Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 11
I) UIHI.AÐIÐ. M H)VI KUUAdUK 22. JUNÍ 1977. 11 Minnumst Soweto 16. júni var rétt ár liðið frá upphafi óeirðanna í Soweto. Soweto eða SuðvesturborK er eitt verkamannahverfi Jóhannesarborgar. aðskilið frá henni lannan veg, aðskilið vesna þess að verkalýður Jóhannesarborgar — eins og Suður-Afríku almennt — er hörundsdökkur og jafnan aðskilinn frá hörundsbleikum, m.a. að búsetu. 16. júní 1976 hafði skólaverk- fall staðið vikum saman í Sowetd. Astæða þess var sú ákvörðun stjórnvalda að færa kennslu fyrir þeldökka að nokkru leyti yfir á afrikaans, mál búanna. Þennan dag, 16. júni. komu um 10.000 skóla- krakkar saman í mótmælaað- gerð til að styðja skólaverk- fallið. Lögreglan kom og kast- aði fyrirvaralaust táragass- sprengju á hópinn. Henni var svaráð með grjótkasti og fóru hópar andófsmanna um Soweto og brenndu opinberar b.vgging- ar — og áfengisútsölur, sem þeldökkir telja greinilega hluta kúgunarkerfisins. Þennan dag voru að minnsta kosti sex negrar drepnir. þ.á m. tvö börn. Andóf þetta stóð í rúma viku. Það breiddist brátt út til bantústanhéraðanna. þar sem þeldökkir eru ne.vddir til að búa. hvarvetna voru stjórnar- byggingar brenndar, lögreglu- stöðvar. skólar og áfengisút- sölur, óeirðirnar náðu og yfir alla Jóhannesarborg. 6. júlí tilk.vnnti ríkisstjórnin að hún væri hætt við að inn- leiða afrikaans. Það kom þá á daginn að þessi tungumáladeila hafði aðeins verið tilefni óeirðanna en ekki orsökin, þvi þær héldu áfram og mögnuðust um allan helming í ágúst- lok. Þá hófst þriggja daga alls- herjarverkfall I Soweto, þátt- taka varð 90%. Lögreglan svaraði bæði með beinum árás- um og með þvi að etja farand- verkamönnum frá Zúlúhéraði á verkfallsmenn. En óeirðirnar breiddust stöðugt út, suður til Höfðaborgar. Port Elizabeth. Durban. hvarvetna um Suður- Afríku. þar sem mótmæla- aðgerðir höfðu víðast varla sést í 15 ár. Þátttakan var geysileg og sívaxandi, 15. september tóku Zúlúmenn þátt í alls- herjarverkfalli i Soweto, nú gat lögreglan ekki lengur beitt þeim fyrir sig. Óeirðirnar stóðu fram á vetur, en með síaukinni lögreglukúgun tókst að bæla þær niður, 600 manns hafa flútð land, fjölmargir hand- teknir, um 1200drepnir. Hvað olli nú öllum þessum óeirðum, úr því að deilan um afrikaans var bara tilefni? Af lýsingum íslendings i Suður- Afriku, sem oftlega skrifar i íslenzk blöð, mætti ætla að þar byggju svartir sem hvítir við besta hugsanlega skipulag. En flestum mun sýnast annað. Negrar í S-Afríku eru næstum 18 milljónir eða rúm 70% ibúanna, þeim eru ætluð 13% jarðnæðis, en hvitir, sem eru tæp 17'V», rúmar 4 milljónir. fá 70'!?, i sinn hlut. Að sjálfsögðu eiga hvítir námurnar og hinn mikla iðnað. Hvítir fengu i sinn hlut 73% þjóðartekna, en þau 70%, sem teljast svört, fengu 19%, þjóðartekna. Það er frægt að hvergi í veröldinni eru lifs- kjör jafngóð og í S-Afríku — fyrir hvíta. Hitt er kannski ekki jafnfrægt, að laun svartra verkamanna eru að ineðaltali undir örbirgðarmörkum. Hvernig I ósköpunum fer fólkið þá að því að lifa? 1 fyrsta lagi skortir þáð yfirleitt allt nema brýnustu lífsnauðsynjar. í öðru lagi er algengt að konur og börn dragi fram lífið á garðhokri i bantústan- héruðunum — og sem heimilis- þjónar hvítra — á meðan karl- menn þræla í námum og iðjuverum. 1 jjriðja lagi deyr fólkið úr skorti, í þessu auðuga iðnríki þjáðust 60% afriskra barna af hörgulsjúkdómum um 1960, og vitað er að á stórum svæðum deyr helmingur þeirra innan við tíu ára aldur. Þessar tölur eru ófullkomnar, enda eru opinberar stofnanir S- Afriku frábitnar þvi að veita tölulegar upplýsingar utn svona atriði, en 1962 töldust 80%, ófaglærðra verkamanna marþaðir af hörgulsjúkdómum, og lifskjör þeirra hafa versnað síðan. Það segir sig sjálft, að svona kjör ákvarðast ekki ,,af frjálsu samspili aðilja vinnu- markaðsins". Til skamms tíma var negrum bannað að ganga í verkalýðsfélög, nú mega þeir ganga í verkalýðsfélög ríkis- stjórnarinnar, en verkföll eru auðvitað harðbönnuð. Þau nátt- tröll hér á íslandi, sem kenna verkföllum og stéttabaráttu verkalýðs um allt sem miður fer, ættu að velta því fyrir sér, hvort þau vildu búa við kjör svarts s-afrísks verkalýðs. Þar er semsé vinnufriður, atvinnu- málaráðunevtið eða atvinnu- rekendur skammta svörtum verkalýð kaupið. Eða þá að það er ákveðið 1 samningum at- vinnurekenda við hvít verka- lýðsfélög. Ég tek sérstaklega fram að þetta er ekki vegna neinnar félagslegrar vanþróun- ar negra, áður fyrr áttu þeir vígreifa verkalýðshreyfingu, en hún var brotin niður af stjórn- völdum. Tekinn var upp aðskilnaður kynþátta i búsetu. Allir negrar, nema þeir sem teldust nauðsynlegir I atvinnulífinu í t.a.m. stórborgum, skyldu afgirtir á sérstökum sjálf- stjórnarhéruðum, ban- tústans. Milljón manns hefur verið rifinn upp með rótum skv. þessum lögum og mörgum fjölskyldum sundrað. Ferða- frelsi negra var afnumið með lögum árið 1945. Allir verða þeir að ganga með vegabréf, þar sem auk nafns, nafnnúmers, o.þ.u.l. stendur af hvaða kynþætti þeir séu og ættbálki, hvort þeir hafi greitt skattinn, hafi vinnuleyfi á svæðum hvítra, þar skal líka vera mánaðarleg kvittun atvinnurekenda. Öllum er þeim skylt að sýna passann hvenær sem lögreglan krefst þess. Þetta kerfi leiðir af sér, að negrum er hægt að skipa hvert sem er, í hvaða vinnu sem er, eða þá heim á yfirfull hörgulsvæðin, bantústans. Árlega er meira en milljón manns handtekin fyrir brot á passalögunum. 1950 voru sett lög gegn kommúnisma í Suður-Áfríku. Sá kommúnismi sem þar er bannaður er ekki bara marxiskur sósíalismi, heldur „hvaða kenning eða áætlun sem stefnir að pólitískum, atvinnulegum, félagslegum eða efnahagslegum breytingum í Suður-Afríku með því að ýta undir óróa eða upplausn, eða Kjallarinn með ólöglegum gjörðum eða aðgerðaleysi, eða sem örvuðu óvild millum svartra og hvítra. eða sem orðið gætu til framdráttar þvílíkuin kenningum eða áætlunum." Hið opinbera fékk vald til að banna hvaða samtök sem það taldi styðja einhver þvílík markmið. Það kemur mönnum því varla á óvart, að öll samtök, sem berjast fyrir bættum hag^ og réttindum negra hafa ýmist verið bönnuð eða sætt þvílíkum lögregluofsóknum að opinbert starf varð þeim ómögulegt. Og það furðar sig væntanlega enginn á því að negrar geri blóðugar uppreisnir, þegar þeir búa við slika eymd og eru allar leiðir bannaðar til úrbóta. Sú skoðun heyrist oft, að það sé formyrkvun aftur- haldssamra búa sem valdi þessari kúgun og misrétti. Nútíma iðnþróun — sem er gífurlega ör í S-Afríku, — hljóti óhjákvæmilega að vinna bug á þessum fornleifum nýlendutimans. Því miður er þetta alrangt. Kúgun negra er ekki síst til að halda launum þeirra niðri. Lág laun þeirra tryggðu rekstur gullnámanna, sem gerðu S-Afriku sterka. Og hraksmánarleg laun negranna löðuðu að auðhringana, sem hafa flykkst inn í S-Afríku undanfarin fimmtán ár með þeim afleiðingum að hún er nú eina þróaða iðnríki Afríku. Auðhringarnir hafa ekki bætt kjör svarts verkalýðs. Þeir græða hvergi nálægt því jafnóskaplega og í S-Afríku og sá gróði skiptir þá miklu máli, t.a.m. í alþjóðlegri samkeppni tveggja auðhringa, ef annar starfar í S-Afríku en hinn ekki. íslendingum kemur í hæsta máta við hvað gerist i S-Afríku, m.a. vegna þess, að þar eflast þeir auðhringar, sem drottna yfir vesturlöndum, nánasta Öra Öíafsson sér í S-Afríku (10% íbúa) og hafa ívið skárri kjör en svartir, þeir börðust með þeim, einnig hópar hvítra. Helsta neðanjarðarhreyfingin, Afríska þjóðarráðið (ANC), virðist hafa getað beitt sér vel, enda er það orðið langskólað. Það er mikill meirihluti, sem rís upp gegn litlum minnihluta í S-Afriku, þessar óeirðir voru mikill baráttuskóli fyrir hinn kúgaða meirihluta, stórefldu samstöðu hans, sjálfstraust og virkni í baráttu. Það verður vafalaust löng og erfið barátta og oft ósigur, kúgunaröflin eru afar sterk. En þegar sigurinn loks vinnst, vænti ég að hrikti i hornsteinum heimsvaldastefn- unnar. (Heimildir: 2. og 3. hefti tímaritsins Samstöðu, Afrika- bulletinen og Freda Troup: South Africa). örn Ólafsson kennari. Tíma mótasa mn i nga r Kjallarinn Eg tel þessa samninga tfma- mótasamninga. Aldrei fyrr hefur launum láglaunafólks verið lyfl svona hressilega I ein- um áfanga. Það kemur sjálfsagl margl lil. Umræður um lága kaupið og ofboðslegan vinnulima vi'rka- fólks hafa vakið almennjngs- álilið og kannski ýlt við þjóðar- slollinu. Alll siðan verðbólgan hrifs- aði af okkur aflur þann ár- angur, sem náðisi j síðuslu samningum, og þó meira til, hefur verið barizt viða fyrir bolri kjörum, og kvenfólkið, ineð ráðstefnum og fleiru, hefur vakið athygli á. hve úti- lokað er að lifa af dagvinnu- kaupi. Ymis sameiginleg mál hafa hlotið góða afgreiðslu, svo sem lífeýrismál, dagvistunarmál og fleira. 1 þella sinn höfum við fengið lielri vísitölu 4>n áður hefur þekkzt og uppsagnar- ákvæði i samningi, ef reynl verður að ræna henni af okkur. Vestfirðingar flýttu samningum Þeirra aðgerð flýtti samningun- Samningaþófið hefur staðið alltof lengi, og það er mitt álit, að það eigi að breyta um fyrir- komulag samninga. Það á að semja í Reykjavík um sameiginlegar kröfur en flytja samningana að öðru leyti út i héruðin. um og verður kannski til þess, að fleiri semji heima I framtíð- inni. Samningarnir voru nú opnari og allur bragur þeirra var við- felldnari en i fyrra. Spáir það vonandi góðu fyrir starfið I verkalýðshreyfingunni i framtíðinni. Eg tek ekki þátt í að kasta köpuryröum að Vestfiröingum. Aóalheióur Bjarnfreósdóttir formaóur Sóknar. Aðalheiður Bjarnfreðsdöttir umhverfi okkar. Eg nefni bara Esso, Shell, BP, Union Carbide, Unilever. Það lætur því að líkum að S-Afríka á volduga vini þar sem eru ráðamenn vesturlanda — og trygga, þótt þeir séu kannski svolítið feimnir við að sýna vináttu sína á yfirborðinu. Þeir hafa komið í veg fyrir hvers kyns efnahagslegar refsiaðgerðir gegn S-Afríku og þrýsting. Að lokum mætti spyrja, er við minnumst þessara miklu óeirða í fyrra, hvort þær hafi leitt til nokkurs. Oft áður hafa orðið óeirðir í S-Afríkui jafnvel mun meiri en í fyrra, og alltaf hefur þeim lokið með ósigri hinna undirokuðu eins og í fyrra — Ég á síst von á neinu í likingu við þær núna, þegar lögregla og her eru við öllu búin. — Það er samdóma álit allra, sem ég hefi séð tjá sig um málið, að þrátt fyrir ósigur og stórhert kúgunartök hafi óeirðirnar, sem kenndar eru við Soweto, verið stórt skref fram í baráttu negra. Þær eru í fyrsta lagi framhald af sigri frelsishreyfinganna í Angóla og Mósambík, svo og versnandi stöðu kúgaranna í Zimbabwe (eða Ródeslu) og Namibíu (eða Suðvestur-Afríku). Hin almenna þátttaka í þeim kom alveg flatt upp á S-Afríkustjórn, sem státar þó af einhverri öflugustu leyni- lögreglu veraldar. Baráttanbyrjaði sem aðgerðir unglinga, en áður en varði hafði hún sogað með sér verkalýð og ýmsa þjóð- félags- og aldurshópa. Kyn- blendingar eru flokkaðir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.