Dagblaðið - 17.08.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 17.08.1976, Blaðsíða 1
fijálst, úháu datfblað RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SlMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 2. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1976 — 180. tbl. Gjaldeyríssjóður Útsýnar: Seðlabankinn þarf skýringar „Við höfum ekki séð gjaldeyrinn sem stolið var frá Útsýn og nú hefur verið skilað aftur. Rannsóknarlögregluyfir- völd hafa ekkert samband haft við okkur varðandi málið og það er sjálfsagt ekkert óeðlilegt við það“ sagði Sigurður Jóhannesson hjá gjaldeyris- eftirliti Seðlabankans I viðtali við DB. „Reglur kveða á um, að gjaldeyri skuli skilað án verulegs dráttar. Við höfum óskað eftir skýringu á tilvist þessara peninga og munum kanna hvort um óeðlilegan drátt á skilum þeirra sé að ræða,“ sagði Sigurður, „og fyrst peningarnir eru komnir fram, þá kemur það af sjálfu sér að ieitað verður skýringar á þessum málum. Meðan rannsókn málsins stendur yfir þá eru peningarnir sönnunargagn. Af þeim sökum má teljast eðlilegt að ekkert samband hafi enn verið við okkur haft varðandi peningana". Sigurður bætti því við að viðræður hefðu farið fram milli fngólfs Guðbrandssonar forstjóra og Seðlabankans. En þeim væri ekki lokið. -ASt. Skammbyssan, skattalðgin og verðbólgan — sjó kjalloragrein Arons Guðbrandssonar bls. 11 • Enn heitt íkolunum í Húnaþingi: Jarðýta Undirfellsbóndans notuð sem vopn í baróttunni — bls. 9 Reykjavíkurtrillurnar: ALLT AÐ 70 ÞÚS. KR.AFLA- VERÐMÆTIEFTIRSÓLARHRING Það eru fleiri en Reykjavík I gær. leggja einkum net og eru þá á Vestfjarðatogararnir, sem Að sögn Björgvins í eftir ýsu, en.smærri trillurnar gera það gott þessa dagana þvi Sæbjörgu er ekki óalgengt að stunda.'‘frekar handfæri, sem trillukarlar frá Reykjavík hafa stærri trillurnar komi með upp gefa frekar þorsk. fengið talsverðan fisk í undir tonn eftir sólarhringinn, _u.S. Bugtinni að undanförnu og er en það aflamagn skilar út- /• myndin hér af einum við að gerðinni um 70 þúsund landa drjúgum afla í krónum. Stærri trillurnar DB—mynd Sveinn Þorm. T% I ÞAK A UTFLUTNINGSUPPBÆTUR IATHUGUN — komnar f ram úr óœtlun ó f jórlögum Ríkisstjórnin hefur í athugun að setja þak á út- flutningsuppbætur á land- búnaðarafurðir. Er helzt í ráði, að framvegis verði ekki greitt nema 50 prósent af verði en til þessa hefur tíðkazt að greiða það, sem á vantaði milli þess verðs, sem fæst á erlendum markaði, og hins innlenda verðs. Það takmark hefur verið á útflutningsuppbótum, að þær mættu ekki verða meiri en sem nemur tíu af hundraði af verðmæti landbúnaðarfram- leiðslunnar I landinu. Agrlar Guðnason ráðunautur sagði í morgun, að „þakið“ mundi ekki hafa mikil áhrif í ár, ef til þess kæmi, en hins vegar hafa veruleg áhrif í fram- tíðinni. Hann sagði, að útflutningsuppbætur hefðu nú farið fram úr því, sem fjárlög hefðu áætlað til þeirra, en það hefði gerzt oft áður. Ríkis- stjórnin hefði í fyrstu gefið f skyn, að „greitt yrði það, sem á vantaði," þar sem upphæðin á fjáriögum hefði verið lægri en nemur 10% af framleiðslunni. Agnar sagði að búið væri að flytja út allt dilkakjöt, sem flutt yrði út í ár. Nautakjöt yrði ekki flutt út. Sáralltið væri flutt út af ostum. Útflutningur á búvörum yrði mjög lítill það, sem eftir væri ársins. —HH Sigurbjörn í Klúbbnum sleppur ekki við skatta Skattskrá fyrir Suður- landsumdæmi var lögð fram í morgun. Heildargjöld í um- dæminu eru 1.441.133.845 og eru gjaldendurnir 7042 ein- staklingar og 447 félög. Útsvör í 15 hreppsfélögum umdæmisins eru 400.342.000 og tekjuskatturinn sem lagður er bæði á einstak- linga og félög er 620.515.200 kr. Ekki hafði unmzi timi til að finna hæstu skattgreið- endur í umdæminu þegar DB hafði samband við skatt- stjórann á Hellu í morgun, en hann sagði okkur hvað Sigurbjörn Eiríksson, hinn umsvifamikli athafnamaður á Stóra-Hofi, greiðir í opin- ber gjöld. Hann greiðir 335.835 í tekjuskatt, 527.654 í eigna- skatt og 855.700 í útsvar. —A.Bj. Sex tíma barótta við harðnandi steypu 25 tonna steypubíll valt Steypubíli, fullhlaðinn steypu, valt út af Álftanes- vegi á móts við Eyvindar- staði rétt fyrir klukkan 9 í' gærkvöld. Var bíllinn illa fastur og horfði til vand- ræða, því steypa vill harðna fljótt. Fengnir voru tveir öflugir kranar á slysstaöinn og upp- hófst síðan mikil barátta við að ná bílnum upp. Tók sú barátta sex klukkustundir og lauk því ekki fyrr en á fjórða tímanum í morgun. Mátti vart tæpara standa, því þó reynt hefði verið að halda steypunni blautri var erfitt að ná henni úr kúl- unni, þegar bíllinn náðist upp. — ASt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.