Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 1
3. .VRG. — MÁNIWAGUR 27. JÚNÍ 1977 — 134. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI II, AFGREIÐSLA ÞVERHOI.TI 2 ■— ABALSlMI 27Ö2Í ISLENDINGAR VORU OKKUR HJÁLPSAMASTIR ALLRA rákumst einu sinni á jaka, sem gerði gat á bátinn okkar . Þetta skapaði nokkra hættu því kuldinn var mikill, en við komumst út úr ísnum, þar sem við gátum bætt skinnbátinn með nál og garni. Annars lentum við í meiri hættu en þetta ef hann gerði mjög slæm veður. Ferðin var erfið en við vorum mjög heppnir. Eftir að við náðum ekki lengur sambandi við Island fengum við ekki veðurfregnir fyrr en nálægt Kanada. Varð- skipin ykkar fylgdust einnig mjög ve) með okkur og eftir að heimsóknum þeirra lauk sáum við aðeins tvö skip. Islendingar hjálpuðu okkur meira en nokkrir aðrir.“ Það var að vísu mjög skemmtilegt að hitta annað þessara tveggja skipa, en það var frá Færeyjum og á því var kunningi Trondo Patursson skipsfélaga okkar.“ „Eftir þessa ferð skiljum við mun betur fornar báts- ferðir." Nú munum við hvíla okkur en síðan förum við með bátinn til Boston, þar sem gerðar verða vísindá- Skinnbáturinn Brendan kom til Nýfundnalands í gær. Dagblaðið hafði sam- band við Tim Severin leið- angursstjóra áhafnarinnar í morgun kl. 4.30 að kanadísk- um tíma. Severin sagði að þeim hefði gengið mjög vel frá tslandi sérstaklega vegna mjög góðrar aðstoðar íslenzku veðurstofunnar og Landhelgisgæzlunnar. Hins vegar hefði ferðin frá Hvarfi gengið mun hægar vegna lítilla vinda. „Við lentum i töluverðum vandræðum vegna íss og legar athuganir á honum.“ Við flytjum íslendingum kærar kveðjur og vil ég sér- staklega nefna Pétur Sigurðsson og Hjálmar Bárðarson. Þeir voru okkur mjög hjálpsamir. Við erum allir við hesta- heilsu og höfðum nóg vatn og nógan mat. Við gátum einnig á ferð okkar veitt sjó- fugla okkur til matar. Ferð Brendans var sem kunnugt er farin til þess að sanna að írskir sjómenn kynnu að hafa verið fyrstir Evrópubúa til þess að sigla yfir Atlantshafið. JH „Er sumarið kom yfir sæinn...” „Þetta er bara reglulega heilsusamlegt," sagði Lind Einarsdóttir þegar hún steig af mótorhjólinu og hélt af stað áleiðis í vinnuna. Kær- astinn sat áfram á mótor- hjólinu og þeysti austur í bæ til vinnu sinnar. Átti Lind þar við þennan sérstæða máta að mæta í vinnuna á mótorhjöli. Það má vafa- laust telja þá Islendinga á fingrum sér sem mæta í vinnuna reiddir aftan á mótorhjóli af kærastanum. „Ég er að fara til tannlæknis,“ sagði Aslaug Ásgeirsdóttir „og líkar það bara vel“ og ekki bar hún neinn kvíðboga fyrir því sem i vændum var. „Það veldur mér ekki meiri áhyggjum að fara til tann- læknis en svo að ég hafð: það einu sinni af að sofna í stólnum hjá honum." Síðan hélt hún áfram sína leið eins og allir hinir Reyk- víkingarnir sem loksins gátu nú leyft sér að taka fram sumarklæðnaðinn, eftir langa bið eftir langþráðu sumri sem sýndi sig nú þennan fagra júnímorgun. Smyrja og smyrja alla daga er kjörorðið þeirra á Essó smurstöðinni, einni af fáum sem eftir eru i miðbænum. „Maður er oft mættur um sjöleytið," sagði Snjólfur Fanndal. einn þeirra sem hafa atvinnu af því að smyrja. „Annars fer það eftir þvi hvort kominn er bíll eða ekki, yfirleitt er alltaf nóg að gera." Um leið rennir einn viðskipta- vinurinn bílnum sínum, nýsmurðum og tilbúnum til að aka þennan daginn, út úr stöðinni og út á götuna. „Þetta er alit annað núna, ■ þetta eins og allt annað er leiðinlegt 1 rigningunni," sagði Pétur Þorkelsson sem var að sjóða bitana í bensín- stöðina, sem nú er verið að endurnýja og á að koma í stað hinnar 40 ára gömlu sem þá lýkur hlutverki sínu. Aslaug Asgeirsdóttir kennari á Akureyri. Snjólfur Fanndal og Sveinn Þ Þórðarson sjá þarna meistarastykkið renna út á götuna nýsmurt. •» . Ekki er lengra siðan en i gær að hann Hörður ljós- myndari tók þessa mynd í Heiðmörkinni. Þegar viðrar eins og nú er Heiðmörk hið bezta athvarf fyrir Reyk- vikinga sem komast vilja í snertingu við náttúruna. Lind Einarsdóttir biður eftir að verzlunin sem hún vinnur í verði opnuð. (DB-myndir Bjarnleifur) — Dagblaðiðræddií morgun við Tim Severin Áhöfnin á Brendan. Tim Severin leiðangursstjóri lengst til vinstri á myndinni. Sjö íslandsmet í Kaupmannahöfn — íslenzku stúlkurnargerðu alla spádóma aðengu — Komust áfram í Evrópukeppninni — Sjá íþróttir bls. 15, 16,17 og 18 • Verður landsliðs- fyrirliðinn ekki meðgegn Norðmönnum? — Sjá íþróttir bls. 15 • Hvaðþarfað gerasttilað löggæzlan skerist fleikinn — Sjá f réttagrein um löggæzlumál Seyðfirðinga -bls.6-7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.