Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976.
Leyfir útvarpsróð undanþágu tíl
reksturs einkaútvarpsstöðvar?
— unnið er að könnun þess máls
„Viö Vilhjálmur lögðum fram
umsókn til útvarpsráðs um að
okkur yrði leyft að gera tilraun
með að reka útvarpsstöð í nokkra
mánuði. Að sjálfsögðu-gerum við
okkur grein fyrir því að til laga-
breytinga þyrfti að koma, ef slíkt
yrði gefið frjálst, en við vildum
láta reyna á, hvort útvarpsyfir-
völdin sæju sér fært að gera slíka
tilraun án þess að málið þyrfti að
fara fyrir Alþingi," sagði Markús
Örn Antonsson ritstjóri og
borgarfulltrúi í samtali við DB í
gær. Hann og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson lögfræðingur lögðu
þessa tillögu fram til útvarpsráðs
fyrir nokkru.
í fyrstu grein laga un útvarps-
rekstur ríkisins segir meðal
annars: „Ríkisstjórnin hefur
einkarétt til að reka útvarp á
íslandi." Hvergi í lögunum
virðist um nokkurn sveigjanleika
frá þessari setningu að ræða.
Andrés Björnsson útvarpsstjóri
sagði í samtali við DB í gær að
hann sæi hvergi i lögunum punkt
til undanþáguheimildar. „En ég
hef falið lögfræðingi útvarpsins,1
Lúðvík Ingvarssyni, að kanna'
þetta mál niður í kjölinn," bætti
hann við.
Markús Örn Antonsson tjáði
blaðinu að þeir Vilhjálmur hefðu
kannað mjög vel rekstur einkaút-
varpsstöðva. Til dæmis myndi út-
búnaður þeirra kosta minna en að
setja á stofn dagblað. Þá hefðu
þeir einnig kynnt sér hvaða
tækjabúnaður kæmi helzt til
greina. „Við stöndum tveir einir
að þessu máli eins og er," sagði
hann, „en ef svo færi að við
fengjum leyfi til rekstursins
þyrftum við að bæta við okkur
mönnum."
— AT —
Fárviðri gekk yfir
r
Olafsvík og
nágrenni
í fyrrinótt:
Mikið stórviðri gekk yfir
CKafsvík í fyrrinótt og fyígdi
því gífurleg úrkoma svo að
vegir      í      nágrenninu
stórskemmdust og einnig götur
inni í bænum sjálfum. Bárður
Jensson fréttaritari DB í Ölafs-
vík tjáði blaðinu í gær að
vindhraðinn  hefði  sennilega
TVÆR BRYR ONYTAR OG ÞJOD-
VEGURINN TALSVERT SKEMMDUR
komizt upp í 10 til 11 vindstig,
þótt minni vindhraði hafi
mælzt á Gufuskálum og í
Stykkishólmi. Stóð veðurofsinn
af suðri.
Halalækur í Grundarfirði
við Skerðingsstaði gróf allan
þjóðveginn í sundur og fór bíll
þar ofan í. Hólsá í Fróðárhreppi
gróf frá brúnni á þjóðveginum
og mun brúin ónýt. Alvarlegra
er ástandið við brúna yfir Hrísá
í sama hreppi, því þar hefur
þriggja metra kafli grafizt frá
öðrum brúarendanum og munu
báðir brúarsporðarnir sprungn-
ir frá sjálfri brúnni, hún er
einnig ónýt.
Skv. bráðabirgðaathugun
mun taka um tvo mánuði að
gera við þessar skemmdir og
verður því erfitt um samgöngur
milli Ólafsvíkur og Grundar-
fjarðar um sinn, en sú leið er
hvað mest farin af öllum
leiðum á Nesinu. Þá gróf
Móðulækur   við   Djúpudali
undir Jökli þjóðveginn I
sundur en Fróðárheiði mun
hafa sloppið við umtalsverðar
skemmdir. Loks varð svo mikið
grjóthrun úr Ólafsvíkurenni
niður á veginn að hann var ekki
farinn i gær nema brýna
nauðsyn bæri til.
-B.J/G.S.
Ekki sjáanlegar veðurf arsbreytingar í nánd
— en veðurfræðingar vestro spó norðanátt hér á þriðjudaginn
Hvers vegna er veðrið svona
vont á Suðvesturlandi? Þessi
spurning hefur heyrzt oft í
sumar. Fólk er orðið guggið af
sólarleysinu og hálf slappt á
taugum. Fyrst voru bundnar
vonir við að veðurbreyting yrði
í byrjun hundadaga. — Það
brást. Þá var öll von sett á lok
hundadaga, það brást einnig.
Nú    einblínir    fólk
höfuðdaginn, 29. ágúst.
á
Til þess að f á úr þessu skorið
í eitt skiptí fyrir öll hringdum
við í Borgþór H„ Jðnsson
veðurstofustjóra á veður-
stofunni á Keflavíkurflugvelli
og bárum spurningunna upp
við hann.
„Það er vegna þess að það er
hæð yfir Vestur-Evrópu og
hefur verið þar í meira en
mánuð. Þessi hæð beinir öllum
lægðunum, sem koma að
sunnan og suðvestan, ásamt
hlýju og röku lofti, yfir til
okkar. Þær eru komnar sunnan
að, allt frá milli 30 og 40 gráðu.
Hátt á sjötta
hundrað
nemendur
verða í
Öldungadeild
MH í vetur
í vetur verða hátt á fjórtánda
hundrað nemendur í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð. Þar af eru
nemendur í öldungadeild skólans
á sjötta hundrað.
Öldungadeildin verður sett
þriðjudaginn 31. ágúst klukkan
17.30. Þá verður stundatafla af-
hent svo og próftafla haustannar.
Bóksalan verður opin að setn-
ingarathöfn lokinni. Kennsla í
öldungadeildinni hefst síðan dag-
inn eftir.
Skólinn verður síðan settur 1.
september klukkan 9 og verður
þá stundatafla afhent. Kennsla
hefst um hádegi þann sama dag.
Það er sennilega einnig rakt
og hlýtt veður í Austur-
Evrópu, þótt við höfum ekki
haft fregnir af því. Það eru
stórar bylgjur yfir norðurhveli
jarðar, ein bylgjan liggur yfir
okkur svo kemur hæðarhrygg-
urinn og loks önnur lægðar-
bylgja.
Það sjást ekki nein merki
um að veðurfarsbreytingar séu
í nánd. Þó höfum við fengið
þær fréttir frá Washington,
þar sem þeir gera veðurspá
fimm daga fram í tímann.
Þeir halda því fram að það
ætti að vera komin norðanátt
hér á landi á þriðjudaginn
kemur."
— Hvernig rætast spárnar frá
Washington?
„Það er nú upp og ofan. En það
eru meira en meðallagslíkur
fyrir því að þær rætist, en
stundum bregðast þær alveg,"
sagði Borgþór Jonsson veður-
fræðingur.
-ABj-
Risíbúð í
Hlíðunum
Til sölu góð 5 herb.risibúðf:
ágætu standi (90—100
ferm). Geymsluris fylgir.
Nánari uppl. í sima 18039.
<C
Að vísu er haninn á myndinni
ekki vindhani en hani engu að
siður. Vonandi er að útivera
hans viti á gott veður það sem
eftir er af hinu svokallaða
sumri sunnanlands og suðvest-
an. Myndin er tekin í Mosfells-
sveit, á Teigi. (DB-mynd AP.)
Upplýsingarnar voru ekki
fengnar f ra Bergi Guðnasyni
I DB 20. ágúst er viðtal við
Berg Guðnason ¦ lögfræðing á
Skattstofu Reykjavíkur. Var
hann þar spurður um ýmislegt
varðandi það er tekjur væru
áætlaðir á menn.
í grein þessari var og bent á
að telja mætti að 9 aðilar af
þeim 37, sem greiddu hæstu
opinberu gjöldin, hefðu látið
áætla tekjur sínar. Þessar
upplýsingar komu ekki frá
Bergi. Þær fengust þegar farið
var yfir þá liði skattskrárinnar
þar sem tekjur koma fram. Þá
kom í ljós að tekjur þessara
manna virtust enda annaðhvort
á sléttri milljón eða hálfri
milljón.
Bergur vildi ekkert segja um
þetta er hann var innfur eftir
því hvort þetta fengi staðizt. Og
enn siður voru nöfn þessara
aðila fengin frá honum. Hann
tók það sérstaklega fram að
slíkum spurningum gæti hann
hvorki svarað játandi eða
neitandi, sem starfsmaður
skattstofunnar.
-BA-
íslensk
fyrirtæki
76-77
komin ut
Bókin íslensk fyrirtœki veitir
aðgengilegustu og
víðtækustu upplýsingar um
íslensk fyrirtæki, félög og
stofnanir, sem eru fáanlegar
í einni og sömu bókinni.
íslensk fyrirtæki skiptist
niður í:
Fyrirtækjaskrá,
Viðskipta- og þjónustuskrá,
Umboðaskrá
og
lceland today. Viöskiptalegar
upplýsingar á ensku um
Island ídag.
íslensk fyrirtæki kostar kr.
4.500.—.
Sláiö upp i
"ÍSLENSK FYRIRKEKI"
og finniö svarið.
¦ST HJÁ ÚTGEFANDA.
Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf.
Laugavegi178-Símar:82300 82302
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24