Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						Kaupfélag Hafnfirðinga í vandrœðum:
SELDIVERZLUN LANGT
UNDIR EÐLILEGU VERÐI
— til þess að bjarga rekstri annarra búða
,,Viö höfðum auglýst eignina
tvisvar, en enginn virtist hafa
áhuga, svo við urðum að taka
þessu tilboði," sagði Hörður
Zophaníasson       formaður
stjórnar Kaupfélags Hafn-
firðinga um sölu þess á kaup-
félagsverzluninni vió Smára-
hvamm 2 þar i bæ. „Söluverðið
er 18 milljónir og ég held ég
megi segja, að útborganir hafi
verið f jórar."
Sagði Hörður, að þetta hafi
verið gert til þess að fá fé til
reksturs annarra verzlana
Kaupfélagsins, en að sögn hafði
reksturinn þarna gengið illa.
Þetta er eina matvöruverzlunin
í mannmörgu hverfi og óttast
íbúar þess nú, að verzlunin
kunni að leggjast af í fram-
tíðinni.
Samkvæmt brunabótamati er
húsið að Smárahvammi 2 virt á
26 milljónir og 133 þúsund og
með því fylgir 1095 * fm.
eignarlóð. Sjálft er húsið 1350
rúmmetrar að stærð og að sögn
kunnugra er hér um allt að 40
milljón króna eign að ræða.
Bæjarfélagið afsalaði sér for-
kaupsrétti að húsinu.
„Það var gert vegna þess, að
hér er um fullskipulagt hverfi
að ræða og húsið er einungis
ætíað til verzlunarreksturs,"
sagði Arni Gunnlaugsson
bæjarráðsmaður í viðtali við
Dagblaðið. „Við fengum kaup-
andann til viðtals og höfum
ekki ástæðu til að ætla annað,
en að þar verði haldið áfram
verzlunarrekstri."
Kaupandinn er skráður
Birgir Karlsson flugþjónn, en
til hans náðist ekki, þar eð
hann er erlendis.
AST./^-HP.
Hugðist
klífa vegg
Kona, sem virðist hafa
komizt í kynni við Bakkus,
reyndi i gær að komast yfir
allháan vegg. Þetta var við
bensínstöð Skeljungs í
Hraunbæ. Ekki tókst þó kon-
unni að klífa hið þverhnípta
„bjarg" og féll hún til
jarðar. Sneri hún sig á ökkla
og hlaut einhverjar skrám-
ur.
— BA
Einn af f ðstu kúnnunum
Skúrræfill þessi, sem hvorki
hélt vatni né vindi skemmdist
nokkuð af eldi og reyk í gær.
Slökkviliðið kom strax á stað-
inn. Einn úr liðinu reynir hér
að rífa einhvern ókunnan hlut
úr risi kofans en hann stendur
við B-götu í Blesugróf.
Kofinn hefur annars
verið eitt af stóru verkefnunum
hjá slökkviliðinu að undan-
förnu. Þangað hefur liðið verið
kvatt í sífellu og virðist sem
einhverjir hafi lagt það í vana
sinn að leggja eld að honum. BA
Bílveltavið
Staurabeygjuna
Reykjavíkurbíll valt á.
Vaðlaheiði í gær. Þetta
gerðist við svokallaða
Staurabeygju um hádegis-
bil. Ökumaður slapp
ómeiddur. Lögreglan telur
að orsök veltunnar hafi
verið ókunnugleiki, en veg-
urinn er ákaflega krókóttur.
— BA
frjálst, áháð dagblað
FIMMTUDÁGUR29. JULI 1976.
60
•  III
varðhakJ
— margbrotíð
syndaregistur
Sextíu daga varðhaldsúr-
skurður var nýlega kveðinn upp í
Sakadómi Reykjavíkur yfir 37
ára gömlum manni. Syndalisti
hans er langur og margvíslegur
og rannsókn á brotum mannsins
fyrr og síðar er aðeins á byrjunar-
stigi. Kennir þar margra grasa,
ávísanafals, innbrot, stuldur bif-
reiðar og fjölbreytileg umferðar-
lagabrot.
Varðhaldsúrskurðurinn var
kveðinn upp 18. júlí sl„ en þá var
maðurinn handtekinn nokkru
eftir að hafa ekið brott af slys-
stað.
Þá kom í ljós að hann hafði
stolið fólksbifreið á bifreiðaverk-
stæði í Hafnarfirði. Ók hann til
Reykjavikur og leið hans lá niður
eða norður Barónsstíg. Á-mótum
Hverfisgötu ók hann á strætis-
vagn og skemmdist bíll þjófsins
allmikið. Þó voru skemmdirnar
ekki meiri en svo, að hann gat
ekið bílnum af slýsstað.
En einhver á' staðnum bar
kennsl á manninn og handtók lög-
reglan hann nokkru síðar á stolna
bílnum.
Afbrotalistinn var þá orðinn
svo langur að ástæða þótti til að
grípa í taumana og stöðva mann-
inn í frekari ,,afreks"verkum og
var varðhaldsúrskurðurinn, 60
dagar, uppkveðinn'.
Grunur lék á að maðurinn hafi
verið undir áhrifum lyfja þegar
hannlenti á strætisvagninum ó'g
sami grunur er varðandi fleiri
umferðarlagabrot hans. Hefur
hann reynzt hið mesta vandræða-
barn f umferðinni.
Maðurinn hefur frá unga aldri
haft ólæknandi bíladellu, keypt
• ótal bíla „á víxlum" og selt aftur.
Hrakfallasaga hans við akstur
mun þó vera í enn fleiri kapit-
lum. Auk þess hefur hann á sam-
vizkunni ávísanafals og innbrot.
— ASt.
Jeppi f erðaf ólksins
hvarf í Jðkulgilskvísl
Erfiðar og dýrar björgunartilraunir enn árangurslausar
Willysjeppabifreið,,- tuttugu
ára gömul, hefur nú legið þjj'jár
vikur á kafi í Jökulgilskvísl á
Landmannaleið. Miklar ~-eg"
kostnaðarsamar björgunartil-
raunir hafa verið gerðar án
árangurs. Bifreiðin, þójt gömul
sé; var i go^u lagi þá er hún
lenti i ánni, on talið er að
kostnaður við björgunartil-
raunir sé nú að nálgast verð
sjálfrar bifreiðarinnar.
Halldðr Júliusson verksljóri
i Sigóldu tjáði blaðinu að bíll-
inn hefði lenl i ánni fyrir
hreina slysni. Ain er brúuð, en
ökumaður jeppans ætlaði samt
að gera tilraun til að aka yfir
ána nokkuð frá brúnni. Billinn
fór á kaf í ána en farþegar og
ókumaður björguðust.
Fyrsta björgunartilraunin
var í því fólgin að fá traktors-
gröfu frá Sigöldu á staðinn.
Grafan náði. í höggdeyfi
jeppans og kom upp úr ánni
með hann og einhvern hluta
grindarinnar. Meiru fékk hún
ekki áorkað.
Siðan hafa menn komið að
sunnan á Woapon-bifroið scm
búin er svokallaðri hostaskóflu.
Fannst jeppinn ekki í fyrstu
þegar gera átti aðra björgunar-
tilraun. Á mánudag var þriðja
lilraun gerð og fannst þá bíil-
inn í ánni. Var þá hafin vinna
við að grafa hann lausan af
árbotninum í þeirri von að ná
mapiti bifreiðinni upp úr ánni.
Ökumaður jeppans og far-
þegar bans voru á ferðalagi.um
Ífálcndið er óhappið varð. Mik-
ill ferðamannastraumur er um
hálendið og fara flestir hjá Sig-
öldu að sögn Halldórs.
— ASt.
Borgarlœknir um hreinlœtí matvœlaiðnaðarins:
Ástandið f er
hœgt batnandi
— fyrirtœki tótin kasta jafnvel tonnum af matvœlum
„Ástandið í hreinlætis
málum matvælaiðnaðarins fer
hægt batnandi, þegar litið er
frá ári til árs, en er þó ekki
orðið nógu gott," sagði Skúli
Johnsen borgarlæknir í viðtali
við DB í gær, en tilefni viðtals-
ins við hann var að blaðið
fregnaði að fyrir stuttu hafi
verið tekið sýni af tiltekinni
matvöru og hafi í því fundizt
mikið magn af svonefndum E
eolierlum eða saurgerlum.
Um það sagði hann að þessir
gerlar gætu verið tvennskonar
og þyrftu því ekki alltaf að vera
hættulegir.
Hann sagði að ítrekað væru
tekin léleg sýni hjá vissum
fyrirtækjum, jafnvel stórum
fyrirtækjum. Þau þyrftu ekki
endilega að vera ðneyzluhæf
þótt þau va>ru léleg. en hvað
eftir annað kæmi fyrir að
fyrirtæki væru látin henda
magni af matvöru, jaf nvel fleiri
tonnum, og látin þrifa vel upp
kjötvinnsluaðstöðu »ina. Sagði
hann áberaiuii samhengi milli
lélegrar aðstöðu og lélegra
syna.               — G.S.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24