Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 16
16 I DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. JANUAR 1977. fþrdttir íþróttir íþróttir Iþróttir Meistarinn sigur- vegari á nýársmóti Sigurður vann í Sviss Sigurður Jónsson, ungi ís- firðingurinn, sem getið hefur sér svo góðan orðstír á skíðum, bar sigur úr býtum á svigmóti í Sviss um helgina samkvæmt frásögn ísl. sjónvarpsins. Keppendur á mótinu voru 120 og Sigurður hlaut sjö hundruðustu úr sekúndu betri tíma, en sá, sem varð í öðru sæti. Ekki er blaðinu kunnugt um hver styrkleiki þessa skíðamóts var, en þess má geta, að keppt var í Evrópukeppninni í Sviss um helgina, og ails ekki er útilokað, að sigur Sigurðar hafi verið í bvi móti. Stigahæstur þar er Peter Muller, Sviss, með 50 stig, en í níunda sæti voru jafnir Cathomen, Sviss, og Strand, Svíþjóð, með 26 stig. Björná7,0í 50 m grinda- hlaupi A frjálsíþróttamóti í Baldurs- haga á föstudag hljóp Björn Blöndal, KR, 50 metra grinda- hlaup á 7.0 sek. Það er f jórði bezti árangur íslendings í greininni, íslandsmet Valbjarnar Þorláks- sonar og Stefáns Hallgrímssonar er 6.8 sek. A sama móti stökk Stefán 6.47 m í langstökki. fig held ég sé að komast i sama form og var á síðasta keppnis- tímabili — og sjálfstraustið er að aukast. sagði sænski heimsmeist- arinn í alpagreinum. hinn tvítugi Ingemar Stenmark eftir að hann sigraði í svigi heimsbikarsins í Kitzbuehel í Austurríki i gær. Það var þriðji sigur Svíans i svig- Rúmenar sigruðu Rúmenía sigraði Júgóslaviu '\ úrslitaleik hcimsmeistaramóts stúdenta í handknattleik í Varsjá í gær. Lokatölur voru ekki gefnar upp í fréttaskeyti Reuters. Röð þjóðanna á mótinu varð 1. Rúmenía, 2. Júgöslavía 3. Pólland 4. Sovétrikin 5. Ungverjaland 6. Túnis 7. Búlgaría 8. Japan 9. Belgia og 10. Alsír. Austur-Þjóðverjar, sem ekki komust í úrslit handknattleiks- keppninnar á Olympíuleikunum í Montreal, gerðu sér lítið fyrir í gær í úrslitum Baltic-Cup og gjör- sigruðu sovézku olympíumeistar- ana í úrslitaleik mótsins. Loka- tölur 19-13 eftir að staðan var 8-6 fyrir Þjóðverja í hálfleik. Pólverjar hlutu þriðja sætið í Valur og FH gerðu jafntefli í 1. deild íslandsmóts kvenna í Laug- ardalshöll í gær. Urslit 8-8 eftir að FH-stúlkurnar höfðu lengstum haft forustu í leiknum. Þá hlaut Víkingur sín fyrstu stig í mótinu — sigraði UBK með 16-10 eftir 7-7 í hálfleik. Vegna mistaka var hvor hálfleikur í þessum leik aðeins 20 mín. í stað 25 mín.. eins inu — en brunmeistarinn mikli Franz Klammer, Austurríki, gerði það enn betra á laugardag, þegar hann sigraði í bruni á sama stað. Það var fjórði brunsigur hans í vetur í heimsbikarnum — og jafnframt þriðja árið í röð, sem hann sigrar í hinu klassíska Hahnenkamm-bruni í Kitzbuehel. Það afrek hefur enginn fyrr unn- ið á því merka móti. — Þetta var sérstaklega erfið keppni, sagði Klammer, sem sagðist enn vel muna, þegar hann fór niður þessa erfiðu braut í fyrsta skipti. Klammer hlaut fimmta sætið samanlagt í bruninu og sviginu í Kitzbuehel og heldur því forustu í svigakeppni heims- bikarsins — en ég held þó enn, að Ingemar Stenmark verði heims- meistari á ný, sagði Klammer eftir keppnina. Italinn frægi, Gustavo Thoeni, varð sigurvegari samanlagt í Kitzbuehel — en keppninni, þegar þeir sigruðu Vestur-Þjóðverja 26-25 eftir fram- lengdan leik. 23-23 eftir venjuleg- an leiktíma, en V-Þjóðverjar höfðu þá yfir í hálfleik 13-12. í keppninni um fimmta sætið sigr- uðu Svíar Norðmenn en ekki var getið um úrslitin í fréttaskeyti Reuters. Unglingalið A-Þjóðverja varð í sjöunda sæti á mótinu, en Danir skipuðu neðsta sætið. og vera á í Islandsmótinu. Þessi mistök voru uppgötvuð eftir leik- inn — og stúlkurnar þá látnar leika 10 mín. til viðbótar. Víkingur skoraði þá fjögur mörk gegn tveimur UBK. A DB-mynd Bjarnleifs að ofan er Björg Guð- mundsdóttir, landsliðskonan kunna í Val, með knöttinn í leikn- um gegn FH. stigatala efstu manna í heims- bikarnum er nú þannig: 1. F. Klammer, Aust. 108 2. I. Stenmark, Svíþj. 104 3K. Heidegger, Aust. 101 4. Piero Gros, Ítalíu, 90 5. G. Thoeni, Italíu 77 6. H. Hemmi, Sviss, 73 7. B. Russi, Sviss, 52 8. Phil Mahre, USA, 51 9. W. Tresch, Sviss, 49 10. F. Bieler, Italíu 42 11. F. Radici, Ítalíu, 41 12. H. Hinterseer, Aust. 40 13. P. Frommelt, Licht. 36 14. W. Frommelt, Licht. 30 Stórkostlegt einvígi var milli Stenmark og Piero Gros í sviginu i gær. Eftir fyrri umferðina voru þeir nákvæmlega jafnir með 47.66 sek. — og í miðri brautinni í síðari umferðinni var Gros með 19-hundruðustu úr sekúndu betri tíma en Stenmark. Hins vegar var árangur Svíans hreint undra- verður í neðri hluta brautarinnar og hann sigraði á 51.97 sek. Gros varð annar á 52.40 sek. Gustavo Thoeni, sem var aðeins í 11. sæti eftir fyrri umferðina, náði næst beztum tíma í síðari umferðinni 52.32 sek., þrátt fyrir, að festing í bindingu hans losnaði þá. Eftir keppnina sagði Gros, að það hefði háð sér að vera með rásnúmer eitt í síðari umferðinni. Þá sagði hann einnig, að hann tcldi Stenmark hafa mesta sigurmöguleika í keppninni. „Það er enginn annar, sem getur einbeitt sér jafn vel á réttum tíma — einkum, þegar líður að lokum keppninnar. Úrslit samanlagt í Kitzbuehel urðu þessi, en Ingemar Stenmark íslandsmeistarinn Sigurður Haraldsson, TBR, varð sigurveg- ari í einliðaleik karla á Nýárs- móti TBR, sem háð var í íþrótta- húsi félagsins i gær. Til úrslita lék Sigurður við félaga sinn Jóhann Kjartansson, TBR, og sigraði með 15-13 og 15-9. í und- anurslitum vann Jóhann Hörð Ragnarsson, ÍA, með 15-12, og 15- 11, en Sigurður vann Sigfús Ægi Arnason, TBR, með 1-15, 15-7 og 15-7. I einliðaleik kvenna í meistara- flokki sigraði Lovísa Sigurðar- dóttir, TBR, Hönnu Láru Páls-; dóttur, TBR, með 11-5, og 11-1. I A-flokki karla sigraði Broddi Kristjánsson, TBR, sem er aðeins Þetta var góður sigur hjá Charleroi á heimavelli gegn CS Brugge, 3-0, og liðið er nú komið af mesta fallhættusvæðinu í 1. deild, sagði Guðgeir Leifsson, þegar blaðið ræddi við hann í gærkvöld. Guðgeir var varamaður í leiknum. Fyrri hálfleikur var heldur slakur, en Charleroi skoraði þá eitt mark. Fyrirliðinn Böhmer. í síðari hálfleiknum sótti Brugge-liðið heldur meira, en tókst ekki að skora — en kom þar ekki til greina, þar sem hann keppti ekki í bruninu. 1. G. Thoeni, Italíu 33.07 2. W. Tresch, Sviss, 33.84 3. A. Steiner, Austur. 39.88 4. S. Fatstl. V-Þýzk. 43.49 5. F. Klammer, Aust. 44.42 6. A. Wenzel, Licht. 44.55 7. L. Stock, Aust. 53.59 8. P. Muller, Sviss, 56.76 9. Greg Jones, USA, 56.89 10. P. Fischer, V-Þýzk. 59.53 I svigkeppninni í gær varð Franco Bieler, Italíu, í 3ja sæti, Klaus Heidegger, Austurríki, fjórði og Gustavo Thoeni, sem fjórum sinnum hefur sigrað i keppninni um heimsbikarinn, varð í fimmta sæti. Sigurtími Klammer í bruninu var 2:09.71 mín. Rene Berthod, Sviss, varð annar á 2:10.64 mín. og Bernhard Russi, Sviss, þriðji á 2:10.81 mín. KRvann á Akureyri Þór sigraði Armann 12-6 í 1. deild kvenna í handknattleiknum á Akureyri á laugardag. í 2. deild karla sigraði KR Þór með 16-15. Nánar verður sagt frá þessum leikjum á morgun. Capesvarp- aði 20,92 m Enski Evrópumeistarinn Geofí Capes varpaði kúlu í gær 20.92 metra á innanhússmóti í Woiver- hampton. Þetta er bezti árangur, sem náðst hefur í kúluvarpi inn- anhúss á Bretlandsevjum og brezkt met. 16 ára, sonur badmintonhjónanna kunnu, Huldu Guðmundsdóttur og Kristjáns Benjamínssonar, Kjartan Nielsen, KR í úrslitum með 15-2 og 15-2. I A-flokki kvenna sigraði Ragn- heiður ívarsdóttir, Val, Sigríði M. Jónsdóttur, TBR, í úrslitum með 11-0, 8-11 og 11-6. I B-flokki karla sigraði Björgvin Guðbjörnsson, KR, (Jónssonar landsliðsmanns í knattspyrnu hér áður fyrr) Agúst Jónsson, KR, í úrslitum með 18-16 og 15-4. I B-flokki kvenna sigraði Kristín Aðalsteinsdóttir, ÍA. Dröfn Guðmundsdóttur, Gerjilu, í úrslitum með 12-10 og 11-4. Þátt- takendur í mótinu voru 85. Charleroi skoraði tvívegis úr skyndiupphlaupum. Fyrst Van Velle, sem keyptur var frá Union í fyrra, síðan Böhmer. Eftir sigurinn er Charleroi fjórða neðsta liðið í deildinni. Ostende er neðst með 8 stig, FC Liege hefur 10 stig. Charleroi hefur 13 stig. Standard Liege sigraði FC Liege á leikvelli sínum í gær 1-0 og hefur þá unnið báða leikina í innbyrðisviðureign Liege-liðanna. Völlurinn var ákaflega erfiður — en leikmenn Standard miklu sprækari. Ásgeir Sigurvinsson er nú kominn í framlínuna hjá Standard. Ég var að tala við Stefán Halldórsson, sagði Guðgeir, en keppnin í 2. deild hófst á ný um helgina. Royale Union lék á heimavelli gegn St. Trond. Union átti miklu meira í leiknum, en tókst þó ekki að knýja fram sigur. Leiknum lauk án þess mark væri skorað. Union er í efsta sæti í deildinni með 22 stig, en tvö lið fylgja fast á eftir með 21 stig hvort. Úrslit í 1. deildinni urðu þessi: Charleroi — CS Brugge 3-0 Anderlecht — Beveren 2-0 Beerschot — Waregem 2-2 Malinois — Antwerpen 2-2 Standard — Liege FC 1-0 Lokeren — Molenbeek 2-0 FC Brugge — Ostende 3-1 Courtrai — Winterslag 0-1 Beringen — Lierse 1-0 ísfirðingar enn án stiga Um helgina lék lið tsfirðinga tvo leiki í íslandsmóti 2. deildar í kröfuknattleiknum. Ekki varð suðurför þessi árangursrik að þessu sinni. Liðið tapaði báðum leikjum sinum. Á laugardag léku ísfirðingar við UMF Laugdæla og sigruðu Laugdælir í daufum leik pieð 69 stigum gegn 58. Beztu menn þeirra voru Tómas Jónsson og Haraldur Geir. Hjá Isfirðingum voru Ömar Torfason og Jón Odds- son stigahæstir með 16 stig hvor. A 'sunnudag léku Isfirðingar svo við UMF Grindavíkur í íþróttahúsinu í Njarðvíkum. Það var fjörlegur leikur og höfðu Grindvíkingar yfir allan tímann. I hálfleik var staðan 39-38, en loka-j tölur 78-74 fyrir Grindvíkinga. Stigahæstir Isfirðinga voru Karl Jensson með 23 stig og Ómar Torfason með 11. Magnús Val- geirsson var stigahæstur Grind- víkinga með 34 stig, Björn Birgis- son skoraði 20 stig og Ólafur Jóhannsson 18. Aeftirléku Hauk- ar og tBK í bikarkeppni KKÍ. Haukar sigruðu með 74-48. Staðan í 2. deild Islandsmótsins er nú þannig: Þór 4 8 Grindavík 4 6 Laugdælir 4 4 Haukar 3 2 Snæfell 3 2 KFlsaf. 4 0 Þriðji sigur Stenmark í svigi heimsbikarsins —en Klammer heldurforustunni ístigakeppninni A-Þjóðverjar léku sér að meisturunum —sigruðu sovézku Olympíumeistarana íBaltic-Cup Lið íslendinganna töpuðu ekki leik

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.