Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMRER 1976.
KISSINGER OG VORSTER
HITTAST Á SUNNUDAG
Nú er talið endanlega
ákveðiö að þeir Henry
Kissinger og John Vorster
forsetrS-Afríku hittist í Zurich
næstkomandi       sunnudag.
Utanríkisráðuneytið banda-
ríska hafði tilkynnt, að Kiss-
inger gæti ekki komið á sunnu-
<C
Kissinger     vildi     heldur
heimsækja  pabba  sinn  og
mömmu en ræða við Vorster.
daginn, sem átti að véra fyrsti
dagurinn af þremur, sem þeir
ræðast við. Nú hefur það sem
sagt breytzt.
Um tíma leit út fyrir að
diplómatískt taugastríð væri að
hefjast vegna yfirlýsinga
Kissingers um kynþáttastefnu
Suður-Afríku og viðbragða
Vorsters við þeim. Övissan um,
hvaða dag fundum þeirra
tveggja bæri saman var þó ekki
á yfirborðinu spröttin af því
taugastríði heldur vegna þess
að Kissinger hugðist nota
sunnudaginn til að hvíla sig og
skreppa jafnvel í heimsókn til^
foreldra sinna, sem eru nú
staddir í Vestur-Þýzkalandi.
Erlendar
fréttir
REUTER
Útsala — Útsala
Stórkostleg
verðlœkkun
Elízubúðin,
Skipholti 5.

Þér getið valið
um fjölmörg borðstofu-
sett - og við hlökkum til
að sjá yður.
Húsgagnadeild
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
OEIRDIRILONDON
Hér má sjá blökkumenn bera einn félaga sinna á brott í miklum
óeirðum, sem staðið hafa í Notting IIill i London að undanförnu,
eftir að til átaka kom á Calypso-hátíð þann 30. fyrra mánaðar.
A.m.k. 100 manns slösuðust í átökunum, þar á meðal 45 lögreglu-
menn, sem komið var með á sjúkrahús. Rúður voru brotnar, bílum
velt og þeir brenndir i þessum óeirðum, sem taldar eru vera þær
verstu þar í landi síðan 1958.
BANDARISKIR BÆNDUR FRAMLEIDA
ÞRISVAR SINNUM MEIRA AF
MATV/ELUM EN ÁRID 1955
Hver bandarískur bóndi
framleiðir á dag matvæli fyrir
56 manns, eftir því sem kemur.
fram í nýrri könnun, sem
bandariska landbúnaðarráðu-
neytið hefur látið gera. Til
samanburðar má geta þess að
fyrir ellefu árum, árið 1965,
framleiddi  hver  bandarískur
bóndi matvæli fyrir 37 manns
og árið 1955 fyrir 19.5.
Fyrir tveimur öldum, eða
árið 1776, lifðu meira en 80%
prósent mannkynsins á land-
búnaðarafurðum. Þá fram-
leiddi hver bóndi ofan í sig og
aðeins tvo í viðbót.
Sími 2 86 01
GE0RGE WASHINGT0N
HÆKKAR ENN í TIGN
Fulltrúadeild Bandaríkja-
þings hefur samþykkt að
hækka George Washington í
tig, f hershöfðingja, — 176
árum e|tir að hann lézt.
Hugmyndin um að hækka
Washington í tign, úr aðstoðar-
hershöfðingja í „hershöfðingja
herjanna", kom frá hernaðar-
nefnd þingsins sem fannst að
hann ætti heiðurinn skilinn.
Herinn hefur þó látið í ljós
misjafnar tilfinningar vegna
samþykktarinnar svm enn á
eftir að hljóta hlessun öldunga-
deildarinnar. Segja ráðamenn
þar að stöðuhækkun forsetans
fyrrverandi hafi sáralitla þýð-
ingu fyrir herinn eða stöðu
hans í sögunni.
„Alltaf er litið á George
Washington sem einn mesta
herforingja sem við höfum átt.
hvaða stöðu sem hann hafði
innan hersins," segir í tilkynn-
ingu frá hernum.
200
MÍLUR í
N0REGI
í DAG?
Að fengu fordæmi okkar
Islendinga er búizt við að
Norðmenn tilkynni þá
ákvörðun sína að færa land-
helgina út í 200 mílur í dag.
Miklar umræður hafa
verið um þetta mál í Noregi.
að undanförnu og er álitið
að útfærslan taki gildi 1.
nóvember n.k.
Tilkynni stjórnin þessa
ákvörðun sína í dag. verður
að bíða staðfestingar Stór-
þingsins, en þar er meiri-
hluti þingmanna fylgjandi
útfærslunni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24