Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 9
l).\<;m, \ÐH). — FÖSTL'DAGUR 3. SEPTEMBER 1976. 9 „Ástkœra ylhýra málið" veldur 700 þús. kr. skaða- og miskabótamáli Gunnar Finnbogason stefnir Skúla Benediktssyni, en báðir hafa gefið út kennslubœkur íslenzkt mál og málfræði hafa löngum verið þrætuepli en það hefur þó oftast verið án afskipta dómstóla. Nú hefur hins vegar útgáfa kennslubóka í þessum merku fræðum og blaðadeilur höfunda þeirra orðið til þess, að fram er komin stefna í borgar- dómi Re.vkjavíkur og krefst Gunnar Finnbogason, höfundur annarrar bókarinnar þess að höf- undur hinnar, Skúli Benedikts- son, greiði sér 200 þús. kr. í miskabætur og 500 þúsund kr. i skaðabætur. ,,Það er rétt, Gunnar hefur stefnt mér,“ sagði Skúli í viðtali við DB. ,,Við höfum báðir gefið út bækur um svipað efni, en Gunnar varð eitthvað óhress út af minni. Það eru hins vegar blaðagreinar okkar sem málsókninni munu aðallega valda. Gunnar skrifaði grein í Mbl. 2. okt. 1975 og argast þar út i mina bók. Ég svaraði strax, en greinin birtist þó ekki fyrr en 11. nóvember. Aftur svaraði Gunnar og ekki stóð á birtingunni því hún birtist í Mbl. 14. nóvember. Mér fannst þá nóg komið og sinnti ekki frekari svörum,“ sagði Skúli. Leið svo veturinn en þá fékk Skúli stefnu sem dagsett er 1. marz. 1 henni er farið fram á áðurnefndar miska- og skaða- bætur. „í stefnunni er þess getið að bók Gunnars hafi ekki selzt, eftir að grein min birtist,” segir Skúli. ,,Ég hlæ nú að því því engin sala er í kennslubókum eftir 11. nóv- ember, en þá birtist grein mín. Eg taldi þó, að áður en Gunnar byrjaði blaðaskrifin hafi mín bók tekið sölu frá hans bók. Skaða- bótakrafan sýnir bezt að sú skoðun mín var rétt. En hér er hlegið að þessu öllu saman,“ sagði Skúli. í stefnunni eru tilfærð ummæli úr grein Skúla i 8 liðum sem talin eru skaða- og miskabótaskyld. í 3.' lið stefnunnar er fjallað um milli- fyrirsagnir í grein Skúla, þ.e.: „Gunnar flengir sig“, „Reisn Gunnars útgefanda — eða prang“, „Að verma sitt hræ við annarra eld, og eigna sér bráð sem af hinum var felld“. I 8. lið er kært út af þessum orðum: „Sýnir þó vel hve glöggur fræðimaður Gunnar er. í báðum bókunum sem ég fékk í hendur haustið 1973, telur hann upp átta tíðir sagna í framsöguhætti". Skúli taldi að stefnan yrði tekin fyrir í haust. Lögfræðingur Gunnars er Páll S. Pálsson en Þorvaldur Lúðvíksson mun flytja málið fyrir Skúla hönd. Bók Skúla sem heitir „íslenzk málfræði og málnotkun“ er gefin út af Skuggsjá og er 2. útgáfa hennar nú að koma út. — ASt.. Höfum við gengið til góðs...? ÓGNVÆNLEG SAKAMÁL BÍÐA ENN ÓFRAGENGIN Eins og komið hefur fram í fréttum hefur fjöldi afbrota af ýmsu tagi hér á landi aukizt til muna hin sióustu ár og í ljósi síðustu atburða og ef litið er í dagblöð frá því í vetur og fram til þessa dags kemur ýmislegt í ljós. Alls eru níu manns í gæzlu- varðhaldi vegna morða, eða að- ildar að þeim, en það sem af er þessu ári. hafa verið framin fjögur morð, svo vitað sé um. Fjögur ungmenni sitja enn í gæzluvarðhaldi vegna Geir- finnsmálsins. svonefnda. Eitt þeirra hefur játað að hafa orðið Geirfinni Einarss.vni að bana. Þrír ungir menn hafa svo játað að hafa valdið eða átt aðild að dauða Guðmundar Einarssonar. Einn ungur maður er í gæzlu- varðhaldi vegna morðs á Akur- eyri og fjórir fvrir þrjú morð í Revkjavík. Þá er í gangi umfangsmikil rannsókn á ávísanaviðskiptum nokkurra aðila og hafa altt að 26 manns, sumir hverjir þekkt- ir viðskiptamenn verið nefndir í. því sambandi. í beinu fram- haldi af því má nefna að rann- sóknarlögreglumenn stóðu einn samstarfsmann sinn að verki í banka. Hefur hann játað að hafa svikio sér fé með fölskum ávísunum. í gangi er rannsókn á við- skiptum eigenda veitingahúss- ins Klúbburinn og hefur ákæra verið birt gegn tveim af eigend- unum fyrir flest hugsanleg brot á skatta- og viðskiptalögum. I svipuðum dúr er rannsókn- in á hinu svonefnda Grjót- jötunsmáli en þar er nú kannað hugsanlegt brot á gjaldeyrislögum og nær sú rannsókn yfir fleiri skipakaup hingað til lands erlendis frá. Möguleiki er á því að eigendur Ræsis hf. hafi gerzt brotlegir við viðskiptalögin og er það mál í rannsókn hjá Sakadómi. Þá hafa tveir tollþjónar verið ákærðir um smygl. Leirvogsmálið, sem fjallar um drukknun ungs manns í Leirvogsá, hefur verið tekið til endurrannsóknar hjá Saka- dómi enda álit ýmissa. þ.á m. föður mannsins, að ekki hafi farið fram nægilega ítarleg rannsókn. Hæstaréttarlögmanni hefur verið stefnt vegna meints mis- ferlis í viðskiptum. Og restina reka svo fjölda- mörg mál er varða smygl á fíkniefnum til landsins, en einn ungur maður situr í fangelsi á Spáni fyrir tilraun til slíks. —HP Á vegum Fiskifélagslns og ráðuneyta ..Mikill áhugi á sjóvinnubrögð- um meðal ungs skólafólks". hét grein sem birtist í blaðinu i gær. í henni láðist að geta þess að þaó námskeið sem um var fjallað og þau önnur, sem úti um land eru haldin um þetta efni, eru haldin á vegum Fiskifélags Islands, sjávar- útvegsráðuneytisins og mennta- málaráðuneytisins. Skólaloeknir óskast til að annast heilsugæzlu í eftir- töldum skólum borgarinnar: Armuiaskóla Vesturbæjarskóla Fósturskóla íslands Vogaskóla Landakotsskóla Ölduselsskóla Réttarholtsskóla Laun samkvæmt samningi Læknafé- lags Islands og menntamálaráðu- neytisins. Upplýsingar hjá aðstoðarborgarlækni, Heilsuverndarstöðinni. Umsóknir berist borgarlækni fyrir 15. september nk. Reykjavík, 1. september 1976. Borgarlœknir Sölumaður sem er á ferð um land allt allan ársins hring óskar eftir góðri söluvöru. Atvinnurekcndur athugið! Hér er um gullið tækifæri að ræða til að koma vörum ykkar á framfæri. Nánari uppl. í síma 22452. Verkfrœðistofa Sigurðar Thoroddsen s/f óskar eftir að ráða til starfa sendil á vélhjóli eftir hádegi, Nánari uppl. veittar á verkfræðistofunni, Ármúla 5, R-vík. Sími 84499. '\MÆSWm verkfrædistOFA SIGURÐAR THOROD06EWV ÁRMÚU4 REYKJAVlK SlMI 84499 Innflutningur Óskum eftir að komast í samband við aðila, sem gœti leyst út fyrir okkur vörupartí. Tilboð sendist augld. Dagblaðsins merkt: „Góður arður.“ Málaskólinn Mímir Lifandi tungumálakennsla. Mikið um nýjungar. Kvöld- námskeið — siðdegisnámskeið. Samtalsflokkar hjá Eng- lendingum. Léttari þýzka. íslenzka fyrir útlendinga. Franska, spánska, ítalska. Norðurlandamáiin. Hin vinsælu enskunámskeið barnanna. Unglingum hjáipað fvrir próf. Innritun í síma 10004 og 11109 kl. 1-7 c.h. Gífurleg verðlœkkun — Skór á alla fœti Karlmannaskór — kvenskór — barnaskór — inniskór. Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 74 — Framnesvegi 2

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.