Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6, JUNÍ 1977.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttír
Iþróttir
Blikarnir hafa
hækkað f lugið!
—og unnu auðveldan sigur á Fram 4-1 á laugardag
Rey k j avíkurmeistarar Fram
verða varla úr þessu með í
keppninni um íslandsmeistara-
titilinn í knattspyrnu i ár. Aðeins
eitt stig úr fjórum síðustu leikj-
uiiuiii er sorgleg uppskera Fram-
liðsins að undanförnu. Enn eitt
tap á laugardag gegn velleikandi
liði Breiðabliks á gullfallegum
grasvellinum    í    Kópavogi.
Blikarnir sigruðu með 4-1 og
höfðu þann neista, sem til þurfti.
Léku oft skemmtilega saman og
unnu verðskuldaðan sigur. Sigur,
sem þó var í stærra lagi.— Leik-
menn Fram hefðu auðveldl'ega átt
að komast hjá þremur markanna.
Breiðablik hins vegar að skora í
öðrum tilfellum.
Fram, án síns bezta manns,
Péturs Ormslev, sem var í leik-
banni, var slakt í þessum leik.
Aðeins bakverðirnir Rafn Rafns-
son, sem er að verða sterkasti
maður liðsins, og Símon Krist-
jánsson léku af eðlilegri getu.
Blikarnir, sem byrjuðu einnig illa
gengu á lagið og náðu yfir-
höndinni í síðari hálfleik. Einar
Þórhallsson var yfirburðamaður í
liðinu, en Gunnlaugur Helgason,
Sigurjón    Randversson,    sem
• Alexander Grigoryev, Sovét-
ríkjunum, setti nýtt Evrópumet í
hástökki á móti í Riga í gær.
Stökk 2.30 metra. Það er einum
sm betra en eldra metið, sem
Otympíumeistarinn       Jacek
Wzsola, Póllandi, átti.
kominn er í hóp beztu leikmanna
Breiðabliks, Þör Hreiðarsson og
Jón Orri Guðmundsson stóðu
einnig vel fyrir sinu.
Fyrri helming fyrri hálfleiks
skeði bókstaflega ekkert mark-
vert. Leikurinn á núllpunkti hjá
báðum liðum. Á 23. mín. urðu
Asgeiri Elíassyni á mistök. Ætlaði
að gefa knöttinn aftur til Árna
markvarðar Fram — en spyrnti of
laust. Ólafur Friðriksson náði
knettinum. Árni hljóp á móti hon-
um, en Olafur lyfti knettinum lag-
lega yfir hann í markið. 1-0 og
við markið hresstust leikmenn
beggja liða. Blikarnir voru nærri
að skora aftur áður en Fram
jafnaði á 38. mín. Ásgeir átti stór-
snjalla sendingu á Rúnar Gíslason
út á hægri kant. Rúnar gaf vel
fyrir og eftir misheppnað úthlaup
markvarðar Blikanna, Ölafs
Hákonarsonar, féll knötturinn
hjá Sumarliða Guðbjartssyni sem
ýtti honum í markið 1-1. Loka-
mínútur hálfleiksins sóttu
Blikarnir stíft. Varnarmennirnir
Gunnlaugur og Einar áttu góð
færi, sem þeir nýttu ekki — og
Fram virtist ætla að sleppa. Ás-
geir náði knettinum og gat gert
hvað sem var við hann. En þetta
var ekki dagur Ásgeirs. Hann
spyrnti beint til Heiðars
Breiðfjörð og spyrna hans frá
vítateigsbrúninni — utarlega —
lenti neðst í markhorninu við
stöngina fjær. Feti frá jörðu og
Steen Hedegaard ætlar sér að kasta yfir 60 m í kringlukasti ¦
landskeppninni. A laugardag kastaði hann 58.40 m og bætti árangur
sinn um f jóra metra.
_.                                 DB-mynd Bjarnleifur.
Oskar keppir í
öllum greinum
— ílandskeppninni við Dani íköstum
Islenzka landsliðið í lands-
keppnina i köstum við Dani á
miðvikudag hefur verið valið.
Tveir menn frá hvprri þjóð keppa
í keppni fullorðinna, en einn í
ungliflgakeppninni. Landsliðið er
þannig.
Kúluvarp. Hreinn Halldórsson,
KR, og Óskar Jakobsson, ÍR.
Kringlukast. Erlendur Valdi-
marsson, KR, og Óskar Jakobs-
son, ÍR, og þeir keppa einnig
báðir í sleggjukasti.
Spjótkast. Oskar Jakobsson og
Stefán Hallgrímsson, KR.
Unglingakeppnin.
Kúluvarp. Oskar Reykdal,
HSK, kringlukast Þráinn Haf-
steinsson, HSK, spjótkast Einar
Vilhjálmsson, UMSB, og sleggju-
kast Asgeir Þór Eiríksson, ÍR.
Danir mæta með sína beztu
menn  i  keppnina  nema  hvað
spjótkastarinn Bent Larsen —
handknattleikskempan kunna —
kemur ekki.
Dönsku    landsliðsmennirnir
komu til Reykjavíkur í gær, en
landskeppnin verður á miðviku-
dag og fimmtudag á Laugardals-
vellinum. Hefst kl. 8.15 báða
dagana. í liðinu eru: Kúluvarp
Michacl Henningscn, sem bezt á
17.82 m en hefur varpað 16.89 m
í ár. Kjeld Nielsen (15.85 m) 1
unglingaflokki Jan Hansen
(13,65). Kringlukast Hcdegaard
og Pcdcr Jan Hansen (56.40).
Spjót Karstcn Kraghlund, sem
bezt á 74.72 m. cn hcfur kastað
67.10 m í ár og John Solbcrg
(69.94) Unglingakeppnin Gunnar
Jcnscn (66.91). Slcggjukast.
Pcdcr Jarl Hanscn (59.06) og
Kjeld Andrcascn (54.70).
Arni kom engum vörnum við.
Gullfallegt mark Heiðars — en
varnarmistök   upphafið.
i síðari hálfleiknum lék Fram
undan snarpri norðangolu og
bjuggust þá flestir við, að leik-
menn liðsins mundu hressast. En
það var öðru nær. Rétt í byrjun
var þungi í sókn Fram, en ekki
skorað — og síðan náðu Blikarnir
yfirtökunum. Léku oft skínandi
skemmtilega og létu knöttinn
vinna. Samleikur í fyrirrúmi.
Liðið lék sem samstæð heild, hvað
ekki var hægt að segja um leik-
men'n Fram. Sennik'ga áttu
Blikarnir að fá víti á 59. mín.
þegar Sigurbergur Sigsteinsson
braut á Sigurjóni Randverssyni
innan vítateigs, þegar Sigurjón
var að komast í dauðafæri.
Dómarinn Rafn Hjaltalín var á
annarri skoðun. Um miðjan hálf-
leikinn kom Gústaf Björnsson hjá
Fram í stað Asgeirs — og Vignir
Baldursson  í  stað  Sigurjóns,
Vinstri, hægri.....og Kópavogsvöllurinn er eins og f ínasta dansgólf.
DB-mynd Bjarnleifur.
meiddur, hjá Blikunum nokkru
síðar. Og Vignir hafði ekki verið
nema nokkrar sekúndur á vellin-
um, þegar hann skoraði stórfall-
egt mark. Fékk knöttinn á víta-
teigslinunni og knötturinn söng í
netmös.kvum Fram-marksins. Efst
í hægra markhornið. Óverjandi.
Þar með var sigur Blikanna í höfn
en á lokamínútunni ætlaði
Símon Kristjánsson að gefa
aftur tii Árna. Spyrnan var allt of
laus. Jón Orri náði knettinum og
skoraði auðveldlega fjórða mark
Blikanna. Slæmt hjá Símoni — og
sorglegt fyrir hann, því að öðru
leyti hafði hann átt sinn bezta
leik með Fram á keppnistíma-
bilinu.
Blikarnir hafa nú hækkað
flugið mjög í síðustu leikjum —
eða frá tapinu slæma í Kópavogi
gegn Þór. Það verður gaman að
fylgjast með þeim í komandi
leikjum. Það er kjarni í Kópa-
vogsliðinu.             -hsim.
Víkingur jaf naði úr
víti á lokamínútunni
—og Akurnesingar töpuðu fyrsta stiginu á heimavelli
Akurnesingar misstu sitt fyrsta
stig á heimavelli í 1. deiidar
keppninni, þegar þeir fengu
Víkinga i heimsókn á laugardag.
Jafntefli varð 1-1 og voru það
nokkuð sanngjörn úrslit eftir
gangi leiksins — en litlu munaði,
að Akurnesingar fengj,u bæði
stigin, því það var ekki fyrr en
mínúta var til leiksloka að
Víkingar skoruðu sitt mark. Þá
var dæmd vítaspyrna á Akur-
nesinga og úr henni skoraði
Eiríkur Þorsteinsson, fyrirliði
Vikings, örugglega.
Leikurinn var ekki' mikil
skemmtun fyrir áhorfendur, enda
leiðindaveður á Akranesi. Hvasst
og stóð vindurinn þvert á völlinn
— grasvöllinn — og var mest
leikið sjávarmegin. Ef knötturinn
fór úr leik lenti hann oft langt
niður í f jöru.
Satt bezt að segja bjóst ég við
betri leik milli þessara liða — en
enn vantar einhvern neista í
framlínu Akurnesinga. Víkingar
léku sterka vörn og voru ekki
minna með knöttinn. Hins vegar
tókst þeim afar illa að skapa sér
marktækifæri — nokkuð, sem
hefur einkennt leik liðsins í allt
vor. Fjórða jafnteflið í fimmta
leik liðsins í tslandsmótinu varð
staðreynd — eftir fjögur jafntetli
í fimm leikjum liðsins á Reykja-
víkurmótinu.
Hins vegar fengu Akurnesing-
ar nokkur sæmileg færi í
leiknum. — Þeir reyndu þó of
mikið háspyrnur inn í vítateig
Víkings og varnarmenn Víkings
áttu þær allar. Pétur Pétursson
fékk gott færi á 15. mín. og á 40.
mín. skoraði hann fyrir Akur-
nesinga. Karl Þórðarson tók horn-
spyrnu og Pétur skallaði í mark.
Algjörlega óverjandi og fallegt
mark, en yfirleitt einkenndist
fyrri hálfleikurinn af miðjuþófi.
. Framan af síðari hálfleiknum
sóttu Víkingar meir með Oskar
Tómasson og Eirik Þorsteinsson
sem beztu menn — en mark-
tækifærin létu á sér standa.
Síðasta      stundarfjórðunginn
hressust Skagamenn aftur og
tvisvar á stuttum tíma fékk
Kristinn Björnsson sæmileg færi,
sem hann misnotaði. Síðan Karl,
en það rann einnig út i sandinn. Á
89. mín. kepptu þeir Jóhannes
Bárðarson, Víking, og Björn
Lárusson, ÍA, að knettinum innan
vítateigs. Björn felldi Jóhannes
og dómarinn, Arnar Einarsson,
Akureyri, sem komst allvel frá
leiknum, dæmi á stundinni víta-
spyrnu á Akurnesinga. Það var
réttur dómur og úr spyrnunni
jafnaði Eiríkur. Þar við sat og
Akurnesingar höfðú tapað stigi i
sinum fjórða heimaleik i 1. deild-
Jón á Stað Alfreðsson var áber-
andi bezti maður á vellinum i
leiknum og auk hans áttu Jón
Gunnlaugsson og Guðjón Þórðar-
son sterkan leik í vörn Akur-
nesinga. Framlínan var hins veg-
ar bitlaus. í liði Víkings báru þeir
Öskar og Eiríkur af — og Kári
Kaaber kom á óvart í vörninni. -KF'
Armann og Þróttur, Neskaup-
stað, léku í 2. deild íslandsmóts-
ins í knattspyrnu sl. laugardag á
Laugardalsvelli. Armann sigraði
3-0.
1 fyrri hálfleik var leikurinn
mjög jufn á báða bóga og fátt um
góð tækifæri *>i bess að skora.
t seinni hálfleik komu liðin
ákveðin tll leiks á ný. En það var
ekki fyrr en 15 min. voru cftir af
leiktimanum,   að     Armann
fékk vitaspyrnu og skoraði Jón
Hermannsson örugglega. Nokkr-
um min. siðar skoraði Viggó
Sigurðsson og á síðustu min.
leiksins fengu Þróttarar þriðja
markið á sig, en þar var að verki
Sveinn Guðmundsson.    h.jóns.
SKIPULAGÐAR HOPFERDIR

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28