Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. OKTÖBER 1976. EFNIÐ OG ANDINN Viðtal við Hðrð Ágústsson um sýningu hans að Kjarvalsstððum Þaö þarf vart að kynna Hörð Ágústsson fyrir lesendum. Sem starfsamur og skapmikill lista- maður, kennari og fyrirlesari, sérfræðingur í byggingarsögu íslands, ritstjóri og áhuga- maður um alla hönnun hefur hann þegar sett mark sitt á íslenska menningu og þjóðlíf. Fyrstu sýningu sína hélt Hörður árið 1949 og hafa verk hans sést á almannafæri á nær hverju ári síðan og þessa dagana sýnir hann um 100 myndir að Kjarvalsstöðum. Sýninguna nefnir hann „Úr lit og formsmiðju 1953-1976“ og stendur hún fram til 12. nktóber. Aðalst. Ingólfsson: Hörður, má af nafni sýningarinnar ráða að hér sé um yfirlitssýningu að ræða? Starfskraftur óskast strax við auglýsinga- og innheimtustörf. Þarf að geta unnið sjálfstœtt. Reglusemi áskilin. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist Dagblaðinu, Þverholti 2, fyrir 12. þ.m. merkt „Rösk 222". KOMIÐ TÍMANLEGA Hörður Agústsson: Alls ekki. Við getum kallað þetta yfirlits- sýningu á ákveðinni hug- myndafræði, — uppgjör við arkitektinn í mér. A.I.: Mörgum finnst þú marg- skiptur, bæði í starfi og list. I listinni vinnur þú annars vegar frjálst og ljóðrænt, en hins vegar stranggeómetrískt eins og á þessari sýningu. Er ekki um neina togstreitu að ræða hér, eða eru þetta tvær hliðar á sama hlutnum? H.Á.: Einar Benediktsson sagði að í sér væru tveir menn, séntilmaður og dóni og þeir töluðust ekki við. í mér er bæði arkitekt og ljóðskáld og þeir eru sífellt að rífast. Sem barn vildi ég verða bæði arkitekt og listmálari, mála formiðdaginn og byggja eftirmiðdaginn — en þetta hefur mér ekki tekist enn. Geómetrían tók sinn tíma að þroskast hjá mér og má segja að hvað mig snerti spretti hún upp úr ítalskri endurreisn, þ.e. nýklassískum kenningum spek- inga eins og Alberti og Pacioli um hlutföll, gullinsnið, jafn- vægi o.s.frv. Allt var þetta hluti af endurvakningu platónskrar hugsunar um ,,fullkomin“ form. Þetta drakk ég f mig á árunum í kringum 1950. En úr þessum kenningum gat ég ekki unnið þá þegar, því ég var í Frakklandi og komst í snertingu við franskan expressjónisma sem vakti í mér skáldið og ýtti arkitektinum til hliðar um stund. Svo var ég aftur á Ítalíu 1952 og endurnýjaði kynnin við Giotto og sannfærðist endanlega um það að geómetrísku formin, hringurinn, ferhyrningurinn og þríhryngurinn, móta alla list. Ári síðar höldum við Karl Kvaran, Sverrir Haraldsson og Eiríkur Smith samsýningu sem ásamt Vorsýningunni það ár lagði grundvöllinn áð geómetrískri list á íslandi. Stuttu síðar heimsótti ég Vasareley í París, en hann var þá að byrja með optiskar myndir, og fannst mér að þetta væri rétta leióin fyrir mig. Síðan hafa arkitektinn og ljóðskáldið togast á og vonandi endar sú barátta með jafntefli. A.I.: Nú hafa menn leitað til geómetríunnar til að hreinsa málverk af öllum óþarfa tilfinningum. Aðrir vilja hins- vegar meina að beina línan og rétta hornið s^ u i sjálfu sér alveg eins tilfinningalega hlaðinjnns og frjálsa línan. H.Á.: Geómetrían er að vísu mikill hreinsunareldur, en vissulega verða tilfinningar að vera með í spilinu þegar mynd- verk er byggt upp. Skynsemin og tilfinningarnar verða að haldast í hendur. i öllu sem við gerum. A.I.: Nú hefur. því verið haldið fram af mörgum að geómetrísk- optiska listin hafi runnið sitt skeið á enda og önnur list henti heiminum i dag. H.A.: Um það veit ég ekki. Skeiðíok verða aldrei bundin vissu ártali. Yngri menn sækja að sjálfsögðu á önnur mið. en það segir ekki allt. En í raun er það ekki réttlátt að ætlast til þess að menn séu að stökkva á milli sviða í list þótt ég sé sjálfur ekki saklaus af sliku. Sjáðu t.d. Karl Kvaran. hann byggir enn á geómetrískum grunni, en drott- inn minn, — hann er að gera stórkostlega hluti. Svo hafa Ameríkanarnir verið að endur- nýja sig á þessum sama grunni. A.I.: Finnst þér að í verkum af því tagi sem þú sýnir nú eigir þú samleið meðeinhverju af því sem er að gerast í erlendri list? H.Á.: Ég held að á ýmsum stöðum sé verið að vinna að sömu hugmyndinni, — ekki skal ég neita því. Þú ert líklega að spyrja hvort ég sé undir áhrifum frá Stella. Auðvitað sá ég Stella á sínum tíma, en það var hvati þess að ég dró fram þessar teikningar og klippi- myndir frá 1953-55 og fór að H.A.: Já, en afstraktmálari má ætíð gæta sín á því að falla ekki í leikaraskap með samræmda liti og á því reyndi ég ávallt að gæta mín. Þetta er ekki skreytilist og því er hún fremur exklúsíf, eins og einlífi eða jóga. Að visu er hún fyrir hvern sem er, — en hún gerir miklar kröfur til skoðandans, sem ég held að sé virðingarvottur við hann. Þetta er list, sem er í raun ekki langt frá tónlist. A.I.: Þú vinnur þessar myndir á nýstárlegan hátt, — og ég veit ekki til þess að nokkur hafi lagt út á sömu braut. Þú byggir þær algjörlega upp með lituðum límböndum. Hver er kosturinn við slík vinnubrögð? r ^ Myndlist k j vinna úr þeim upp á nýtt. Annars finn ég til meiri skyldleika við Jósef Albers og litatilbrigði hans, auk þess sem mér þykir Barnett Newmann áhrifamikill listamaður. A.I.: Nú vinnur þú með sterka liti sem þú raðar saman á alla mögulega vegu, þangað til samspil þeirra veldur gjarnan titringi á sjónhimnunni. Er það þessi sjónerting sem skiptir mestu máli í þessum myndum? H.Á.: Alls ekki. Mörgum finnst hún bölvanleg í fyrstu, en ég er hættur að taka eftir henni. Nei, það er annað og meira sem ég er að stefna að, — ég er að re.vna að gefa myndunum and- legt inntak. A.I.: Nú hefur þú gert eins konar Kristsmyndir, t.d. mynd- röðina um mannssoninn á síðustu sýningu þinni í Norræna húsinu. Er skyldleiki með þeim myndum og þessum hér? H.Á.: Vissulega. Án þess að vera með neina trúarjátningu. þá hef ég eins og aðrir verið upptekinn af spurningunni um guðdóm. um æðstu rök tilverunnar. Þar á ég alls ekki við spiritisma. — nei. þessar myndir eru hluti af ákveðnum díalóg og um þau andlegu liig- mál, sem standa á bak við til- veruna. Þessar myndir gætu því verið hinar einu og sönnu altaristöflur nútímans. A.I.: Svo þessar m.vndir hafa mun víðara gildi heldur en það að erta sjónhimnuna og vera bugguleg hýbýlaprýði. H.A.: I myndum eins og þessum verða öll skil að vera hrein og bein, og því er mun þægilegra að vinna þær svona, í stað þess að mála þær. Þetta er einfaldlega hagkvæmni. Þetta auðveldar mér einnig að vinna í myndröðum. A.I.: En er ekki það litaval sem þessi litbönd bjóða upp á það þröngt að það takmarki útfærslu hugmyndanna? H.Á.: Alveg öfugt. Eg ákvað i byrjun að vinna ein- ungis með frumlitina og því hentuðu límböndin ágætlega. Þetta gerir það að verkum að litirnir blandast á sjónhimn- unni en ekki á fletinum og miklu hreinni verkan kemur út úr málverkinu. A.I.: Ert þú ekki hræddur við að texti. auglýsingar og önnur hönnun sem b.vggist á sam- stillingu og samspili litræma, geri skoðandanum erfiðara fyrir í mati á málverki af því tagi sem þú vinnur? H.A.: Alls ekki. Þau gera sitt til þess að útbreiða svipaðar hugm.vndir. Ef þú skoðar innbú og skreytingar r.enaissance húsa. þá sérðu sömu upp- setningu og koma fram i málverkum meistaranna. A.I.: Að lokum Hörður. hvað viltu ráðleggja þeim, sem kemur inn á sýningu eins og þina i fyrsta sinn? H.A.: Að vera fordómalaus, — vera eins og barn. Myndirnar gel ég ekki skýrt frekar. enda er það hið óútskýranlega sem skiptir mestu máli i listaverki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.