Hún
byggist, eins og fyrr greinir, á
framburði Kristjáns Viðars-
sonar, Sævars Ciesielskis og
sambýliskonu hans.
-OV-
Voru að pakka líki Guðmundar í teppi
— þegar stúlkan kom að þeim
Engin sérslök ástæða virðist
hafa legið að baki morðinu á
Guðmundi Einarssyni frá
Hraunprýði i Blesugróf
aðfaranótt 27. janúar 1974. Að
afloknunt dansleik í Alþýðu-
húsinu i Hafnarfirði þetta
kvöld mun Guðmundur hafa
hitt Kristján Viðar Viðarsson,
gamlan skólafélaga sinn, sem
var í fylgd með þeim Sævari
Marinó Giesielski og Tryggva
Rúnari I.eifssyni i ökulerð
Guðmundur slóst i hópinn
og fylgdi þremenningunum
heim til Sæv.urs i Hafnarfirði.
Allir munu hafa verið eitthvað
við skál og munu jafnvel ein-
hverjir þremenninganna hafa
verið undir áhrifum fíknilyfja.
Við yfirheyrslur hafa þeir bor-
ið að venjuleg orðaskipti við
drykkjuna hafi magnazt þar til
kom til átaka og lyktaði þeim
með þvi að Guðmundur. sent
var einn á móti þeim þremur,
hafi látið lifið.
Síðan fóru þremenningarnir
út í stutta ökuferð og skildu lík
Guðmundar eftir í íbúðinni.
Þegar þeir komu aftur var
ákveðið að flytja líkið út í
hraun fyrir sunnan bæinn og
jafnframt að fá Albert Klahn,
sem var gamall skólabróðir og
félagi eins þeirra, til að flytja
líkið. Hringdu þeir í hann um
klukkan eitt unt nóttina. enda
haföi Albert yfir betri bíl til
flutninganna að ráða.
Á meðan þeir Sævar,
Kristján og Tryggvi voru að
búa um lík Guðmundar kom
sambýliskona Sævars að þeim.
Þegar hún var handtekin
ásamt Sævari sl. haust fyrir
svik á 950 þúsund krónum út úr
Pósti og síma skýrði hún frá þvi
sem fyrir augu hennar bar
þessa nótt.
Það var svo 22. desember að
Sævar játaði aðild að morði
Guðntundar og leiddi sú játning
til þess að hinir þrir mennirnir
voru handteknir. Frá þvi í
janúar 1974 og þar til í desem-
ber sl. var yfirleitt einn þeirra
félaga á bak við lás og slá fyrir
afbrot af ýntsu tagi — og
Kristján Viðar var raunar fangi
á Litla-llrauni þegar hann var
færður í gæzluvarðhald i Síðu-
múlafangelsinu í Revkjavik.
-OV-