Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 197$.
GREIÐSLAN ALLT AÐ ÞREM VIKUM
Á LEIÐINNI í GEGNUM KERFK)
Fólk er dálítið lengi að venjast gírógreiðslum
„Þegar fólk greiðir gíróseöil-
inn fyrir afnotagjöld af útvarpi
og sjónvarpi fer greiðslan inn á
reikning í Landsbankanum
Laugavegi 77 og er færð þar á
reikning hjá tölvu," sagði Axel
Ölafsson innheimtustjóri rikis-
útvarpsins.
Tilefni þess að DB ræddi við
Axel var að við höfðum spurnir
af því að einhver brögð væru að
því að fólk væri búið að greiða
þennan gíróseðil fyrir allt að
þrem vikum, en fengi þá heim-
sókn frá rukkara stofnunar-
innar. Sem von er, þykir fólki
illt að þurfa að greiða sama
reikninginn tvisvar.
„Það er eðlileg skýring á
þessu," sagði Axel. „Við berum
okkur saman við listann írá
tölvunni á þriggja vikna fresti,
þannig að gírógreiðslan getur
verið allt að þrjár vikur á leið-
inni til okkar.
Ef svo óheppilega vill til að
fólk hafi kvittun fyrir gíró-
greiðslunni ekki handbæra eða
greiði sama reikninginn tvisvar
þá leiðréttist það um leið og
næsta útskrift kemur frá tölv-
unni. Færist þá aukagreiðslan
viðskiptavininum til tekna og
honum  að  sjálfsögðu  aðeins
gert að greiða ef einhver hækk-
un hefur orðið fram að næsta
greiðslutimabili.
Það er eiginlega ómögulegt
að fyrirbyggja að svona slys
geti hent," sagði Axel.
— Hvernig hef ur innheimtan
í ár skilað sér?
„Hún hefur skilað sér mjög
vel. Við erum búnir að vera
með nokkuð marga rukkara úti,
bæði skólafólk og aðra og það
hefur gengið mjög vel."
— Er fólk tregt við að nota
girókerfið?
„Við byrjuðum á þessari inn-
heimtuaðferð fyrstir allra opin-
berra fyrirtækja árið 1968. Það
tekur fólk alltaf dálítinn tíma
að venjast þessu fyrirkomulagi.
Ég hef tekið eftir því að síð-
ustu daga greiðslutímabilsins
myndast stórar biðraðir gjald-
enda en allt í kring eru bank-
arnir sem taka við gírógreiðslu
án þess að viðskiptavinurinn'
þurfi að standa í bið r öð.
Einnig eru alltaf svona um
það bil 15% af síðustu gj'ald-
endunum sem eru erf iðir. Þetta
eru alltaf sömu nöfnin sem við
erum að berjast við."
— Er algengt að tækjum sé
lokað vegna vanskila?
„Það er þð nokkuð um það og
ef það dugar ekki þá verðum
við að taka tækin. Við höfum
hér geymslu til þess að geyma
þau i og verður fólk þá að koma
og leysa þau út.
Það geta auðvitað verið alls
kyns ástæður hjá fólki og við
reynum að taka tillit til þess
eftir beztu getu með því að
leyfa því að greiða skuldiná í
tveim eða þrem áfóngum og
reynum' að halda innheimtu-
kostnaðinum í lágmarki," sagði
Axél Ölafsson innheimtustjóri.
—A.Bj.
AGUST PETERSEN A SLOÐUM
PÉTURS GAUTS
„Eg er ákaflega ánægður
með ferðina og þann heiður
sem mér var sýndur með að
vera boðið," sagði Ágúst Peter-
sen listmálari sem er nýkominn
heim frá Noregi. Honum var
boðið að vera viðstaddur og
taka þátt í svokallaðri Per Gýnt
stemned (Pétur Gautur-hátíð)
sem haldin hefur verið ár hvert
í bænum Vinstra í Guðbrands-
dal síðan 1967. Það ár voru 100
ár liðin síðan Ibsen gaf út
Pétur Gaut, en Pétur er
ættaður frá Vinstra.
„Við  borðuðum  einmitt  í
Agúst  Petersen  með  málverk  sitt,.,, Sáturnar",  ásanit  Snöfrid
Kleifen, sem keypti málverkið með manni sínum, Niels Kleifen.
húsinu sem Pétur Gautur og
móðir hans, Ása, bjuggu í,"
sagði Ágúst „og þar voru
drukknar gullnar veigar og
ramm-norskur matur borinn
fram. Vinstra er aðeins niu
þúsund manna bær og það eru
15 prófessorar, lektorar og
kennarar úr bænum, sem
standa fyrir þessari hátíð."
Ágúst       er       fyrsti
íslendingurinn sem hlotið
hefur þann heiður að vera
þarna viðstaddur. Þangað
komu frægir listamenn víðs
vegar að, 15 manna list- og þjóð-
dansaflokkur frá Ráðstjórnar-
ríkjunum (Riga í Lettlandi), 7
dansarar og hljómlistarmenn
frá Svíþjóð, ballet-og látbragðs-
leikarar frá Danmörku að
ógleymdum Alf Malland frá
ríkisleikhúsinu í Osló, sem
Norðmenn kalla leikara á
heimsmælikvarða. Hann lék
Pétur Gaut en Ásu lék Arn-
hild Skurdal. Leikritið var bæði
sýnt í leikhúsi og utanhúss.
„Ég átti fjögur verk á
samsýningu málara," sagði
Agúst ,,og seldi eitt fyrir gott
verð, „Sáturnar" til Niels
Kleifen.     Hann     safnar
málverkum og á meðal annars
verk eftir Chagall, Miro og
Dali".
-EVI
">'"¦  :' ...
<¦•-,  .  .-
Hann Ólsen er vorboði
Mér er sama þó aðrir miði við lóuna, það er ekki komið vor hér á
Akureyri fyrr en Andrés Ölsen er kominn að sunnan. Hann hefir
komið með vori á ári hverju og unnið hér sumarlangt við hreinsun á
götum bæjarins.
Ölsen varð fyrir meiðslum í síðustu heimsstyrjöld þegar
flutningaskipi sem hann sigldi með var sökkt. — Síóan hefir hann
ekki átt fyllilega samleið með okkur hinum og hefir labbað í
rólegheitum sínar eigin götur. En hann er vinur morgunhrafnanna
á Akureyri. Þeir stoppa gjarnan og glettast við hann eða hlusta á
frásagnir af svaðilförum sem farnar hafa verió um allan heim.
Við þökkum Olsen fyrir sumarið, — sjáumst að vori.      F A
Réttarhléi lokið:
Hjólin fara að snúast ó ný
Bæjarþing Reyk.iavíkur tók til
starfa í gærmorgun eftir réttarhlé
sumarsins. Má því segja, að hjól
einkamálaréttarins séu tekin að
snúast aftur nieð venjulegum
hraða.
Þrátt fyrir réttarhlé og sumar-
frí dómara og starfsmanna
borgardóms Reykjavíkur, reynist
snmarið  vera  einhver  drýgsti
vinnutimi dómara í málum sem
unnið er að. Með réttarhléum
skapast betri vinnufriður en oft
vill verða þegar stöðugt bætast
við ný mál til meðferðar.
Málflutningur fyrir Hæstarétti
hefst einnig um þessar mundir
eftir hefðbundið réttarhlé þar.
—BS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24