Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 4
Kvik myndir Stórbrotin mynd — og ódýr í framleiðslu Háskólabíó: Hleranir (The Conversation) ***** 112 mín., bandarísk, gerfl 1974, Technicolor, breifltjald. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Harry Caul er sérfræöingur á hleranir. Þaö er fátt sem hann getur ekki náð á segulband með þeirri tækni sem hann ræður yfir. Starfsbræður hans telja hann þeirra fremstan og bera mikla virðingu fyrir honum. Harry fær sérstaklega erfitt verkefni en það er að hlera samtal karls og konu sem eru sífellt á gangi á torgi innan um fjölda manns á þeim tíma þegar mestur hávaði er á torginu. Harry riær þó samtalinu og ætlar að skila upptökunni. Þá er maður sá sem hafði ráðið hann til starfsins ekki við og Harry neitar að afhenda öðrum segulböndin. En böndunum er stolið frá Harry og hann fer á stúfana og verður áheyrandi að válegum atburðum. Það fer ekki milli mála að Coppola er einn fremsti leik- stjóri Bandaríkjanna í dag. Ef einhver hefur verið f vafa eftir að hafa séð báða hluta Guðföð- urins þá þarf sá hinn sami ekki að efast eftir að hafa séð The Conversation. Myndin er frá- bærlega vel gerð hvernig sem á hana er litið. Hvort heldur er tæknilega, efnislega eða leik- lega. Coppola hefur með The Conversation gert mynd sem lengi verður minnzt sem eins af listaverkum kvikmyndanna. Það má segja að Coppola tefli fram persónu Harrys sem manninum sem vill eiga sitt einkalíf í friði. Munurinn er þó sá að Harry veit að það er hægt að hlera hann sjálfan og gerir ráðstafanir þar að lútandi. Það hefur verið ofarlega á baugi undanfarin ár í USA að njósnað er um fólk. Harry er einn af þeim sem njósna og hann vill alls ekki láta njósna um sig. En þessi einmana maður sem á erfitt með að lifa með samvisku sinni verður fyrir því að hann er hleraður. Persóna Harrys er ekki alltaf sjálfri sér samkvæm. ,,Eg er ekki haldinn neinni for- vitni” segir hann en samt fer hann og hlerar þegar samviska hans fer að kvelja hann og hann á von á þvi að einhver verði myrtur sökum hlerana Nyja bíó: Zardoz ★ ★ ★ ★ ★ 106 mín. brezk. DAGBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1976. Gene Hackman er frábær sem hlerarinn Harry Caul. Hér er samvizkan farin að kvelja hann og hann viil vita meira. hans. Það hafði komið fyrir áður og hann hafði flutt úr borginni eftir þá atburði. Hann hefur þrátt fyrir allt bæði til- finningar og samúð með náung- anum. gerfl 1974, Panavision, litirfrá DoLuxe. Leikstjóri: John Boorman. Árið 2293 hafa menn upp- götvað leyndardóm eilífs lífs og fáir útvaldir hafa lokað sig af í tilbúnum og tæknilegum heimi þar sem hver einstaklingur hefur sínu ákveðna hlutverki að gegna. Utan þessa tilbúna heims búa svokallaðir hrottar og þeim stjórna gereyðar. Zed er einn gereyðanna og hann kemst inn í tækniheiminn og setur þar allt á annan endann. Koma hans veldur því að íbúar tækniheimsins fá nú loksins að deyja. Ef maður skoðar myndir Boormans kemur í ljós að í þeim er ákveðið þróunarmynst- ur sem nær hápunkti í Zardoz. Hann hefur alltaf haft lífið og dauðann sem tvo andstæða póla sem hann hefur byggt myndir sínar kringum en einnig hefur hann oftast teflt fram siðmenn- ingu gegn hinu frumstæða. Eftir stórborgarofbeldið í Point blank sem sýnd var á sínum tima í Gamla bíó með Lee Marvin í aðalhlutverki og hinn dýrslega kvikindisskap í Deli- GÓD VÍSINDAKVIKMYND verance sem sýnd var í Austur- bæjarblói kemur Boorman með nýja vídd á áðurnefnd gildi. Hann er ekki að predika heldur sýna hvað skeður þegar ofbeldi hið frumstæða er sett fram á Zed í rannsókn. Verið er að skoða minni hans af þeim sem hafa hann í haldi. móti siðmenningu. Boorman heldur því fram að maðurinn sé allsendis ófær um að lifa sið- menntuðu lífi án þess að viður- kenna allskonar frumstæðar hvatir í okkur sjálfum. ,,Við viðurkennum aó fólk gæti breyzt sökum kynlífs til dæmis, en við þorum ekki að horfast í augu við þá staðreynd að við þurfum að tjá reiði okkar og verðum að fá útrás fyrir of- beldi.” Þetta skín að miklu leyti í gegn í myndinni og virðist á köflum sem Boorman sé að segja að það sé ekki hægt að hafa annað án þess að hafa hitt. Ef það er ekkert líf er enginn dauði og öfugt. Náttúran hefur alltaf spilað stærra og stærra hlutverk í myndum Boormans og er það greinilegt í Zardoz. Myndin er full af súrrealískum táknum fyrir náttúruna, t.d. speglarnir sem tákna vatn en allt líf byggir tilveru sína á því. Einnig uia benda á akurdyrkj- Sean Connery leikur Zed og Charlotte Rampling ieikur Consuellu, en hún er einna æðst í tækniþjóðféiaginu sem Zed setur á annan endann. una og fæðið sem etið er i myndinni. Zardoz er athyglis- verð og skemmtileg mynd og alveg sérstaklega vel leikin og g_óð að allri gerð. Dönsk sprenging Stjörnubíó: Per ★★★★ 103 mín., dönsk, gerfl 1 974, litir, breifltjald. Loikstjori: Hans Kristensen. Per er hálfgerður róni og lifir á betli. Ilann er fenginn til að kveikja í verksmiðju svo að eigandinn geti forðað sér fra gjaldþroti með tryggingarfénu. Það mistekst og Per er af slysni nærri búinn að drepa nætur- vörð. Hann fer til forstjórans og heimtar að hann komi sér úr landi og vill fá frúna sem gísl meðan hann bíður eftir fari. Forstjórinn lætur þetta eftir honum og Per og frúin verða ástfangin. Að lokum setur for- stjórinn honum úrslitakosti. Hann verði að sprengja fabrikkuna í loft upp svo að hann geti fengiö peninga og frúna. En þá klikkar frúin. Það er orðið æði langt síðan ég hef séð eins góða danska kvikmynd og Per er. Vana- lega hafa danskar myndir verið ótindar klámmyndir sem hafa ekki haft neitl gildi. Því er öðruvísi farið með Per því þar er verið að bera saman tvo þjóð- félagshópa, þ.e. lágstétt og yfir- stétt, og er Per persönugerving- ur lágstéttarinnar og forstjóra- hjónin persónugervingar yfir- v__— Per er leikinn af Ole Ernst og má telja víst að þar sé kominn nýr og hæfileikamikill danskur leikari. Þau eiga góöar stundir saman Per og frú Lorenzen þar sem þau dvelja í sumarhúsinu i Svíþjóö. stéttarinnar. Og þó er frúin sér- staklega athyglisverð. Henni er telft fram sem boðskap myndarinnar og hún er látin segja við Per: „Glæpir borga sig ekki." En svo þegar hún þarf á því að halda að glæpur- inn sé framinn til þess að hún gæti haft það gott þá skiptir hún um skoðun. Og inn á þetta spilar maðurinn hennar. Hann veit að hún fer ekki að hlaupa frá peningum og hinu ljúfa lífi til að taka saman við menntunarsnauðan vesaling sem á ekki bót fyrir rassinn á sér. Og aumingja Per er svikinn bæði í fjármálum og ástum. Myndin er mjög vel leikin og á Ole Ernst lof skilið fyrir frammistöðu sína sem Per. Maður fær fljótt samúð með þessunt unga róna sem í vandræðum sínum verður að reiða sig á hjálp frá fólki sem vill í rauninni ekkert með hann hafa nema til að vinna fyrir sig skitverkin. Og samviskubitið út af slysinu með næturvörðinn kvelur hann stöðugt . Aðrir Ieikendur standa sig einnig með prýði og er ekkert út á leikinn að setja. Myndin er spennandi. skemmtileg, kynæs- andi og gamansöm. Atriði úr kvikmyndinni, en hún hlaut alþjóðleg verðlaun i Feneyjum 1947. Draumar sem kaupa má í kvöld kl. 9 er efnt til kvik- myndasýningar i bókasafni Menningarstofnunar Banda- rikjanna. Sýnd verður hin fræga surrealiska kvikm.vnd „Dreams that money can buy” eftir Hans Richter, heimsþekktan listamann. Mynd þessi var gerð árið 1944 í samvinnu við marga fræga lista- menn. þar á meðal Max Ernst, Marcel Duchamp, Man Ray, Fern- and Leger og Alexander Calder. Kvikmyndasýningin er í tengslum við sýningu á verkum Hans Richters, sem stendur yfir hjá Menningarstofnuninni, Nes- haga 16, til 23. april.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.