Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978. 9 Erlendar fréttir JÓNAS HARALDSSON I Fimmti hver V-Þjóðverji lifir á opin- berum styrkjum Nærri fimmti hver Vestur-Þjóðverji lifir á framfærslu hins opinbera, að þvi er þarlendar heimildir greina. Hagstofa þeirra Vestur-Þjóðverja sagði að á síðasta ári hefði 11.3 milljónir manna eða 18.4% þjóðarinnar haft aðal framfæri sitt af opinberum styrkjum. Vestur-Þýzkaland er eitt helzta iðnveldi heims eins og kunnugt er og efnahagur manna yfirleitt góður. Þama er velferðarríkið þó e.t.v. gengið einum of langt. Páfakjör gekk fljótar fyrir sig en gert var ráð fyrir: JÓHANNES PÁLL PÁH — f etar í fótspor tvegg j a f y rirrennara sinna Albino Luciani patríarki frá Feneyj- um var á laugardag kjörinn 263. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Luci- ani tók sér páfanafnið Jóhannes Páll I og er hann fyrsti páfinn sem tekur sér tvö nöfn. Þetta eru nöfn tveggja sið- ustu páfa en Jóhannes Páll hyggst feta i fótspor þeirra tveggja. Búizt hafði verið við því að kosning páfa tæki nokkuð langan tíma að þessu sinni og þvi kom það mjög á óvart að nýr páfi skyldi kosinn þegar á fyrsta degi páfakjörs. Hinn nýi páfi er 65 ára gamall er hann tekur nú við æðsta embætti rómversk-kaþólsku kirkjunnar og gerist andlegur leiðtogi 700 milljóna manna i heiminum. Páfi kom þegar eftir kjör sitt fram fyrir þús- undir manna sem biðu á Péturstorg- inu, og blessaði lýðinn. Luciani kardináli hafði verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Páls páfa 6. en margir aðrir voru þó taldir líklegri, svo sem Sebastian Baggio, Paolo Bartoli og Sergio Pigne- doli. Er Páll páfi var kjörinn tók kosning hans tvo daga en kjör Jóhann- esar páfa 23. tók þrjá daga. Jóhannes páfi er talinn víðsýnn maður. Hann studdi breytingar þær sem gerðar voru í Vatikaninu á ár- unum 1962—65. Honum hefur verið lýst sem hörðum and-kommúnista og hann hefur hvatt rómversk-kaþólska menn á Ítaliu til þess að kjósa ekki ítalska kommúnistaflokkinn. Jóhann- es Páll er talinn hafa orðið ihaldssam- ari mcð árunum að þvi er heimildir frá Vatikaninu herma. Eins og kunnugt er, er páfakjör gefið til kynna með reykmerkjum. Svartur reykur frá sixtinsku kapell- unni, þar sem páfakjör fer fram, þýðir að enn haft páfi ekki verið kjörinn. Hvítur reykur merkir aftur á móti að nýr páfi hafi verið kjörinn. Reyk- merki, sem áttu að gefa til kynna kjör hins nýja páfa voru þó nokkuð óljós. Annað slagið virtist reykurinn hvítur en hina stundina svartur. Ekki fékkst úr óvissunni skorið fyrr en Pericle Felic' kardináli kom fram á svalir Pét- urskii kjunnar og tilkynnti kjörið. Alls tóku 111 kardinálar frá 50 löndum þátt I páfakjörinu. Kardlnálar voru fljótir að velja páfa að þessu sinni. Talid er að kostnaður vegna páfakjörs og útfarar Páls páfa nemi um 2.5 milljörðum króna. Shanghai: Hné grætt á í heilu lagi Skurðlæknum í Shanghai í Kina hefur tekizt að græða hné í-heilu lagi á mann, að þvi er fréttastofan I Nýja-Kina greinir. Hnéð mun hafa verið grætt á með taugum og æðum. Fréttastofan sagði að aðgerðin hefði verið gerð á vinstra fæti á 34 ára göml- um manni, Ha Chuan-Lung, á síðasta ári. Aðgerðina framkvæmdu læknar við háskólasjúkrahúsið Huashan I Shang- hai. Ha hafði ekki getað gengið i fjögur ár eftir vinnuslys, en nú getur hann gengið hjálparlaust. Hnéð er beygjanlegt og Ha finnur ekki til sársauka að sögn frétta- stofunnar. AFMÆU ONNU PRINSESSU Anna prinsessa, dóttir Elisabetar Bretadrottningar, varð tuttugu og átta ára á dögunum. Þá tók Snowdon lávarður, fyrrum eiginmaður Margrétar prinsessu og mágur Betu, þessa mynd af henni ásamt eiginmanninum Mark Philipps og syni þeirra Pétri. Myndin er tekin við vatnið I Gatcombe-garðinum rétt við heimili hjónanna i Gloucestershire á Englandi. 17.skákin: KARPOV VANN Heimsmeistarinn I skák, Anatoly Karpov, vann 17. skákina I einviginu við áskorandann Viktor Kortsnoj. Karpov hefur nú 4 vinninga á móti aðeins einum vinningi áskorandans. Hann skortir aðeins tvo vinninga til þess að halda titli sínum. Kortsnoj gaf skákin eftir 39 leiki og kom það nokkuð á óvart, því fyrr í skák- inni voru taldar likur á þvi að hann hefði vinningsmöguleika. í timahraki gekk hann hins vcgar í gildru Karpovs og gaf skákina eftir það. Tólf af þeim 17 skák- um sem lokið er hefur lokið með jafn- tefli. Sá skákmannanna sem fyrr vinnur sex skákir fer með sigur af hólmi í ein- viginu. • STARFSGREINASKRÁ segir þér hverjir geta hugsanlega boðið þér það sem þú leitar að hverju sinni. • KORT sýnaþérhvar viðkomandi er stað- settur. • AÐALSKRÁ veitir upplýsingar um heimili, síma, nafii o.fl. • UMBOÐA SKRÁ með yfir 4000 umboð á íslandi. • SÖL USKA TTSNÚMERASKRÁ ásamt nafnnúmerum. • SKRÁ YFIR íslenzk sendiráð og 160 rœðis- mannsskrifstofur erlendis. • ÚTFL YTJENDASKRÁ Uppsláttarrit fyrir alla, jafnt fyrirtœki sem einstaklinga. Sparið tíma, fé og fyrirhöfn. Flettið upp í Viðskipti og þjónustu. Þar er svarið. ÁRBLIK HF. Pósthólf 669. Sími 83205 Reykjavík. Bókin, sem beðiö hejur verið eftir. Viðskipti og þjónusta er kom- inút. ALDREI FLEIRI I EINNI BÓK. Upplýsingar'i um yfir 10 þúsund aðila.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.