Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22, JÚNl 1977. Varmá mengast meira og meira — úrbætur f undirbúningi — skolpið verður hreinsað Hveragerði: Önnur aðalskolpæð Hveragerðis opnast út í Varmá skammt fyrir ofan brúna við Fagrahvamm. Þar sem áin er vatnslítil Iitar skolpið hana verulega. * Varmá, sem rennur í gegnum Hveragerði, er mikið menguð enda rennur allt skolp frá staðnum í hana og þar sem áin er vatnslitil og auk þess óvenju- heit er mengunin alvarlegri. Fyrir allnokkrum árum urðu talsverðar umræður og blaða- skrif um þetta mál en þrátt fyrir það hafa engar sjáanlegar úrbætur verið gerðar. Rétt fyrir ofan brúna yfir Varmá við Fagrahvamm opnast önnur aðalskolpæð bæjarins út í ána. Þar vellur út heilmikið mórautt skolp og litar ána. Neðan við brúna liðast svo lituð áin í gegnum skógivaxið og vel hirt land Fagrahvamms og getur vart talizt prýði í þyí um- hverfi þótt svo ætti að vera. Þetta er aðeins iinnur aðal- frárennslisleiðslan auk nokk- urra smærri. Sigurður Pálsson sveitarstjóri sagði í viðtali við DB vegna þessa máls að nú væri unnið að undirbúningi á hreinsun skolpsins, áður en það rynni í ána, og væri stefnt að því að reisa eina hreinsistöð fyrir plássið. Undanfarin fimm ár hefði verið lagt tvöfalt frárennslis- kerfi í allar götur, annars vegar fyrir yfirborðsvatn, sem ekki á að menga þótt það renni óhreinsað í ánni, og hins vegar' fyrir skolp sem safnað yrði saman í einni hreinsistöð. í fyrrasumar voru fram- kvæmdar rannsóknir á mengun árinnar á vegum Heilbrigðis- eftirlits ríkisins og er reiknað með að þeim muni ljúka i a~. Ain rennur svo áfram undir brúna og i gegnum faliegt og vel hirt iand Fagrahvamms og stingur ón.eitanlega í stúf við það. DB- myndir G.S. haust. Sagði Sigurður að ákvörðun yrði tekin um tegund hreinsistöðvar þegar þessum rannsóknum væri lokið. Kæmist þvi væntanlega ein- hver skriður á málið á næsta ári. - G.S. Á nefið ofan í hita veituskurð Það getur verið dýrt spaug að lána bílinn sinn. Ungur maður leyfði mági sinum að fara í öku- ferð að kvöldi 16. júní suður i Keflavík. Innan tíðar var amer- íska fólksbifreiðin komin á fram- endann ofan i hitaveituskurð á vegamótum Reykjanesbrautar og gamla „Krossins" og nokkrum sentímetrum styttri, — framhlut- inn illa beyglaður, vafalítið tug- þúsunda tjón. Hitaveituskurðurinn var graf- inn alveg að veginum að „Krossin- um" — en engin aðvörunarmerki voru við skurðbarmana, svo að álitamál getur orðið hver á að bera skaðann, ökumaðurinn eða verktakinn sem skurðinn gróf. - emm Konur geta einnig orðið góðir ræðumenn Konur hafa löngum fengið orð fyrir að vera málgefnar og oft á tíðum einnig að ekki sé þeim sýnt um að koma máli sínu vel til skila. Nú á að bæta úr þessu. Búið er að stofna mál- freyjudeildina Kvist í Reykjavík. Deildin er aðili að alþjóðasamtökum málfreyja en félagsskapurinn nefnist Inter- national Toastmistress Club á erlendu máli. Markmið félagsskaparins er að gera einstaklinginn hæfari til ræðuhalda og þróa skilning á gildi flutnings opinbers máls opinberlega, einnig að örva samfélagsþjónustu og ábyrgð borgarans. Málfreyjustarfið er útbreitt um allan heim. Sams konar félagsskapur er einnig starfræktur fyrir karlmenn. Stofnfundur Kvists var hald- inn nýlega og afhenti frú Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen for- seta deildarinnar, Aðalheiði Maack, stofnskrá deildarinnar. Á fundinum voru Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra, Ólafur B. Thors forseti borgarstjórnar og fulltrúar frá málfreyjudeildunum Vörðunni í Keflavík og Puffin á Keflavík- urflugvelli. A.Bj. Fegurðin verður líka að koma innan frá. Viðtal við Ungfrií ísland, Önnu Björk Eðvarðs. Punktar úr Irlandsferð Pink Floyd íPoppþætti

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.