Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						I> \GHI..\t)H). I-'OSTl'DACl'K 20. A(i€:ST 1976.
Hverjir vildu bera óbyrgð
á slysi við
Gullf oss?
Stórhœttuleg slysagildra
liggur niður að f ossinum
Ö. Á. skrifar:
Margir sem leið hafa átt að
Gullfoss og nágrenni hafa
eflaust furðað sig á þeirri slysa-
gildru sem þar er. Á ég þar við
troðninginn sem liggur út að
fossinum. Algengt er að fólk
leggi leið sína eftir honum út að
Gullfossi og blöskrar mörgum
að sjá lítil börn hlaupa þarna
um eftirlitslaus, eins og
stundum hefur verið. Mikil
slysagildra er falin í þessum
troðningi, þar sem úði frá
fossinum leggst yfir grasið og
verður þarna þvi flughált. Er
ekki að sökum að spyrja — ef
einhver rennur þarna niður eða
verður fótaskortur, að sá hinn
sami mun líklega ekki eiga
afturkvæmt.
Hvernig væri nú að setja
þarna. upp öryggishandrið og
annan útbúnað sem gerði fólki
auðveldaraað ganga niður að
þessu merka náttúrufyrirbæri
og vinsæla ferðamannastað.
Þeir væru sjálfsagt fáir sem
vildu svara til saka ef slys yrði
á sta'ðnum, svo bezt væri að
byrgja brunninn áður en barn-
ið dettur ofan í.
Gullfoss er mjög eftirsóttur og vinsæll ferðamannastaður bæði
meðal innlendra og erlendra, og væri sorglegt ef þar yrði dauðaslys
vegna skorts á öryggisbúnaði.
FORUGAR VATNSGUSUR
— gosbrunnurinn íTjörninni á slœmum stað
í roki ganga gusurnar yfir Tjarnarbrúna.
Rannveig Þórðardóttir
skrifar:
Nýlega var settur gos-
brunnur í minni Tjörnina I
Reykjavík eins og flestir hafa
annað hvort orðið varir við eða
lesið um. Ég átti leið yfir
Tjarnarbrúna nýlega. Hvasst
var og þegar ég fór að nálgast
gosbrunninn og_ var næstum
komin yfir brúna, varð ég vör
við að yfir mig gengu fúlar
brúnleitar vatnsgusur. Alla
leiðina inn undir Bjarkargötu
skvettist forarleðjan upp úr
Tjörninni yfir mig og
óhreinkaði fötin min. Það er
auðvitað gaman að haf a
' gosbrunn, en þessi er heldur
nálægt götunni og gagnstígun-
um í kring. Einnig var hann
heldur ófrýnilegur í rokinu
og ég arkaði áfram renn-
blaut, þó að þurrt væri í
veðri. Það var skemmtilegt
að ganga þessa leið yfir
Tjarnarbrúna, en það er
öðru nær að það sé það
lengur ef hvasst er. Tjörnin er
óhrein og.< gruggug og það er
ekki gaman að fá for yfir föun
sín. Gosbrunnurinn er því
óþarfur að mínu áliti a.m.k. á
þessum stað.
Sof andi þjóð
— mál að fara að vakna af deyfðar-
svefninum
Bíleigandi hringdi:
Ein bensínhækkunin enn að
skella yfir, eða hvað? Það er
eins og ráðamenn hérlendis séu
að stefna að þvi að ganga af
okkur dauðum! Ætli þeir séu að
stefna að því að fækka
einkabílum hér á landi? Þeir
stefna áreiðanlega að sama
kerfi og er í Sovétríkjunum!
Hvernig er þetta annars með
þann félagsskap sem nefnir sig
Félag íslenzkra bifreiða-
eigenda, hefur hann lognazt
alveg útaf? Ekki er að sjá að
félagið sé dautt þegar haldnar
eru rally-keppnir alls konar. Þá
er uppi fótur og fit og þetta
félag er þá ekki sofandi. Mér
finnst nú að þessi félagsskapur
ætti að berjast fyrir hagsmun-
um bifreiðaeigenda og láta
sportið koma næst.
Annars er þetta alveg
stórmerkilegt með okkur
íslendinga hvað við látum vel
að stjórn. Við erum eins og þæg
lömb. Tökum öllu með
jafnaðargeði, verðhækkunum
jafnt og öðru. Það er- ráðskazt
með okkur eins og hver önnur
'smábörn. Við skulum nú reyna
að taka okkur á og vera ekki
FÍB  ætti  að vera i fararbroddi
bíleigenda. DB-mynd Ragnar Th.
þessir aumingjar. Annars
höfum við engin áhrif á gang
mála í þessu landi okkar.
Tökum    höndum    saman    og
í baráttunni  fyrir hagsmunum
gerum -eitthvað gegn þessum
hækkunum. Þar ætti FlB að
vera í fararbroddi, þetta er jú
hagsmunaféla;: bíleigenda.
dagsins
Ætíarðu
á útsölu?
Pétur Sörlason: — Nei, það er
mjög sjaidan sem ég hef gert það.
Þegar ég hef litið á þær hef ég
aldrei fengið neitt. Það er venju-
lega búð að selja það bezta úr.
lndriði Þorkelsson, vinnur í bygg-
ingavinnu: — Nei, ég fer aldrei á
útsölur vegna þess að ég er alltaf
svo blankur.
Bjork Sigurðardóttir kennari: —
Já, ég kaupi oft á krakkana á
útsölunum, það er ýmislegt hægt
að finna sem góð kaup eru í.
Guðriður Baldursdóttir nemi: —
Já, ég fer einstöku sinnum á út-
sölurnar í tizkuverzlunum, þar er
hægt að gera ágætis kaup ef
maður kemur nógu snemma.
ínga Valdemarsdóttir hjúkr-
unarnemi: — Nei, það geri ég
mjög sjaldan. Eg veit ekki hvort
það borgar sig nokkuð, það eru
oft verri vörur á útsölunum.
Björn Sigurbjörnsson loftskeyta-
maður: — Nei. ég held ég sleppi
því alveg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24