Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 81. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						34

DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977.

Utvarp

Sjónvarp

I

Sjónvarp íkvöld kl. 21,30: Wimsey lávarður

GRUNUR BEINIST AÐ

ÁKVEÐINNIPERSÓNU

Peter Wimsey lávarður er á

diagskrá sjónvarpsins í kvöld kl.

21.30. Myndin er byggð á sögu

eftir Dorothy L. Sayers. t kvöld

er það lokaþátturinn sem er á

dagskránni.

Nú er liðinn hálfur mánuður

síðan óðalseigandinn og frí-

stundamálarinn Gowan hvarf

sporlaust. En hann var sterk-

lega grunaður um að hafa myrt

listmálarann Campbell.

Nú kemur hann skyndilega

fram á sjónarsviðið á nýjan leik

öllum   að   óvörum.   Peter

lávarður hefur upp á málaran-

um Farrell, sem fór 1 grunsam-

lega langan hjólreiðatúr.

Mjög fljótlega fara böndin að

berast að ákveðinni persónu og

nú er allt undir Peter Wimsey

komið að hann geti sett

glæpinn á svið og útvegað

nægjandi sönnunargögn.

Peter Wimsey nýtur ómetan-

legrar aðstoðar þjónsins

Bunters, og er ekki annað hægt

að segja en að þeir séu alveg

sérstaklega skemmtilegir báðir

tveir.

Þættirnir um Wimsey lávarð

eru sendir út í lit. Þýðandi

þeirra er Óskar Ingimarsson.

A.Bj.

»

Þarna eru þeir að ráða ráðum

siiiuin, þjónninn Bunter og

Peter lávarður. Ekki þarf að

draga í efa að Wimsey lávarði

tekst að ljúka iuáliini á

farsælan hátt.

lítvarp kl. 15,45 í dag:

Gródurhús eöa vetrar-

garður á húsasvölum

„Það er orðið talsvert mikið

um það að fólk komi sér upp

garðgróðurhúsum,^ enda er

margt hægt áð gera fyrir ekki

ýkja háa fjárhæð úr léttum ál-

listum og gleri. Að þessum mál-

um mun ég víkja í þætti mínum

í dag," sagði Jón H. Björnsson,

skrúðgarðaarkitekt, sem kl.

15.45 flytur þriðja þátt sinn í

erindaflokknum Vorverk i

skrúðgörðum.

„Það er trú mín að víða hátti

• svo til hjá fólki að klæða mætti

áf með þessum hætti hluta af

stórum svölum. Þannig mætti

fá hlýtt, skjólgott og bjart rúm

til undirbúnings fyrir vor- og

sumarblómin sem ekki þola slík

kuldaköst sem hér komu t.d. í

síðustu viku. Skoðun mín er

einnig sií að e.t.v bæri að stefna

að því að byggingaþróunin

stefndi í þá átt að svona rými

yrði við hús eða á svölum, þ.e.

að arkitektar hugsuðu fyrir

vetrargarði sem þá mætti líka

verma með rafhita," sagði Jón.

„Innigarðsstofur á hæðum eru

ekki  síður  skemmtilegar  en

gróðurhús lítil í garði sem ná æ

meiri vinsældum."

Jón H. Björnsson kvaðst og

munu ræða um vorlaukana og

sáningu til sumarblómanna.

Frækaupatíminn stendur jiú

sem hæst og innan skamms

koma rósalaukarnir sem hafa

þarf í skjóli og hita í byrjun. Nú

verða það dalíur, begóníur,

gladíólur, anímónur og bónda-

rósir sem hann mun fjalla um.

Þá verður og vikið að undirbún-

ingi gulrótaræktar sem nú þarf

að hefja um leið og aftur hlýn-

ar.                    ASt.

Útvarp á páskadag kl. 17,00: Barnatíminn

GRIMMSÆVINTÝRIEIGA

ERINDITIL OKKAR ALLRA

7-r")!$&SVgr^

Broddgölturinn fékk kerlu sina í lið með sér til þess að leika á hinn

heimska héra.

gölturinn lék á hérann sem

hann kvað vera heimskan hug-

leysingja og lét hann fá að

gjalda heimsku sinnar.

Þetta er líka yfirleitt alltaf

boðskapur ævintýranna; sá sem

er snjallur vinnur hinn

heimska og eins og í öllum góð-

um ævintýrum er það alltaf

réttlætið sem sigrar að lokum.

Grimmsævintýri hafa oftar en

einu sinni verið gefin út á

íslenzku.

A.Bj.

Barnatíminn er á dagskrá út-

varpsins kl. 17.00 á páskadag.

Guðrún Birna Hannesdóttir

stjórnar þættinum. Verður

samfelld dagskrá úr Grimms-

ævintýrum og m.a. les Árni

Blandon ævintýrið Skraddar-

inn hugprúði og Kári Þórsson

les ævintýrið um Hérann og

broddgöltinn. Þá verða einnig

leikin þýzk lög.

Grimmsbræður, þeir Jacob

iAidwig Garl (1785-1863) og

WilhelmGarl (1786-1859), voru

þýzkir. Fyrsta bók þeirra

bræðra kom út árið 1811. Og

fyrstu ævintýrin komu út árið

1815. Bræðurnir urðu báðir

háskólaprófessorar í Berlin og

voru kosnir í vísindaaka-

demíuna.

Grimmsævintýri hafa verið

eftirlæti barna um viða veröld

síðan þau komu fyrst út og eru

enn lesin af börnum. Uppeldis-

fræðingar telja að börnum sé

hollt, ef ekki nauðsynlegt, að fá

að heyra og lesa ævintýri í hefð-

bundnum stíl.

Þegar skraddarinn hugprúði

hafði drepið sjö flugur í einu

höggi saumaði hann í mittis-

beltið sitt Sjö í einu höggi. Þá

héldu allir að þetta væru sjö

kappar sem hann hefði unnið

á og hræddust allir skraddar-

ann óskaplega eftir það. Lenti

hann í því að berjast við risa og

vann auðvitað á honum. Ekki

var það þó fyrir afls sakir sem

skraddarinn vann á risanum,

heldur vegna þess að skraddar-

inn var miklu kænni en risinn.

í ævintýrinu um hérann og

broddgoltinn er þart einnig

kænskan sem vinnur, en brodd-

Skraddarinn hugprúði vann á

risanum af því að hann var svo

miklu kænni heldur en risinn.

Það er Pat Boone sem leynlst þarna innan um risastóran sveppa-

gróður í iðrum jökulsins. Það er gripið til ýmissa smeliinna bragða

með kvikmyndavélina i þessari bíómynd.

Sjónvarp á annan páskadag kl. 21,00:

LEYNDARD0MAR

SNÆFELLSJÖKULS

- bandarísk bíómynd með íslenzkum

leikara

Að kvöldi annars páskadags

kl. 21.00 er á dagskrá sjónvarps-

ins bandarísk bíómynd frá

árinu 1960 er nefnist Leyndar-

dómar Snæfellsjökuls. Myndin

er byggð á sögu eftir Jules

Verne og gerist að hluta á Is-

landi, lýsir niður um Snæfells-

jökul. Bókin kom út í íslenzkri

þýðingu Bjarna Guðmunds-

sonar árið 1944.

Með aðalhlutverkin fara

James Mason, Pat Boone,

Arlene Dahl og Islendingurinn,

Pétur Rögnvaldsson, sem kallar

sig Peter Ronson eftir að hann

ætlaði að skapa sér nafn i kvik-

myndaheiminum.

Myndin hefst i Edinborg árið

1880. Prófessor fær sendan

hraunmola með skilaboðum frá

íslendingnum Arne Saknussen

sem hvarf fyrir löngu síðan.

Bendir hann á leið inn í iður

jarðarinnar í gegnum Snæfells-

jökul.

Prófessorinn fer til íslands

með aðstoðarmanni sínum. Þar

kemur brátt i ljós að einhver

annar hefur komið í sömu

erindagjörðum og prófessorinn

lendir í miklum erfiðleikum.

Leggja þeir af stað til jöktrisins

i „íslenzkum" hestvagni, en

ekillinn situr á svikráðum við

þá og þeir eru hnepþtir í eins

konar stofufangelsi.

Þá hitta þeir Islendinginn,

Pétur Rögnvaldsson Ronson,

sem ræðst til þeirra sem túlkur

og aðstoðarmaður ásamt gæs-

inni Geirþrúði sem hann

hefur jafnan með sér.

Síðan birtist eiginkona

sænsks vísindamanns, sem

einnig ætlaði að takast á

hendur ferð niður um Snæfells-

jökul. Hann fannst myrtur í

herbergi sínu í hðteii staðarins.

Vinskapur tekst milli ekkj-

unnar og skozka prófessorsins

og hún slæst í förina niður í

jökulinn. Þar lenda þau að

vonum í miklum ævintýrum og

hinni mestu svaðilför.

Það vill svo til að undirritað-

ur sá þessa mynd nýlega í sjón-

varpi í Bandaríkjunum og

verður það að segjast eins og er

að séð með íslenzkum augum

eru aðstæðurnar í Reykjavik og

við Snæfellsjökul um 1880 ekki

eins og maður hefði getað

hugsað sér. En það var ðneitan-

lega dálítið spaugilegt að heyra

Pétur tala íslenzku við ekkjuna,

og gæsina sína, Gertrude.

t kvikmyndahandbókinni

okkar fær þessi mynd þrjár

stjörnur og þar segir að þetta sé

ágætis skemmtun og leikurinn

sé ágætur.

Þýðandi myndarinnar er

Öskar Ingimarsson.

A.Bj.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40