Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						10
BIABW
fifálst áháð dagblað
Utíícfandi DaKhlaðiðhf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jðnas Kristjánsson.
Fréttastjöri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Helgason. Aðstoóarfrétta-
stjóri: Atli Steinarsson. Iþrðttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jðhannes Reykdal. Handrit
Ásjírímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Berglind Ásfjeiisdðttir. Bragi Siíjiirðsson.
Erna V. Iníjólfsdðttir, Gissur Sit;u.rðsson, Hallur Hallsson. Helgi Pétursson, Jðhanna Birgis-
döttir, Katrin Pálsdðttir, Kristín Lýðsdóttir, dafur Júnsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir
Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Palsson, Ragnar Th. Sigutosson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og afgrciðsla Þverholti 2, simi 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
, Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skeifunni 19.
Spillingin í Framsókn
í umræðum á vinnustöðum og í
heimahúsum um hin margvísleg-
ustu fjársvikamál eru oft nefndir
menn, sem sitja nálægt kjötkötl-
unum í Framsóknarflokknum.
Suma þessara manna hefur al-
mannarómur vafalaust ranglega
fundið seka. Engu að síður er ljóst
ingaröflin hafa einna bezt getað athafnað
þessum flokki og kemur þar margt til.
Flokkurinn er hugsjónasnauðastur íslenzkra
stjórnmálaflokka. Hinir flokkarnir hafa að vísu
fjarlægzt sínar gömlu hugsjónir í dægurbarátt-
unni um auð og völd. Allir flokkarnir hafa
komið sér upp samtryggingarkerfi, þár sem
hugsjónum er fórnað. Þó eimir eftir af hugsjón-
unum í öllum f lokkanna nema Framsókn.
Framsóknarflokkurinn var, sem kunnugt er,
í upphafi bændaflokkur, sem byggði á sam-
vinnuhugsjón. Þessi hugsjón átti nokkurt
erindi til bænda í byrjun aldarinnar, en hún er
dauð fyrir löngu. Samvinnufélög eru rekinsem
hver önnur félög í viðskiptum, þegar öllu er á
botninn hvolft. Samvinnuhugsjónin varð aldrei
stór nema þá í ræðum í ungmennafélögum.
Öllum ætti að vera augljóst, að þetta er ekki, að
minnsta kosti ekki lengur, hugsjón, sem byggja
má stjórnmálahreyfingu á.
Sjálfstæðisflokkurinn á þó hugsjón einka-
framtaksins, þótt foringjar flokksins kasti
henni gjarnan fyrir borð, eigi þeir með því kost
á auknum völdum. Alþýðubandalagið og Al-
þýðuflokkurinn eiga hugsjón sósíalismans, þótt
einnig henni sé gjarnan fórnað. Framsóknar-
f lokkurinn á sér ekkert slíkt.
Allir þekkja útkomuna. Vegna skorts á
grundvallarhugsjónum er Framsóknarflokkur-
inn alger hentistefnuflokkur. Fremur en í
nokkrum flokki öðrum er starfið miðað við
aðstöðu, auð og völd. í öllum aðalmálum á
Framsóknarflokkurinn enga stefnu. Einn segir
þetta og annar hitt. Ráðherrar flokksins og
aðrir foringjar segja eitt í dag og annað á
morgun.
Gerðir Einars Ágústssonar í embætti utan-
ríkisráðherra eru dæmigerðar fyrir stefnuleysi
Framsóknarflokksins í öllum aðalmálum. Þær
eru aðeins nokkru ljósari. Utanríkisráðherra
fer einn daginn til Washington til að krefjast
brottfarar varnarliðsins og annan daginn til að
semja um áframhaldandi dvöl þess. Þannig er
Framsóknarflokkurinn. Mestu skiptir, að menn
ganga ekki í Framsókn til að berjast fyrir
hugsjón. Þeir ganga í flokkinn til að hafa gott
af honum, komast eitthvað hærra í metorðastig-
anum, fá meiri aðstöðu, auð og völd.
Foringjar flokksins gera gjarnan vel við
þessa menn. Þeir vita, að á þeim verða þeir að
byggjaflokkinn.
Hinir metorðagjörnu ganga á lagið og freista
þess að komast eins langt og mögulegt er, með
hjálp forystunnar.
Því er engin tilviljun, að í Framsóknarflokk-
inn hafa safnazt margir þeir, sem skeyta ekki
um að fylgja leikreglum þjóðfélagsins.
Þeir finna, að þar eiga þeir bezt heima.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976.
POPPLISTAMENN
í FANGELSUM
Liöin eru átta ár frá innrás
Sovétmanna í Tékkóslóvakíu,
og Einar Ágústsson utanríkis-
ráðherra heimsótti landið.
Fréttir herma, að enn sé býsna
mikil kúgun í Tékkóslóvakíu.
„Veiztu hvar þú getur heyrt
beztu rokktónlistina í Prag?"
Þannig hljóðar einn meinlegur
brandari í borginni. ,,Jú, í
Ruzyne fangelsinu," er svarið. I
þessu felst harðýðgi þeirrar
„sósíalísku" stefnu, sem stjórn-
völd fylgja í menningarmálum.
Sjö listamenn, sem líklega
yrðu kallaðir „róttækir" á Is-
landi, eru nú í fangelsum í
Tékkóslóvakíu og bíða dóms.
Flestir þeirra eru „rokk"lista-
menn.  Sjö  aðrir  listamenn

HAUKUR
HELGASON
verða kvaddir fyrir rétt innan
skamms.
Þrír ungir Tékkar voru hand-
teknir fyrir mánuði og dæmdir
Einar  Ágústsson
innrásarinnar.
—  för  til  Tékkóslóvakiu
afmæli
til 30 mánaða fangelsis, af því
að þeir höfðu leyft nokkrum
þessara listamanna að flytja
fyrirlestra og leika í klúbbi
æskufólks.
Stjórnvöld telja ungu lista-
mennina hafa framið alvar-
legan glæp gegn samfélaginu.
Þekktir andófsmenn úr
röðum listamanna í Tékkó-
slóvakíu hafa mótmælt hand-
tökunum, svo sem leikrita-
skáldin Vaclav Havel og Pavel
Kohout og rithöfundarnir Ivan
Klima og Ludvik Vaculik. Þeir
sögðu að stjórnvöld notuðu
tylliástæður til að draga fyrir
dóm þá listamenn, sem ekki
vildu sætta sig,. við nákvæm
fyrirmæli stjórnarinnar um
listir.
Skammvinnt blómaskeið
Aukið einræði í rhenningar-
málum er í reyndinni framhald
af stefnu stjórnvalda allt frá
innrásinni. Harðýðgin takmark-
aðist ekki við stjórnmál.
Rokktónlist átti blómaskeið í
Tékkóslóvakíu um miðjah
síðasta áratug. Góðar hljórri-
sveitir komu fram á sviðið, til
dæmis „Plastfólkið úr háskól-
anum", sem vann jafnvel til
verðlauna á rokk- og popphatið
árið 1969. Hljómlistarmenn-
irnir úr þeirri sveit sitja nú
inni.
En árið eftir, 1970, voru
stjórnvöld búin að móta nýja
stefnu. Rokkhljómsveitirnar
stóðust ekki „hæfnispróf", sem
stjórnvöld létu þær gangast
undir. Þeim var þá bannað að
koma fram.
Með þessum profum skáru
stjórnvöld rokkhljómsveitirnar
niður við trog. Nokkrar lifðu
þau af og gerðust jass-
rokk-hljómsveitir, þar sem ekki
var sungið.
Eitt af þvi, sem stjórnvöld
fóru eftir, var hvort sungið
væri á ensku.
Skoðun stjórnarinnar mun
hafa verið, að væri sungið á
Keflavíkursjónvarp
„Við undirritaðir borgarar
lýðveldisins íslands, og sem
riöfum kosningarétt og kjör-
gengi, ásamt fullum rétti til
þess að bera fram hverja þá
ósk, sem ekki brýtur í bága við
stjórnarskrá landsins, lýsum
yfir eftirfarandi af frjálsum og
fúsum vilja:
Þar sem vitað er, að á allra
næstu árum verður ekki unnt
að ná hingað til lands
sjónvarpsefni frá erlendum
stöðvum, svipað og gerist í
flestum lóndum, og landsmenn
hafa dregizt mjóg aftur úr á
sviði útvarps- og sjónvarpsmála
yfirleitl (höfum t.d. hvorki af-
not af „stereo"-útsendingum né
litasjónvarpi) — skorum við á
alþingismenn að veita þeirri
áskorun okkar brautargengi, að
hafizt verði handa um samn-
ingagerð við yfirmenn varnar-
liðs Bandaríkjamanna á Kefla-
víkurflugvelli um afnot af sjón-
varpi þeirra fyrir alla lands-
menn."
Eitthvað á þessa leið mun
v.era texti þeirra undirskrifta-
lista sem senn mun verða dreift
um landsbyggðina til undir-
skriftar með áskorun tii al-
þingismanna i öllum flokkum
um að láta þetta mál, Keflavík-
ursjónvarpið, til sin taka,
þannig að ekki liði langur timi
þar til hafizt verði handa um
samningagerð milli viðkomandi
aðila um óhindraðar sjónvarps-
sendingar     Keflavikurs.jón-
varpsins til allra landsmanna.
Eftir hina gerræðislegu aðför
örfárra sjálfskipaðra „menn-
ingarvita", sem í raun voru
ekkert annað en ofstækismenn
og hræsnisfullir lýðskrumarar,
að Keflavíkursjónvarpinu hafa
sífellt verið uppi háværari
raddir um að fá það opnað aftur
og þá ekki aðeins fyrir íbúa
þess svæðis, sem það áður náði
til, þ.e. Reykjanesskagans og
nágrennis hans, heldur verði
landsmönnum öllum gefinn
kostur á að njóta þessa fjöl-
miðils á sama hátt og gildir um
íslenzka sjónvarpið.
Tæknilegir örðugleikar eru
ekki fyrir hendi til þess að
þetta sé ógerlegt og valkostir
eru margir um útfærslu á send-
ingunum sjálfum, svo sem sá
kostur að Keflavíkursjónvarpið
sendi út -á þeim tímum til Is-
lendinga þegar íslenzka sjón-
varpið er hætt sendingum og
áöur en það byrjar, svo og þann
dag sem það sendir ekki, en
eins og allir vita er íslenzka
s.iónvarpið enn á tilraunastigi
sínu, að þvi er varðar einn sjón-
varpslausan dag i viku, þótt það
ástand hafi aðeins átt aó vera
fyrsta árið meðan sjónvarpið
var á „bernskuskeiðinu" eins
og það var kallað þá.
Aðrar forsendur fyrir því að
leyfa ekki frjálsar útsendingar
Keflavíkursjónvarpsins     til
landsmanna eru léttvægar og
raunar fráleitar þegar til þess
er  hugsað  að  grund.vallarlóg
lýðveldisins byggjast á þessu
t.vennu: athafnafrelsi og
skoðanafrelsi, enda verður því
vart trúað fyrr en á reynir að
alþingismenn bregðist þeirri
skyldu sinni að veita brautar-
gengi áskorun og óskum meiri-
hluta landsmanna um að frelsi
fái að ríkja í sjónvarpsmálum
sem öðrum málum á sviði fjöl-
miðlastarfsemi, að ekki sé
minnzt á þegar slíkar áskoranir
eru staðfestar með undirskrift
væntanlegs meirihluta at-
kvæðabærra landsmanna.
Það væri mikill hnekkir ís-
lenzku lýðræði og þjóðskipulagi
ef forráðamenn þjóðarinnar
létu hræðslu við fámennan hóp
ofstopamanna koma í veg fyrir
það að á vilja landsmanna væri
hlýtt.
Ýmsar aðrar hugmyndir sem
skotið hafa upp kollinum til
þess ætlaðar að koma í veg fyrir
að Keflavíkursjónvarpið verði
opnað aftur, eins og t.d. hug-
myndin um að tilraunaútvarps-
stöð verði sett á stofn fyrir
Reykjavikursvæðið, svo og
aðrar fjarlægar staðreyndir
eins og sú að við getum fengið
erlent sjónvarpsefni i gegnum
gervihnetti, breyta í engu
þeirri sjálfsögðu kröfu að
Keflavíkursjónvarpið verði
opnað að nýju. Það er enda
ófyrirséð  hvernig  sjónvarps-
efni frá gervihnetti eða hvort
það efni verður falt okkur Is-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24