Dagblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 24
[ Stórblaóið Financial Times: J
NÝ DEILA VIÐ ÍSLEND-
INGA í UPPSIGUNGU?
Brezka stórblaðió Financial
Times segir í gær að Bretar séu
á villigöium í Iandhelgismálum
og ný deila við íslendinga
ikunni að vera í uppsiglingu.
Blaðið segir, að Bretar geti
ekki staðið einir, eins og
reynslan hafi sýnt, í deilum við
Islendinga. Þeir þurfi aðstoð
Efnahagsbandalagsins og
stuðning, eigi þeir að geta fært
út í 200 mílur.
„Lítill timi er til stefnu,"
segir blaðið.
„Bretar ættu að samþykkja
tillögur Efnahagsbandalagsins
í aðalatriðum og reyna síðan að
bæta þær.“
„Ijtanríkisráðherrar Efna-
hagsbandalagsins hittast í Hol-
landi nú um helgina og ræða
nær eingöngu um fiskveiði. Nái
þeir ekki samkomulagi, verður
síðasta tækifærið til þess lík-
lega á toppfundi EBE í lok
nóvember, aðeins einum eða
tveimur dögum áður en
samningurinn við íslendinga
gengur úr gildi.“
„Það sýnir, hversu röng
stefnan er,“ segir blaðið, „að í
utanríkisráðuneytinu brezka er
nú farið að ræða möguleika á að
verða að semja við íslendinga
án tilkomu EBE, og þetta telur
utanríkisráðuneytið ógnun.“
-HH.
„Bíðum ekki
í tvö ár”
- segír förmaður
launamálaráðs
háskólamanna um
nefndarskipun
fjármálaráðherra
„Við erum ekki reiðubúnir
að bíða í tvö ár,“ sagði Jón
Hannesson menntaskóla-
kennari, formaður launamála-
ráðs Bandalags háskólamanna,
í viðtali við Dagblaðið í gær.
Hann sagði að fjármálaráð-
herra talaði um að nefnd, sem
skipuð verður, eigi að Ijúka
samanburði á kjörum opin-
berra starfsmanna og fólks á
hinum almenna vinnumarkaði
áður en næst verði gengið til
heildarsamninga. Þetta þykir
háskólamönnum langur tími.
Háskólamenn hafa samið til
tveggja ára. „Við bíðum nú til
15. nóvember til að sjá hvort
ríkið kemur til móts við kröfur
okkar um verkfallsrétt og 30%
kauphækkun.“ sagði Jón. Eftir
það kann ýmislegt að gerast.
„Við lítum svo á að fjármála-
ráðherra lýsi með nefndar-
skipuninni vantrausti á Kjara-
dóm, eins og við höfum þegar
gert með því að draga okkar
mann út úr honum,“ sagði Jón.
„Hefði Kjaradómur farið að
lögum og aflað sér sjálfstæðra
gagna um samanburð á launum
okkar og launum á frjálsum
markaði hefði ekki þurft slíka
nefnd. Þetta höfum við gagn-
rýnt fyrr. Það lýsir ástandinu.
Við erum í sjálfu sér ekki and-
vígir nefndarskipuninni.
Félögin eru nú að kanna
hvernig eigi að bregðast við því
að samninganefnd ríkisins kom
ekki til móts við kröfur okkar.“
—HH
Borgarbókasafnið flytur lesstofuna:
LESTRARHESTARNIR
FÆRA SIG UM SET
Að hætti margra opinberra
stofnana er Borgarbókasafnið
farið að færa sig út fyrir veggi
aðalheimkynna sinna í
Þingholtsstræti 29A. Hefur
safnið nú fengið húsnæði að
Þingholtsstræti 27, og þar
opnar ný og falleg lesstofa á
mánudagsmorguninn. Þar
munu engin útlán fara fram, en
aðeins verður lánað til þeirra,
setn vilja lesa sín fræði á les-
stofunni. Lessæti eru þarna við
borð fyrir 30 manns og 6 sæti
eru nálægt inngöngudyrum,
ætluð þeim, sem koma til dag-
blaða og tímaritalesturs. Er hér
,um 16 sæta aukningu að ræða
frá því sem var í Esjubergi.
Myndina tók ljósmyndari
Dagblaðsins af hinni nýju og
glæsilegu aðstöðu safnsins
(DB-mynd Sv. Þorm.).
Ávísana-
keðjumálið:
„EKKIANÆGÐUR”
________ MEÐ ALLAR
UPPLÝSINGAR BANKANNA
— um yfirdráttarheimildir reiknings- 1
hafanna, segir umboðsdémarinn J
„Það er mörgum spurningum
ennþá ósvarað, en framhald
vinnunnar er að verulegu leyti
undir bönkunum komin,“ sagði
Hrafn Bragason umboðsdómari
i ávfsanakeðjumálinu I samtali
við fréttamann blaðsins í gær.
„Ég hef enn ekki fengið allar
þær upplýsingar sem ég hafði
beðið um frá bönkunum," sagði
Hrafn ennfremur, „og með tvö
af þeim svörum, sem ég hef
fengið frá stóru bönkunum, er
ég óánægður og verð að fara
niður í það betur. Þau atriði
varða yfirdráttarheimildir."
Hrafn kvað svör við fyrir-
spurnum sínum hafa borizt frá
nokkrum bankanna en frá ein-
um banka og einum sparisjóði
vantaði alveg umbeðnar upp-
lýsingar sem hann hefði þó átt
von á að vera búinn að fá.
Fyrirspurnir umboðsdómar-
ans til bankanna voru um yfir-
dráttarheimildir á ávísana-
reikningum, hvernig þær
heimildir væru almennt
veittar, bæði formlegar — þ.e.
stöðugar, og eins munnlegar
skammtímaheiinildir. Hann
hefur einnig óskað eftir ítarleg-
um upplýsingum um yfir-
dráttarheimildir þeirra aðila
sem rannsóknin tekur til, bæði
skammtima og fastar, frá hvaða
tima þær væru veittar og til
hvaða tíma.
—ÓV
UNDAR-
LEGIR
GUÐIR-
VEÐUR-
GUÐIRNIR
Veðráttan hefur verið góð
við bæði menn og mál-
leysingja þetta haustið.
„Ágætisvor", heyrast menn
segja í gamni eftir að hafa
hlýtt á regnhljóðið samfellt
eða svo gott sem í heilt
sumar á suðvesturhorni-
landsins.
Fuglarnira myndinnivoru
að spóka sig við innsigling-
una til Reykjavíkur, hafnar-
kjaftinn gamla. Líklega voru
þeir að „skeggræða“ um
blíðuna og undarlegheit
veðurguðanna sem ráða
ríkjum á umráðasvæði
þeirra.
(DB-mynd Arni Páll).
fijálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR 30. OKT. 1976.
Björn Jónsson um
skattabreytinguna:
„LÍTIÐ í TAKT
VIÐ 0KKAR
PUNKTA”
„Það stendur eftir, að
skattar þyngjast á þessu ári,
og við erum ekki hressir yfir
því,“ sagði Björn Jónsson,
forseti Alþýðusambandsins,
í viðtali við Dagblaðið.
Blaðið spurði Björn um
afstöðu til tillagna ríkis-
stjórnarinnar í skatta-
málum. „Ekkert bendir til
að þessar breytingar þýði
lækkun á sköttum,“ sagði
Björn. „Það er stefna okkar
í ASÍ að skattar á miðlungs-
tekjur verði lækkaðir. Þetta
er aðalkrafa okkar í ályktun
um skattamál sem hefur
verið send verkalýðsfélög-
unum til athugunar fyrir
ASÍ-þingið.“
„Ef ég ber tillögur ríkis-
stjórnarinnar saman við
okkar punkta þá er lítið af
þeim í takt við þá. Við erum
að vísu fylgjandi einföldun
frádráttarliða en þó gæti það
þýtt hækkun og þá erum við
andvígir. Við erum einnig
fylgjandi því að atvinnu-
reksturinn og tekjur
einstaklinga verði aðskilin.
Það er til bóta.
Að öðru leyti tökum við
þessum tillögum með öllum
fyrirvara.“
I tillögum ríkisstjórnar-
innar er meðal annars gert
ráð fyrir að hjón greiði
skatta hvort fyrir sig.
Tekjum þeirra verði skipt til
helminga og skattafsláttur
veittur útivinnandi konum.
Laun sjálfstæðra atvinnu-
rekenda verði áætluð.
—HH