Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. AGÚST 1976.
ÞAÐ ER EKKIVANDIAÐ SPA
— þegar aðeins þarf oð boða rigningu og skúrir til skiptis
Kannski er það vegna þess að
veðurfréttirnar hafa verið
lesnar beint frá veðurstofunni,
að maður hefur eins og á
tilfinningunni að spárnar hafi
verið réttari í sumar heldur en
endranær. Þar með er líka
upptalinn eini kosturinn við
þessa beinu línu til veðursins.
Eg sakna þess til dæmis að
veðurspáin skuli ekki lesin
lengur í lok hádegisfrétta til
viðbótar þeim sem koma á
undan. Það er hreint undir
hælinn lagt að maður sé búinn
að opna útvarpið klukkan fimm
mínútur fyrir hálf eitt, enda
kannski ekki einu sinni kominn
inn, eða þá að maður er að
reyna að stýra af sér þessum
botnlausa     auglýsingalestri.
Hver hlustar að gagni á
auglýsingar í kannski kortér
fyrir hádegisfréttir og guð má
vita hvað langan tíma eftir
fréttir? Það er í mesta lagi að
maöur hlustar eftir því hvort
kunningjarnir séu ekki flestir á
lífi ennþá.
Ekki held ég það geti verið
gaman að vera veðurfræðingur
og fást við að segja öðrum
hvernig veðrið verður liklega á
morgun, ,því það getur I æði
mórgum tilvikum orðið
öðruvísi. Og þá stendur maður
uppi hálfgert eins og glópur.
Það hefur kannski verið
tiltölulega lítill vandi i sumar
aðalmáhð hefur verið að spá
skUrum,  rigningu  eða  súld
hérna sunnan og vestan lands,
en þurru og sólskini á
norðausturhorninu og niður
eftir austfjörðum. Samt er það
nú svo þann daginn sem þetta
Háaloft er sett á pappír, að þá
átti að vera „víðast hvar
úrkomulitið" á þessu svæði hér,
og það hefur verið í meira lagi
voguð spá. Því það hefur rignt
látlaust siðan um f ótaf erð.
Þá er ekki um annað að
ræða heldur en fara að spá
fyrir sjálfan sig. Hér þar sem
ég á heima er það til dæmis
óbrigðult, að ef Snæfellsjökull
sést ekki á heiðskíru kvöldi
hangir hann þurr daginn eftir.
Ef jökullinn hins vegar sést,
getur brugðið til beggja vona.
Þá er það í rigningu þjóðráð að
fylgjast með dropum, sem detta
i poll. Ef þeir fljóta er öruggt
að enn er mikið regn ófallið.
áður en fer að rofa til. Og mikið
sKratti nafa þeir flotið í sumar.
Roskinn nágranni minni
sagði mér á dögunum, að lesa
mætti fleira en þetta Ut úr
rigningu í polla. Hann hafði
það eftir gamalli konu á
Stokkseyri að mig minnir, sem
hafði það aftur eftir gömlum
húsbónda sínum, að þegar
droparnir mynduðu eins og
loftbólur á pollana, væri
þurrkur í nánd. „Gættu að
hvort það er bólurigning,"
sagði gamli húsbóndinn við
gömlu konuna, þegar hann
sendi  hana  eftir  vatni  í
rigningartíð,     og    roskni
maðurinn sagði mér að hann
hefði tekið eftir því að það
hafði verið bólurigning þá
daginn áður. Og viti menn, það
kom vist einn og hálfur dagur
þurr þar á eftir. Ég á sjálfur
eftir að sannprófa þessa
kenningu. En svo geta jafnvel
þessi öruggu teikn brugðist
eins og aðrir raftar, gamla
reglan að kvöldroðinn bæti og
gott fram að færa, í staðinn
fyrir að vera svona dæmalaust
svæfandi. Ég man eftir einum,
sem las gjarnan veðurlýsingar
hér áður fyrr, sem hélt manni
glaðvakandi við að reyna að
skilja það sem hann lét út ur
sér. Hann sagði til dæmis
greinilega „idi fjúu sti", þegar
aðrir sögðu hiti fjögur stig. Og'
hann sagði ekki Galtarviti,
heldur eitthvað sem ég gat
ekki betur heyrt en að væri
líkast „Gavvalbidi" eins og
hann væri að auglýsa Siglósíld.
morgunroðinn væti hefur ekki
einu sinni reynst einhlít i
sumar, það rigndi að minnsta
kosti einu sinni morguninn
eftir kvöldroða. Þá varð ég
spældur, því ég vil láta svona
gömul og góð spakmæli sanna
sig.
En svo vikið sé aftur að
veðurfréttunum og beinu
linunni til spekinganna á
veðurstofunni, getur maður
varla orða bundist yfir því hve
þeir lesa ákaflega misjafnlega.
Þó eru þeir kannski
með jafnbesta móti þessa
dagana. En þeir mættu að
skaðlausu vera svolítið
glaðlegri í röddinni, að minnsta
kosti þegar þeir hafa eitthvað
Ég reyndi að loka eyrunum,
þegar hann kom norður fyrir
Jókulfirði, því næsta veðurat-
hugunarstöð varð með svo
ógeðslegu nafni í hans munni,
heiti hennar hljómaði eins og
„Hor-bja-svidi", en ég hef
aldrei heyrt að Hornbjargsviti
sé öðrum stöðum meiri likams-
vessastaður, þvert á móti er
mér sagt að þar sé náttúran
hrein og fögur. „Hjaltabakki"
varð i munni þessa manns
„Gertabakki" — og þannig
mætti fylgja honum umhverfis
landið ef ég hefði nenningu til.
En það er ekki ofsögum af
þvi sagt að landinn hefur
miklar áhyggjur af veðrinu og
veltir mikið yfir því vöngum.
SIGURÐ'JR
HREIÐAR
HREIÐARSSOi.
„Þeir hljóta að róa á Króknum í
dag," sagði króksarinn þegar
hann vaknaði fyrsta morguninn
í New York og gáði til veðurs.
Og enn er landinn við það
heygarðshorn. Ég hitti vinkonu
mína á förnum vegi um daginn,
sem vissi að ég ætlaði að
skreppa nú á næstunni til Dan-
merkur og taldi víst að ég
myndi geta þurrkað mig í þeirr
hitum og þurrkum sem þar
væru. Ég bjóst hins. vegar við
að þar færi fyrst að rigna svo
um munaði þegar ég kæmi
þangað, og sagðist raunar hafa
sannfrétt, að dönum væri orðið
áriðandi að ég kæmi, því vina-
fólk mitt sem hefði verið þar á
ferð fyrir skemmstu, hefði sagt
við heimkomuna að grasið væri
ekki grænt heldur grábrUnt.
„Já," sagði vinkona mln.
„Vinafðlk okkar var líka að
koma frá London og sagði ljótar
sögur af grasinu þar. Það horfir
allt annað en vel með
heyskapinn i Lqndon."
Klipping og höf uðbað
KRUMMABER
RÓSBERG G. SNÆDAL
SKRIFAR
Eftir að ég hafði gengið svo
sem stundarfjórðurig, tók ég
eftir áberandi skilti á einu hús-
inu, en á það var skráð með
flannastórum         stöfum:
RAKARI.
Ég stakk við fótum, ekki af
þvi að mig vantaði rakstur,
heldur mundi ég eftir hinu, að
ég hafði ætlað að láta klippa
mig strax og ég kæmi til höf uð-
borgarinnar, enda ekki van-
þörf, þvl að hár mitt hafði verið
óáreitt i missiri að minnsta
kosti. En með þvi að ég taldi
ekki loku fyrir það skotið að
rakarinn þarna kynni líka að
klippa, þótt hann léti ekki
mikíð yfir því utanhúss, og eins
hinu, að ég varð sárf eginn að f á
tækifæri til að tylla mér niður,
þótt ekki væri nema nokkrar
mínútur, potaði ég mér þarna
inn til rakarans um leið og ann-
ar f ór út.
Ég kom inn i talsvert stðrt
herbergi. Þar sátu þrír eða
fjórir menn í stórum arm-
stólum og keyrðu höfuðin aftur
á bak, eins og þeir ætluðu að
f ara að „kyssa kðngsdóttur", en
i kringum stólana snerust hvít-
klæddir menn og konur með
hnífa og skæri.
Ég horfði gáttaður í kringum
mig og hugsaði margt. Eitt með
þvi fyrsta, sem mér flaug i hug,
var það, að þetta væru læknar
og hjUkrunarkonur og verið
væri að draga tennur úr mönn-
unum í stólunum eða þá að
skera Ur hálsinum á þeim. Það
gerði mig líka hálfu ringlaðri,
að ég sá allt tvöf alt og mig líka,
vegna stórra spegla, sem þöktu
einn veginn, og af þeim sökum
gekk mér ver að átta mig á
hlutunum og greina á milli per-
sóna og spegilmynda.
Ekki veit ég hve lengi ég stðð
og góndi, áður en ég aðhafðist
nokkuð raunhæft, en það hefir
sjálfsagt verið drykklöng stund
og nægileg til þess að gera mig
fyrirfram að fífli í augum
þeirra, sem þarna voru inni,
enda sýndist mér bregða fyrir
munnvikjabrosi á sumum
spegilmyndunum. Að lokum sló
ég þó hugdettunni um
lækningastofuna frá mér, með
því að ég þóttist sjá nokkur
merki þess að hvitklædda
fólkið beitti tólum sinum að
hári og skeggi þeirra, sem
sitjandi voru.
Ég setti nú frá mér föggur
mínar, gekk að stólnum, sem
næstur mér var og sagði við
hvitklædda manninn, sem þar
var að starfi:
— Klippið þér menn?
Hann leit á mig kankvislega
og svaraði:
— Já, já — gjörið þér svo vel.
Ég vissi ekki almennilega við
hvað hann átti eða hvar og
hvernig ég átti að gjöra svo vel.
Sennilega meinti hann að ég
ætti að setjast, en ég sá strax að
enginn stóru stólanna var
auður, svo að þetta virtist
þýðingarlaust boð. Ég gekk því
um gólf nokkra stund að stðla-
baki og skimaði vandlega í
kringum mig. Mikið ofbauð
mér, hvernig mennirnir
löðruðu sápunni i ðhófi og
meiningarleysi — og ekki
höf ðu þeir svo mikið sem skegg-
bursta, heldur sulluðust i öllu
saman með höndunum. Merki-
legt að nokkur skyldi leggja
það fyrir sig að raka menn,
nema að eiga skeggbursta. Þá
laust þvi niður í huga minn, að
liklega ættu menn að leggja sér
þá til — en þessir bara gleymt
að haf a þá með sér.
Nú stóð einn nýrakaður upp
og ég settist umsvifalaust í
hans stað. Samstundis sá ég í
speglinum að stúlka kom aftan
að mér og þreif af mér hattinn,
sem ég haf ði ennþá á höf ðinu.
— Afsakið, sagði hún og fór
með hattinn og hengdi hann á
snaga fram við dyr.
—  Takk fyrir, sagði ég við
spegilinn.
Stúlkan kom aftur með
hvítan borðdúk og breiddi hann
á brjóst mitt og herðar.
— Var það rakstur? spurði
hún, þegar hún hafði lokið við
aðdúkleggja mig.
—  Ha — nei. Hann ætlaði
bara að klippa mig.
— Já, klipping. Takk, sagði hún
og brá greiðu í hár mitt.
Þegar hún þðttist hafa greitt
nokkurn veginn úr flókanum,
greip hún áhald á borðinu, setti
það i gang og myndaði sig til að
hleypa þvi á hnakkann á mér.
Þetta gerðist allt á fáum
augnablikum, svo að ég gat
varla fylgzt með rás viðburð-
anna, en þegar ég fann tæki
þetta vaða hvissandi gegnum
hár mitt, kipptist ég snöggt við
og greip báðum höndum um
höfuðið.
— Almáttugur, afsakið! sagði
stUlkan skelkuð og hætti verk-
inu. Slíi iu' hún hárið?
— Nei, sagði ég, en ætli það
sé ekki bezt að hann klippi mig
heldur, ég var búinn að biðja
hann þess. Um leið reyndi ég að
benda Herini á þann sem ég átti
fyrst tal við þarna inni, en áður
en ég gat það, sagði stúlkan,
sem þá virtist strax vera búin
að ná sér:
— Þetta er allt i lagi. Ég er
alvön að klippa, og án frekari
málalenginga byrjaði- hún að
láta klippurnar hvæsa á ný.
— Jæja — er það? sagði ég
hálf skömmustulegur, en
reyndi að herða mig upp óg
sýnast kaldur. Siðar sagði ég
eins og til að bæta um fyrir
sjálfum mér og jafnvel frið-
mælast við hana:
—  Ég hef nefnilega aldrei
látið klippa mig fyrr.
Nú datt yfir aumingja stúlk-
una svo að um munaði og það
munaði engu að henni félli
verk úr hendi.
— Hvað eruð þér að segja?
Hafið þér aldrei verið klipptur
áður?
—  Jú, jú, auðvitað, en ég
meinti sko að ég hef ekki verið
klipptur svona hjá rakara. Það
klipptu mig bara menn heima.
Stúlkan i speglinum kreisti
niðri í sér hláturinn.
— Ó, ég skil. Þér eruð sem
sagt ekki bæjarmaður.
— Ja, jú. Ég á heima á bæ fyrir
norðan.
Enn sá ég að stUlkan barðist
við hláturinn. Ég varð dálítið
miður mín og vildi helzt forðast
að horfast í augu við hana. En
þann munað gat ég ekki einu
sinni leyft mér eins og á stóð,
því að auglit hennar blasti við
mér í speglinum og ef ég reyndi
að llta undan mætti ég bara
augnaráði sjálfrar fyrir-
myndarinnar. Eg tók því það
ráð að loka augunum í bili. En
einnig það var mér of gott.
Stúlkan tók svo að segja sam-
stundis eftir þvl og spurði nær-
gætnislega:
— Fór hár í augun á yður?
Afsakið! Um leið laut hún ofan
að mér og strauk fingrinum um
augnalok mín.
— Nei, nei, flýtti ég mér að
segja, um leið og ég neyddist til
að opna augun aftur og mæta
eftirvæntingarfullu en dálítið
spozku augnaráði hennar. —
Eg er bara svolitið syfjaður,
skrökvaði ég eiginlega áður en
ég vissi af.
HUn tók aftur til við verkið.
Við þögðum bæði — og ég af
öllum króftum. Mér fannst
hún vera óratíma að „snurfusa",
á mér kollinn eftir að klipping-
unni var að mestu lokið. Loks
spurði hUn hvernig ég greiddi
hárið.
Ég svaraði skýrt og ákveðið
og sagðist greiða mér með hár-
greiðu. Hún missti sem snöggv-
ast vald á sér og hló upphátt. Ég
kíttaðist neðar og neðar í stól-
inn og horf ði í gaupnir mér.
— Á að þvo hárið? spurði hún.
—  Er það voða óhreint?
spurði ég á móti, án þess að líta
upp.
—  Nei-ei, en ég held það
hefði gott af þvotti.
— Jæja, það er þá bezt að é.g
þvoi mér, ef þið hafið volgt
vatn. Ég ætlaði þar með að
standa upp' en nun þrýsti mér
jafnharðan niður í stðlinn
aftur.
—  Ég þvæ hárið. Sitjið bara
rólegur.
— 'Það er nU ðþarfi. Ég held
ég geti þvegið mér sjálfur um
hausinn, fullyrti ég.
An þess að svara því, tók hún
flösku og hellti góðri skvettu Ur
henni ofan í hvirfilinn á mér.
Þvi næst lét hún fingur beggja
handa dansa um kollinn á mér
af ótrúlegum hraða og fimi og
þó miklum átökum. Mig dauð-
kenndi til í hársverðinum og
mér   fannst   stundum   sem
fingur hennar ætluðu inn úr
hauskúpunni. Af þessum
sökum varð ég alltaf álútari og
álútari og kveinkaði mér án af-
láts. Hár mitt var löngu horf ið í
sápulöður, sem alltaf hélt
áfram að aukast, og höfuð mitt
var sem hvítfextur öldutoppur
En fingur stUlkunnar héldu
áfram að pikka og nudda þar til
löðrið fór að drjúpa í flygsum
niður i skaut mitt.
— Ég held að það sé komið
fullmikið af sápunni, sagði ég
varfærnislega.
— Því lUtið þér svona mikið?
sagði hún þá, nærri höstug, um
leið og hún hætti nuddinu og
strauk mesta löðrið upp í lófa
sína og f ór með það í vaskinn.
Ég rétti mig upp og fannst
sem stóru fargi væri létt af
mér. Stulkan kom aftur og bað
mig að fylgja sér að vaskinum.
Ég gerði það mótþrðalaust.
Þá bað hún mig að lúta við
vaskinn, en ég bjóst við að
sagan ætti að endurtaka sig og
sagði því:
— NU get ég.
— Nei, hægan bara. Ég ætla að
þvo sápuna úr hárinu, sagði
hUn og hellti snarpheitu vatni
yfir höfuð mitt. Ég sýndi enga'
viðleitni til sjálfstæðis og lagði
allt vald í hendur henni.
Þvotturinn við vaskinn tók
fljótt af og án teljandi þján-
inga. StUlkan leiddi mig því
næst aftur til sætis og fór að
þurrka mér og greiða.
Þegar þessu var lokið, spurði
hún og brosti gleitt:
— Er það rakstur líka?
En ég var búinn að fá meira
en nóg og var ákveðinn í að
gangast ekki undir neina frek-
ari þjónustu af hennar hálfu og
svaraði ákveðið:
— Nei takk! Eg rakaði mig í
fyrradag.
— Gjörið þér svo vel, sagði
hún og hélt áf ram að brosa.
Ég borgaði henni það, sem
hUn setti upp, og hraðaði mér
út undir bert loft. Og nú fannst
mér léttir í því að bera töskuna
og pokann.
— Gómul reisubókarkorn —
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24