Dagblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1976. Styttan af Skúla fógeta stendur I Bæjarfógetagarðin- um. Hún er gerð af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal og er gjöf frá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur til minningar um hundrað ára frjálsa verzlun á íslandi árið 1954. Við syðri enda Tjarnarinnar, fyrir framan ráðherrabústað- inn í Tjarnargötu, stendur stytta af Ólafi Thors, gerð af Sigurjóni Ólafssyni. Styttan er gefin af sjálfstæðismönnum til minningar um þennan forvígis- mann þeirra. Á barnaleikvelli vestur við Hringbraut stendur Héðinn Valdimarsson eftir Sigurjón Ólafsson. Byggingafélag alþýðu lét reisa þessa styttu árið 1955. Við Dómkirkjuna eru brjóst- myndir af tveimur merkum guðsmönnum. „Brjóstmyndin af sr. Bjarna er eftir Sigurjón Ólafsson. Það var eitt af fyrstu embættisverk- um Birgis ísleifs Gunnarssonar borgarstjóra þegar brjóstmynd- in var afhjúpuð af ekkju sr. Bjarna, frú Önnu, í desember 1972. Sr. Bjarni var heiðurs- borgari Reykjavíkur. Við innganginn í kirkjuna er brjóstmynd af sr. Jóni biskup Vídalín, gerð af Ríkarði Jóns- syni. Það eru til margar og skemmtilegar sögur af þeim merka ræðuskörungi og kenni- manni. Hann predikaði eitt sinn þegar konungurinn var við staddur messu. Konungurinn vildi láta hann hafa punkta til þess að leggja út af í ræðunni. Þegar sr. Jón var kominn í stól- inn var honum fenginn miðinn frá konunginum. Sr. Jón fletti miðanum í sundur, en á honum stóð ekkert skrifað, og sagði: „Hér er ekkert og hér er ekkert og í upphafi skapaði Guð himin og jörð af engu“. “ Loks er minnisvarði Jóns Sigurðssonar. „Islenzka þjóðin á minnis- varða Jóns Sigurðssonar sem er gerður af Einari Jónssyni. Upp- haflega stóð þessi stytta á Lækjartorgi en var flutt á Austurvöll í kringum 1930. Þar stóð áður sjálfsmynd Bertels Thorvaldsens sem var fyrsta höggmyndin er sett var upp opinberlega í Reykjavík, það var árið 1885. Thorvaldsen var Upphaflega var ætlunin að gosbrunnur yrði í kringum Saynund á selnum. Ekki er getið um listamanninn sem er ÁsmundurSveinsson. fluttur í Hljómskálagarðinn. Framan á fótstallinum er eitt af frægustu verkum Einars Jóns- sonar, Brautryðjandinn. Lista- maðurinn gaf íslenzka rikinu þessa lágmynd,“ sagði Hafliði Jónsson. — A.Bj. Sómi Islands, sverð og skjöldur stendur á Austurveili ómerktur en er eftir Einar Jónsson, eign þjóðarinnar. Sr. Jón biskup Vídalín vakir yfir inngangi Dómkirkjunnar. Ekki stendur neitt á minnis- merkinu en iistamaðurinn var Ríkarður Jónsson. Ávaxtag.vðjan Pómóna á að standa þar sem sólar nýtur. Minnisvarðinn um Héðin Valdimarsson ergefinn af Byggingaféiagi alþýðu. Listamannsins er ekki getið en hann er Sigurjón Ólafsson. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.