Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIi). MANUDAGUR 21. MARZ 1977.
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþrófttir
Geir Hallsteinsson með knöttinn í baráttu við Hörð Sigmarsson, Haukum, en Guðm. Stefánsson fylgist
með. DB-mynd Bjarnleifur.
FH jafnaði úr vafa-
sömu víti í lokin!
—og íslandsmeistarar FH og Haukar skildu jöf n
21-21 íl.deild íslandsmótsins
Loks Ármanns-
sigur í körf unni
Hafnarfjarðarliðin FH og
Haukar skildu jöfn á laugardag i
1. deild íslandsmótsins í hand-
knattleik, 21-21 og skoruðu
íslandsmeistararnir jöfnunar-
mark sitt úr vítakasti þegar
aðeins 9 sekúndur voru til loka
leiksins. Jafntefli voru réttlát úr-
slit í jöfnum og spennandi leik
sem iðulega var nokkuð vel leik-
inn en þess á milli gerðu leik-
menn sig seka um slæm mistök.
FH fékk sannkallaða óska-
byrjun — kom Haukum í opna
skjöldu á byrjun með hraða sín-
um og hve fljótir leikmenn voru
fram.Þannig skoraði FH fjögur
fyrstu mörk leiksins og hefðu
mörg lið brotnað við slíkt mótlæti
— en ekki Haukar. Þeir skoruðu
fyrsta mark sitt á 8. mínútu og um
miðjan fyrri hálfleik höfðu þeir
náð að jafna 5-5. Sannarlega vel
gert — þeir tóku sig saman í
andlitinu og börðust vel og að
baki þeim stóð Gunnar Einarsson
sig vel í markinu.
Það sem eftir var af fyrri hálf-
leik var ákaflega jafnt með
liðunum — FH komst að vísu tvi-
vegis tvö mörk yfir en Haukar
höfðu engu að síður forustu í leik-
hléi 13-12 — og var 13. mark
Hauka eitthvert hið furðulegasta
sem sézt hefur í íslenzkum hand-
knattleik — skorað þegar aðeins
14 sekúndur voru til leikhlés.
Gunnar Einarsson kastaði knett-
inum langt fram en Birgir Finn-
bogason komst inn í sendingu —
einn leikmanna Hauka stóð fyrir
framan Birgi, sem ætlaði að kasta
knettinum fram — hann stóð á
punktalínu. En Birgir hætti
skyndilega við — ætlaði að snúa
sér í hring en á ótrúlegan hátt
missti hann knöttinn sem fór í
mannlaust markið, 13-12 Haukum
í vil, ótrúlegasta sjálfsmark sem
sézt hefur í 1. deild.
Síðari hálfleikur var ákaflega
jafn — á 3. mínútu var staðan
14-14 og síðan 16-16. Þá náði FH
hins vegar tveggja marka forustu
18-16. Haukar virtust vera að
brotna — gerðu sig seka um ákaf-
lega slæm mistök en enn tóku
þeir sig saman í andlitinu og
þegar 10 mínútur voru til leiks-
loka hiifðu þéir'náð að jafna 18-
18. Aftur náði FH tveggja marka
forustu 20-18 en seigla Haukanna
vann upp leikreynslu FH — á 27.
mínútu höfðu þeir enn jafnað 20-
20 og spennan í hámarki og áhorf-
endur með á nótunum. Sigurgeir
Marteinsson skoraði 21. mark
Hauka á 29. mínútu — FH með
knöttinn og leiktíminn að renna
út — Þórarinn Ragnarsson fór
inn úr horninu að því er virtist
óhindraður en Gunnar Einarsson
varði. Gunnar Kjartansson annar
dómari stóð alveg við atvikið og
dæmdi innkast — en Ólafur
Steingrímsson, sem stóð langt úti
á velli dæmdi vítakast og hans
dómur réð — FH slapp með
skrekkinn á hinu umdeilda víta-
kasti en úrslitin 21-21 voru sann-
gjörn þegar á heildina var litið.
Hörður  Sigmarsson  var  að
venju langdrýgstur Hauka —
skoraði 10 mörk, þar af 6 úr vít-
um. Ölafur Ólafsson, Ingimar
Haraldsson og Stefán Jónsson
skoruðu 2 mörk hver. Guðmundur
Haraldsson, Svavar Geirsson, Þor-
geir Haraldsson, Sigurgeir Mar-
teinsson og jú, hota bene, Birgir
Finnbogason, skoruðu eitt mark
hver.
Viðar Símonarson skoraði flest
mörk FH — 6 2 víti. Geir Hall-
steinsson og Þórarinn Ragnarss.
skoruðu 4 hvor, Janus Guðlaugs-
son og Sæmundur Stefánsson 3
mörk hvor.
Leikinn dæmdu Gunnar Kjart-
ansson og Ölafur Steingrímsson.
h halls.
Eftir fjóra tapleiki í röð tókst
fslandsmeisturum Armanns loks
að binda enda á tapferil sinn
þegar Ármann sigraði Fram í 1.
deild körfuknattleiksins í gær,
91-84. Ekki var leikur liðanna
góður, nei síður en svo, en þó að
Ármann eigi nú ekki möguleika á
íslandsmeistaratitlinum hlýtur
sigurinn í gær engu síður að vera
kærkominn.
Leikurinn var lengst af í jafn-
vægi, Armann hafði yfir í leikhléi
44-41 og um miðjan síðari hálfleik
varð Jón Sigurðsson að fara af
leikvelli með 5 villur. Þetta virtist
ætla að brjóta Ármenninga,
Símon Ölafsson var heldur ekki
með þar sem hann meiddist ný-
lega og verður ekki meira með.
Skömmu eftir að Jón fór af leik-
velli komst Fram í fyrsta sinn yfir
— en Armann reyndist sterkara á
lokasprettinum og sigraði 91-84.
Atli Arason skoraði flest stig
Ármanns, 23, Jón Björgvinsson 19
og Jón Sigurðsson 15. Birgir Örn
Birgis lék með Ármanni og kom
reynsla hans og yfirvegun Is-
landsmeisturunumtil góða á loka-
sprettinum.
Guðmundur       Böðvarsson
skoraði flest stig Fram, 17, Jónas
Ketilsson og Þorvaldur Geirsson
16 hvor.
KR sigraði Breiðablik á föstu-
dag með 105-69 eftir að hafa haft
Forusta Vals
núþrjústig
Valur vann tvo mikilsverða
sigra í 1. deild tslandsmótsins í
handknattleik kvenna um helg-
ina. Á laugardag léku Valsstúlk-
urnar við FH og sigruðu 15-14.
Síðan lék Valur við Armann í
gærkvöld og enn var Valssigur —
nú 15-10.
Fram vann einnig sinn leik um
helgina — sigraði FH öruggléga
19-9 eftir að staðan í leikhléi hafði
verið jöfn — 7-7.
Staðan í 1. deild er nú:
Valur     11 10 1 0 158-93  21
Fram      10  9 0 1 136-93  18
Þór       12  7 0 5 131-118 14
FH       10  4 1 5 116-117  9
Armann   10  4 1 5 103-111  9
KR       11  4 0 7 110-118  8
Víkingur   10  2 0 8  97-146  4
Breiðablik 11  119  99-162  3
Fram nú af hættu-
svæði 1. deildar
— sigraði Grdttu 21-16 íl.deild íslandsmdtsíns í
handknattleik—og hefur nií f jórum stigum meir en Þrdttur
Fram hefur nú þokað sér af
mesta hættusvæði 1. deildar
islandsmótsins í handknattleik
eftir sigur gegn Gróttu í íþrótta-
húsinu i Hafnarfirði á laugardag
21-16. Fram hefur nú hlotið 7 stig
—aðeins stigi minna en ÍR og
fjórum stigum meir en Þróttur,
sem líklega mun keppa við KR
um sjöunda sætið i 1. deild að ári.
Grótta virðist hins vegar dæmd til
að falla — liðið er hvorki fugl né
fiskur, áberandi lakara en önnur
lið 1. deildar.  -
Leikur Fram og Gróttu á
laugardag var jafn lengst af og
það var ekki fyrr en langt var
liðið á síðari hálfeik að Fram náði
afgerandi forustu og tryggði
sigur. Grótta byrjaði á að skora
fyrsta mark luiksins en .jafnt var á
öllum tölum upp í 5-5 — þá náði
Fram iveggja marka forustu 7-5.
Þá voru eftir sjö mínútur af fyrri
hálfleik en Grótta skoraði þrjú
síðustu mörk hálfleiksins —
Fram ekkert og Grótta hafði yfir i
leikhléi 8-7.
Framan af síðari hálfleik náði
Grótta tveggja marka forustu, 11-
9 og síðan 12-10 en á 18. mínútu
var staðan jöfn — 15-15. Þá náði
Fram að skora f jógur mörk í röð á
stuttum tíma — breyta stöðunni í
19-15 og úrslit voru ráðin — sigur
Fram 21-16.
Leikur liðanna á laugardag var
slakur — bæði lið vantar til-
finnanlega það sem mest prýðir
sterk handknáttleikslið — góðar
skyttur og sterka línumenn. Hins
vegar hefur Andrés Bridde komið
sterkur upp í tveimur síðustu
leikjum Fram, skorað falleg mörk
auk þess að vera öruggur i víta-
köstum. Pálmi Pálmason er hins
vegár í mikilli lægð. Þeir Arnar
Guðlaugsson og Jón Arni Rúnars-
son skoruðu góð mörk á mikilvæg-
um augnablikum og tryggðu liði
sínu sigur.
Hjá Gróttu bar mest á Birni
Péturssyni — átti sinn bezta leik í
langan tíma. Árni Indriðason
stóð að venju fyrir sínu — barðist
vel bæði í vörn og sókn.
Mörk Fram skoruðu: Andrés
Bridde 7 — 4 víti. Pálmi Pálma-
son skoraði 4 mörk — 1 víti.
Sigurbergur Sigsteinsson, Jón
Árni Rúnarsson og Arnar Guð-
laugsson skoruðu 3 mörk hver.
Árni Sverrisson skoraði 1 mark.
Björn Pétursson skoraði 6 mörk
Gróttu — 3 víti. Gunnar Lúðvíks-
son skoraði 4 mörk, Árni Indriða-
son og Þór Ottesen 2 hvor. Grétar
Vilmundarson og Georg Magnús-
son skoruðu 1 mark hvor.
Leikinn dæmdu Kristján Örn
og Geir Thorsteinsson —
auðdæmdan leik dæmdu þeir vel.
yfir í leikhléi 49-23. Blikarnir áttu
aldrei minnsta möguleika gegn
nýkrýndum bikarmeisturum, sem
léku án Einars Bollasonar.
Gunnar Jóakimsson skoraði flest
stig KR, 29. Fyrir Blikana skoraði
Öskar Baldursson mest — 18 stig.
1 gærkvóld léku Blikarnir við
Val — og enn tapaði Breiðablik
stórt,  nú  67-103.
UMFN komst
ærlega ígang
Körfuknattleikur 1. deild. UMFN
— Valur, 105-60
Njarðvikingar komust loks ær-
lega í gang eftir heldur slaka
leiki undanfarið og sigruðu Vals-
menn suður í Njarðvik með
105-60 en þvi miður kemur þessi
sigur þeim ekki að haldi — mögu-
leikarnir á íslandsmeistaratitlin-
um eru gengnir þeim úr greipum.
Fyrri hálfleikur var fremur jafn
þótt UMFN hefði yflrleitt nokk-
urra stiga forystu. „Þetta er bezti
leikur sem ég hef séð til íslenzks
liðs, — seinni hálfleikurinn,"
sagði Vladan Marcovitch, þjálfari
UMFN, sem sat reyndar á áhorf-
endabekkjunum en lið hans tók
öll völd í sínar hendur og jók
bilið úr 37-32 i hléi í 105, eða um
40 stig. Drýgstan þátt í því átti
Kári Marísson sem skoraði 21 stig
og Brynjar Sigmundsson, 19 stig.
Einnig voru drjúgir að vanda þeir
Geir    Þorsteinsson,     Jónas
Jóhannesson, Þorsteinn Bjarna-
son sem skoruðu á annan tug
stiga. Nokkuð hitnaði í kolunum
undir lokin og var Torfa Magnús-
syni vísað út úr húsinu en hann
kom síðar, í gervi vatnsbera, inn i
salinn til að brynna félögum
síntim en var umsvifalaust vísað
út aftur af dómurum leiksins.
emni/gó.
CASI0-LCÚR
Verð f rá kr. 28.350.
CASIO-LC     armbandsúr
býður uppá:
• Klukkust., miii., 10 sek., 5
sek., 1 sek.
•  Fyrir  hádegi  /  eftir
hádegi.
• Mánuður, dagur, vikudag-
ur.
• Sjálfvirk dagatalsleiðrétt-
ing um mánaðamót.
• Nákvæmni ++12 sek. á
mánuði.
• Ljóshnappur til aflestrar
í myrkri.
• Rafhlaða sem endist ca 15
mán.
• 15 sek. verk að skipta um
rafhlöðu.
• Ryðfrítt stál.
• 1 árs ábyrgð og viðgerða-
þjónusta.
STALTÆKI, Vesturveri.
Simi 27510.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28