Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976.
11
komið við sjálfvirkan hnapp
sem setur það á stað á fullri
ferð. Hafði nann þá krafizt þess
að það yrði tekið úr sambandi.
Sú ákvörðun hafði nærri því
kostað hann lifið.
Það var aðeins að þakka
snarræði þriggja annarra
ökumanna, sem stóðu ofan í
brennandi flakinu og toguðu í
Lauda, og einum til, sem hafði
þrifið slökkvitæki af stjörfum
brunaverði, að hægt var að ná
honum ut í tæka tíð.
Lungun sködduðust
Eftir að hafa beðið eftir
sjúkrabíl í átta mínútur var
Lauda fluttur á næsta
sjúkrahús. Þar kom fljötlega í
Ijós að ekkert var hægt að gera
fyrir hann þar, og var hann þá
fluttur á þessar sérstöku deild
við sjúkrahúsið í Ludwigs-
hafen með þyrlu.
Þar sáu læknarnir að hér var
um mínútuspursmál að ræða og
að Lauda yrði að fara á
gjörgæzludeild vegna þess að
þeir óttuðust að lungum hefðu
skaddazt*
Og nú tók við enn ein
þyrluferðin með Lauda, og var
hann nú fluttur á gjörgæzlu-
deildina í Mannheim, sem var
HELGI
PÉTURSSON
um tuttugu mínútna flug. Þar
börðust sex læknar við að
bjarga lífi Lauda.
Hann átti erfitt með að anda,
glerfíbertrefjarnar      höfðu
myndað himnu í lungunum,
sem ekki hleypti súrefninu í
gegn, og menn óttuðust að hann
myndi deyja þá og þegar.
En     þessi     smávaxni
Austúrrjkismaður sýndi sig í að
vera sterkari en menn höfðu
haldið og líkami hans vildi
greinilega ekki gefast upp.
Enni hans og kinnar höfðu
orðið harðast úti af bruna-
sárum, og strax frá upphafi var
hafinn flutningur á húð innan-
fótar á lærum hans á bruna-
sárin. Meira að segja augna-
lokin höfðu skemmzt það mikið
að þau voru fjarlægð o£.. ný
grædd við. Og búizt er við því,
að brotin kinnbein og hökubein
muni gróa án stærri vandræða.
Man ekkert
,,Ég man ekkert frá
árekstrinum," sagði Lauda í
fyrsta viðtali hans við frétta-
menn eftir slysið. „Ég man að
ég f ékk högg á höf uðið og síðan
varð allt svart. Vaknaði aftur í
þyrlu en sofnaði strax aftur.
Síðan vaknaði ég ekki almenni-
lega fyrr en eftir nokkra daga
og þá vissi ég að fjölskylda min
var hjá mér. Konan mín sat við
hlið mína með tár í augunum og
sagði að ég myndi bjarga mér.
Eftir þrjár vikur ætla ég að
vera kominn á fætur að nýju!
Það á að gera _ á mér nyja
húðflui..inga í n'æstu viku og
síðan er„ það bara reglulegt
eftirlit.
Þessi eldgamla kappaksturs-
braut við Niirnhírg hentar alls
ekki hinum nýtízkulegu For-
muia 1  bílum.   Þróun þeirra
er komin miklu lengra á veg en
brautin. Meira en 130 manns
hafa látið lífið þar og nú
munaði litlu að svo færi einnig
fyrir mér.
Það getur verið sólskin og
gott verður á einum hluta
brautarinnar, en ausandi
rigning á einhverjum öðrum,
og þetta gerist fyrirvaralaust.
Þetta er kappakstursbraut þar
sem við höldum um 300 km
jöfnum hraða á löngum köflum,
og ef við lendum á blautum
vegarkafla er það nánast
kraftaverk ef maður sleppur
lifandi. Sama er uppi á
teningnum ef eitthvað fer lir-
skeiðis í bílnum sjálfum. Á 23
km langri braut er enginn
staður þar sem verðir eða
björgunarmenn geta komið sér
fyrir.
Hvort ég held áfram keppni
er ekki víst ennþá — ég held
það. ¦ En samt ætla ég að
einbeita mér að því að öðlast
heilsuna að nýju. Á meðan ætla
ég að hugsa um það hvort það,
sem ég hef nú, sé ekki meira
virði en það sem ég kynni að
vinna.
Ég verð einnig að hugsa um
konuna mína. Við höfum ekki
verið gift í ár einu sinni, — og
er það rétt af mér að ákveða allt
okkar líf upp á eigin spýtur?"
Ifr
Formúla 1, nr. 12: Bíll Niki
Lauda fór út af brautinni í
Niirnberghringnum með þeim
afleiðingilm að hann slasaðist
það mikið aö lengi vel var ekki
vitað hvort hann myndi halda
lífi. Nú hefur hann veitt sitt
fyrsta viðtal og lýsir þar
reynslu sinni.
Skólinn átti að hafa heimavist
fyrir 700 manns, höfn, veiðar-
færagerð, dráttarbraut, báta
o.fl. — Þann 12. maí 1975 sam-
þykkti Alþingi svo lög, sem
heimiliðu ríkisstjórninni að
stofna sjóvinnuskóla í Reykja-
vík. Með því hefði mátt ætla, að
málið væri komið í höfn. Samt
eru taldar litlar líkur til að
s.jóvinnuskólinn risi í nánustu
framtíð. Hvers vegna? Ástæðan
er sú, að skapazt hafa ný við-
horf í þessu máli, sem nú skal
greint frá.
Fyrir þrem árum hóf P'iski-
félag íslands að skipuleggja
sjóvinnunámskeið í gagnfræða-
skólum. Málið var frá upphafi
undir forystu Harðar Þorsteins-
sonar, og hefur hann unnið
mikið og gagnlegt verk. Kenn-
aranámskeið hafa verið haldin,
og stendur hið þriðja nú yfir.
23—28 kennarar hafa tekið þátt
í þeim hverju sinni. Rúmlega
40 skólar hafa tekið sjóvinnu
inn á sína nárnsskrá. Náminu er
dreift á tvo vetur í 3. og 4. (9. og
10.) bekk gagnfræðaskóla,
fjórar stundir á viku (sem er of
lítið). Fyrri veturinn er lögð
áherzla á verklega sjóvinnu
(netahnýtingu, splæs, en
einnig er kennd matreiðsla,
undirstöðuatriði í vélfræði og
hjálp í viðlögum. Þeim er og
kynnt starfsemi frystihúsa.
Seinni veturinn er svo kennd
siglingafræði og lýkur því námi
með 30 tonna prófi. Þeir nem-
endur, sem lokið hafa þessu
námi, geta svo komizt beint inn
í nokkra framhaldsskóla: stýri-
mannaskóla, loftskeytaskóla,
tækniskóla, 'fiskvinnsluskóla,
matsveina- og veitingaþjóna-
skóla.Kennarar eru nemendum
innan handar við að komast í
skipsrúm, svo að þeir fái
áskilinn siglingatíma til að
komast í Stýrimannaskólann.
Nú á að leggja gagnfræða-
próf niður frá og með næsta
vori. I þeim skólum, sem hætta
að starfrækja 4. bekk, færist
sjóvinnukennslan niður í 2. og
3. bekk, e.t.v. með kynningu á
þessu efní >' 1. bekk (13 ára
bekk). Vonandi ætti sú skipan
að geta haldizt.
En að ýmsu fleiru þarf að
huga. Einhver stofnun þarf að
vera   til,   sem   skipuleggur
Arnór Hannibolsson
námskeið handa þeim. sem
hafa farið beint á sjóinn úr
skóla og gerir þeim kleift að
fara í framhaldsnám (t.d. 1
Stýrimannaskólann). Einnig er
spurning um, hver á að annast
menntun sjóvinnukennara.
Hægt væri að hugsa sér, að
Kennaraháskólinn tæki það
verkefni aðsér.En einnig væri
gerlegt, að einhver önnur
stofnun annaðist það. Kem ég
þá aftur að sjóvinnuskólanum.
Einhver stofnun þyrfti að vera
til sem annaðist gerð náms-
skrár fyrir sjóvinnukennsluna,
útvegun á efni handa skólunum
(kaðlar, net o.s.frv.),námseftir-
lit, gerð prófa, prófkröfur o.fl.
þ.h. Ennfremur er óhjákvæmi-
legt að gert verði út sérstakt
skólaskip. Þótt ríkið ætti og
ræki skólaskipið, þarf einhvern
aðila til að gera það út og sjá
um nýtingu þess til kennslu. Ég
f æ því ekki betur séð en að þörf
sé á einhverri miðstöð fyrir sjó-
vinnukennsluna.    Starfsemi
þeirrar stofnunar verður aðlík-
indum með öðru sniði en gert
er ráð fyrir'í lögum frá 1975 um
Sjóvinnuskóla íslands. Hér er
málefni, sem félagasamtök
sjávarútvegs.og aðrir sem málið
heyrir undir þurf a að ræða og
komast að niðurstöðu um hið
skjotasta.  Þessi  miðstöð þarf
ekki að vera sjálfstæð stofnun.
Hún gæti'verið deild í Fiski-
•félaginu eða því ráðuneyti, sem
fer með yfirstjórn sjóvinnu-
kennslunnar.
En áður en niðurstaða fæst í
því efni, þarf að koma skóla-
skipi á flot. Útgerðarmaður
nokkur mun hafa boðizt til að
lána leigulaust 18 t. bát í tvo og
hálfan mánuð næsta sumar og
e.t.v. fleiri sumur. Þessu boði
eiga viðkomandi yfirvöld
að taka, svo hægt sé að byrja
að kenna um borð í þessu skip
þegar næsta vor. An skóla-
skips er ekki hægt að kenna
það sem þarf. I flotanum er
enginn maður um borð, sem
hefur tima til aðkenna viðvan-
ingum. Einnig hlýtur verkleg
kennsla að leggjast niður við
Stýrimannaskólann.
Menntunarmál sjómanna
hafa tekið rétta stefnu. En
varanlega skipan þeirra mála
þarf að finna sem fyrst á grund-
velli þeirrar reynslu, sem þegar
er fengin.
Arnór Hannibalsson,
lektor.
endurskipuleggja reksturinn
og tilkynna það firmaskrá, fá
góð ráð og leiðbeiningar og
byrja svo að stela í gríð og erg
samkvæmt sérstökum lögum.
Eins og dæmin hljóta að hafa
sannað, þá er óhætt að borga
ríflega fyrir slíka ráðgjöf, því
sú upphæð verður aldrei-nema
sem nemur broti af væntanlegu
löglegu þýfi.
Og nú spyr ef til vill einhver,
hvað þarf ég að gera til að geta
byrjað að stela að lögum?
Numer eitt er að láta sér detta í
hug eitthvað sem hægt er að
tapa á og stofna siðan sam-
eignarfélag um tapið með
einhverjum kunningja. Næst er
að athuga möguleika á að hag-
ræða ýmsum rekstraratriðum
svo sem söluskatti. Hér skal á
það bent að með því að Jeggja
vinnu í rannsókn á
væntanlegum möguleikum í
sambandi við söluskattinn, þá
er óhætt að fullyrða að upp úr
því krafsi gæti komið veruleg
búbót, enda engin tilviljun að
söluskatti upp á tugmilljónir er
árlega stolið, um það má lesa i
fjölmiðlum.
Næst ræður þú makann sem
fullan starfskraft, við það
aukast brúttótekjur ykkar um
leið og skattbyrðin minnkar. Ef
þú átt. stóra fjölskyldu, þá
læturðu fyrirtækið sjá sem
flestum þeirra fyrir bíl en á því
tapar fyrirtækið, sem er.
auðvitað þinn gróði.
Fyrirtækið sér þér fyrir
brennivíni og tóbaki, það
kemur sem rekstrarkostnaður
undir gjaldliðnum „risna" upp
að ákveðnu marki í hun'draðs-
hluta af einhverjum stofni. Þú
færð ef til vill ekki allt brenni-
vínið frítt með þessu móti, en
að minnsta kosti ríflega niður-
greitt., Ferðakostnaður er
ekkert vandamál. Þú lætur
fyrirtækið greiða þér dag-
peninga, mat og annað sem
tilheyrir berjatúrum eða
Mallorka-ferðinni, þú ert í
nauðsynlegum     viðskiptaer-
indum. Útgjöldum heimilis má
halda verulega niðri með því að
Iáta fyrirtækið annast allt
viðhald á tækjum og jafnvel er
til í dæminu að þú getir látið
fyrirtækið eiga og reka þvotta-
vélina. Þetta er mjög mikilvægt
atriði til þess að þér megi
takast að lifa lúxus lífi á þeim
þvottakonulaunum sem þú
skammtar þér á pappírnum,
svona til að fara löglega að öllu.
Kjallarinn
Leó M.Jónsson
Að stela i stórum stíl
Það hefur ávallt þðtt góð
trygging fyrir frjálsræði fingra-
langra á íslandi, að vera stór-
tækir við iðju sína. Sést þetta
hvað bezt á því að fámennum
hópi  láglaunamanna  hefur  á
fáum árum, og það að mestu í
kyrrþey, tekist að stela landinu
öllu og eru þeir byrjaðir að
girða í gríð og erg.
Það er því mikið atriði fyrir
þá sem vilja nota skattakerfið
sér og sínum til framdráttar, að
reyna að komast yfir skut-
togara. Þá fyrst er hægt að fara
að græða fyrir alvöru á því að
tapa í stórum stfl. Ef þú ert
heppinn með skip, — en það
þarf helzt að vera gjörónýtt, —
„þá munu erfiðleikarnir bjarga
þér." Ef þú lest þér til í lögum
um afskriftir fiskiskipa og ferð
að öllu eins og þar er skráð, —
nema það að þú verður að
skipta um skip með vissu milli-
bili, — máttu eiga von á því að
þurfa aldrei framar í lífinu að
borga krðnu í skatta, og það
sem betra er, þú munt ekki
þurfa -að vinna það sem eftir er
ef þú ert það heppinn að fara
að öllu löglega.
Að taka að sér
að tapa fyrir aðra
Þegar þú ert orðinn skattlaus
og vinnulaus og skortir allt
nema fé, er sú hætta fyrir
hendi að þéi  taki að leiðast.
Þetta er þó ekki einhlitt, því
mörgum leiðist hreint ekki
neitt- þótt þeir geri ekkert
annað en að nudda stírurnar
árum saman. En ekki eru þó öll
ráð úti. Þú gætir gengið í klúbb
þeirra sem hafa tekið að sér að
tapa      sparifé      þeirra
einfeldninga sem ekki vita
hvað þeir gera, en leggja
peninga í banka. Þetta er
skemmtilegt sport sem byggist
á réttum samböndum. Einna
bezt virðast föngin vera í
innlánsstofnunum öreiganna,
þar er nög fé, því það er stefna
að lána það ekki þeim sem eiga
það. Og nú eru spennandi tímar
framundan. Þú getur farið að
fikta við að okra, en það er
ákaflega lærdómsríkt og af því
öðlast menn mikla mann-
þekkingu eins og lesa má í
íslenzkum bókum sérfræðinga
á því sviði. En sá bóggull fylgir
þó skammrifi, að strax og þú ert
kominn inn á þetta svið
„mafíunnar" máttu eiga von á
þvl að þér verði drekkt i poka
einhverja nóttina. En það er
eins og gengur, það kostar klof
að ríða röftum.
Leó M. Jónsson
tæknifræðingur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24