Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1977
IUEIT AÐ OÞEKKTUM FODUR
6434-2398 sendi okkur nokkuð
óvenjulegt bréf:
Kæra Dagblað!
Mig langár til að leita á náðir
þínar með flókið mál. Þannig er
að ég er ófeðruð en langar
óskaplega til þess að vita nánar
um það mál.
Móðir min heitir Ragna,
fædd 1926 og vann i Reykjavík
á árunum 1947—48. Ég veit að
ég er fædd á Laugateigi 10 I
Reykjavík í marzmánuði 1948
en ekki meira.
Ef einhver gæti veitt mér
upplýsingar væri það mér
ómetanlegt.
Ég vil biðja þig fyrir nafn ¦
mitt,   heimilisfang   og   síma   í
þeirri   veiku   von   að   einhver
hafi samband við þig. og skrifi
mér eða hringi.
Svo vil ég þakka þér allt les-
efnið frá því þú komst fyrst út.
— Við höfum ekki áður fengið
svona óvenjulega bón og ef ein-
hver getur veitt upplýsingar i
þessu faðernismáli er hann
beðinn að hafa samband við
Raddir lesenda.
Það er talinn mikiTl ábyrgðarhluti að feðra ekki afkvæmi sin rétt. Allir eiga rétt á þvf að vita um
uppruna sinn. Sem betur fer er orðið mjög sjaldgæft að börn séu ranglega feðruð eða'ekki. Myndin er
tekin á ungbarnastofu fæðingardeildar Landspítalans. DB-mynd Ragna.' Th.
Verðmunur á kökum
Sælkeri hringdi:
Mér þykja kökur ákaflega
góðar og hef oft keypt svo-
kallaða ávaxtaköku i bakaríinu
í Alfheimum. Hefur kakan
jafnan kostað nálægt 500 kr. Ég
ætlaði að gæða mér á þessari
ágætisköku um daginn en hún
var þá ekki til.
Ég rakst síðan á köku sem
var nákvæmlega eins í útliti i
Bakarameistaranum í Suður-
veri og hugðist nú heldur en
ekki gæða mér á kökunni. Þá
kom í ljós að sú kaka kostaði
hvorki meira né minna en 1500
kr.
Þótt ég sé sælkeri á
gómsætar kökur þótti mér
kakan nokkuð dýrseld og hætti
við kaupin.
Langar mig til þess að biðja
Dagblaðið að upplýsa verðlags-
mál þessarar dæmalausu köku
og eins hvort það geti verið
eðlilegt að verðmismunurinn sé
svona mikill.
Svar:
Þetta er sannarlega ekki eins
mikill verðmismunur og virðist
f fljótu bragði þvf kökurnar eru
mismunandi þungar. Sú
ódýrari .(úr Alfheimum)er 600
gr á þyngd og kostar samkvæmt
upplýsingum bakarans kr. 550.
Sú dýrari (úr Bakara-
meistaranum) er 1200 gr á
þyngd og kostar 1500 kr.
Við reyndum að kryf ja málið
nánar til mergjar og komumst
að raun um að meira er borið í
dýrari kökuna, en í henni er
ekta Napóleons-koníak (sem
kostar 10.200 kr. flaskan). í
henni eru einnig rándýr kirsu-
ber sem lögð eru niður í
romm, súkkulaði, rúsínur og
súkkat.
Þarna er kakan úr Bakarameistaranum. Sú i Alfheimunum selst
alltaf upp þannig að ekki var hægt að mynda hana að sinni.
DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
I ódýrari kökunni er einnig
súkkat, rúsínur, kirsuber (ekki
niðurlögð i rommi) og döðlur.
Verðsmismunurinn er raun-
verulega 150 kr. á 600 gramma
köku.
Ekki ráðið að stytta útsendingartíma ríkisf jölmiðlanna:
HELDUR BÆTA
DAGSKRÁNA
Þótt það efni sem endurtekið
hefur verið í Stundinni okkar í
vetur hafi verið ágætt á sínum
tíma, getur varla taiizt boðlegt
að meirihlutinn af þeim stutta
tíma sem ætiaður er börnum í
dagskrá sjónvarpsins sé niður-
soðið efni.
Ágústa Júlíusdóttir skrifar
langt bréf um útvarp og sjón-
varp. Lýsir hún m.a. furðu
sinni yfir hugmynd Ingólfs vél-
stjóra á Ægi að stytta útvarps-
og sjónvarpsdagskrána.
„Heldur finnst mér lélegt
þegar fólk sér ekki annað
úrræði úr ógöngum þessara
stofnana," segir Agústa.
„Kemur greinilega fram að
Ingólfur er mjög óánægður
með dagskrána og það erúm við
vfst 011. En íslendingar hafa
alltaf verið svolftið gamaldags
og gjarnir á að láta ósæmi-
legustu hluti viðgangast af því
„svona hefur það alltaf verið".
Er eins og þar strandi allar
framfarir.
Um jólaleytið f fyrra kvartaði
ég til útvarpsins vegna jólaaug-
lýsinga sem dundu yfir lands-
menn frá hádegi og fram til kl.
3, en þá tók til hvimleiður
kammertónleikaþattur. Fór ég
fram á að létt jólalög væru
leikin milli auglýsinganna eða f
þessum tíma milli 3 og 4.
Fékk é'g þær upplýsingar að
liður þessi væri fastur og
skildist mér að það þýddi að
undir engum kringumstæðum
mætti breyta þessum dagskrár-
tíma.
Þykir mér það fullmikið af
því góða og er strax farin að
kvíða fyrir næsta mánuði.
Ég nefni þennan dagskrárlið
sérstaklega þvi ég hef engan
fyrirhitt sem á hann hlustar.
Þar að auki eru fjölmargir
tímar með sinfóníum, nútíma-
tónlist, íslenzkum einsöngs-
lögum, kvöldvökum og erindum
um eitthvað sem gerðist f
fornöld.
Morgunútvarpið á þð lof
skilið. Frá kl. 7 og fram til kl.
11 er létt og skemmtileg músík
með fréttaívafi og sjaldan með
dauðum punktum. Þakka ber
góðum þulum.
Það þykir fullgott í okkur ef
horfandi er á einn dagskrárlið á
kvöldi í sjónvarpinu og hitt
látið ráðast. En lausnin er ekki
Raddir
lesenda
að stytta dagskrána heldur að
breyta henni eða hleypa
fleirum inn á þennan markað.
Skammarlega lítið barnaefni
er í sjónvarpinu, nánast ekkert.
Vel mætti skjóta inn einni og
einni teiknimynd í staðinn fyrir
annað og lélegra efni þessa
fjölmiðils.
Þykir okkur foreldrum mjög
hallað á hlut barna og það efni
sem sýnt er illa valið.
Aftur á móti geta íþróttaunn-
endur glápt á hugðarefni sitt
íþróttirnar í tfma og ótíma,
endalausir knattspyrnu- og
handboltaleikir og þykir mér sá
liður vera að yfirtaka flesta
daga sjónvarpsins. Allavega
þykja mér íþróttir taka óþarf-
lega mikinn hluta þess tfma
sem sjónvarpið er f gangi.
Hvað ætli yrði sagt ef
húsmæður heimtuðu 4-5 tfma í
viku fyrir barnauppeldisþætti,
matreiðslu eða eitthvað álíka?
Vil ég eindregið mælast til
þess að meira og betra efni
fyrir börn verði tekið á dagskrá
sjónvarpsins. Hver man t.d.
ekki eftir Fred Flintstone.
Myndirnar með honum voru
ekki síður skemmtilegt efnj
fyrir fullorðna. Það er líká
hægt að fá nóg af teikni-
myndum ef áhugi er fyrir
hendi."
Spurning
dagsins
Hvað gerir þú á fimmtu-
dagskvöldum?
Guðbrandur Guðmundsson sölu-
maður, 43 ára: Ef ég fer ekki i
heimsóknir til vina og kunningja
les ég gjarnan f góðri bók. Það er
mjög takmarkað sem ég hlusta á
útvarpsleikritið.
Kinar Einarsson, forseti Skák-
sambands íslands, 39 ára: Eg fer
iðulega á stjórnarfundi Skáksam-
bandsins á fimmtudagskvöldum
og á iþróttaæfingu á eftir. Eg er
mjög sjaldan heima á fimmtu-
dagskvöldum.
Guðrún Andrésdóttir banka-
starfsmær, 21 árs: Þá hlusta ég á
leikritið i útvarpinu og tek til í
herberginu minu. Mér finnst
mest gaman að sakamálaleik-
ritum og gamanleikritum.
Rannveig Pétursdóttir verzlunar-
mær eftir hádegl og húsmóðir
annan tfma sólarhrlngsins, 23
ára: Ég hef það rólegt. HÍusta
stundum á leikritið og fyrir
kemur að ég fari í heimsóknir til
vina og kunningja.
Guðmundur Eirfksson banka-
starfsmaður, 31 árs: Ef ég er
heima hlusta ég gjarnan á út-
varpsleikritið, en frekar stefnir
maður á að vera i félagsstarfi á
fimmtudagskvöldum. Þar að auki
er ég í félagsskap sem hittist þau
kvöld. Maður er orðinn svolftið
háður „kassanum".
Jón Valdimar Sævaldsson banka-
starfsmaður, 54 ára: Ég er yfir-
leitt að kenna í fræðslumiðstöð
ökukennara þar sem ég kenni
umferðarlög og reglur og ýmis-
legt annað undir ökupróf;
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28