Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1976 — 202. TBL. RITSTJORN SÍÐUMULA 12, SÍMl 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022 Ályktanir sjómanna- og verkalýðsfélaga um bróðabirgðalögin: Undrandi að œðsti moður lýðveldisins stoðfesti slík lög — lögin réttlœtast ekki með að verið sé að koma í veg fyrir stöðvun flotans — engin vinnustöðvun hafði verið boðuð Stjórnir flestra sjómanna- félaga hafa nú komið saman og mótmælt harðlega bráðabirgða- löggildingu launakjara sjó- manna og þannig segir t.d.’ í ályktun miðstjórnar ASI að stjórnin láti í ljós þá von sína að sjómenn treysti nú samtök sín og hrindi þeirri valdníðslu sem þeir nú eru beittir. Einnig heitir ASl sjómannasamtökun- um öllum þeim stuðningi sem það megnar að veita til að þau fái endurheimt samningsrétt sinn. V í ályktun aðalfundar vél- stjóradeildar Verkalýðsfélags Akraness segir m.a. að laga- setning þessi sé gerræði og auk þess ástæðulaus. Einnig lýsir fundurinn yfir undrun sinni á því að æðsti maður íslenzka lýð- veldisins skuli nú sjá ástæðu til að staðfesta slík lög. Þá segir í mótmælum Sjó- mannafélags Eyjafjarðar að engin vinnustöðvun hafi verið boðuð og því verði þessi lög ekki réttlætt með að verið sé að- koma í veg fyrir stöðvun flot- ans eða bjarga einhverjum verðmætum. -G.S. ÞJÓÐFÉLAGSSTIGINN VIÐ FRÍMÚRARAHÖLLINA ? Það skyidi þó ekki vera þjóð- félagsstiginn sent hefur verið reistur fyrir framan húsnæði Frímúrarareglunnar við Skúla- götu? Iðnaðarmennirnir, sem eru þarna að störfum, eru reyndar ekki múrarar í fríi heldur málarar. Þeir vinna þarna við að prýða eitt sér- kennilegasta húsiði Reykjavík sem hefur verið reist á síðustu árum. Almenningur veit reyndar ekkert um hvað fer fram innan þykkra veggja þessa húss. Þar starfar alþjóð- leg lcyniregla og reglubræður einir vita hvort allt húsið er eins fallegt að innan og utan. DB-mynd Arni Páll. Ingi R. ó möguleika ó stórmeistaratitli — og Haukur ó titli atyjóðameistara Sjó bls. 6 Mörg byggðarlög vilja ylrœktarver Sjó bls. 5 Enn breytist PARADÍS — sjó popp ó bls. 12-13 Vantar 300 kennara? — eða vantar bara 300 kennara með skirteini? — sjó Hóaloft ó bls. 2 YFIRHEYRSLUR í ÁVÍSANAKEÐJUMÁLINU BYRJAÐAR Yfirheyrslur í ávísanakeðju- rnálinu svonefnda hófust í gær og munu halda áfram í dag og á morgun. Hrafn Bragason umboðs- dómari sagði í samtah við fréttamann blaðsins í gær að um „frumyfirheyrslur" yrði að ræða fyrst í stað en undir- búningur þeirra hefði staðið undanfarna viku. Hrafn sagði að sér virtist málið vera mjög yfirgripsmikið en það yrði að taka sinn tíma. ,,Ef maður togar í eínn spottann." sagöi hann. ,.þá gæti hnykillinn komið allur og maður veit ekki h\að hann erstór." Um þá tvo ávísanareikninga. sem umboðsdómarinn sagði á fundi með fréttamönnum í síóustu viku að væru enn i notkun, sagði hann að sér væri ekki kunnugt um hvort þeim hefði verið lokað. Hrafn kvaðst ekki geta gefið upplýsingar um í hvaða banka — eóa bönkum — þeir reikningar væru þegar DB óskaði eftir að fá að kanna það atriði á eigin spýtur. Samkvæmt umboðsskrá Hrafns Bragasonar nær rann- sókn hans til tuttugu og sex bar.kareikninga og meintrar misnotkunar finuntán reikn- ingshafa á þeim. I lögum er heimild fyrir dómsmálaráðherra til að skipa umboðsdómara í opinberu máli, ef það þykir ofvaxið hinum reglulega dómara, án þess þó að vanhæfi komi til eins og algeng- ast er þegar setudómari er skipaður (t.d. ef tengsl dómara við málið eða málsaóila eru of mikil). Setudómari er þannig háður ákveðnu umdæmi en um- boðsdómari getur háð dóms- þing hvar sem er á landinu. Upp um þessa meintu mis- notkun bankareikninganna komst þegar verið var að kanna ákveðna þætti Geirfinns- málsins í Sakadómi en tengsl þessarar rannsóknar við Geir- finnsmálið þykja nú hafa veriö afsönnuð. — ÓV/BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.