Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977. I Gardlist er ein fegursta list sem til er Listamaðurinn vinnur með lifandi efni, síbreytilegt í formi og litum Rætt við Jón H. Björnsson garðarkitekt um skipulagningu skrúðgarða „Við reynum að tak'a tillit til þeirra hugmynda sem fðlkið hefur sjálft og einnig verður að miða teikninguna við hvort fólk ætlar sjálft að vinna garðinn eða hvort ætlunin er að fá garð- yrkjumenn til þess. Það verður að gæta þess að taka ekki sköpunargleðina frá garðeig- endunum. Þegar þeir hafa lokið við að gera garðinn sinn eiga þeir helzt að hafa það á tilfinn- ingunni að hann sé þeirra eigið verk.“ Eitthvað á þessa leið sagði Jón H. Björnsson, en hann'er einn af örfáum garðarkitektum okkar. Jón er þekktastur sem „Jón í Alaska“, en hann stofn- setti gróðrastöðina Alaska árið 1953 þegar hann kom heim frá námi í garðarkitektúr í Banda- ríkjunum. Hann hugðist taka að sér Skipulagningu garða jafnhliða gróðrastöðvarrekstr- inum, en fékk ekki næg verk- efni þá. „Málin æxluðust þannig að ég varð eiginlega alveg óvart kaupmaður, en nú hef ég leigt Alaska út og snúið mér ein- göngu að því að skipuleggja garða," sagði Jón. „Venjan hefur verið að húsið er byggt fyrst og síðan kemur garðarkitektinn til sögunnar og þá er allt orðið um seinan,“ sagði Jón. „Þetta er nú samt óðum að breytast og hefur Reynir Vilhjálmsson garðarki- tekt átt þar stærstan hluta að máli með að hafa hönd í bagga með skipulagningu nýrra hverfa. Fimm gerðir húsa hér á landi í húsagerð hér á landi er eiginlega um fimm gerðir húsa að ræða. Fjölbýlishús, þar sem margar fjölskyldur búa, tví- býlishús, eða tveggja hæða hús, þar sem oft eru íbúðir í kjallara og risi, parhús, tvíbýlishús sem skipt er lóðrétt, raðhús og ein- býlishús. Samband húss og garðs hlýtur alltaf að vera erfitt þegar um fjölbýlishús er að ræða. Þá má einstaklingshyggj- an m.t.t. garðsins ekki ráða. Heppifegast er að í kringum nokkur slík hús sé almennings- garður með nauðsynlegum gagnstígum, gangbrautum og fallegum gróðri þar sem íbú- arnir geta notið skjóls. Slíkan garð þarf að skipuleggja sem eina heild. Eðlilegt er að hafa Stór lóð, mikill hluti lóðarinnar er garðengi, með frístandandi trjám til þess að draga úr slætti. Grasið í garðenginu er slegið tvisvar á ári og því kjörinn staður fyrir villta blómlauka við stofna trjánna. Gangstígar eru formaðir um garðengið méð sláttuvélinni. rúmgóðar og skýldar svalir í fjölbýlishúsum, þar sem íbú- arnir geta haft sinn „einka- garð“. Þær lóðir, sem oft er einna erfiðast að skipuleggja með til- liti til notagildis eru við tvi- býlishúsin. Fjölskyldurnar eiga oft erfitt með að koma sér sam- an og stundum hefur slíkum lóðum verið skipt í eins marga reiti og fjölskyldurnar í húsinu eru. Slíkir reitir auka e.t.v. notagildi garðsins en eru oftast afleitir frá fegurðarsjónarmiði. Eldri parhús, raðhús og ein- býlishús standa oft á háum kjöllurum, þannig að þau eru rofin úr samhengi við garðinn og aðstæðurnar því oft slæmar. En á síðustu árum hefur þróun- in orðið sú að samband milli húss og garðs er orðið nánar.“ Einbýlishúsalóðirnar — Hvernig. á að skipuleggja lóðii* við einbýlishús? „Það er ekki hægt að gefa nákvæma uppskrift að garð- skipulagi. Það verður að skipu- leggja hverja lóð með tilliti til aðstæðna á hverjum stað. Eins og áður gat um þarf að hafa garðinn í huga strax frá upphafi. Fyrsta boðirðið á að garði og eins getur ljótur upp- dráttiir orðið að fallegum garði. Allt byggist á framkvæmd verksins. Nauðsynlegt er að hugsa um garðinn sem eina samræmda heild, hús, bílskúr, garðein- ingar, aðkeyrslu og gangstíga. Hægt er að færa þessi atriði fram og aftur á pappírnum þangað til gott samræmi fæst. Við erum ekki eingöngu að vinna fyrir okkur sjálf með skipulagningu fagurra garða, heldur einnig ffyrir af komendur okkar og síðari kynslóðir Meðal þeirra opinberru lóða sem Jón hefur skipulagt má nefna hinn svokallaða Hallar- garð. Nú hrannast verkefnin upp hjá honum, en augu fólks hafa opnazt fyrir því að nauð- synlegt er að láta garðarki- tektinn sjá um skipulagningu lóðanna. Jón lét okkur í té þessa uppdrætti sem hann hefur gert og byrjað var að vinna að nú í apríl. — Auðvitað verða mörg ár þangað til garðurinn verður endanlega orðinn fuli- skapaður og gróðurinn orðinn eins og á uppdrættinum. Skipulagningin er þó altént fyrsta sporið til þess að garður- inn geti orðið að raunveru- leika. Við verðum að vera minnug þess að þegar við skipuleggjum lóðirnar og garðana okkar gerum við það ekki eingöngu fyrir okkur sjálf heldur einnig fyrir af- komendur og síðari kynslóðir. Hús við enda botnlangagötu, ekið inn á lóðina frá hlið, bifreiða- geymsla á neðri hæð, hægt að snúa bíl á lóðinni. Samband húss við suðurlóð lélegt, reynt að tengja svalir við dvalarstað i garðinum. Tjörn er umhverfis stein, sem var á lóðinni, með setkanti í kring. vera tillitssemi við umhverfið. Það á ekki að breyta neinu, þar sem það er ekki nauðsynlegt. Halli landsins, fallegur gróður eða klappir eiga að fá að halda sér ef það er mögulegt. Nauð- synlegt er að gera skipulags- uppdrátt að lóðinni, en hann bindur ekki garðeigandann eða tekur af honum frjálsræði. Þvert á móti. Garðeigandinn fær stuðning til þess að njóta frjálsræðis við sköpun lista- verks síns. En rétt er að hafa í huga að fallegur skipualgsupp- dráttur getur orðið að ljótum Áður en húsið sjálft er staðsett á lóðinni er rétt að hafa í huga þrjár garðeiningar, götugarð, húsagarð og einkagarð. Húsið á að staðsetja á lóðinni þannig að íveruherbergin vísi sem bezt við sólu og útsýni. Að sem mest og bezt svæði verði fyrir einkagarðinn. Húsið standi sem næst húsagarðinum vegna þeirra nauðsynja sem þar þurta að vera og götugarð- inn rétt nægjanlega stóran til þess aó aðkoman að húsinu verið falleg, þvi annar er ekki tilgangur hans. Oft nýtast dýrmœtar lóðir illa Það er oft grátlegt að sjá hve dýrmætar lóðir notast illa vegna þess að ekki er tekið tillit til þessara atriða. Landsvæði fer til spillis og ókleift er að gera góðan garð. Aður fyrr voru allir garðar rammlega girtir en það var aðallega vegna sauðkindarinn- ar. En þar sem hún gengur ekki lengur laus í bæjarlandinu er óþarfi að girða lóðirnar af, nema i einkagarðinn. En þar sem erfitt er að gera umgjörð hans úr gróðri einum saman eiga menn ekki að vera feimnir við að nota allt að 180 cm háa veggi umhverfis hann. Þá má gera úr timbri, steini, asbesti, plasti o.fl. Ekki er alltaf nauð- synlegt að slíkir veggir séu um- hverfis allan einkagarðinn eða endiiega á lóðamörkunum. Slíkir veggir geta umlukið aðaldvalarsvæði garðsins að hluta og ef við viljum ekki angra nágrannana með þvi að hafa fasta veggi á lóðamörkum getum við haft þá innar á lóð- inni og átt svo land handan við vegginn og plantað þar hávöxn- um trjám sem enginn amast við. Hávaxinn trjágróður sem teygir sig upp yfir háa veggi gefur tilfinningu fyrir að garðurinn sé stærri en hann raunverulega er. Þó verður að varast að gera veggina of klossaða þannig að þeir stingi i stúf við umhverfið og skipuleggja þarf í kringum þá með gróðri til þess að þeir samræmist umhverfinu. Eftir að búið er að umlykja garðinn háum veggjum virkar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.