Dagblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 24
\r r * Fjárglœfrar í algleymingi: r ASTÆÐA TIL AÐ VARA FÓLK VIÐ GYLLIBOÐUM — einn afhenti 2 milljónir í vixlum, fékk ekkert i staðinn Alþekktir fjárglæframenn birtu sl. haust auglýsingu í dag- blaöi þess efnis, að þeir gætu veitt fjárhagslega fyrirgreiöslu. Dagblaöiö hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því, aö verzlunarfyrirtæki, sem komst í samband við þessa menn eftir þessari auglýsingu, hafi átt í miklum erfiðleikum meö að ná aftur andvirði tveggja milljóna króna í víxlum, sem auglýsendurnir tóku aö sér að selja. Með því að vitna til góðra sambanda við háttsetta menn í þjóðfélaginu gerðu þeir aðgang sinn að tilteknum banka svo sennilegan, að eigendur fyrir- tækisins tóku boði um fvrir- greiðslu. Afhentu þeir fjár- glæframönnunum víxla samtals að fjárhæð kr. 2 milljónir. Leið nú nokkur tími án þess að nokkuð bólaði á and- virðinu. Fór svo að lokum að eigendur fyrirtækisins tók að gruna að ekki væri allt með felldu. Kröfðust þeir þess að fá víxlana aftur ef ekki kæmi and- virðið í peningum. Var leitað aðstoðar lögfræðings í málinu. Við eftirgrennslan kom í ljós, að vel þekkt bifreiðaumboð var orðið eigandi víxlanna. Litlar greiðslur fengust aðrar en inn- stæðulausar ávísanir frá þriðja manni, sem virðist vera enn eitt fórnarlamb fjárglæfra- mannanna. Fyrst og fremst af tillitssemi við þann aðila var hlífzt við að kæra sökudólgana fyrir athæfið, enda var útgefandi ávísananna fús til samninga, sem vonir standa til að verði efndir. Dagblaðinu er kunnugt um, að sömu menn hafi stundað þessa iðju árum saman og meðal annars notið bankafyrir- greiðslu sem engin eðlileg skýring hefur fengizt á. Af einhverjum ástæðum virðist sú fyrirgreiðsla hafa minnkað í seinni tíð, en full ástæða er til að vara fólk við að sinna gylliboðum manna um fyrir- greiðslu af þessu tagi. -BS- aðstoða við rannsókn móisins Ekkert ákveðið hafði komið fram, sem benti til þess hver væri banamaður Lovísu Krist- jánsdóttur, sem myrt var i íbúð að Miklubraut 26 í fyrradag. Við nákvæma leit i görðum og húsasundum í nágrenni hússins fundu lögreglumenn fatnað — frakka, jakka og hanzka — sólgleraugu, ölflösku og staurbút. Allt þetta er nú í gagngerri athugun hjá rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík. Blóð hefur ekki fundizt á þess- um fatnaði, að sögn Gísla Guð- mundssonar rannsóknarlög- reglumanns, sem hefur rann- sókn sjálfs morðsins með hönd- um. Þýzki rannsóknarlögreglu- maðurinn Karl Schútz og sam- landi hans visindamaðurinn, sem með honum starfar við rannsókn Geirfinnsmálsins hafa verið starfsbræðrum sínum hér innanhandar við rannsókn málsins „eins og þeir framast geta, þeir líta á þetta allt með okkur," sagði Gísli í samtali við fréttamann blaðsins síðdegis í gær. Um tuttugu manna lögreglu- lið undir stjórn Hauks Bjarna- sonar rannsóknarlögreglu- manns kannaði svæðið um- hverfis húsið og nágrenni þess i gær. Leitað var að hugsanlegu morðvopni — sem Gísli Guð- mundsson lelur ekki ósennilegt að hafi verið hvasst járn af ein- hverju tagi — en annað en áðurnefndur fatnaður og smá- dót fannst ekki. Fötin fundust hins vegar í nágrenni hússins, að sögn Gísla, og vildi hann ekki útiloka að þau hefðu getað myndað slóð. Ekki er vitað hvernig morðinginn hefur komizt inn í húsið, eða hvort Lovísa heitin hleypti honum sjálf inn. Hins vegar þykir öruggt að hann hafi farið út aðaldyramegin. Læknar, sem hafa skoðað likið, telja ekki ólíklegt að Lovísa hafi verið látin í 5—6 tíma Þessi jakki og frakki fundust við leitina, svo og hanzkar og sólgleraugu. Bióð hefur ekki fundizt á þessum fatnaði. DB-myndir: Árni Páll. þegar lík hennar fannst um tíu- leytið í fyrrakvöld. Það var um kl. 21.20 í fyrra- kvöld, að 76 ára gamall sam- býlismaður Lovisu heitinnar um átján ára skeið kom á lög- reglustöðina og lét í ljós áhyggj- ur vegna hennar. Hann hafði þá áður farið að húsinu nr. 26 við Miklubraut og séð skó hennar og veski liggja á gangin- um, en fékk ekki svar þrátt fyrir dyrabjölluhringingar og bank. Þegar lögreglan kom inn i húsið skömmu síðar fannst blóð á gólfteppinu og á veggjum meðfram stiga sem lá niður í kjallarann. Á gólfinu við stig- ann þar niðri fannst Lovísa látin i miklu blóði og var með mikið sár á höfði, sem virtist vera af völdum hvass járns. Ekki er sannað að um exi hafi verið að ræða, að sögn Gísla Guðmundssonar Eins og fyrr segir hafði ekk- ert komð fram um kvöldmatar- le.vtið í gær, sem gaf til kynna hver var valdur að þessum voðaverknaði. Lovisa Kristjáns- dóttir var 57 ára gömul, fædd 1919. Hún var Itarnlaus. — ÖV (Jm tuttugu manna lögreglulið leitaði skipulega á Miklatúni og víðar i nágrenni morðstaðarins. I Frakki, jakki, hanzkar og gleraugu fundust skammt fró morðstaðnum: J Morðinginn f ór út oðal- dyramegin — þýzku rannsóknarlögreglumennirnir frfálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1976. Steikjandi hiti ó Siglufirði en vinnugleðin er yfirsterkari Tuttugu og tveggja stiga hiti var á Siglufirði í gær, en menn þar höfðu lítinn tíma til að sleikja sólskinið. Unnið er af kappi í síldar- verksmiðjum þar sem loðna er brædd allan sólarhring- inn. 1 gær biðu tvö skip lönd-' unar en það voru Ásberg og Súlan. Sigurður landaði hins vegar í gær. Allar þrær eru nú að fyllast og má þvi búast við að eitthvert hlé verði, og mun fólkinu, sem starfar við bræðsluna,vart veita af smá- hléi. — BÁ Umferðarslysum íSuður- Þingeyjarsýslu hefur fœkkað um helming U mf erðarslysum á Húsavík og í Suður- Þingeyjarsýslu hefur fækkað úr 55 í 29 miðað við sama tíma í fyrra. Það er Hjálmar Hjálmarsson lögregLumaður á Húsavík sem hefur kannað tímabilið frá ársbyrjun til ágústloka miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur Hjálmar einnig borið saman skýrslu um ölvunartilfelli, innbrot og fleira miðað við sama tíma í fyrra. í ágústlok 1975 höfðu verið samdar 155 skýrslur um slik tilfelli. en í ár aðeins 87. „ • Fulltrúi Almannavarnaróðs: Frekari róðstafanir íhugaðar við Kröflu fyrir veturinn A fundi Almannavarnaráðs í gærdag var m.a. rætt hvort varúðarráðstafanir við Kröflu teldust nægjanlegar miðað við núverandi ástand, og að sögn Guðjóns Petersen voru menn sammála um að miðað við árstíma og ástand teldust þær fullnægjandi. Hins vegar töldu þeir rétt að íhuga frekari ráðstafanir fyrir veturinn með tilliti til veðurfars og færðar. Er Guðjón var spurður hvort ráðið kynni að leggja til að verðmæti við Kröflu sem ekki eru í notkun eða eiga ekki að fara í notkun á næstunni, svo sem siðari vélasamstæðan, yrðu flutt af staðnum í öryggisskyni, taldi hann það verkefni Kröflu- nefndar að ákveða það. Æfingu vegna hugsaðs flug- sl.vss í Krísuvík bar einnig á góma og sagði Guðjón menn hafa verið mjög ánægða með niðurstöður hennar, þótt fram hafi komið hlutir sem enn mætti bæta. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.