Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976.
Islendinaar mis-
9
skilja alla hluti
— mjólkin var
nú œtluð
fyrir kálfa í
upphafi
Mikið erum við íslendingar
lagnir við að gera ýmsa hluti
vitlaust, eða þá að misskilja
hlutina, eins og oft er skotið sér
á bak við.
Nú er allt að verða vitlaust út
af lokun mjólkurbúða og eru
slík læti kringum þetta mál að
helzt má líkja við harðskeyttar
prestskosningar eins og við
erum farin að þekkja þær.
Skrifstofa fyrir áskorendur um
að opna aftur einhverjar
mjólkurbúðir hefur verið
opnuð, líkt og kosningaskrif-
stofur flokkanna en lítum nú á
hvað í raun og veru hefur skeð.
Enn einu sinni hefur hið háa
alþingi afgreitt lög án þess að
hafa til hlítar kannað hvað var
verið að gera, líkt og þegar
ZETAN var á ferðinni sællar
minningar. Alþingismenn hafa
eins og oft áður skotið sér bak
við einhverja nefndina, berja
sér á brjóst og segja „þetta
vilduð þið hafa" án þess að
aðgæta málið til hlítar áður.
Ég held að ég fari efnislega
með rétt mál. ef ég segi að allt
það, sem kaupmenn hafa farið
fram á í þessu mjólkursölumáli,
var að fá að sitja við sama borð
og Mjólkursamsalan og selja
allar      landbúnaðarafurðir,
Raddir
lesenda
Nýrr.jó&
Hvert mannsbarn á Islandi drekkur 0,73 litra af mjólk á dag.
	
JÖHANNA BIRGISDÓTTIR   1	
	
mjólkina líka, ásamt t.d. smjöri
og ostum og kjötvörum.
Þetta voru nú allar kröfur
sem kaupmenn gerðu um sölu
mjólkur.
Nú bregður hins vegar svo
við að umrædd breyting á
mjólkursölulögunum gerir ráð
fyrir því að Mjólkursamsalan
hætti sölu á mjólk í smásölu og
sjái aðeins um dreifingu
mjólkurinnar til smásalanna.
Þarna komst asninn inn í
herbúðirnar. Þetta var auðvitað
aldrei ætlunin og því er nú það
að neytendur hafa skorið upp
herör í mjólkurbúða-málinu,
því þeir sjá fram á versnandi
þjónustu, a.m.k. í sumum
(gömlum) hverfum borgar-
innar.
Nú þarf Mjólkursamsalan að
bregðast fljótt við og sækja um
leyfi til yfirvaldanna um að
mega      opna      nokkrar
mjólkurbúðir þar sem skapast
tóm í sumum hverfum, þannig
að þjónustan við almenning
geti haldið áfram.—
Senn er liðið eitt hið mesta
óþurrkasumar sem elztu menn
muna eins og sagt er. Bænda-
höfðinginn Ágúst Þorvaldsson,
formaður Mjólkursamsölunnar,
skýrði           hlustendum
ríkisútvarpsins frá því í gær-
kvöldi að sér litist illa á að
nægjanleg mjólk yrði á
boðstólum, a.m.k. hér sunnan-
lands í vetur og bændur myndu
lenda i einhverjum vandræðum
með búskap sinn vegna minnk-
andi mjólkurframleiðslu vegna
óþurrkanna.
Minnkandi framboð á mjólk
þýðir auðvitað að minna er
hægt að drekka af • þessari
neyzluvöru og bændur verða
einfaldlega að taka á sig
nokkurn     skell     vegna
óþurrkanna eins og  útgerðin.
þarf að gera þá er aflabrestur
verður.  Eitthvað  verður  að
sjálfsögðu   að   rétta   þeim
hjálparhönd, a.m.k. þeim sem
verst verða útl, eins og svo oft
áður.
Við íslendingar drekkum
mikla mjólk, 0,73 lítra á hvert
mannsbarn á landinu á dag að
talið er. (Uppl. Hagst. Isl.
1974).
Kúamjólk var af náttúrunnar
hálfu ætluð fyrir KÁLFA og þó
færa megi sönnur á að
kuamjólk sé að einhverju leyti
holl börnum er það sannað að
mjólkurþamb fullorðins fðlks
er alls ekki eins hollt og af er
látið. Mjólkurneyzla fullorðins
fólks getur beinlínis haft
skaðleg áhrif á æðakerfi
mannsins.
Ég held að við íslendingar
gætum okkur að mernalausu
minnkað mjólkurþamb okkar
um t.d. 0,23 lítra á dag, hver
maður, og myndi þá
¦væntanlega ekki bera á
mjólkurskorti næsta vetur.
Mér datt þetta (svona) í hug,
þann 26.8.
SIGGI flug 7877—8083.
HVAÐ ER BENSINIÐ STERKT?
Steindór   Steindórsson   frá
Akureyri hringdi:
„Mig langar til þess að fá
nokkrar upplýsingar um bensín
sem fiutt er hingað til lands.
Svo er mál með vexti að ég á bíl
með háþrýstri vél. Hann
gengur mjög misjafnlega og fer
það eftir þvi hvar ég fylli á
hann bensín. Nú hefur mér
dottið í hug hvort það geti verið
að styrkleikinn sé mismunandi.
Er bensínið mælt þegar það
kemur til landsins?"
DB hafði samband við
Ragnar Kjartansson hjá Olíu-
félaginu Skeljungi. Hann sagði
að sýni væru tekin af bensíni
þegar það kæmi til landsins og
þau rannsökuð á sérstakri
rannsóknarstofu og hefðu oliu-
félögin samvinnu á þessu sviði.
Þegar niðurstöður væru
fengnar væri byrjað að dæla
eldsneytinu í land, ekki fyrr.
Hvað viðkemur styrkleika á
bensíni eru ekki til tæki hér-
lendis til að mæla hann. Sýni
eru því send til útlanda og að
sögn Ragnars hefur ætíð mælzt
örlítið yfir þann styrkleika,
sem beðið er um, en hann er 93
oktein.
Ef ekki er farið eftir settum
reglum um skolun og hreinsun
á bílum sem t.d. hafa flutt gas-
oiíu, er möguleiki á þvi að það
getikömiðlframí bensíninu. Það
hefði þó mjög lítil áhrif vegna
þess mikla magns af bensíni
sem bílarnir flytja í einu, en
það eru 8 til 10 þúsund lítrar.
?
Bensínið er flutt á stórum tank-
bílum út á land. Þeir taka 8 til
10 þúsund iítra í einu.
>
Spurning
dagsins
Á lögreglan að gefa fjöl-
miðlum upplýsingar um
sakamál sem hún er að
vinna að?
Halldór Hilmarsson nemi f flug-
umferðarstjórn: Já, mér finnst að
það eigi að vera ákveðinn aðili
sem er tengiliður þarna á milli.
Almenningur getur veitt margvís-
legar upplýsingar um málin oft á
tíðum.
Páll Gunnlaugsson: Ja, það hljófa
þeir sem vinna að málinu að vera
færastir að dæma um. Annars
held ég að lögreglan noti ekki
fjölmiðla á réttan hátt. Þeir geta
örugglega komið að miklu gagni.
Sigurður Ingþór Pálsson bíl-
stjóri: Mér finnst lögreglan vera
skyldug að láta alþýðu vita hvað
er að gerast í kringum ökkur. Egj
get ekki ímyndað mér að þetta sé
nokkurt leyndarmál þegar fólk
fer ábak viðlögin.
Jón  Stefánsson  bílstjóri:
Það er réttast að sá sem hefur
meðferð málsins dæmi um það.
Það er sjálfsagt að nota fjöl-
miðlana til að hjálpa við að upp-
lýsa málin, eins og gert er erlend-
is.
Sesselja Magnúsdóttir húsmóðir:
Sá sem sér um rannsókn málsins
hlýtur að geta dæmt um það hve-
nær hann á að gefa okkur upp-
lýsingar um gang mála. Það á alls
ekki að fara með þetta sem ein-
hver leyndarmál.
Svandis Benediktsdóttir starfs-
stúlka á Kleppi: Já, það er hægt
að virkja almenning i gegnum
fjölmiðla og þannig hjálpa til við
að leysa málið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24