Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6. JUNl 1977.
!
AF HVERJU EKKI
ÍSLENZKA FÁNA
í STAÐ RAUÐRA?
Öánægður          herstöðvarand-
stæðingur skrifar:
Sem eindreginn and-
stæðingur erlendrar hersetu á
íslandi, vil ég gera þá fyrir-
spurn til þeirra forystumanna
Straumsvíkurgöngunnar, sem
haldið hafa fram í fjölmiðlum
að samtök þessi væru algerlega
ópólitísk: Hvernig stendur á
því að þeir fánar sem bornir
voru í göngunni voru nær
eingöngu rauðar dulur, sem
hingað til hafa verið taldar
hápólitískar. Hefði ekki verið
nær að í stað hinna kommún-
isku rauðu fána, hefði islenzki
fáninn verið sómi göngunnar.
Með þvi að setja slikan póli-
tískan lit á gönguna og þar með
samtökin i heild, fæla þeir frá
sér hundruð ef ekki þúsund
einlægra hernámsandstæðinga,
sem vilja ekki taka sér stöðu
undir rauðum dulum hins al-
þjóðlega kommúnisma.
Það er hart að vera dæmdur úr leik um sjötugt og svo kastar nú
íélfuiiutii þegar elli- og örorkuþegar mega ekki hnýía á netjastein
eða prjóna peysu, nema tryggingarnar og skattarnir taki sinn hlut.
Aldamótafólkið er elt
f ram á graf arbakkann
með skatta og gjöld
Listaverk á hitaveitugeymana
Dóra skrifar:
Mig langar til að koma á
framfæri við DB hugmynd sem
ég heyrði imprað á fyrir nokkr-
um árum. Hún er sú að á hita-
veitugeymana í Oskjuhlíð verði
máluð listaverk. Listamenn
fengju borgað eftir uppmæling-
artaxta og þegar verkin færu að
mást út af sól og vindi væru
einfaldlega máluð ný yfir þau.
Af þessu fengist tvennt. Hægt
væri að leggja niður lista-
mannalaun til málara en í stað
þess fengju þeir kaup fyrir sína
vinnu rétt eins og annað fólk og
auk þess fengi Öskjuhlíðin
annað   og   skemmtilegra   yfir-
bragð. Og af því að við
Islendingar erum alltaf að
hugsa um auglýsingu erlendis
sakar ekki að geta þess að
geymarnir blasa við Hótel Loft-
leiðum og erlendir gestir þar
kynnu eflaust vel að meta lista-
verkin.
Þórarinn frá Steintúni skrifar:
Nú standa yfir samningar
milli svokallaðra vinnuþega og
vinnuveitenda. Ég hef nú
aldrei áttað mig á þessari skil-
greiningu — Vinnuþegi —
Vinnuveitandi. Mér virðist
sanni nær að starfsmaðurinn sé
vinnusali, en hinn svokallaði
vinnuveitandi sé verk- eða
vinnukaupandi.
Vinnuveitandi minnir á ein-
hvern guð sem af góðsemi lof ar
vinnuþeganum að lifa á sér.
Auðvitað er svo vinnuveit-
andinn að miklu leyti að
ráðskast með sparifé vinnuþeg-
ans, sem hann hefir aðgang að í
bankanum.
Millibrúnt léður
Kr.7980.-
Sumar-
skór
Rautt leður
Kr. 7980
Annað hafði ég líka í huga.
Mér skilst að í yfirstandandi
kjarasamningum sé með ein-
hverjum hætti ætlunin að bæta
hag elli- og örorkuþega og er
það vel ef það tekst.
Aldamótafólkið hefir verið
elt með sköttum og gjöldum
fram á grafarbakkann, — úr
því er víst lítið hægt að hafa,
því skrokkurinn er víst 80-90%
vatn og Gvendarbrunnarnir eru
vist enn liðtækir. Væri ekki
nær sanni að strika að mestu
leyti út gjöld til þess opinbera
hjá láglaunafólki. Nóg er nú
samt (hiti og rafmagn o. fl.).
Nú má víst enginn hafa
meira í tekjur en 10 þús.
krónur á mánuði án þess að
missa af tekjutryggingunum,
sem nemur ¦ því sem þar er
umfram.
Það er hart að vera dæmdur
ur leik um sjötugt og svo kastar
nú tólfunum þegar elll- og
örorkuþegar mega ekki hnýta á
netjastein eða prjóna peysu,
nema tryggingarnar og skatt-
arnir taki sinn hlut.
Ég er nú kominn á grobbald-
urinn, verð hálf áttræður rétt
fyrir jólin og vinn hálfan
vinnudag enn. Það er þó undan-
tekning að fá að vinna svo
lengi. Margt af því fólki sem
fyllt hefur sjöunda tuginn er
fyllilega starfshæft og það oft
langt umfram unga fólkið, sem
nú er að flykkjast á vinnu-
markaðinn í skjóli ráðamanna
fyrirtækjanna. Þá er allt í lagi
að greiða laun fyrir ekki neitt.
Sé unnið með þessum ungling-
um einum og einum eru þeir
ágætir, en séu þar fleiri fer
fnest í kjaftæði. Stofninn er
góður, en það er allur
aðbúnaður þjóðfélagsins með
alla sína fræðinga sem er fyrir
neðan allar hellur. Ef nokkur
verkstjórn væri á vinnustöðum.
þá horfði þetta mál öðru visi
við, en það vantar því miður
víða á. Það er engum
heilbrigðum manni ofgert með
því að vinna t.d. 8 tima á dag
eins og maður og það verður
vinnukaupendum gróoayæn-
legra og betra en 10-12 tima
slór.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28