Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1976.
11
ensku,  hefði  það ekkert list-
rænt  gildi  í  Tékkóslóvakíu.
Stjórnvöld leyfðu sér einnig að-
halda fram, að söngur á ensku
nyti ekki hylli almennings.
Vinsœldir
„Útvarps Luxemburg"
í Tékkóslóvakíu
Hins vegar er vitað, að
„Utvarp Luxemburg", þar sem
i talið er á ensku, nýtur slikra
vinsælda í Prag, að sú útvarps-
stöð er stundum kölluð þriðja
stöð* Pragborgar eða „Prag
þrjú". Tvær stöðvar eru i Prag,
Prag eitt og Prag tvö.
Sú popptónlist, sem þrífst í
Tékkóslóvakíu, er að heita má
eingöngu á þjóðmálum lands-
ins, tékknesku og slóvakísku.
Erlendir söngvar eru þýddir,
með örfáum undantekningum.
í útvarpiriu er stöðugt verið að
vara við að nota ensk orð í
þáttum um tónlist.
. Þð eru leyfðir nokkrir „sér-
hæfðir" þættir, þar sem brezkir
poppsöngvar heyrast. Einnig
er stundum útvarpað jass- og
blueslögum, en íbúar Tékkó-
slðvakiu geta heyrt pólska út-
varpið, sem er miklu frjáls-
lyndara í þessum efnum og
nýtur mikilla vinsælda.
Stjðrnvöld beita sér fyrir því,
að samfélagsmál séu meira en
fyrr á dagskrá í vinsælum
söngvum. Söngvarar og hljóm-
sveitir, sem fara eftir þeim
fyrirmælum, f á verðlaun fyrir.
Afturhaldssemi stjórnvalda í
menningarmálum veldur því I
tónlist eins og annars staðar, að
verkin eru fremur lítilsigld.
Jafnvel mótmælasöngvar,
svo semum Víetnamstríðið, eða
nú siðar um hægri stjórnina í
Chile, eru sungnir án tilfinn-
ingar og ástríðu.
Prestur og Ijóðskáld
I reyndinni er oft erfitt að
greina milli slíkra mótmæla-
söngva og söngva um ást, ham-
ingju og sólskin.
Tékkar og Slóvakar hafa
haft mikla tónlistargáfu. Mörg
lögin eru, jafnvel á síðustu og
verstu tímum, „þægileg" og vel
leikin, en þau eru hvert öðru
lík.
Hið eiginlega rokk ef alger-
lega bannað, eins og sést af
fangelsisdómunum.
Harða stefnan kemur víðar
við.
Meðal þeirra, sem nú biða
dóms i Ruzynefangelsinu, eru
ekki aðeins listamenn úr
„Plastfólkinu úr háskólan-
um", heldur einnig fyrrverandi
prestur evangelísku kirkjunn-
ar, Svatopluk Karasek, og ljóð-
skáldið Karel Soukup.
Þeir komu báðir fram opin-
berlega, spiluðu á gítar og
sungu.
Ljóðskáldið beitti hvössum
söngvum og réðst gegn því,
sem honum f ínnst vera vaxandi
smáborgarabragur á hinu
„sósíalíska" þjóðfélagi.
Prestinum var bannað að
predika f yrir mörgum árum, en
hann kom fram eftir það og
söng þá aðeins sálma.
Eins og kunnugt er, eru
poppsóngvarar á Vesturlöndum
gjarnan í hópi hinna róttæk-
ustu.
Þeir hafa, margir hverjir,
lent í útistöðum við stjórnvöld
þar.
En hvað gerist í hinum sósíal-
íska heimi?
Stjórnvöld þar reynast, þegar
öllu er á botninn hvolft,
„ihalds- og afturhaldssamari"
en stjörnvöld í vestrænum ríkj-
um.
Popptónlistarmennirnir eru
líklega samir við sig, í hverju
ríkinu sem er. Þeir hafa til-
hneigingu til að finna til þeirr-
ar köllunar að predika gegn
„kerfinu", benda á ágalla þess.
Raunar á það við um marga,
til dæmis háskólamenn, sem
hamast gegn stjórnvöldum hér
á Vesturlöndum, að væru þessir
sömu menn austan tjalds
mundu þeir að líkindum lenda i
andstöðu við kerf ið, einnig þar.
Munurinn er sá, að hið
kommúnistiska kerfi austan
tjalds er til mikilla muna harð-
vítugra en kerfið fyrir vestan.
Popplistamenn, sem gagn-
rýna kerfið, eru margir hverjir
auðugir og í hávegum hafðir á
Vesturlöndum.
Fyrir austan bíður þeirra
ekki annað en f angelsið.
Sovétmenn hafa vakandi
auga með hegðun leppa sinna í
Prag.
Hinn gamli stalínismi í
menningarmálum er enn það,
sem gildir i Moskvu.
Stjórnvöld vilja hafa menn-
ingu sem tæki til að tryggja
völd sín. Þau þola ekki gagn-
rýni.
Þau óttast popplistamenn
vegna þess að þeir ná til ungu
kynslóðarinnar og geta því gert
strik i reikninginn. Þeir ógna
valdakerfinu.
Þess vegna kjósa stjórnvöld
að haf a þá bak við lás og slá.
Sænska hljómsveitin  Abba, sem sigraði í Eurovisionkeppninni, var orðin vinsæl í Tékkóslóvakíii.
J
próf steinn á mannréttíndi
lendingum á þeim kjörum sem
við getum staðið undir.
En því miður hefur það
oftast æxlazt þannig til hér á
landi að þær framkvæmdir eða
verkefni, sem okkur hafa boðizt
við vægu verði til uppbygg-
ingar eða framfara fyrir þjöðar-
heildina, hafa verið sniðgengin
en síðan ráðizt í framkvæmdir
þessara verkefna með ærnum
tilkostnaði og tilheyrandi
rannsóknum,  sem  venjulega
hafa löngu verið framkvæmdar
með öðrum þjóðum, þannig að
hér er oft að óþörfu verið að
„þreifa sig áfram" á eigin
spýtur á ýmsum tæknilegum
sviðum áður en af fram-
kvæmdum verður eða verkefni
eru fullgerð.
Á þetta t.d. ekki einkar vel
við um vegalagningu hérlendis,
alltaf verið að gera tilraunir
með „slitlög" á þjóðvegi?
Þessum tilraunum er löngu
lokið í nágrannalöndunum og
hafa þau mörg hver sízt betri
jarðveg en hér gerist. Sama er
uppi á teningnum i sambandi
við dreifikerfi sjónvarpsins. Ut-
sendingar sjónvarps eru svo að
segja enn á tilraunastigi hér-
lendis. Það má heita að íbúar á
Norðausturiandi og Aust-
fjörðum séu ekki enn aðnjót-
andi sjónvarps vegna sífelldra
truflana eða einhverra sjón-
varps-„drauga" eins og það er
kallað.
Noregur er líka harðbýlt
land landfræðilega en þar er
sjónvarpað og endurvarpað
sjónvarpsefni um þvert og
endllangt landið. Sömu sögu er
að ségja um Bandaríki Norður-
Ameriku, sjónvarpsstöðvar og
sendihgar þeirra nást í af-
skekktustu og einangruðustu
byggðarlögum þar í landi og
engar truflanir eða sjó'nvarps-
„draugar" virðast há eðlilegri
móttöku sjónvarpsefnis þrátt
fyrir útsendingar allra þeirra
stöðva sem þar eru. Er okkur
íslendingum fyrirmunað að
Iæra nokkuð af reynslu, oft ára-
tugareynslu annarra þjóða? Er
það skilyrði fyrir búsetu í þessu
landi að vera sífellt á tilrauna-
stigi með verkefni sem löngu
hafa verið leyst með öðrum
þjóðum og talin til almennra
lífsþæginda?
Það er staðreynd að islenzka
sjónvarpið hefur ekki náð
þeirri fullkomnun sem vænzt
var í upphafi og engin breyting
virðist þar ætla að verða á.
Sjónvarpsefnið er lítið og rýrt
að gæðum og það svo að fðlki
ofbýður sú þróun eða réttara
sagt sú vanþróun sem sjón-
varpið hefur orðið að fylgja.
Það er eitt með öðru að það
er eins og dagskráin í íslenzka
sjónvarpinu sé sniðin eftir
gangi himintungla frekar en
þörfum og óskum sjónvarpsnot-
enda. Jafnvel barnatíminn, sem
var það eina sem var nokkurn
veginn laust við svokallaðan
„skandinavisma"  (ofbeldi eða
Geir R. Andersen
klám), er nú horfinn sem slikur
en I stað hans sýndir sjálfstæðir
myndaflokkar sem eiga ekkert
skylt við þarfir yngstu áhorf-
endanna. Rökin fyrir þessu eru
þau að með „vetrardagskrá"
verði teknar upp reglulegar út-
sendingar á barnatímum!
Sömu sögu er að segja um
annað efni sem vinsælt var
meðal flestra fullorðinna, þátt-
inn „kastljós" sem raunar var
innlent fréttaefni sem um var
fjallað á frjálslegan hátt og
eðlilegan, líkt og gerist í venju-
legum fréttatíma hjá öðrum
þjóðum, einkanlega í Banda-
ríkjunum sem eru brautryðj-
endur í f rjálslegu f ormi og gr rð
sjónvarpsefnis. Þessi þáttur,
Kastljós, virðist einnig fylgja
gangi himintunglanna því hann
er lagður niður strax og sðl
hækkar á lofti og síðan ekki
sóguna meir þar til ef til vill, og
kannski, að hann verði upp tek-
inn þegar ljósatimi ökutækja er
hvað lengstur. Kannski verður
hann eitt af því sem „vetrar-
dagskráin" á að geyma!
Eftir að hugmyndin um
endurskipulagningu varnar-
mála var endurvakin nú fyrir
stuttu með þvi að leggja til að
íslendingar gerðu gagrc-
kvæman og hagkvæman samn-
ing við Bandarikjamenn vegna
þeirri aðstöðu sem NATO
hefur hér á landi með þátttöku
okkar fóru landsmenn i fullri
alvöru að gera sér grein fyrir
því hagræði og þeim réttindum
sem þeir hljóta að hafa i sam-
býli við tæknivæddasta stór-
veldi heimsins varðandi upp-
byggingu og framfarir í þeim
efnum sem við fyrirsjáanlega
verðum ekki umkomnir að
framkvæma þótt áratugir líði.
Einn liðurinn í þessum fram-
kvæmdum er sjónvarpið og
fullkomin dreifing þess til allra
landsmanna. Opnun Keflavík-
ursjónvarpsins er fyrsta skrefið
í þeim málum.
Við lifum ekki á krepputím-
um tækni og framfara, ör þrðun
tækni og framfara er alls staðar
í kringum okkur. Við lifum
aftur á móti í kreppuástandi
efnahagslega en það leiðir
aftur af sér vanmátt i tæknileg-
um framförum. En fólk vill i
lengstu lög reyna að þreyja
þorrann — og gðuna — í þeirri
von að úr rætist með að lífsskil-
yrði á tækniöld verði hér eitt-
hvað viðlíka og í nágrannalönd-
um okkar.
Á sl. ári fluttust úr landi
rúmlega ellefu hundruð ís-
lenzkir ríkisborgarar, nánar til-
tekið 1135. Ofstopámenn með
þjóðernislegan ofmetnað sem
yfirskin myndu nú kannski
segja að „farið hafi fé betra".
En ekki veitist okkur sem höld-
um kyrru fyrir léttara að mæta
fjárlögum ríkisins fyrir það, og
víst er að ekki er tekið tillit til
þessa í álagningu opinberra
gjalda.
Ög fullvíst má telja að áskor-
un um að alþingismenn og ráða-
menn þjóðarinnar virði þá ósk
landsmanna að Keflavikursjðn-
varpið verði opnað að nýju til
afnota fyrir alla landsmenn,
mun asami öðru verða pröf-
steinn á það hvort leiðin til
landfíótta skuli vörðuð endan-
lega eða hvort það ljós verði
tendrað sem gefur fólki hugboð
um að einhvers virði sé að
þreyja þorrann og góuna í
þessu landi.
L
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24