Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						10
BIADW
fiýálst áháð dagblað
(.'tucfandi bá£l>Iaðiðítf.
Framkvæm<last.jóri: Sveinn K. Kyjölfsson. Ritstjóri: Jönas Kristjánsson.
Kniiastióri: .Jón BirgJr Pétursson. Ritst.jórnarfulltrúi: Haukut'"Helfíason. Aðstoðarfrétta-
sijnii: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jöhannes Reykdal. Handrit
Asjírímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna B.jarnason. Ásgeir Tómasson. Berglind Asjífiisdöttir. Bragi Sigurðsson.
. Krtui V. Iíii-olfsdóttir. (íissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helííi Pétursson. Jóhanna Birgis-
dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristin Lyðsdóttir. Ólafur Jónsson. Ömar Valdimarsson. Ljósmyndir
Arni I'áll Jóhannsson. B.jarnk'ifur B.iarnleifsson, Björgvin Pálsson. Ragnar Th. Sigurðssori
C.jaldkeri: hráinn Þorleifsson. Dreifingarst.jóri: MárÉ.M. Halldörsson.
Áskrifiaixjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasblu 90 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12. simi 8:í:í22. auglýsinuyr. askriftir bg afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022.
Setninii og umhrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf.. Armúla 5.
Mynda- »j> plotuiíerð: Hilmir hf.. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19.
Vefc/o ekki traust
DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976.
Stjórnmálamenn, sem vilja njóta
trausts almennings, þurfa að vera
sannorðir. Þeir þurfa að venja sig
á aö segja sannleikann, allan sann-
leikann og ekkert nema sannleik-
ann. Þetta er stundum erfitt,
þegar • illa stendur á. En það
borgar sig vel, þegar til lengdar lætur, því að
almenningur er fljótur að læra að meta sann-
orða stjórnmalamenn.
Hér á landi er því miður allt of algengt, að
stjórnmálamenn reyni að ljúga sig út úr vanda-
málum líðandi stundar, jafnvel þótt þeir viti, að
upp komist um síðir. Sennilega byrjar þetta
með því, að þeir freistast til að fresta vanda-
málum sínum, en getur endað með því, að þeir
blekki ekki aðeins aðra, heldur einnig sjálfa
sig.
Tvö dæmi um þetta vandamál verða rakin
hér lauslega. Þau eru í sjálfu sér ekki merkileg,
en sýna þó, hvernig stjórnmálamenn hafa
stundum blekkingar á hraðbergi án þess að
blikna né blána og jafnvel án neinnar sjáan-
legrar ástæðu.
Dagblaðið skýrði frá því 18. ágúst, að væntan-
legur væri annar þýzkur sérfræðingur til rann-
sóknarlögreglunnar til viðbótar við Schiitz, sem
þá var búinn að vera hér um skeið.
Þessar upplýsingar hefðu ekki átt að skelfa
Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra. Samt sá
hann ástæðu til að bera fréttina strax til baka.
Hann sagði ,í Tímanum 19. ágúst: Ég kannast
ekki vió það, að væntanlegur sé hingað til lands
annar þýzkur sérfræðingur til rannsóknarlög-
reglunnar og það hefur ekkert komið til tals,
svo ég viti, að f á annan þýzkan sérf ræðing"
Daginn eftir þessar eindregnu afneitanir
skýrðu blöðin frá því, að þessi sérfræðingur
væri samt væntanlegur. Síðan hefur þessi
maður komið og verið í fréttunum vegna
nýjasta morðmálsins.
Dagblaðið skýrði frá því 20. og 21. ágúst, að
sjómenn á Halamiðum teldu Vestur-Þjóðverja
moka þar upp þorski undir því yfirskini, að um
karf a væri að ræða. Ennf remur, að ekki væri að
treysta löndunartölum, þar sem Þjóðverjarnir
gætu sagzt hafa veitt þorskinn við Austur-
Grænland og Færeyjar. Loks sagði blaðið að
íslendingar hefðu ekkert eftirlit með þessu.
Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra
bar þetta eindregið til baka í Vísi 24. ágúst.
Hann sagði þar: ,,Þetta á ekki við nein rök að
styðjast. Það er fylgzt vel með veiðum Þjóð-
verja. Bæði eru tekin sýnishorn úr aflanum og
ennfremur eru skýrslur" frá Þjóðverjum.
Tveim dögum síðar upplýsti forstjóri Land-
helgisgæzlunnar í Dagblaöinu, að „við höfum
aldrei kannað aflasamsetningu né aflamagn
vestur-þýzku togaranna". Sagði hann gæzluna
aðeins hafa kannað möskvastærðir, en mundi
einnig kanna hitt, ef ráðuneytið óskaði þess. Og
hinn 27. ágúst upplýsti svo Dagblaðið, að
sjávarútvegsráöuneytið heföi þó óskað eftir
því, að gæzlan kannaði sérstaklega aflasam-
setningu og aflamagn vestur-þýzku togaranna.
Engin skýring er til á því, hvers vegna reynt
var að beita blekkingum í þessum málum.
Kannski er það bara vaninn sem ræður.
*0
Víkingur 2. lendir
ó Mars í dag:
Víkingur 2., geimf arið banda-
ríska, mun lenda á reikistjörn-
unni Mars skömmu eftir sólar-
uppkomu þar á stjörnu í dag, ef
allt fer að óskum vísinda-
manna. Lendingarstaðurinn
Utópía er hrjóstrugt landsvæði
en þar telja vísindamenn samt
að auðveldara verði að finna líf
en á lendingarstað Víkings 1.
sem enn starfar á reikistjörn-
unni.
Skömmu fyrir klukkan átta í
kvöld mun geimferjan losna frá
flauginni og með aðstoð
bremsumótora og fallhlífa mun
hún lenda á Mars þrem timum
síðar.
Vísindamenn vonast til þess að
svona fari lending Víkings 2.
frám. Með hjálp fallhlífa og
bremsueldflauga mun geim-
ferjan lenda mjúklega á sand-
breiðu i Útópíu.
Á BAK YIÐ
BYRGÐA
GLUGGA
Nú haustar og þá hefjumst
við handa. Enn hafa bankarnir
skotiztmillitannannaá fólki. Og
ekki að ófyrirsynju. Nú vegna
þess að vegna framhalds-
rannsóknar svokallaðra Geir-
finnsmála setti Seðlabankinn
af stað athugun á ávísana-
viðskiptum tiltekinna manna,
og upplýst. hefur verið, þótt
hægt gangi, að þar sé um að
ræða fjársvik sem nema stórum
upphæðum. Að vísu er ennþá
óljóst hvort landslög ná yfir
fjársvik af þessu tagi, það eru
heldur ekki nema tólf ár síðan
fyrst komst upp um slíkt. og
eins og kunnu«?t er er löggjafi
landsins ekki methafi í
spretthlaupum.Einser óljóst að
hve miklu leyti bankarnir eða
ábyrgðarmenn þar hafa verið i
vitorði með ávísanaútgéfendun-
um — og óvíst er hvort það
verður nokkurn tímann upp-
lýst.
Það eru misseri síðan það
fór almennt að renna upp fyrir
mönnum hvers konar óheilla-
sukk hugsanlega viðgengst og
hefur viðgengizt á bak við
byrgða glugga bankakerfisins.
Landsmönnum var á siðastliðn-
um vetri opnuð sýn inn í einn ¦
banka — einkabanka reyndar,
Alþýðubankann. Og þvílík sjonl
Verðbólgan og pólitísk ofc
hugsjónalaus bankaráð hafa
framkallað nýja stétt manna.
bankabraskara, og þessi  nýja
Kjallari á
föstudegí
Vilmundur GyKason
stétt hagnast um upphæðir,
stundum svo ótrúlegar, að það
þarf áreiðanlega að segja þeim,
sem fyrir utan þetta kerfi
standa, það tvisvar eða þrisvar.
Og þetta eru meira að segja
orðin svo opinber sannindi, að
fyrir nokkrum dögum sá hjal-
miðillinn íslenzki, Morgunblað-
ið, ástæðu til þess að fara
nokkrum    almennum    og
merkingarlausum orðum um
bankaspillinguna í forustu-
grein. Þá má gera ráð fyrir að
ástandið sé orðið svart.
Prinsípmól.
Vegna ávísanamisferlisins
hefur merkilega grundvallar-
spurningu borið á góma. Á að
birta nöfn þeirra sem með
þessum hætti hafa »verið að
leika á bankakerfið, með eða án
þess vitundar? Nú er það
auðvitað svo að slik nafnbirting
felur ekki i sér sakfellingu, hún
væri einasta til þess fallin að
upplýsa landsmenn um
hverjir hafa verið að komast
yfir fjármuni með þessum
hætti. Það væri svo dómstóla
seinna meir að finna út hvort
það væri saknæmt. Auðvitað er
sh'k nafnbirting álitamál — en
eins og dómskerfinu háttar og
eins og fólk í vaxandi mæli og
að gefnu tilefni vantreystir því
og eins og sögusögnum háttar,
þá var auðvitað ekki um annað
að ræða en að birta þessi nöfn
strax. Eins og raunar dóms-
málaráðherra vildi að gert yrði,
hvernig sem á því stendur.
Hitt er svo einkennilegra að í
sjónvarpsfréttum var það haft
eftir yfirsakadómaranum í
Reykjavík, Halldóri Þorbjörns-
syni, — að á meðal ávísana-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24