Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 1
2. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1976 — 174. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 * ' Vaxandi goslíkur við Kröf lu og fyrirvari hugsan- lega aðeins 20 mínútur; Almannavarnir efla viðbúnað á staðnum — Kröflunefnd heldur ófram að flytja verðmœti fyrir hundruð milljóna ó staðinn N Nú er orðið svo grunnt á hraunkvikunni undir dalverp- inu þar sem Kröfluvirkjun stendur að með því að fylgjast stöðugt með jarðskjálftamæl- unum væri hægt að sjá fyrir eldgos með aðeins um 20 mín- útna fyrirvara, eða hugsanlega örlítið meiri að því er blaðið hefur eftir áreiðanlegum heim- ildum, og fara likur á gosi enn vaxandi. Miðað við ástandið nú er Kröfluvirkjun í mjög yfirvof- andi hættu, en þrátt fyrir það V hefur undanfarna daga verið unnið af fullum krafti við að flytja síðari vélasamstæðuna og alla fylgihluti hennar frá Húsa- vík og að Kröflu, þar sem henni hefur verið komið í geymslu, enda á skv. áætlun ekki að setja hana upp strax. Verðmæti hennar eru upp á hundruð milljóna króna. Blaðið náði í gær tali af Guðjóni Petersen, fulltrúa Al- mannavarna ríkisins, en hann hefur verið við Mývatn undan- farna daga. Sagði hann að í ljósi þróunar síðustu þrjá mánuðina væri nú verið að tryggja allan búnað á svæðinu með tilliti til hugsanlegs eldgoss. í dag á að auka vakt og allt eftirlit og verið er að tryggja viðvörunar- kerfi. Þá er verið að ganga tryggilega þannig frá að ef til eldgoss kæmi, sé unnt að flytja fólk fljótt og greiðlega frá hættusvæðum. Einn liður i viðbúnaðinum er fundur með starfsmönnum Kröflu í kvöld, þar sem allar HEIÐURSHJON, SEM EIGA SKILIÐ BETRA VEÐUR horfur á að þau komist.i al- mennilegan giingutúr hér í Reykjavík í dag. Veðurstofan spáir suðvestan kalda og skúrum um Suður- og Vestur- land. Fyrir norðan og austan er gert ráð fyrir bjartviðri. Þessi heiðurshjón munu sjálf- sagt vera orðin jafnþreytt á rigningunni og aðrir lands- menn. En því miður eru litlar ráðstafanir verða kynntar ýtar- lega. Guðjón sagði að í ljósi þessa ótrygga ástands að und- anförnu hafi Almannavarna- nefnd Mývatnsveitar farið fram á við ríkið að reistur verði varnargarður gegn hrauni og hann miðaður við að verja byggðina, en það er byggð um 250 manna. Ráðuneyti hefur at- hugað málið 'og sent það við- lagatryggingu, sem bíður nú eftir kostnaðaráætlunum. Verkfræðingar frá Vega- gerðinni eru væntanlegir til Mývatns í dag til að vinna að kostnaðaráætluninni. Guðjón sagði að að öðru leyti gengi allt sinn vanagang á svæðinu, enda teldu jarð- fræðingar að þessi þróun kynni að stöðvast. Annars vísaði hann eindregið til jarðfræðinga til fyrirsvars um þau atriði. Blaðinu tókst ekki í gærkvöld né í morgun að ná tali af Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi sem nú er þar nyrðra og fylgist með ástandinu. -------------- \ Hollendingar vilja sjó Brekkukotsannól á íslenzku? — baksíða „Eyjahafið Það er hart er ekki barizt á grískt Akureyri í stöðuvatn" 5. flokki - sjá erl. fréttir bls. 6-7 — sjá iþróttir í opnu Byggingameistarar og verktakar skattakóngar — kaupf élagið á Höf n hœst fyrirtœkjanna „Skattskráin fyrir Austurlands- umdæmi kemur út í dag,“ sagði Páll Halldórsson, skattstjóri, í viðtali við Dagblaðið í morgun. Að sögn Páls ber Kaupfélag Austur-Skaftfellinga á Höfn t Hornafirði hæst gjöld þeirra, sem á er lagt í umdæminu, samtals kr. 10.361.800,00. sem eins og hjá öðrum fyrirtækjum eru aðallega aðstöðugjöld. Næst kemur Síldar\ innslan í Neskaupstað með kr. 5.263.400,00. Kaupfél. Frarn í Neskaupstað greiðir kr. 3.862.200.00. Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum greiðir kr. 2.922.200.00, en Dráttar- brautin í Neskaupstað kr. 1.872.800,00. Gjaldhæstir einstaklingar í Austurlandsumdæmi eru: Guðmundur Jónsson, húsasmíða- meistari, Höfn, Hornafirði, kr. 3.147.386,00. Guðjón Sveinsson, verktaki, Egilsstöðum, kr. 3.088.000,00. Hjálmar Ólafsson, bygginga- meistari, Neskaupstað, kr. 2.873.963,00. Hæst útsvör samanlagt eru lögð á einstaklinga í Neskaupstað, kr. 85 milljónir. Einstaklingar á Höfn í Hornafirði greiða samtals um 63 milljónir. Nirðurstöður heildar- álagningar í Austurlandsumdæmi lágu enn ekki fyrir, þegar blaðið hafði samband við Pál Halldórs- son skattstjóra. -B.S. ......... Bloðoð í skatfaskrám — bls. 9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.