Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNl 1977.
Hveragerði:
Varmá mengast
meira og meira
— úrbætur í undirbúningi — skolpið verður hreinsað
Önnur aðalskolpæð Hveragerðis opnast út í Varmá skammt fyrir
ofan brúna við Fagrahvamm. Þar sem áin er vatnslitil litar skolpið
hana verulega.
t Varmá, sem rennur í gegnum
Hveragerði, er mikið menguð
enda rennur allt skolp frá
staðnum í hana og þar sem áin
er vatnslítil og auk þess óvenju-
heit er mengunin alvarlegri.
Fyrir allnokkrum árum urðu
'talsverðar umræður og blaða-
skrif um þetta mál en þrátt
fyrir það hafa engar sjáanlegar
úrbætur verið gerðar.
Rétt  fyrir ofan brúna yfir
Varmá við Fagrahvamm opnast
önnur aðalskolpæð bæjarins út
i ána. Þar vellur út heilmikið
mórautt skolp og litar ána.
Neðan við brúna liðast svo lituð
áin í gegnum skógivaxið og vel
hirt land Fagrahvamms og
getur vart talizt prýði í þyí um-
nverfi þótt svo ætti að vera.
Þetta er aðeins önnur aðal-
frárennslisleiðslan auk nokk-
urra smærri. Sigurður Pálsson
sveitarstjóri sagði í viðtali við
DB vegna þessa máls að nú
væri unnið að undirbúningi á
hreinsun skolpsins, áður en það
rynni í ána, og væri stefnt að
því að reisa eina hreinsistöð
fyrir plássið.
Undanfarin fimm ár hefði
verið lagt tvöfalt frárennslis-
kerfi í allar götur, annars vegar
fyrir yfirborðsvatn, sem ekki á
að menga þótt það renni,
óhreinsað í ánni, og hins vegar1
fyrir skolp sem safnað yrði
saman í einni hreinsistöð.
I fyrrasumar voru fram-
kvæmdar rannsóknir á mengun
árinnar á vegum Heilbrigðis-
eftirlits ríkisiris og er reiknað
með  að  þeim  muni  ljúka  í
Áin rennur svo áfram undir brúna og f gegnum fallegt og vel hirt
land Fagrahvamms og stingur ón,eitanlega i stúf við það. DB-
myndir G.S.
haust. Sagði Sigurður að
ákvörðun yrði tekin um tegund
hreinsistöðvar þegar þessum
rannsóknum    væri    lokið.
Kæmist þvi væntanlega ein-
hver skriður á málið á næsta
ári.
-G.S.
Á nefið ofan í hitaveituskurð
Það getur verið dýrt spaug að
lána ,bílinn sinn. Ungur maður
leyfði mági sínum að fara i öku-
ferð að kvöldi 16. júní suður í
Keflavík. Innan tíðar var amer-
íska fólksbifreiðin komin á fram-
endann ofan í hitaveituskurð á
vegamótum Reykjanesbrautar og
gamla „Krossins" og nokkrum
sentímetrum styttri, — framhlut-,
inn illa beyglaður, vafalítið tug-
þúsunda tjón.
Hitaveituskurðurinn var graf-
inn alveg að veginum að „Krossin-
um" — en engin aðvörunarmerki
voru við skurðbarmana, svo að
álitamál getur orðið hver á að
bera skaðann, ökumaðurinn eða
verktakinn sem skurðinn gróf.
-emm
Konur geta einnig
orðið góðir ræðumenn
Konur hafa löngum fengið
orð fyrir að vera málgefnar og
oft á tíðum einnig að ekki sé
þeim sýnt um að koma máli
sínu vel til skila. Nú á að bæta
úr þessu. Búið er að stofna mál-
freyjudeildina     Kvist     í
Reykjavík. Deildin er aðili að
alþjóðasamtökum málfreyja en
félagsskapurinn nefnist Inter-
national Toastmistress Club á
erlendu máli.
Markmið félagsskaparins er
að gera einstaklinginn hæfari
til ræðuhalda og þróa skilning á
gildi flutnings opinbers máls
opinberlega,  einnig  að  örva
samfélagsþjónustu og ábyrgð
borgarans. Málfreyjustarfið er
útbreitt um allan heim. Sams
konar félagsskapur er einnig
starfræktur fyrir karlmenn.
Stofnfundur Kvists var hald-
inn nýlega og afhenti frú Vala
Ásgeirsdóttir Thoroddsen for-
seta deildarinnar, Aðalheiði
Maack, stofnskrá deildarinnar.
Á fundinum voru Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra, Ölafur B. Thors forseti
borgarstjórnar og fulltrúar frá
málfreyjudeildunum Vörðunni
í Keflavík og Puffin á Keflavík-
urflugvelli.            A.Bj.
y Vika a mordun
Fegurðin verður líka að koma innan f rá. Viðtal við
Ungfrú ísland, Önnu Bjðrk Eðvarðs.
Punktar úr írlandsf erð.
Grein um Liv Ullmann.
Pink Floyd í Poppþætti.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24