Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977.
iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
„Leikum alltaf
sóknarleik"
—segir Tony Knapp, sem á í erf íðleikum með val
landsliðsíns—hef óbilandi trú á strákunum
„Annað kvöld er síðasti
-möguleiki til að tilkynna
breytingar á 22 manna liði
tslands, sem leika á gegn Norður-
Irlandi í næstu viku," sagði Tony
Knapp landsliðsþjálfari í viðtali
við DB í gær.
„Við verðum þvi að fylgjast vel
með hvernig þeim leikmönnum
landsliðsins sem leika með Akra-
nesi og Fram í Noregi það kvöld
reiðir af."
Þar leika liðin leiki í Evrópu-
keppni.
„Hættan er auðvitað alltaf sú
að meiðsli eigi sér stað og þó svo
leikmenn slyppu við meiðsli í
Noregi, geta enn orðið mikil afföll
hjá landsliðsmönnum okkar,"
sagði Tony Knapp.
„Va'l ur leikur við norður-írska
liðið á fimmtudaginn. Bæði
Jóhannes     Eðvaldsson     og
Marteinn Geirsson eiga að .leika
með liðum sínum um helgina.
Sama er að segja um Teit Þórðar-
son og Matthías Hallgrímsson í
Svíþjóð," sagði Tony ennfremur.
Uppstilling landsliðsins er þvi
leikinn
við
erfið    fyrir
Norður-lrana.
Fjórir leikmenn geta ekki verið
með. Það eru þeir Asgeir
Sigurvinsson, sem ekki fær leyfi
frá félagi sínu, Standard Liege,
Hörður Hilmarsson, sem er í leik-
banni, Guðmundur Þorbjörnsson,
sem les nú undir próf við
Háskólann og Ingi Björn Alberts-
son kemst ekki vegna anna við
atvinnu sina.
„Okkur hefur aldrei gengið vel
að stilla upp sterkasta landsliði
tslands. Það er auðvitað mjög
slæmt og til dæmis vil ég benda á,
að landslið okkar. hefur aldrei
verið óbreytt tvo leiki i röð. Það
er erfitt, þegar úr jafnfáum leik-
mönnum er að velja og hér á
íslandi.
Ég vil þó sérstaklega undir-
strika að þó landsliðinu hafi ekki
gengið vel í leikjunum gegn Hol-
landi og Belgíu breytir það alls
ekki skoðun minni á strákunum í
liðinu. Á þeim hef ég mikla trú,"
sagði Tony Knapp.
„Við verðum aðeins að gera
okkur grein fyrir því, að af-
leiðingarnar að gera mistök
gegn sterkum liðum í heimsklassa
eru oftast afdrifaríkar. Og það er
staðreynd að mistök voru gerð í
leikjunum í Hollandi og Belgíu,
bæði í vörn og sókn."
Tony Knapp sagðist ennfremur
sérstaklega vilja undirstrika að
landsliðið íslenzka hefði alltaf
leikið sóknarleik undir sinni
stjórn.
„Hinu verða menn svo að gera
sér grein fyrir að þegar leikið er
gegn mjög sterkum knattspyrnu-
þjóðum, eins og Belgíumönnum
og Hollendingum, náum við ekki
eins sterkum sðknarleik og við
helzt vildum. Leikmenn þeirra
eru einfaldlega svo sterkir og
góðir.
Annað er upp á teningnum,
þegar við leikum við lið eins og
Svíþjóðarliðið hér heima, þá
náum við mun þyngri sókn," sagði
Tony Knapp.
Þróttarar, margfaldir blakmeistarar
FÁ SÆNSKAN ÞJÁLFARA TIL AÐ
STYRKJA LIÐ SITT ENN MEIRA
Blakmenn'Þróttar eru þess full-
vissir að „vor upphefð kemur að
utan". Þannig hafa þeir riðið á
vaðið og ráðið fyrsta erlenda blak-
þjálfarann til starfa. Sá er ungur
Svii frá Halmstad, Matthi Elias-
son að nafni. Hefur hann tekið
lokapróf frá þjálfaraskóla sænska
blaksambandsins, svonefnt Elit-
próf. Aður hafði Eliasson leikið
blak með kappliðum í 8 ár.
Undanfarið hefur hann þjálfað
sænskt 2. deildarlið.
Þróttararnir eru íslands-,
Reykjavikur og Bikarmeistarar í
blaki og hafa fullan hug a að
halda þeim titlum um sinn. Lið
þeirra er að mestu skipað leik-
mönnum sem voru við nám á
Laugarvatni fyrir rúmum þrem
árum og kepptu fyrir Ungmenna-
félag Biskupstungna. Þegar til
Reykjavlkur var komið frá námil
í Iþróttakennaraskóla Islands var
reynt að fá inni hjá Reykjavikur-
félögunum. Þriðja félagið sem
bankað var uppá hjá var Þróttur.
Þar voru piltarnir boðnir vel-
komnir og ekki hefur Þróttur
tapað á því boði.
Æfingar hjá blakdeild Þróttar
hefjast núna um miðjan mánuð-
inn en þar starf a karla og kvenna-
flokkar i öllum aldursflokkum,
niður i 12 ára aldur.
Þrefaldir meistarar Þróttar á siðasta keppnistímabili. Sex landsliðsmenh eru í hópnum, þar á meðal
Anton Bjarnason (Iengst til vinstri í aftari röð), en hann hefur leikið landsleiki í þrem íþróttagrein-
um, knattspyrnu með Fram, körfuknattleik með ÍR — og blaki með Þrótti.
Tony Knapp, landsliðsþjálfari I
knattspyrnu.Hanná í erfiðleikum
vegna margra leikja bæði hér á
landi og erlendis, rétt fyrir
landsleikinn við Norður-íra.
Ellert eftir-
litsmaður
íEdinborg
Knattspyrnusamband Evrópu
hefur skipað Ellert B. Schram,
formann Knattspyrnusambands
tslands eftirlitsmann fyrir sina
hönd á landsleik Skqta og Tékka
sem yerður i Edinborg 21.
september næstkomandi.
Þykir þetta mikið trúnaðarstarf
og viðurkenning á starfi Ellerts að
knattspyrnumálum.
GEORGE
BEST MEÐ
ÍBELFAST
GEGN
ÍSLEND-
INGUM
Allar líkur benda til að George
Best muni leika með norður-
írska landsliðinu í leiknum gegn
Islendingum í næstu viku.
Best, sem kominn er aftur frá
Bandaríkjunum 'og leikur nú með
fenska liðinu Fulham, mun vafa-
laust styrkja norður-írska lands-
liðið.
Það er engin mótstaða af hálfu
Nítu eða föður hennar
Bommi, gleymum öllu sem > Hvað —H|
hefur skilið okkur að
jafnvel knattspyrnunni!
gleyma
knattspyrn-
MESTAN
ÁAÐSI
— rætt við Bandc
sem leikur með stí
Iþróttafélagi stúdenta bættist góður
liðsauki i gær en þá kom til landsins
Dirk Dunbar, 23 ára Bandarikjamaður
sem leika mun með körfuknáttleiksliði
stúdenta í vetur.
Dirk mun leika bakvörð með liðinu
ásamt Kolbeini Kristinssyni bakverði,
sem nýlega er genginn úr iR yfir í
raðir stúdenta. Verða þeir félagar vaf a-
laust flestum erfiðir í vetur.
í viðtali við DB á fyrstu æfingunni
hér á landi sagðist Dirk ætla að stunda
nám við Háskólann hér í vetur. Mestan
áhuga hefði hann á að skrifa, smásögur
eða eitthvað frá eigin brjósti.
„Eg hef að vísu ekki lagt í að birta
neitt opinberlega af því sem ég hef
skrif að," sagði hann og hló við.
Dirk Dunbar er með háskólapróf i
trúarbragðafræðum, sálarfræði og
íþrótta- og líkamsfræði.
Á undanförnum árum hefur hann náð
góðum árangri i körf uknattleik.
Þegar hann lék með „highschool"
liðum, 18 ára gamall, skoraði hann að
meðaltali 39 stig í leik. Var það með þvi
hæsta sem þekktist í Bandaríkjunum
þá.
Síðar lék hann með liði Central
Michican háskólans, sem er mjög stór
skóli og hefur náð góðum árangri í i
körfuknattleik.
Lið frá Central Michican hafa oft
unnið sigur í svæðiskeppnum milli
háskóla i Bandarikjunum og komizt t
16 eða 8 liða úrslit.
H
b
Ð
a<
11
Þ
Sl
k
„Að han
eitthvaö
—segja KR-ini
körfuboltaþ
„Ætlunin er að ég þjálfi bæði
kvenna- og karlalið hjá KR, "auk þess
sem ég mun vinna að unglingastarfi
hjá félaginu," sagði Andrew Piazza
nýráðinn þjálfari körfuknattleiks-
manna í KR.
Andrew, sem er 23 ára, er kennari að
mennt og er auk þessmeóhaskólagráðu
í íþróttakennslu, er ráðinn hjá KR
f ram á næsta vor.
Hann sagðist ekki hafa kynnzt leik-
mönnum KR neitt sem heitið gæti,
þegar DB ræddi við hann á æfingu í
KR-húsinu í gærkvöldi. Var það
reyndar fyrsta æfing Andrews með
félaginu en hann kom til landsins í
gærmorgun.
áh
ríl
sc
ok
hj
ár
hí
P;
at
st;
m
le
ÞJ
fa
þj
le
le
oi
V(
n
ir
h
r;
ts
k
st
VI
Andrew Piazza, hinn nýi körfuknatt-
leiksþjálfari KR-inga, með háskóla-
próf i kennslu og íþróttum, mun þjálfa
alla flokka félagsins. Þeir gera sér
vonir um að fá mikið og margt megi af
honum læra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24