Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						BIAÐIÐ
frjálst, úháð dagblað
L'liít'fanUi Dayhlaóirt hí.
Framkvænxtfastióri: Sveinn R. Eyjólfsson, Riistjóri: Jónas Kristjánsson.
Krétlasljóri: .JOn  Birgir Pétursson.  Ritsljornarfulltrúi:  Haukur Helfcason. Aðstoðarfrétta-
stjóri: Alli Stoinarsson. íþróttir: Hallur Sinionarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit
Ás^rimur Pálsson.
rilaðamenn: Anna B.jarnason. Ás«eir Tómasson. Berylind Asyt'iisdóttir. Bra«i Sii>iirðsson.
Krna V. Iniíólfsdöttir. (iissur Sijíurðsson, Hallur Hallsson. Hetííí Pétursson. Jóhanna Birgis-
dóttir. Katrín Pálsdöttir. Kristín I.ýðsdóttir. Ólaf'ur .lónshon. Öinar Valdimarsson. Ljósmyndir
'Árni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur B.jarnlt'ifsson. Björ^vin Pátsson. Ra^nar Th. SiKUi'^son
(i.jaldkerr I>rauin Þorleifsson. Di'.MfinLiarstjóri: Már É.M. Halldórsson.
ÁskriftarLijald 1000 kr. á mánuðí innanlands. 1 lausasolu 30 kr. eintakið.
Rilstjórn Síðumúla 12, sínii H:í:í22. auiílýsinjjar, áskriftir pk afL>reiðsla Þverholti 2, sími 27022.
Kclninu ttu. umbrot: DaL;blaðið hf. bji Steindórsprent hf.. Armúla 5.
Mynda-oL; plöumerrt: Hilmir hf.. Síðumúla 12. Prentun: Arvakur hf.. Skeifunni 19.
Vanstilling íSakadómi
Matargestir    f    mötuneyti
Áfengisverzlunarihnar,     Saka-
dóms, Bifeiðaeftirlitsins og fleiri
ríkisfyrirtækja uröu nokkuð hissa
í hádeginu í fyrradag, þegar full-
trúi Sakadóms réðst að ljós-
myndara Dagblaðsins og færði
hann- á brott með valdi. Var
honum gefið að sök að haf a tekið mynd af þýzka
rannsóknarlögreglumanninum Schiitz.
Sakadómsmenn létu ekki við þetta sitja. Þeir
tóku myndavél ljósmyndarans af honum með
valdi og tóku út filmuna. Jafnframt tóku þeir
af honum aðrar filmur, sem þeir þó skiluðu
síðar, e'r þeir höfðu framkallað þær. Kröfum
ljósmyndarans um að fá að kalla til lögfræðing
sinntu þeir í engu.
Meðan sakadómsmenn voru að þessu, beið
blaðamaður Dagblaðsins úti á gangi og heyrði
vanstilltar upphrópanir þeirra. Var blaða-
maðurinn líka tekinn fastur og færður í
geymslu í öðru herbergi. Þrátt fyrir ítrekaðar
óskir fékk hann ekki heldur að hafa samband
við umheiminn. Var honum haldið þarna lengi,
mun tengur en ljósmyndaranum.
Athyglisvert er, að hvorugur starfsmaður
Dagblaðsins var látinn gefa neina lögreglu-
skýrslu. Lögfræðingur þeirra hefur nú krafizt
skýringa yfirsakadómara á þessu framferði
starfsmanna hans. Benda líkur til, að hann
muni síðan skrifa saksóknara ríkisins og biðja
um sakadómsrannsókn á þessu upphlaupi
starfsmanna Sakadóms.
Sakadómsmenn munu telja, að ljósmyndar-
anum hafi verið óheimilt að taka mynd af
Schútz á þessum stað, þar sem ekki hafi verið
um opinberan stað að ræða. Sú forsenda gildir
ekki gagnvart blaðamanninum, sem hvergi
kom nálægt málinu að öðru leyti en því að elta
sakadómsmenn inn á gang embættisins, sem
ekki er lokaður almenningi.
Hvort sem sakadómsmenn hafa haft gilda
ástæðu til að gera ljósmyndir Dagblaðsins upp-
tækar eða ekki, er meðferð þeirra á málinu slík,
aó full ástæða er til að fylgja því eftir, svo að í
ljós komi, hversu langt starfsmönnum Saka-
dóms er heimilt að ganga, til dæmis þegar þeir
eru í mikilli geðshræringu.
Úr þessu fæst væntanlega skorið í framtíð-
inni. Én það er von Dagblaðsmanna, að þessar
aðgerðir sakadómsmanna tákni ekki, að hér á
landi eigi að koma á fót eins konar vísi að
lögregluríki, þar sem menn séu handteknir,
jafnvel án þess að vera gefið nokkuð að sök,
þeir sviptir hlutum með valdi og þeim neitað
um að hafa samband við lögfræðing og aðra
aðila úti í bæ og loks sleppt eftir dúk og disk án
skýrslugerðar né ákæru.
Ef til vill stafar taugaveiklun sakadóms-
manna af óánægju þeirra út af því, að starfs-
menn Dagblaðsins hafa birt meiri og ýtarlegri
fréttir af ýmsum rannsóknarmálum Sakadóms
en starf smönnum dómsins þykir henta.
í lýðræðisríkjum nágrannalandanna væri
litið á sakadómsaðgerðir sem þessar sem mikið
hneykslismál, enda algerlega óhugsandi, að
slíkir atburðir gætu gerzt þar.
DAGBLAÐIÐ. FX)STUDAGUR 20. AGUST 1976.
Fyrsta viðtalið við Niki Lauda
eftir slysið við Nurnberg:
Er ég vaknaði,
stóð prestur
við rúmið og
veittimér
hinztu blessun...
Heimsmeistarinn í kappakstri:
Niki Lauda frá Austurriki: „Ég
mun taka líf mitt til endur-
skoðunar eftir slysið."
u
„Ég opnaði augun og varð
fyrir áfalli. Beint fyrir framan
mig stóð prestur og hann var
greinilega að veita mér síðustu
smurninguna. Ég reyndi að
segja eitthvað — mótmæla—
en ég var með fullan munninn
af slöngum. og túbum og gat
ekki komið upp einu einasta
hljóði. í örvæntingu reyndi ég
að blikka augunum vegna þess,
að hendur mínar voru bundnar
við rúmið og ég gat ekki hreyft
þær.
Fjölskylda mín hafði sagt
mér, að allt gengi vel, — ég
myndi lifa slysið af. Nú hélt ég
að þau hefðu bara verið að
sjá aumur á mér og hefðu
ekki viljað segja allan
sannleikann."
Á sérstakri brunadeild
spitalans í Ludwigshafen,
skammt frá kappaksturs-
brautinni við Niirnberg, liggur
austurríski       kappaksturs-
maðurinn og heimsmeistarinn
Niki Lauda, 27 ára gamall.
Fyrir tveim vikum, í þýzku
Grand Prix keppninni, gerðist
það. Á Niirnbergbrautinni, sem
Lauda er illa við og hefur viljað
sleppa við að keppa á, lenti
hann út af brautinni. Bíllinn
hans sprakk og tveir aðrir bil-
stjórar óku beint inn í flakið
sem skíðlogaði. Lauda komst
ekki út úr bílnum, en sat fastur
í öryggisbeltunum.
Slökkvitæki, sem innbyggð
eru í bílana, virkuðu ekki þar
eð fyrr á árinu hafði Lauda
Menntun sjómanna
Flestar starfsstéttir á íslandi
hafa lengi haft sína sérskóla.
Til eru hér iðnskólar, bænda-
skólar og verzlunarskólar. Samt
má fullyrða, að ajvarlegt ástand
ríki á framhaldsskólastigi.
Hvers vegna? Ekki vegna þess
að þeir skólar, sem nefndir
voru, reyni ekki að anna sínu
hlutverki, heldur vegna þess að
það skortir námsstofnanir
handa því unga fólki, sem vill
mennta sig í þágu atvinnuveg-
anna óg að nauðsynleg endur-
nýjun hefur ekki átt sér stað til
samræmis    við    breyttar
aðstæður í þjóðfélaginu. Þetta
á fyrst og fremst við um iðn-
skóla og bændaskóla.
Mikil áherzla hefur verið
lögð á það á undanförnum
árum að auka möguleika til
menntaskólanáms. Gagnfræða-
skólar þrýsta nemendum sínum
inn í menntaskólana með náms-
efni  sínu  og  prófakerfi.  Og
sökum þess að ekki er annarra
fýsilegri kosta völ, hópast menn
inn í menntaskólana. En
menntaskólar taka ekki við
nema hluta af hverjum árgangi
(kannski þriðjungi). Hvað eiga
þá hinir tveir "þriðju hlutarnir
að gera?
A áratugnum 1960-70 gripu
margir til þess ráðs að fara í
Kennaraskólann unz hann taldi
á annað þúsund nemendur.
Þegar Kennaraskólinn var
gerður að háskóla hætti hann
að vera allsherjar framhalds-
skóli. Síðan þáð"Var hefur fisk-
vinnsluskóla verið komið á fót
(vonum seinna), Fjölbrauta-
skólinn í Breiðholti í Reykjavik
og nokkrir aðrir skólar hafa
farið af stað með svipuðu sniði.
En stofnun þessara skóla leysir
ekki allan vandann. Fram-
undan er endúrnýjun á iðn-
fræðslu, og má vart lengur úr
hömlu dragast að hafizt verði
handa um hana. En hvað um
menntun þeirra sem vilja
leggja fyrir sig störf á sjónum?
Við höfum að vísu framhalds-
skóla sem annast menntun
skipstjórnarmanna, en til
skamms tíma hefur mátt segja,
að á öllu Islandi væri hvergi
haldið uppi kennslu í sjó-
mennsku. (Ég undanskil þá
kennslu Harðar Þorsteinssonar
við Lindargötuskóla í Reykja-
vík.)
Af þessum sökum hefur lengi
vakað fyrir mönnum, sem
áhuga hafa á menntunarmálum
sjómanna, sú hugmynd að
stofna sjóvinnuskóla. Flutt var
frumvarp um þetta efni á
Aþingi árið 1953, en það var
ekki samþykkt. Ársæll Jónas-
son, kennari og kafari, birti
ýtarlegar tillögur um sjóvinnu-
skóla í Mbl. þann 11. júní 1972.
Hann vildi staðsetja skblann
við Seltjörn á Seltjarnarnesi.
Nóttfaravík hin nýja
Nú er ævintýrum náttfarans
lokið í bili en hann er sem
kunnugt er undir manna
höndum sem stendur. Það er
mikií hagræðing hjá lög-
reglunni að láta þessa
„delikventa" stela nðgu miklu i
einu áður en þeir eru gðmaðir,
þannig verður þetta nánast
færibandavirina og afköstin
alveg gífurleg. Það hlýtur að
vera augljóst hagræði að því að
láta þessa menn i friði á meðan
þeir eru að rasa út, en góma þá
fyrst þegar afbrotin skipta
tugum og leysa síðan öll málin á
einu bretti, i stað þess að vera
alltaf að trufla þá út af
tittlingaskít. Ef að líkum lætur
mun náttfarinn verða á meðal
oss innan fárra daga, hann er
búinn aö játa og þá mun vera
næst á dagskrá að bíða eftir að
pappírsmyllan melti málið.
Nú fyrir stuttu kom út sú
gagnmerka bók Skattskráin. í
því  riti  er  fólki  ekki  gert
mishátt undir höfði, því þar
tróna tómthúsmenn     innan
um burðarása þjóðfélagsins,
launþegana. Tómthúsmenn á
framfæri almennings munu
vera nálægt 5ti hver gjaldandi
og er þessum aumingjum ekki
eingöngu sýnd vorkunnsemi,
heldurýjaðaðþvi að þeir séu
hálfgerðir náttfarar. Það er
árvisst með útkomu þessarar
bókar, að þá gerast þau all-
mikið mjórri hin breiðu bök
þjóðfélagsins.
Að stela með
stoð í lögum
Staðreyndin er hins vegar sú,
að'þessir aðilar hafa með sér-
stökum lögum öðlazt rétt til að
stela af sínum samborgurum
ákveðnum upphæðum árlega.
Þessi forréttindi byggjast á því,
að þetta er fólk sem lítt dugar
til vinnu og er því launað eftir
þvi. Þjóðhagslegt gildi þessa
vinnukafts er álitið óverulegt,
enda er þetta úrkynjað og spillt
og getur ekki skrimt út mánuð-
inn án ýmissa rándýrra hjálpar-
tækja.
Þetta er nú á dögum kallað
islenzkt lýðræði en kallaðist
hér áður fyrr lénsskipulag, ný-
lendustefna og stundum þræla-
hald. ,
En nú er fólk ekki almennt
sammála um réttmæti þessarar
göfugu félagslegu samhjálpar
og er þá ráðizt á skattakerfið af
meira kappi en forsjá. Það er
nefnilega ekkert að þessu
skattakerfi í sjálfu sér, þvert á
móti er það mjög gott — fyrir
þá sem það er klæðskera-
saumað fyrir, — þá baklausu.
í stað þess að nöldra eiga
launþegar að taka sig saman í
andlitinu og læra að stela að
lögum. Til þess þarf ekki annað
en að leita til sérfræðinga, láta
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24