Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 1
 dagblað RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 Geirfmnsmálið: ÁVÍSANAKÖNNUN SEDLABANKANS BEINIST AÐ VIÐSKIPTATENGSLUM ATHAFNAMANNA Ávísanakönnunin, sem Seölabanki íslands var fenginn til að gera aö beiðni Arnars Höskuldssonar sakadómara, í beinu framhaldi af rannsókn Geirfinnsmálsins, beinist ekki einungis aö því aö upplýsa ólög- lega fjármunamyndun, heldur að viðskiptalegum tengslum ákveðinna manna í Reykjavík og á Suðurnesjum. Örn Höskuldsson staðfesti í viðtali við Dagblaðió 2. júlí sl., að fyrst og fremst væri um að ræða „gagnaöflun, ekki rannsókn.“ Örn vildi á þeim tima ekki svara spurningu DB um hvort einhverjir þeirra manna, sem setið hafa í gæzluvarðhaldi vegna Geir- finnsmálsins, ættu hlut að þessu ávísanamáli. Nöfn ákveðinna athafna- og fjármálamanna í Reykjavík og á Suðurnesjum hafa verið nefnd í niðurstöðum þessarar gagnaöflunar. Engar upplýsingar berast nú frá sakadómi um gang rannsóknar og fást nú ekki önnur svör í sakadómi en „spurðu vindinn“. .Halldór Þorbjörnsson, yfir- sakadómari, sagði í spjalli við DB fyrir nokkrum dögum, að þetta svar væri ekki stefna. „Þetta var dálitið spémál hérna innanhúss," sagði Halldór. Yfirsakadómari kvað blaðamenn verða að skilja, að ekki væri hægt að reka dóms- rannsóknir í fjölmiðlum, „Upplýsingar í einstökum málum verða veittar þegar þær liggja fyrir," sagði hann. „Hvenær það verður veit ég ekki, enda í höndum dómara. Hann svarar fyrir það.“ Og Karl Schiitz liefur átt fundi með Kristjáni Péturssyni og Hauki Guðmundssyni, sem önnuðust frumrannsókn þessa ógnvekjandi máls. -BS/ÓV. V Þöúiner Aðalega útlendingar vtiest • • • • sem klœðast regnkópum Eru regnkápur eitthvert útlent fyrirbrigði? Sú spurning vaknar óhjákvæmilega þegar gengið er um götur borgarinnar þessarigningardaga.Eina fólkið sem klæðist reglulegum rígningarflíkum eru útlendingar. Má með sanni segja að nú fari þeir að þekkjast á fleiru en lopapeysunum, sem þeir flestir kaupa um leið og komið er til Isalandsins. -(DB-mynd Bjarnl.). Torkennilegir dollaraseðlar boðnir í Reykjavík: VORU FALSAÐIR í JAPAN Á STRÍDSÁRUNUM ✓ \ — rannsóknarlögreglan leitar að manninum, sem lét seðilinn af hendi við kaupmann Maður nokkur kom i verzlun hér í Reykjavík fyrir skömmu og spurði afgreiðslufólkið hvort það tæki á móti greiðslu í dollurum og sagðist fólkið gera það. Greiddi hann það sem upp var sett með dollurum og fór. Eftir á fór einhver í verzluninni að kanna seðlana nánar og fannst dollararnir eitthvað torkennilegir og hafði samband við Seðlabankann. I bókum bankans frá Inter- pol kom í ljós að hér var um að ræða dollaraseðla. prentaða i Japan í síðari heimsstyrj- öldinni, sem fóru aldrei í umferð og hlutu aldrei viður- kenningu sem gjaldmiðill. \ Seðlar þessir eru m.a. auð- þekkjanlegir frá venjulegum dollurum á því að með smáu letri er skráð á ensku að japanska ríkisstjórnin ábyrgist að seðillinn sé upphæðarinnar virði. Þá eru ekki eiginhandar- áritanir á þeim. Ekki er vitað til að svona seðlar hafi skotið upp kollinum hér oft og ekki er Seðla- bankanum kunnugt um nema eitt tilvik. Eftir því sem blaðið kemst næst hefur ekki náðst til mannsins sem borgaði með þessum seðlum og er því ekki vitað hvort um eitthvert n\agn kann að vera að ræða. -G.S. t < Ungur íslenzkur lœknir fórst á Spáni — tveir samf erða- menn hans liggja á sjúkrahúsi Ungur læknir, Jón Örvar Geirsson, lézt í bílslysi á Spáni í fyrradag. Jón Örvar var á leiðinni til Valencia í bílaleigubíl ásamt þremur öðrum ts- lendingum, er þeir lentu undir vörubílspalli með þeim afleiðingum að hann lézt, en hinir slösuðust.Tveir þeirra liggja nú á sjúkrahúsi, annar alvarlega slasaður. Hinn ungi læknir sem lézt, hafði nýlega lokið kandidatsnámi frá Sjúkra- húsi Akurevrar. Hann var ókvæntur. en lætur eftir sig foreldra og systur á lífi. -JB. „Líkur til, að spari- merkjamólið verði svœft," segir einn stjórnarmanna Húsnœðismólastofn- unar — étið af skyldu- sparnaði 25.600 unglinga, sem lenda ílœgstu launaflokkum þjóðfélagsins — vaxta- og vísitölulausir biðreikningar í notkun — sjó frétt ó bls. 5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.