Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976.
Orðið við áskorun nokkurra ibúðareigenda i Dúf nahólum 4
LÍTIL VON TIL AÐ
EYJÓLFUR HRESSIST?
9. júlí sl. reit Haukur Helga-
son blaðamaður frétt um ólög-
mætan húsfélagsfund í Dúfna-
hólum 4 í Reykjavík, Þar sem
ég taldi hallað réttu máli i
umræddri frétt, birti ég leið-
réttingu 12. júlí og hógværa
ádeilu á stjórn húsfélagsins.
16. júlí birtist svo „yfir-
lýsing" frá stjórn húsfélags-
ins, fundarstjóra og öðrum
fundarmönnum undir fyrir-
sögninni: „Dagblaðið skýrði
rétt frá". Aðaíuppistaðan í
þeirri yfirlýsingu er stuðningur
við fyrri ósannindi H.H. blaða-
manns, þar sem frásögn hans er
sögð „greinargóð og þar satt og
rétt skýrt frá atvikum", en
grein mín talin „dylgjur og
furðuskrif". Slík ummæli hlýt
ég óhjákvæmilega að taka sem
áskorun um að finna fyrri full-
yrðingum mínum stað, þótt ég
sé sammála fundarmönnum um
að innanhússmál þessa hús-
félags eigi alla jafna lltið erindi
í f jölmiðla.
Skyldi annars nokkrum, sem
fylgzt hefur með þessum skrif-
um, detta í hug að sama kvöldið
og gengið er frá fyrrnefndri
yfirlýsingu til Dagblaðsins er
jafnframt haldinn nýr félags-
fundur til að „staðfesta sam-
þykktir fyrri fundar" og af ótta
við lögbannsaðgerðir".
Hvaða ástæða var til að
endurtaka hinn umdeilda
félagsfund og afgreiðslu þeirra
mála sem þar voru, fyrst full-
yrðingar mínar um ólögmæti
hans voru aðeins „dylgjur og
furðuskrif"?
Þórbergur Þórðarson réð eitt
sinn vini sínum eftirfarandi
heilræði: „Þess vegna eigið þér
að fylgja þeirri meginreglu
skilyrðislaust, að svara aldrei
blaðagrein og engu í blaða-
grein, nema þér finnið ástæðu
til að varpa ljósi yfir mishermi,
leiðrétta ósannsögli eða játa
yfirsjón, sem. yður hefur á
orðið".
Ekki blindast maður nú beint
af ljósvarpinu I yfirlýsingu
fundarmanna. Ekki er eitt
einasta atriði leiðrétt og nefnt
dæmi um dylgjur og furðu-
skrif. Og ekki er verið að játa
mistök sín, heldur minnir yfir-
lýsingin öll á krakka, sem
fengið hefur hirtingu og rekur
svo út úr sér tunguna þegar
hann er kominn i hæfilega
fjarlægð.
Raddir
lesenda
„Dylgjur og
furðuskrif?"
1. Samkvæmt skýrslu þeirra
lögregluþjóna sem til voru
kvaddir vegna hins ólöglega
félagsfundar, fór H.H. blm.
með ósannindi í frétt sinni,
eins og ég hefi áður bent á og
munu þau tilkomin vegna
misskilnings hans.
Kannski hinn landsþekkti
lögfræðingur, Gunnar Eydal,
og aðrir fundarmenn vilji
láta reyna á það fyrir dómi,
hvor aðilinn fer þar með rétt
mál og hvors „dylgjurnar og
furðuskrifin" eru?
hlutans um að farið sé að
lögum í þessu  húsfélagi.
íhugunarefni
6. Brot stjórnar á lögum um
s'ameign fjölbýlishúsa var
m.a. það. að haf a aldrei boðað
a.m.k. tvo ibúðareigendur á
þá þrjá félagsfundi sem hún
hafði haldið, en þeir eru
Öttar Karlsson og Kristján
Theódórsson. Annað og
miklu alvarlegra brot er þó
það að fara ekki að þessum
lögum     við     skiptingu
kostnaðar (en skv. þeim eiga
tilteknir  liðir  að  greiðast
"sssssi^r '"**''-"
*>'*Sl.'«¦<-
Fundarboðið eitt
var ágreiningsefra
ii.Mk.   fii(iilar-.i|"r" .  Mdi.nus.ir   r-    vrrti híikuð           1\£,„
'.'í.X  -L<  *  I**""*   .T'ríí   íií.VUn,   ,írn.   UH *» """TShS,'„«¦'
"'¦'¦.,,V.M in-iialiríf tnri       ,iirii:armanni (f<>rm ). ItalJd   lí***' tn   ™jnhl""    lt»u**r"
.Húsfélogið"
Dagblaðið slcýrði rétt
frd'
-yfirlýsingfrtí
nindarmönnum
'¦unnírlnur InjtnUaildiiir. Svanur
A™.T™r7l"'.,, „','?",?"  *>""¦
"l.if-.i,ii  H .   ....."il. Smurrtur
"¦'"""'I  I-—I-.I  .-¦•¦.
2.  í 9. grein laga húsfélagsins
segir m.a.: ,,.. .Fundarefni
tilgreinist í f undarboði..."
Fyrrgreindir lögregluþjónar
tóku þau tvö fundarboð, sem
enn héngu uppi, í sína vórzlu
og er í þeim hvorki tilgreint
fundarefni né fundarstaður.
3. Þó að 18 nöfn séu undir yfir-
lýsingunni, eru það ekki eig-
endur nema 13 íbúða af 34
og með H.H. blm. voru þeir
14. t grein minni tilgreindi
ég 12—14.
4. Áður hef ég nefnt dæmi um
brot        fundarstjórans,
Magnúsar E. Finnssonar við-
skiptafræðings á almennum
fundarsköpum, en þó skal
annað tilgreint í viðbót.
Þegar kom að afgreiðslu f jár-
hagsáætlunar, voru engar
umræður um hana leyf ðar og
„framikall" mitt um það
hvernig einstökum kostnaðar-
liðum væri skipt milli ibúða,
taldi stjórnin ekki svara vert.
5. Ég sagði að stjórnin hefði
haft eina meginreglu:
„Stjórnin ræður mestu,
meirihluti íbúðareigenda
svolitlu og minnihlutinn
engu" og er þetta mál allt
dæmigert fyrir vinnubrögð
stjórnarinnar, þ.e. að hunza
ábendingar og kröfur minni-
eftir eignarhluta og aðrir að
jöfnu) heldur hefur stjórnin
haft tilhneigingu til að
skipta of miklu að jöfnu.
Þetta vandamál mun þó ekki
eingöngu bundið við okkar
húsfélag, og er það
íhugunarefni fyrir eigendur
ibúða I fjölbýlishúsum -al-
mennt.
Eins og sjá má af ofanrit-
uðu, hef ég fært rök fyrir
öllum mínum fyrri full-
yröingum og því treystu
fundarmenn sér að sjálf-
sögðu ekki til að nefna eitt
einasta dæmi um „dylgjur og
furðuskrif".
Gjöldum ranglega
skipt
Á siðasta aðalfundi hús-
félagsins var lögð fram fjár-
hagsáætlun fyrir næsta starfs-
ár. Þar sem hvorki lóðar-
kostnaður né lánsfyrirgreiðsla
vegna lóðarframkvæmda lá
fyrir, var næstu stjórn falið að
kanna þessi atriði strax á næstu
dögum. og kalla síðan saman
félagsfund , þannig að hægt
væri að ákveða mánaðarleg
húsfélagsgjöld á íbúðar-
eigendur.
Það var svo ekki fyrr en á
fjórða félagsfundi að loksins
tðkst að afgreiða fjárhags-
áætlun fyrir húsið og ákveða
húsfélagsgjöldin Hafði þá
gjöldum ýmist verið svo rang-
lega skipt að stjórnin var rekin
með áætlanir sínar til baka,
eða f undir voru ólögmætir.
Sem dæmi má nefna að
stjórnin ætlaði að innheimta
5000 krónur mánaðarlega á
hverja íbúð, þótt sannanlegur
kostnaður væri um 3000
krónur.
örlitla viðleitni hefur þó
stjórnin sýnt í þvi að leiðrétta
vitleysuna, t.d. hafa húsfélags-
gjöld á stærstu ibúðunum (4ra
og 5 herbergja) verið hækkuð
um á annað þúsund krónur á
mánuði. Núverandi gjöld tel ég
þó ennþá röng, þar eð minnstu
ibúðir (2ja og 3ja herbergja)
greiði of mikið og þær stærstu
of litið. Því má skjóta hér inn í
að meirihluti núverandi
stjórnar húsfélagsins er úr 4ra
og 5 herbergja ibúðum.
Sem dæmi um þá skekkju
sem :stjórnin neitar að
leiðrétta má nefna að miðað
við inneign stærstu íbúðar
mætti lækka gjöldin á 2ja her-
bergja íbúðum (þær eru um
14) um hér um bil 3000 krónur,
að viðbættum u.þ.b. 1000
krónum vegna rangrar skipt-
ingar — eða samtals um 4000
krónur á mánuði!
Þar sem það hefur komið i
minn hlut að vinna að gerð f jár-
hagsáætlana fyrir húsfélagið sl.
tvö ár (eða frá stofnun þess) og
jafnframt að sjá um lokafrá-
gang reikninga (án þess að at-
hugasemdir hafi komið þar
við), tel ég mig hafa sæmilega
góða þekkingu á því sem um er
deilt. Þegar séð var að nú-
verandi stjórn færi ekki að
lögum, bauðst ég til að leggja
fram útreikninga á húsfélags-
gjöldunum á félagsfundi, en
hvorki stjórn né fundarmenn
töldu sig þurfa .á þeim upp-
lýsingum að halda. Einn
eigandi 5 herbergja ibúðar
sagði þó hreinskilnislega að ef
það væri rétt sem ég héldi
fram, þá greiddi hann að sjálf-
sögðu atkvæði með tillögum
stjórnarinnar, þar sem hann
græddi á því.
Síðbúið svar
Þetta svar mitt er nokkuð
siðbúið og eru ástæðurnar
tvær. Sú fyrri er vegna sumar-
leyfis en hin • seinni er sú, að
ég þurfti á tilteknum upplýs-
ingum að halda úr f undargerða-
bókum húsfélagsins. Þegar til
kom bannaði formaður ritara
að sýna mér bækurnar og það
var ekki fyrr en ég hafði stigið
fyrstu skrefin í þá átt að fá
stjórnina dæmda til að afhenda
umbeðnar upplýsingar, að hún
lét undan.
Það virðist því lítil von til að
Eyjólfur hressist!!
Reykjavík 31. ágúst 1976.
Raf n Árnason.
Hví skyldi giftum konum meiri
vorkunn?
— Undorleg athugasemd i skattaþœtti
Sigurbjörg Levy hringdi:
Eg má nil til með að lýsa
furðu minni á athugasemdum
Margrétar Bjarnason frétta-
manns. á útvarpinu, í sjón-
varpsþætli um skattamál sem
sýndur var 'ál. þrið.iudagskvöld.
Þar var komið inn á umræðu
um sérsköttun hjóna og spurði
Margrét ráðherrann, Matthías
A. Mathiesen, hvort einhverjar
fyrirbyggjandi     ráðstafanir
hefðu verið gerðar gagnvart því
að giftar konur flýðu vinnu-
markaðinn, þegar farið yrði að
skattleggja tekjur þeirra að
fullu.
Þetta fannst mér ákaflega
einkennileg athugasemd frá
kvenmanni að kvennaári nýaf-
stöðnu. Hún bar vott um eigin-
hagsmunasemi af f yrstu gráðu.
Hvernig er með konur þær, sem
einhleypar eru, annaðhvort
ekkju, fráskildar eða bara alls-
endis ótengdar hjónaböndum,
sem unnið hafa úti í fjölda ára
og orðið að greiða full opinber
gjöld af tekjum sínum?
Hvernig  hafa  þessar  konur
farið að? Ég skil ekki hvað gift-
um konum er meiri vorkunn að
greiða rétt gjöld frekar en
hinum. Dæmið vill bara oft
snúast á þá lund að eigin-
konurnar vinna úti fyrir fullu
kaupi, fá síðan 50% afslátt og
nægja laun þeirra þá nákvæm-
lega fyrir þeim opinberu
gjöldum, sem fjölskyldan þarf
að standa skil á. Síðan eru
laun eiginmannsins gjörsam-
lega frí og frjáls til afnota.
Ja, það er ekki að furða þó
eiginkonurnar kvarti. Þær ættu
að prófa að losa sig við eigin-
mennina smátíma og sjá hvaða
byrði yrðí þá lögð á þær.
Spurning
dagsins
Ætlarðu í
berjamó?

Sigrún Gestsdóttir kennarl: Já,
mig langar mikið til þess. Ég býst
við að ég fari á Selvogsheiði,
þangað hef ég farið oft áður.
Sólveig Halldórsdóttir ieikkona:
Nei, ekki f ár. Eg hef bara svo
mikið að gera að ég má ekki vera
að þvi.
Gylfi Gfslason nemi: Nei, ég hef
aldrei farið í berjamó og fer ekki
þetta árið. Mér finnst þau voða
góð og fæ að smakka hjá kunn-
ingjum mfnum.
Marfa Jenný Jónasdóttir, vinnur f
Seðiabankanum: Já, það getur vel
verið að ég geri það, ef þau eru þá
ekki búin.
Kristinn Magnússon stöðumæla-
vörður: Nei, ég fer ekki I berja-
mó'.. vegna þess að mér finnast
ber ekki gðð. Annars get ég svo
sem þegið bláber.
Berglind Berghreinsdóttir, 11
ára: Já, mér finnast þau lfka voða
góð. Ég hef farið og tint dálftið
við Vindáshlíð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24