Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 81. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1977.
11
SADAT/CARTER
HERNAÐARAÐSTOÐ
ATHUGUNAR
Sadat Egyptalandsforseti,
sem nú á viöræöur við Carter,
forseta  Bandaríkjanna,  hefur
«C
Sadat, forseti Egyptalands,
þykir hafa komið ár sinni vel
fyrir borð i viðræðunum við
Carter.
farið fram á hernaðaraðstoð frá
Bandaríkjamönnum og segja
ráðamenn í Washingtorr að
beiðni hans verði tekin til
athugunar.
Egypzki forsetinn flýgur
heimleiðis í dag eftir að hafa
unnið málstað Araba greinileg-
an skilning og náð persónulegu
sambandi við Carter.
Á blaðamannafundi í gær,
sagði Sadat fréttamönnum að
hann  hefði  átt  vinsamlegar
viðræður við Bandaríkjaforseta
og lagt fram lista yfir það sem
hann vildi kaupa af vopnum en
þar á meðal eru herþotur.
Viðræður forsetanna eru al-
mennt taldar marka tímamót í
umræðum um deilurnar fyrir
botni Miðjarðarhafs, enda er
það skoðun beggja á málinu að
forsendan fyrir því að einhver
lausn fáist, að sé sú að sérstakt
ríki Palestínumanna verði sett
á laggirnar.
LIBANON:

VINSTRIMENN
SÆKJAÁKAFTÁ

Vinstri sinnar' og Palestínu-
menn hafa sagt að þeir hafi
hrundið árás hægri manna í
einhverjum mestu bardögum
sem orðið hafa í Líbanon síðan
friður komst á eftir að her-
sveitir Sýrlendinga tóku að sér
friðargæzlu í nóvember sl.
1 bardaganum í gær, sem
meðal annars var háður með
stórskotaliði, var skotið yfir
landamærin til ísraels í suður-
hluta Líbanons og segja
Palestínumenn að ísraelsmenn
hafi svarað með því að styðja
skothrið hægri manna.
Markmið árásar hægri
manna var að vinna á ný stöðv-
ar sínar á fjallinu Taybeh, sem
þeir unnu sl. föstudag, en voru
síðan hraktir þaðan í návígis-
bardögum við hermenn
Palestínumanna og vinstri
sinna.
»
Um tíma þótti friðvænlega
horfa í Líbanon, eins og sjá má
á þessari mynd, er sýnir friðar-
gæzlumenn við störf sin við
landamæri Líbanons og ísrael.
Nú er hins vegar allt komið i
bál og brand og búast menn
við hinu versta.
íí^^wt-^^

íÆÉÉÉMMtmm

F-16 þotan er gölluð
Verulegir gallar, sem gætu
haft alvarlegar afleiðingar,
hafa komið í ljós í F-16 herþot-
unum bandarísku, samkvæmt
heimildum frá Washington.
Sérstök þingnefnd sem fylgzt.
hefur  með  smiði  þotunnar
DANMÖRK:
Prentara-
verkfallið
breiðistút
Deila preruara við blaðaútgef-
endur hjá Berlinske Tidende
hefur enn harðnað. Nú hafa
flestir prentarar í Danmörku
farið í samúðarverkfall og er svo
komið að flest dagblöð og viku-
blöð koma ekki lengur út í land-
inu.
Deilurnar hjá Berlingi hafa
staðið í tæpa tvo nianuöi en þær
hóf ust er útgefendur þártilkynntu
breytingar á prentunartækni sem
hafa myndu í för með sér upp-
sagnir f jölda prentara við blaðið.
Töldu prentarar að þeir fengju
ekki nægan aðlögunartíma að
þessum breytingum og fór deilan
í hart.
Eins og kunnugt er, er mikið
atvinnuleysi í Danmörku og segja
prentarar að þeir verði einfald-'
lega settir á guð og gaddinn cf
þeim verður sagt upp.
hefur hvatt varnarmálaráð-
herrann, Harold Brown, til þess
að láta endurskoða hluta af þot-
unni og bendir honum á að láta
ekki bandamenn Bandaríkja-
manna í Evrópu ýta á eftir sér
með smíði þotunnar.
Hefur prófunum með hana
verði flýtt að undanförnu en
síðan átti hún að fara i fjölda-
framleiðslu.
Danmörk, Holland, Belgía og,
Noregur ætla að kaupa fjölda
af þessum flugvélum og hefur
vopnasala sú veriö nefnd
vopnasala aldarinnar.
ítalía:
Synisósíal-
istaleidtoga
ræntínótt
Lögreglan í Napoli kom
fyrir vegartálmunum um alla
borgina í gær og heltíur uppi
víðtækri leit að syni fyrrum
leiðtoga sósíalista á ítalíu,
Francesco de Martino, sem
rænt var í gær.
Guido de Martino, sem er 34
ára kennari, var rænt skammt
frá heimili föður síns rétt fyrir
miðnætti I nótt og er mann-
ránið talið vera af stjórnmálá-
legum orsökum.
Gley mdu
\    ekki
endurnýjun
Án endurnýjunar áttu ekki
möguleika á vinningi.
Við drögum næst
þann 13. apríl.
Gleymdu ekki að endurnýja!
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Tvö þúsund milljónir í boöi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40